Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 15.02.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 15. FEBRUAR 2001 11 «KU»UI1U>. Skuldir lækkaðar um helming s Hörður Helgason kjörinn formaður knattspyrnufélags IA Flörður Helgason fyrrverandi leikmaður og þjálfari LA var kjör- inn formaður Knattspymufélags IA á framhaldsaðalfundi félagsins síðastliðinn miðvikudag. Þá var á fundinum samþykkt skipulags- breyting sem felur í sér að starf- setni félagsins er skipt upp í þrjú rekstrarfélög sem starfa undir að- alstjóm. Umfangsmesta rekstrar- félagið er það sem hefúr með meistaraflokk og annan flokk karla að gera en þar er Gunnar Sigurðsson formaður. Annað rekstrarfélag var stofnað um meistaraflokk og annan flokk kvenna og er Kristinn Reimars- son formaður yfir því. Það þriðja sér síðan um rekstur yngri flokk- anna og er formaður þar Gylfi Þórðarson. Stærsta mál aðalfúndarins var að sjálfsögðu rekstrarerfiðleikar KFIA sem hafa verið mikið til umræðu að undanfömu. Tap félagsins á síðasta ári var samkvæmt ársreikningi 14.865 þúsund krónur en árið 1999 tapaði félagið 8.765 þúsund krónum. Þess má geta að af tapi síðasta árs vom um 6,3 milljónir vaxtagjöld. Heildarskuldir félagsins um síðustu áramót vom 68.594 þúsund krónur. Skuldir lækka Bjargráðanefndin svokallaða sem skipuð var á aðalfundi til að vinna í fjármálum félagsins gerði grein fyrir sínum störfum. Nefndin er skipuð þeim Gísla Gíslasyni, Haraldi Smr- laugssyni og Gylfa Þórðarsyni. I máli Hörður Heleason aðstoðarskólameistari FVA þeirra félaga kom ffam að nú þegar hefði tekist að ná skuldum niður um 35 milljónir með samningum við lánadrottna og sölu á eignum. Þá hefur verið gerður nýr samningur við Búnaðarbanka Islands á Akranesi um að fyrirtækið verði áffam aðal- styrktaraðili KFIA. Samningurinn er gerður til sjö ára. A fundinum var ákveðið að nefhd- in skyldi starfa áffam og ljúka samn- ingum við lánadrottna. Þá mun hún einnig endurskoða samninga við leikmenn með hugsanlega launa- lækkun í huga. Þá var ákveðið að leita eftir því við Akraneskaupstað að hann tæki á ný við rekstri íþrótta- svæða á Jaðarsbökkum. Stefht er að því að félagið verði skuldlaust að að- gerðum þessum loknum. Einnig var minnst á það á fund- inum að í ár eru 50 ár ffá því að Skagamenn unnu sinn fyrsta Islands- meistaratitill í mfl. karla í knatt- spyrnu. A þessum 50 árum hafa unn- ist 18 Islandsmeistaratitlar og 8 sinnum hefur liðið fagnað sigri í bik- arúrslitum. Voru fundarmenn sam- mála um að því væri enn meiri á- stæða til að taka höndum saman um að tryggja blómlegt knattspyrnustarf áfram á Akranesi á þessum tímamót- um. HH/GE Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. STOÐTÆKNI Gísli Ferdinandsson efif Lýður Skarphéðinsson verður með hlaupa- og göngugreiningar á Sjúkrahúsinu á Akranesi sunnudaginn 18. febrúar og mánudaginn 19. febrúar 2001 Tímapantanir í síma: 581-4711 om oq qjaiavara oqj alskQPxjuœ Opiö fró kl. 8-17 á konudaginn Ægisbraut 30 • Akranesi • Sími 431 2028 • Fax 431 3828

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.