Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 7
7 ^kítssunuKi! FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 Af perrum og portkonum Voðalega getur sumt fólk verið mót- fallið nýjungum. Nokkrar konur fyr- ir sunnan ruku um daginn með of- forsi í blöð og sjónvarp, og gáfu út þá yfirlýsingu að stelpur þær sem stríplast kringum súlur á völdum stöðum í höfuðborginni væru ekkert annað en ótíndar portkonur, auk þess væru þeir karlar sem stríplstað- ina stunda algjörir perrar. Nú hefur undirritaður ekki enn komið því í verk að heimsækja nektarbúllur í bænum og er það fremur vegna anna en áhugaleysis. Nú, þessar ágætu konur fullyrtu semsagt að stríp- istelpurnar seldu mönnum annað og meira en einfaldan áhorfsrétt, með- al annars svokallaðan kjöltudans. Eins og svo oft áður þá stoppar maður ögn við þegar maður heyrir orð sem maður hefur aldrei heyrt áður og skilur ekkert hvað þýðir. Eftir að hafa pælt í gegnum orðabók menningarsjóðs var ég engu nær, enda orðið ekki finnanlegt í þeirri merku bók. Varð nú mér til happs að úti í fjósi var að vinnu rafvirkjameist- ari úr Borgarnesi, afkomandi sýslu- manna og presta af Austfjörðum og þess vegna ekki líklegur til að ljúga mig stútfullan af vitleysu. Spurði ég hann að því hvort hann vissi hvað at- höfnin kjöltudans þýddi. Rafvirkja- meistarinn kvaðst ekki vera fasta- gestur á strípibúllum syðra en svo mikið vissi hann um kjöltudans að hann ætti sér helst samsvörun í því þegar góðbændur á árum áður gripu feitar vinnukonur , settu í kjöltu sér og könnuðu holdafar. Hefði slíkt hingað til ekki verið flokkað undir klám hvað þá vændi. “En”, spurði ég, ”af hverju ætli konurnar láti svona útí strípistelpurnar?” “Æ,” svaraði meistarinn, “ætli það hafi ekki bara hlaupið í þær öfund, þær eru kannski þannig í laginu að ekki nokkrum manni dytti í hug að borga fyrir að sjá þær dansa berrassaðar, helst að einhver henti í þær klinki til að þær komi sér sem snarast í leppana aft- ur.” Þá vissi ég það, mundi svo eftir því að sjálfur menntamálaráðherr- ann Páll á Höllustöðum setti nektar- dans á sama stall og annan listdans, t.d. ballett. Engum dettur í hug að kalla ballettunnendur perra þó það sé auðvitað bilun að blína á ballerín- urnar tipla á tánum brjóstalausar og vanfóðraðar. Um svipað leyti og fréttin um portkonurnar flaug á öld- um ljósvakans, kom önnur frétt. Skemmtanaglaður gestur á strípistað eyddi 400.000 kr. á einu kvöldi. Þótti mörgum að maðurinn hefði farið illa með fjármuni og þeir farið fyrir lít- ið. Ætli þessum peningum hafi nokkuð verið verr varið en þeim fjöl- mörgu krónköllum sem fóru í skipt- um fyrir hlutabréf í de Code og í mörgum tilfellum fyrir lánsfé á hæstu vöxtum. Svo hrundu bréfm í verði og eigendur þeirra sitja uppi með skaðann og skömmina. Þá er nú betra að ylja sér við endurminning- una um huggulega kvöldstund og kjöltudans, svei mér þá. Bjartmar Hannesson ***** fíxJihilzáii feo'UfGajfj&ufciA. Vegna fjölda fyrirspurna höfum við ákveðið að halda 8 vikna tónlistarnámskeið í Borgarnesi frá 26. febrúar til 30. apríl 2001 Boðið verður upp á einkakennslu á gítar, bassa og trommur auk samspils(hljómsveit) fyrir þá sem það vilja. Leiðbeinendur á þessu fyrsta námskeiði verða, Hafsteinn Þórisson; Gítar, bassi, samspil. Sigurþór Kristjánsson; Trommur, samspil. Upplýsingar veita Hafsteinn í síma 435 1565 eða 899 1744 Sigurþór í síma 437 2211 eða 692 3941 KYNNING A STAKFSLEYFISTILLOGUM FYRIR SEMENTSVERSKMIÐJUNA HF Hollustuvernd ríkisins boðar til almenns kynningarfundar mdnudaginn 19.febrúar kl. 17:00 um starfsleyfistillögur fyrir Sementsverksmiðjuna hf. sem liggja frammi til kynningar frá 22. desember 2000 - 23. febrúar 200L Fundurinn verður haldinn i matsal Sementsverksmiðjunnar og er öllum opinn. Jörð eða land ódkant Óska eftir að kaupa lítið hýsta jörð eða gras gefið land ca. 100-200 hektarar í Borgarhreppi eða annars staðar í Borgarfírði. Tilbocf .tkili.it á .ikrifttofu Skeo.tuhorn.t merkt ”Land” oem allra Jyr.it. Farið verður með öll tilboð sem trúnaðarmál BORGARBYGGÐ Auglýsing n Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Eskiholts II, Borgarbyggð. Samkvœmt ákvœðum 26.gr skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997, erhérmeð lýst eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Tillagan mun liggja frammi á Bæjarskrifstofu Borgarbvggðar frá 14. febrúar 2001 til 14. mars 2001 Atliugasemdimi skal skila á bæjarskrifstofuna fyrir 28. mars 2001 og skulu þær vera skriflegar. Tillagan tekur yfir fyrra deiliskipulag er gert var fyrir svæðið. Borgarnesi 07-02-2001 Bœjarverkfrœðingur Borgarbyggðar. k______________________________________t

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.