Skessuhorn

Útgáva

Skessuhorn - 04.05.2001, Síða 3

Skessuhorn - 04.05.2001, Síða 3
I ^kiauunu^! FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 2001 3 Mikil óánægja með kvóta á aukategrindir Margir verða hart úti s Segir Gísli Gíslason sjómaður í Olafsvík Frá Ólafsvík Ný kvótalög um vertíðarafla aukategunda á smábátum sem taka eiga gildi næsta haust hafa vakið hörð viðbrögð meðal trillukarla um land allt. Samkvæmt lögunum verð- ur settur kvóti á allar tegundir hjá smábátum í stað þess að fram til þessa hefur aðeins þorskur verið kvótaskyldur hjá smábátum undir sex tonnum. Síðastliðið sunnudagskvöld hélt Landssamband smábátaeigenda borgarafund í Ólafsvík þar sem kvótamálið var til umræðu. Á fund- inn mættu meðal annars þeir Óskar Óskarsson frá Samtökum fisk- vinnslu án útgerðar, Artú Bogason og þingmennirnir Gísli S Einars- son, Jóhann Ársælsson, Jón Bjarna- son og Guðjón A Kristinsson. Á fundinum kom fram umtalsverð andstaða við nýju kvótalögin enda er talið að þau hafi hvað mest áhrif í Snæfellsbæ að Vestfjörðunum undanskildum. „Við erum ekkert of hressir enda varðar þetta ansi marga,“ sagði Gísli Gíslason sjómaður í Ólafsvík í samtali við Skessuhorn. „Við vild- um að sjálfsögðu helst hafa þetta ó- breytt. Það er verið að tala um að við getum sótt frjálst í aukategund- irnar en ekki stærri bátarnir. Við erum hinsvegar bundnir þeim höft- um að við getum ekki farið á net og ekki stækkað bátana. Við lítum á aðganginn að aukategundunum sem eðlilega ívilnun fýrir að vera á vistvænum veiðarfærum. Línan er dýr útgerðarmáti og það er að mínu mati eðlilegt að menn fái eitthvað á móti.“ Mikil áhrif Gísli segir að kvóti á aukategund- ir komi hart niður á mörg- um sem verið hafa að byggja upp sína útgerð að undanförnu. „Menn hafa verið að byggja upp hjá sér og stóla á auka- tegundirnar og þeir sem ekki hafa náð að vinna sér inn heimildir eru ekki í góðum mál- um. Hér er töluverð línu- útgerð og þessi breyting kemur hart niður á sveitarfélaginu. Þeir sem fá lítinn sem engan kvóta munu breyta hjá sér róðrarlaginu og fara á handfæri og við það minnkar atvinnan í landi. Að und- anförnu hefur beitningin verið með stærri vinnustöðum í bænum yfir vetrarmánuðina þannig að þetta kemur til með að hafa mikil áhrif,“ segir Gísli. Gísli segir að vissulega séu skipt- ar skoðanir um kvótann meðal smá- bátaeigenda. „Það verða margir hart úti og að minnsta kosti fjórir bátar hérna verða alveg kvótalausir. Hinsvegar eru sumir sem vilja fá kvótann til að geta farið að höndla með hann. Þau viðskipti eru reynd- ar þegar byrjuð og það er meira en ár síðan þessi kvóti var orðinn að verslunarvöru þótt verðmætin séu í raun ekki orðin til. Það eru margir hættir veiðum, búnir að selja bát- ana, og bíða eftir að geta selt sína veiðireynslu en geyma hana annars staðar þangað til lögin taka gildi.“ Gísli segir það breyta litlu þótt aflaheimildir verði hugsanlega rýmri en upphaflega var reiknað með. „Niðurstaðan úr því verður sú sama. Þeir sem eiga mest fá bara meira og þeir stærstu græða mest en hlutur þeirra sem verst verða úti réttist lítið,“ segir Gísli að lokum. GE Reykdæl- ingar í landsliðið Þrír ungir Reykdælingar hafa fengið boð um að æfa með körfuknattleikslandsliðinu undir 15 ára. Þeir eru Arnar Guðjóns- son, Unnar Bergþórsson og Skúli Þórarinsson. bacoh eiisabeth 1 Einfaldur og öruggur verslunarmáti. Vikulega glæný tilboð á nýjum vörum fyrir BónusklúbbsmeðiimiKiJ TUÍHKJiCh TOlí' «****,;

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.