Skessuhorn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Skessuhorn - 08.03.2001, Qupperneq 10

Skessuhorn - 08.03.2001, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2001 ^Kisaaunu.. Vín - Broadway Sunnudaginn 11. mars kl. 20.30 verða tónleikar í Hótel Borgarnesi á vegum Tónlistarfélags Borgar- fjarðar. Gestir þess verða að þessu sinni söngvararnir Sigrún Hjálmtýs- dóttir, sópran, Bergþór Pálsson, bariton, Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar Islands og Veislutríóið en í því eru Anna Guðný Guðmunds- dóttir, píanó, Sigurður Snorrason, klarinetmleikari og Páll Einarsson kontrabassaleikari. Að þessu sinni verður blandað saman tónlist ffá Vínarborg m.a. efrir Strauss og Lehár og hins vegar söngleikjum af Broadway m.a. eftir Gershwin og LLoyd- Webber. T Sigrún Asta á förum Sigrún Asta Jónsdóttir það hollt fýrir svona starfsemi að safnvörður við Byggðasafn Snæfellinga hefur sagt starfi sínu lausu. Sigrún Asta hefur gengt starfi safnvarðar með aðsetri í Stykkishólmi í tæp 5 ár. Sigrún Asta hefúr ráðið sig sem safnvörð hjá Byggðasafni Suðurnesja í Keflavík. Sigrún segir þennan tíma hér á Snæfellsnesi vera sér dýrmætan og margs muni hún sjálfsagt sakna héðan. Hinsvegar sé þar sé hæfileg endurnýjun svo starfið staðni ekki og nýtt fólk veiti nýjum straumum inn í starfið. Sigrún veitti svo sannarlega nýjum straumum inn í safnamál Snæfellinga og hefur markað þeim málaflokki nokkuð ákveðna stefnu. Gert er ráð fyrir að starf safnvarðar Snæfellinga verði auglýst á næsm dögum. IH Margt skemmtilegt var gert á öskudaginn um allt Vesturland og var Akranes engin undantekning. Þessar hressu stúlkur hitti bladamaður Skessuhoms á röltinu í miðbee Akraness. Mynd SÓK Hamrahlíðarkórinn á Snæfellsnesi Hamrahlíðarkórinn hélt um helgina tónleika í Stykkishólms- og Olafsvíkurkirkjum undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdótmr. Kórinn hóf ferð sína með tónleikum í Stykkishólmskirkju á laugar- dagskvöld, þar fagnaði fólk ákaflega og eins og einn Hólmarinn orðaði það „Þau gáfu okkur lag, kenndu okkur texta eftir Halldór Laxnes við lag Atla Heimis Sveinssonar svo segja má að við höfum farið syngjandi út.“ Kirkjukór Olafsvíkurkirkju tók svo á móti kórnum í hádegisverð í safnaðarheimilinu á sunnu- deginum. Síðan var kórinn með tónleika í kirkjunni og tók þátt í messu á eftir. „Það var yndislegt að fá þennan söng í messuna og ákaflega hátíðleg smnd”, sagði einn kórfélaga í Kirkjukór Olafs- víkurkirkju. Hamrahlíðar- kórinn söng stólvers og söng síðan undir altarisgöngu og tvö börn voru skírð. Eftir messu þáði fólk svo kaffisopa í safnaðarheimilinu. IH Óvenjuleg gjöf I síðustu viku var haldinn Sykkishólmi lokavarkfundur vegna Hitaveitu Stykkishólms. A fúndinum færði Sigvaldi Arason framkvæmdarstjóri Borgarverks Stykkishólmsbæ óvenjulega gjöf. Gjöfin var myndband um sögu og framgang framkvæmdarinnar. Heimamönnum þykir mikið til þessa koma og er þetta í senn merkilegt og óvenjulegt framtak og framlag til sögu Stykkishólms. Ari Sigvaldason hafði veg og vanda að gerð myndbandsins. IH " %Uísnahornið Fiórtánhundruð flöskutetur Ekki hafa mér ennþá borist nein viðbrögð við spumingum mínum í síðasta þætti um veðurspávísur eða viðmiðunardaga í sambandi við veðurfar en í framhaldi af þeirri umfjöllun mætti rifja upp vísuna um öskudaginn: Oskudaginn muna má maður hvernig viðrarþá, fróðir vita að hann á átján brœður fdstunni á. Og ættum við samkvæmt því ekki að þurfa að kvíða föstunni, hver sem raunin verður. Allavega hefur aldrei, til þessa að minnsta kosti, gert svo slæmt veður að það hafi ekki skánað aftur. Jódís Jósefsdóttir orti: Oft í hríð og hörkufi'osti hitgur greinir sumarský, ekki væri að öðrum kosti unnt að bíða vors á ný. Eitthvað hefur veðurútlitið verið skuggalegt þegar kveðið var: Níí er eins ogyfir vofi óveður. Skera matti úr skýjarofi skóleður! Oftast leggst okkur eitthvað til sem hressir við skapsmunina þegar á móti blæs. Reinold Richter gaf vinnufélaga sínum eftirfarandi umsögn: Þér er margt til lista lagt, lagað flest þú getur, enginn réttir skcelt og skakkt skapið í mér betur. Léttlyndir og gamansamir vinnufélagar eru alltaf mikils virði og við einn slíkan kvað Oddgeir Jónsson frá Drageyri: Oft mér reynist veenleg vörn viður amaéli, hvað kátur er hann karlinn Björn Kristjánsson frá Seli. Til er það fyrirbæri sem kallað er vinnustaðafundir og er stundum notað í sambandi við kosningar og er vísast uppfundið vestur í henni Ameríku enda hafa þeir fundið margt upp þó þeir geti ekki lært að telja atkvæði en eftirfarandi vísa gæti hafa orðið til af því tilefúi: Erindi heldur Eisenhower út um flestar koppagnmdir, það er verst hvað hæsin háir honum nú um þessar mundir. Þegar Eisenhower kom við á Keflavíkurflugvelli fyrir fjölda- mörgum árum komu stöðugt fréttir í útvarpinu af komu hennar og varð það tilefni þessarar vísu Jóns Péturssonar: Ymsar plágur ennþá henda okkar smáu þjoð: Eisenhower er að lenda, ekki er spáin góð. Utvarpsmenn og fjölmiðlamenn hafa alla tíð notið mismikilla vinsælda og meðan sumir tæma götur og samkomustaði virðast aðrir virka fráfælandi að minnsta kosti á suma en ekki veit ég hver orri: Hér sit ég á sálinni hrelldur yfir saltlausum graut haframéls vil það þó helmingi heldur en hlusta á Grétar 0. Fells. Svafar Gests var án efa með vinsælustu útvarpsmönnum um árabil en þegar hann var eitt sinn sem oftar með vinsælan útvarpsþátt orti Sveinbjörn heitinn Beinteinsson: Veina hundar, vælafress, vondir bolar öskra. Svo er líka Svafar Gests, sumumfer að blöskra. Ekki hef ég getað áttað mig á hvaða mannpersóna það var sem Benedikt Gröndal orti um en þætti gaman ef einhver gæti frætt mig á því: Mér er sem ég sjái hann Kossúth á sinni gráu reka hross rít. Sína gerir hann svipu upp vega sérastefánsámosfellilega. Eitt af því sem hagyrðingar hafa leikið sér að er að yrkja sérkennilegar vísur og er hér ein með allmörgum T-um: Eitt sinn þeyttust út um nótt átta kettir hratt og létt, tuttugu rottur títt og ótt tættu og reyttu á sléttri stétt. Fyrir stuttu rak á fjörur mínar seinnipart af sambærilegri vísu með nokkuð mörgum P-um og langar mig nú að spyrja lesendur hvort einhver kannist við fyrripartinn af þessu erindi: Heppinn seppi hoppar upp happ í lappir klappar. Svona orðaleikir æfa menn í notkun íslenskunnar og væri kannske ekki úr vegi að láta hæstaréttardómara æfa sig í vísnagerð ef það gæti orðið til þess að þeir kæmu frá sér skiljanlegum dómi. Fyrir nokkrum árum varð töluvert umtal út af talsverðu magni af áfengi sem forseti hæstaréttar hafði keypt á hagstæðum kjörum og varð það Sigurdóri Sigurdórssyni tilefúi eftirfarandi vísu: Fjónánhundruðflöskutetur fékk'ann sér og ekki léttar. Skyndilega skil ég betur skrýtna dóma hæstaréttar. Sá bráðsnjalli hagyrðingur Bjarni Jónsson frá Gröf í Víðidal orti einhverntíma og gasti svo vel hafa gert það í orðastað einhvers sem var nokkuð sannfærður um eigið ágæti: Endalaust ég alltaf finn annarra sálir grunnar. Ég er sjálfur tnanni minn miðja tilverunnar. Að endingu kemur hér gömul og góð vísa með frómum óskum sem ég tileinka hverjum og einum lesanda mínum persónulega: Bregðist þér aldrei bein úr sjá né bresti þigfiskivöm. Reki margan afla á auðnu þinnar fjöru. Með þ ökkfyrir lesturinn. Daghjartur Dagbjailsson Refistöðum S20 Reykholt S435 1367 ffieygflrðshornið Völuspá 2. útgáfa Eins og flestum mun kunn- ugt hefur hugsanlegur innflutn- ingur á erlendu kúakyni verið mjög til umþöllunar að undan- förnu. Um er að ræða mikið hitamál og í það blandast ótti við ógnvænlega sjúkdóma, til- finningar og fleira skemmtilegt. Þessi umræða öll hefúr valdið landbúnaðarráðherra áhyggjum og svefntruflunum og ekki bætir úr skák að þetta skuli dynja yfir akkúrat þegar hann ætlar sér að verða varaformaður Framsókn- arflokksins. Af því tilefni gerði góðbóndi nokkur í Borgarfirði lítilsháttar “endurbætur” á Völuspá Guðmundar Böðvars- sonar, í takt við málefni líðandi stundar. Eitt verð ég að segja þér ekki seinna en nú -illa mun þeim farnast sem að rengja fræði mín Sagði mérþað álfakóngur og hans frú Sögðu mér það hamratröll við Heljarbrú, Sóru þau við heilög vé og heiðna tni Og hiustaðu nú: Hefiiist þeim sem svíkitr sína huldu- kú. Honum verður erfitt að verða vara- formaður. Hnjask Það er alkunna að á ári hverju verða fjölmargir ungir og efni- legir menn íþróttabölinu að bráð. Iþróttir þjóna sem kunn- ugt er þeim eina tilgangi að skapa heilbrigðiskerfinu næg verkefúi. Einn af þeim sem orð- ið hefur fyrir barðinu á íþrótta- bölinu er Asgeir Asgeirsson, bóndi, leikari og körfúknatt- leiksmaður á Þorgautsstöðum í Hvítársíðu. Ekki alls fyrir löngu varð hann fýrir því á körfubolta- æfingu að snúa eitthvað upp á aðra afturlöppina. Komst hann af eigin rammleik á heilsugæslu- stöðina í Borgarnesi þar sem hann var, eins og lög gera ráð fýrir, meðhöndlaður við flestu öðru en að honum var. Aður en yfir lauk var Asgeir kominn með fótinn í gifs og hækju sér til að- stoðar. A leiðinni heim í Hvítársíðu mun þessi staka hafa hrotið af munni Asgeirs, (að sögn Bjart- mars Hannessonar): Lings við bing á grænni grund glingra og syng við slifsið. Þvinga ég slyngan hækjuhmid hringinn í kringum gifsið. Fengu höfuðið Um síðustu helgi var Snæ- fellingum afhentur minnisvarði um hinn landskunna prófast á Staðarstað, sr. Arna Þórarins- son. Sr. Arni bjó sem kunnugt er “hjá vondu fólki” á Snæfellsnesi alllanga hríð og mun honum seint fýrirgefast allt sem hann sagði um sveitunga sína þótt hann sé fýrir löngu fallinn ffá. Minnisvarðinn sem var af- hjúpaður um síðustu helgi er brjóstmynd af sr. Arna. Sjálfsagt hefur það glatt margan Snæfell- inginn því þeir munu lengi hafa óskað sér þess að fá höfuð pró- fastsins meinyrta.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.