Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 10. MAI 2001 L>a£ssúnui~ í Meiríhluti bæiarstiórnar hafnar útboði Jafnræðisreglur þverbrotnar segir Pétur Ottesen - Trúarbrögð eða lýðskrum segir Sveinn Knistinsson Pétur Öttesen Á fundi bæjarstjórnar Akraness fyrir skömmu lagði Pétur Ottesen til fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að bæjarstjórn samþykkti að fela skipulagsnefhd að auglýsa eftir aðil- um sem hefðu áhuga á að vinna deiliskipulag fjögurra klasa í Flata- hverfi. Guðmundur Páll Jónsson lagði hins vegar til að skipulags- nefnd yrði heimilað að ganga til samninga við Kanon arkitekta um gerð deiliskipulags á tveimur þeirra enda rúmaðist verkið innan ramma fjárhagsáætlunar ársins. Tillaga Guðmundar var samþykkt með sex atkvæðum gegn þremur. Pétur lagði einnig til á þessum sama fundi að sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs yrði falið að bjóða út ffamkvæmdir við gatnagerð í einum klasa í Flatahverfi. Sú tillaga var einnig felld. „Eg tel eðlilegast að verk á veg- um bæjarins séu boðin út af þeirri einföldu ástæðu að opinberir aðilar hafa ríkum skyldum að gegna varð- andi jafnræði bæði þegna og fyrir- tækja í samfélaginu,“ sagði Pétur í samtali við Skessuhorn. „Með því að semja við ákveðinn aðila er að- eins einn valinn og aðrir útilokaðir um leið og fá aldrei að komast að kjötkötlunum. Þetta er fyrst og fremst spurning um góða stjórn- sýslu og með þessu háttalagi eru þær jafnræðisreglur sem kjörnum fulltrúum ber að fylgja þverbrotnar. Það er vissulega eitt af okkar hlut- verkum að reka sveitarfélagið á eins hagkvæman hátt og hægt er en jafn- framt til að gæta jafnréttis og jafn- ræðis.“ Pétur segir stefnu meiri- hlutans í útboðsmálum hafa verið út og suður og að í henni sé hróp- andi ósamræmi. „Við erurn hér að tala um gatnagerð upp á að minnsta kosti 25 milljónir en á sama tíma kýs starfandi meirihluti bæjar- stjórnar að bjóða út mun smærri upphæðir, samanber ræstingar upp á 1-2 milljónir og þar fram eftir götunum. A síðasta ári lagði ég einnig til að framkvæmdirnar við Byggðasafnið yrðu boðnar út en sú tillaga var felld. Það var verk upp á 28 milljónir króna og samið var við einn aðila. Þetta er því á sjötta tug milljóna sem er verið að færa upp í hendurnar á ákveðnum verktök- um.“ Pétur segist ekki sjá nokkra kosti við það að semja beint við verktaka. „Meirihlutinn telur það kost að vinnan er unnin fyrir gott verð og ég er sammála því. Þeir töldu sig hins vegar tapa því ef verkið yrði boðið út. Það er ekki rétt að mínu mati, og ég fæ engan veginn skilið röksemdafærsluna á bak við það. Eg fullyrði að þeir fái í það minnsta jafngóð verð. Hvers vegna í ósköpunum ætti verktakinn að hækka verð sitt og taka þá áhættu að verða af verkinu, ef hann unir vel þeim einingarverðum sem hann er að vinna á? “ Sveinn Kristínsson Sveinn Kristinsson segir ástæð- una fyrir ákvörðun bæjarstjórnar varðandi gatnagerðina vera mjög einfalda. „Þessi verktaki sem vinnur verkið fyrir okkur núna bauð lang- lægst þegar við buðum út Ásabraut- ina og líka Flatahverfið. Eg heyrði það meira að segja sagt að margir efuðust um það að mögulegt væri að vinna verkið fyrir svona lágt verð. Nú heíúr komið í ljós að hann hefur áhuga á að taka næsta áfanga á sama lága verðinu og þá fannst okkur náttúrulega ástæðulaust í sjálfu sér að bjóða það út. Tilgang- ur bæjaryfirvalda með útboðum er fyrst og fremst að fá lágt verð. Ef við náum því án útboða getum við alveg eins samið beint við verktaka. Þessi verktaki hefur skilað sínu verki vel og þegar allt er lagt saman eru hagsmunir bæjarins fólgnir í því að fá verkið unnið á þann hátt sem á að vinna það, á tilsettum tíma og á lágu verði.“ Sveinn er ósammála því að bærinn hafi engu að tapa á að bjóða þessi ákveðnu verk út. „Við útboð þurfum við að leggja í kostn- að við að búa til útboðslýsingu. Það tekur tíma að búa hana til, að aug- lýsa útboðið og að hafa þá fresti sem löglega þarf í því ferli. Jafnvel þó við fáum sama verð höfum við tapað tíma og peningum." Sveinn segir að því fari fjarri að bæjarstjórn sé að brjóta jafnræðisreglur með á- kvörðun sinni. „Bærinn er ekki skyldugur til að bjóða verk út. Jafn- ræðisreglan er fólgin í því að menn sitji við sama borð. Mönnum tókst hins vegar ekki að nýta síðustu tvö tækifæri sem þeim bauðst til þess og gátu ekki boðið jafnlágt verð og þessi verktaki sem við semjum við núna. Jafhvel þótt líkur væru á því að þeir byðu sama verð værum við fyrst og fremst að tapa tíma. Bæjar- stjórn er kosin til þess að sjá til að framkvæmdir bæjarins kosti sem minnst en séu unnar á þann hátt sem kröfur segja til um. Meðan við gerum það erum við að þjóna okkar hlutverki. Hvað varðar deiliskipu- lagið er það hlutverk skipulags- nefndar að sjá um að fjalla um þann málaflokk og við höfum staðfest samþykktir þeirra í þessu máli. Frá nefndinni kom einróma samþykkt um að semja við ákveðna arkitekta og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins stóð því að þeirri samþykkt. Bæjarfúll- trúar Sjálfstæðisflokksins koma svo með tillögu þar sem þeirra eigið fólk er snúið niður í ákvörðunum og gert að ómerkingum. Það er kækur hjá Pétri Ottesen að ræða sí- fellt um útboð og þetta virðast ein- hvers konar trúarbrögð hjá honum. Þrátt fyrir það hefur hann sjálfur samþykkt að gera samninga um tugmilljóna viðskipti án útboðs. Það er oft háttur Sjálfstæðismanna að halda því á lofti sem þeir telja að henti þeim hverju sinni og þetta er gott dæmi um það. Það heitir á góðri íslensku lýðskrum.“ SÓK Halldór K. Halldórsson, Dagbjört Lína Kristjánsdóttir, Þorsteinn B. Sveinsson og Kristín Pétursdóttir eigendur Mareindar ebf við formlega opnun nýs húsnæóis. Mynd: SIR Mareind í nýtt húsnæði Ný húsakynni Mareindar ehf. voru formlega opnuð síðastliðinn föstudag, en liðin eru sjö ár síðan hjónin Halldór K. Halldórsson og Dagbjört Lína Kristjánsdóttir flutt- ust til Grundarfjarðar og stofnuðu t\ rirtækið. Þá ánnaðist fyrirtækið sölu og viðgerðir á siglinga- og fiskleitartækjum og var reksturinn í bílskúr þeirfa hjóna. Níu mánuðum síðar var skúrinn orðinn of lítill, enda um þjónustu fyrir stóran at- vinnuveg að ræða. Mareind fluttist því í stærra húsnæði að Sólvöllum 10. Fyrir tveimur árum urðu svo önnur tímamót í sögu fyrirtækisins þegar ákveðið var að fá þau Þorstein B. Sveinsson og Kristínu Péturs- dóttur inn í fyrirtækið. Þau keyptu helming þess og fljótlega var ráðgert að stækka verulega húsakost og starfsemi fyrirtækisins. I október í fyrra var svo hafist handa við að byggja nýtt 200 fermetra húsnæði að Nesvegi 7 í Grundarfirði og eins og áður sagði var það formlega opn- að föstudaginn 4. maí síðastliðinn. I nýja húsinu er frábær aðstaða fyrir sölu og viðgerðir á siglinga- og fiskileitartækjum ásamt sýningarað- stöðu. Þá er Mareind einnig orðið þjónustu- og söluaðili fyrir ýmis skrifstofutæki frá þekktum framleið-. endum. Hjá Mareind starfa fimm rnanns, þar af þrír á verkstæði. Tæknimenn fyrirtækisins hafa margra áratuga reynslu á sviði siglinga- og iiskileit- artækja en Mareind leggur mikla á- herslu á góða þjónustu fyrir at- vinnulíf á Snæfellsnesinu öllu. Fyr- irtækið er nú orðið eitt allra öflug- asta þjónustufyrirtæki á landsbyggð- inni á sínu sviði. Halldór segir það vera mikinn kost fyrir þeirra viðskiptavini að Mareind geti veitt þeim hludausa ráðgjöf varðandi kaup á nýjum sigl- ingatækjum, þar sem Mareind selur nánast allar gerðir þeirra. I nýja húsnæðinu hafa svo eigin- konurnar aðstöðu til að vinna ýmsa fallega listmuni úr steinleir, en það stunda þær af kappi jafnffamt því að vinna á skrifstofu fyrirtækisins. SIR Ruslaílát og salemi við Langasand Bæjarráð Akraness samþykkti nýverið að láta korna fyrir ruslaílát- um við stiga á Langasandi og jafn- framt að láta leita eftir tilboðum í útleigu á lausum salernum sem komið verði fyrir á svæðinu yfir sumartímann. Eins og staðan er nú eru næstu salerni við Langasand, sem almenningi gefst kostur á að nota, í töluverðri fjarlægð frá sand- inum sem skapar vissulega óþæg- indi. Ruslaílát hefúr einnig vantað á svæðinu. SÓK Frá málþifiginu í SnoiTastofii rædd í Snorrastofu 35 sérfræðingar frá öllum heims- hornum komu saman á málþingi í Snorrastofu í Reykholti um helgina og ræddu fyrirkomulag nýrrar heildarútgáfu á dróttkvæðum. Eins og mörgum er kunnugt gaf Borg- firðingurinn Finnur Jónsson drótt- kvæði út í fjórum bindum á árunum 1912-15 með titlinum Den norsk- islandske Skjaldedigtning. Nú, næstum 90 árum síðar, vinnur hóp- ur fræðimanna að hinni nýju útgáfu, sem mun bæði birtast lesendum í bókarformi og á nednu. Útgáfu sem þessari fylgir aragrúi vandamála og miðað við þær kröfur, sem gerðar eru til rannsókna nútímans, er ein- ungis hægt að vinna að jafnum- fangsmiklu verkefni og raun ber vitni í náinni samvinnu margra að- ila. Verkefnið hefur fengið títilinn Old Norse-Icelandic Skaldic Verse of the Scandinavian Middle Ages, a new edition. Málþingið var haldið vegum þessa verkefnis undir forystu Guðrúnar Nordals íslenskufræðings í samvinnu við og með stuðningi Snorrastofu og stofnun Árna Magn- ússonar á íslandi. Stærsm smðn- ingsaðilar málþingsins voru NOS- H-sjóðurinn og menntamálaráðu- neytíð. Foreldrar vildu ekld vetrarfrí Ekki er gert ráð fyrir vetrarfríi í drögum að skipulagi að skóla- dagatali grunnskólanna á Akra- nesi fyrir næsta ár. Gert er ráð fyrir því að nemendur mæti 27. ágúst og að skólaslit um«vorið verði 7. júní. Astæðan fyrir því að ekkert vetrarfrí verður er sú að foreldrar barnanna voru því andvígir samkvæmt skoðana- könnun sem gerð var meðal þeirra. 57% foreldra tóku þátt og af þeim voru 69% á móti frí- inu og 31% fylgjandi. SÓK Styrkjum úthlutað tíl íþróttafélaga A síðásta bæjarráðsfundi Akraness var ákveðið að styrkja Badmintonféjag Akraness, Sundfélag Akraness, Skotfélag Akraness og Unglingadeild KFIA með ferðastyrk en í- þróttanefnd hafði sent bæjarráði tillögu þess efnis. Erindi Keilu- félags Akraness var hins vegar hafnað þar sem það féll ekki undir reglur um styrkveitingar en félagið hafði óskað eftir styrk vegna fyrirhugaðrar ferðar til Svíþjóðar. Tilgangur hennar er að kynnast þjálfun og viðhaldi vélbúnaðar í keilusölum. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.