Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 9
jntasijtiu... FIMMTUDAGUR 10. MAI 2001 9 SOLUSYNING B&L 0G BILAS fótbolta í svo sterkri deild að hann komi og fylgist með manni í leikj- urn og hafi mann allavega í huga ef það vantar einhvern á miðjuna í A- landsliðinu, en hann hefur ekki komið á einn einasta leik og ég hef ekkert heyrt frá honum eða neinum í kringum A-landsliðið. Finnst þér sjálfum vera kominn tími á þig í A-landsliðið? ,Jaaa, ég er náttúrulega alltaf tilbúinn að takast á við ný kreíjandi verkefni og ef maður færi að spila tvítugur með A liðinu væri það alveg frábært en ég hugsa að ég geti alveg beðið í nokkur ár, allavega klára minn tíma í U-21 árs landsliðinu og kannski eftir það fyndist mér ég alveg eiga heima í A-liðinu. Aftur að RKC, hver er ástæðan fyrir þessu frábæra gengi liðsins? „Fyrst og fremst er það liðsheild- in, við vinnum sem ein heild og þjálfarinn er frábær og nær því besta úr hverjum og einum leik- manni. Mér finnst við spila hálf- gjöran enskan bolta í sjálfu sér, gef- um ekki tommu eftir og leggjum okkur allir 110% fram í leikina. Heimavöllurinn hefur einnig verið sérlega sterkur og við höfum ekki tapað leik í heilt ár á heimavelli.“ Langar til Englandss Hvað með næsta tímabil? Verður ekki erfitt fyrir „spútniklið“ að fylgja eftir svo frábæru tímabili? ,JÚ það verður mjög erfitt, ég hugsa að við þyrftum að styrkja hópinn, kaupa góðan senter og jaífivel kantmenn til þess að fylgja þessu góða gengi eftir. Það er eigin- lega óskiljanlegt hvað það hefur gengið vel. Þjálfarinn hefur sagt að hann hafi fulla trú á þessu liði og aðþað geti staðið sig og haldið þessu gengi áfram á næsta ári. Eg ætla að vona að þeir styrki hópinn og við höldum ótrauðir áfram næsta tímabili." Þú átt 4 ár eftir af samningi þín- um við RKC en má ekki búast við að stórliðin í Evrópu reyni að kló- festa þig. „Frá því að ég var búinn að á- kveða það að verða atvinnumaður í knattspyrnu þá heillaði England mig alltaf rnest og ég sé mig alveg eins eftir 2-3 ár í efstu deild í Englandi, það er mitt markmið." Er Stoke inni í myndinni? „Nei, ég hef ekki nokkra trú á því að ég fari nokkurn tímann til Stoke, ég held að þar sé nóg af íslending- um fyrir og nóg að pabbi hafi einn ineð það ef ég kærni til greina sem efnilegasti leikmaður ársins.“ Staðarblaðið í Genk sagði að þú værir að draga RKC á höndunum. „Þeir komu og tóku viðtal við mig eftir Feyenoord leikinn sem við unnum heima 2-0, þá var ég valinn maður leiksins og lagði upp fyrsta markið. Þeir slógu þessu upp í blað- inu en ég held að það sé meira orð- um aukið. Það er reyndar alltaf gaman að fá svona umfjöllun í blöð- unum en þetta er samt blásið svona upp.“ „Gudjonson Forever“ Hefur orðið var við áhuga stærri liða? „Maður heyrir svona hitt og þetta. Þjálfarinn er oft að skjóta að manni að maður eigi eftir að fara til stærri klúbbs en ég er vanur að setja mér markmið og það var sama sem ég gerði þegar ég fór til Genk. Þar setti ég með mér 3ja ára markmið að komast í liðið og svo eitthvað lengra. Þó það hafi nú breyst þá hef ég allavega sett mér þau markmið að vera hérna í 3 ár og þá verð ég kannski tilbúinn að taka næsta skref. Samt er maður alltaf tilbúinn að skoða ef það gerist eitthvað spennandi.“ A stærsta áhangendaborðanum á vellinum stendur „Gudjonsson Forever". Stuðningsmenn virðast hafa tekið þig í dýrlingatölu, verður þú var við það? „Eg verð var við það inná vellin- um og virðast áhorfendurnir vera mjög ánægðir með baráttuvilja og kraft unga Islendingsins. Fyrir utan völlinn verður maður lítið var við þá.“ Svo virðist sem íslenska pressan hafi ekki fylgt þinni frábæru frammistöðu eftir? „Nei þeir virðast ekki alveg átta sig á því hvar ég er að spila og hvað hollenski fótboltinn er sterkur. Þeir virðast aðallega fylgjast með Islend- ingjum í Skandinavíu og á Engiandi. I sjálfu sér skiptir það mig engu máli en það væri gaman fyrir fjölskyldu og vini og vanda- menn heima á Islandi að geta fylgst betur með manni.“ Ekkert heyrt frá Atla Hvað með A-landsliðið, hefur Atli fylgst eitthvað með þér í vetur? „Maður er nú ekki að fara fram á að hann velji mann bara strax í A liðið en mér fyndist allt í lagi þegar inaður er að spila í þessum klassa og son þarna undir sér, ég held að hann láti það alveg duga.“ Þú hefur aldrei spilað undir stjórn pabba þíns? „Nei en hann hefur samt eiginlega verið minn yf- irþjálfari í gegnum alla yngri flokk- ana og svo þegar ég var kominn í meistaraflokk þá var hann tekinn við landsliðinu. Nei, hann hefur aldrei verið minn þjálfari.“ Að lokum. Ætlarðu að fylgjast með Skagaliðinu í sumar? „Ekki spurning, maður fylgist alltaf með Skaganum því hjartað slær alltaf á Skaganum, það er vonandi að þeiin gangi bara vel í sumar, sérstaklega eftir að liðið komst á réttan kjöl fjárhagslega og svo ætla þeir að fara nota ungu strákana og ég held að það sé leiðin til árangurs, að nota uppalda heimamenn þar sem hjart- að slær fyrir Skagann. Þeir eiga eft- ir að standa sig vel.“ Þú hefur fylgst með þeim eftir að þú fluttist út? ,Já, maður verður alltaf Skaga- maður og ekkert annað en Skaga- maður, ég fylgist með öllum leikj- um. Þegar maður kernur heim í sumarfrí fer maður á völlinn, lætur dómarann heyra það úr stúkunni og hvetur sína menn áfram.“ Umsagnir um Jóhannes Karl í hollenskum blöð- um. ,Joey Gudjonsson var maður leiksins. Sendigeta hans, tækni og kraftur einkenndi leik litla Islend- Við erum á ferð um landið með nokkra af okkar bestu og vinsælustu bílum. Nýttu tækifærið, komdu og prófaðu bíla af bestu gerð. ingsins og áttu hollensku lands- liðsmennirnir Patrick Pauve og Paul Boswelt í miklum vandræðum með Joey.“ Maitin Jol þjálfari RKC, Voetbal Intemational 4 apr. '01 ,Jongste Gudjonsson dragt RKC op eigen handen.“ (Yngsti Guðjónsson dregur RKC á eigin höndum.) Fyrirsögn belgíska blaðsins, Het Belang van Limburg við heilsíðuvið- tal við Jóhannes. „Einn af aðalleikmönnum RKC er aðeins 20 ára gamall, aðeins 173 cm á hæð, ekki sá stærsti en er samt sterkur sem stál. A miðjunni var hann augljóslega sterkari en Paul Bosvelt og réð lofum og lög- um allan leikinn.“ Kees Kuijs gamall landsliðsmaður Hollendinga og knattspymusérfræð- ingur blaðsins Telegraf Spott. Hann ritar reglulega þar um leikmenn sem hann telur koma til greina sem leik- menn ársins í Hollandi. Sagt eftir leik gegn Feyenoord. A æfingu með félögum sínum í RKC Waalvijk. Föstudagur 11.5.2001 Bflás Akranesi 12:00 -17:00 Laugardagur 12.5.2001 Hyrnan, Borgarnesi 10:00 -12:00 Bensínstöðin, Búðardal 13:30 -15:00 Shell, Stykkishólmi 16:00 -18:30 Sunnudagur 13.5.2001 Bensínstöðin, Grundarfirði ll:00 -13:00 Shellskálinn Ólafsvik, Snæfellsbæ 13:30 -15:30 BÍLAR AF BESTU GERÐ Nýr Land Rover Freelander Land Rover Discovery Nýr Renault RX4 Renault Classic Nýr Renault Laguna HyundaiStarex HyundaiSonata Hyundai Trajet Hyundai Santa Fe Nýr Hyundai Accent

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.