Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 10. MAI 2001 ú&iisainu^ Skólnferðalag Grunn- skólans Tjamarlundi Einn fagran vordag, föstudaginn 27. apríl, fór hinn nýstofnaði Grunnskóli Tjarnarlundi í Saurbæ í sitt fyrsta skólaferðalag, allir 22 nemendur skólans ásamt 4 umsjón- armönnum. Farið var til Reykjavík- ur og Suðurnesja. Fyrsti áfangastaður var Svarts- engi og þar var starfsemi Hitaveitu Suðurnesja kjmnt fyrir okkur og hvernig raforka og bæði heitt og kalt vatn er framleitt hjá þeim og hvernig starfsemin varð til þess að Bláa lónið myndaðist. Þaðan var ferðinni heitið í fjör- una hjá Garðskagavita, þar tíndum við sjávarlífverur sem við fengum svo að rannsaka í Fræðasetrinu í Sandgerði. Það var mjög fróðlegt og öll lifandi dýr, eins og krabbarn- ir og marflærnar, voru sett í sjó- tanka, þar sem þau voru annað hvort étin eða átu önnur dýr. Þaðan var ferðinni svo aftur heit- ið í Svartsengi, í þetta sinn í Bláa lónið. Þar var mjög gaman og sólin lét loksins sjá sig. Þegar allir voru búnir að slaka á vel og lengi fórum við heim til Sigurðar Kristjánsson- ar og Kristínar Einarsdóttur sem höfðu verið svo höfðingleg að bjóða okkur gistingu á efri hæðinni hjá sér og erum við þeim ævinlega þakklát! A laugardeginum fórum við í Húsdýragarðinn að sjá Guttorm og þegar selunum var gefið. Við rölt- um svo í Skautahöllina að horfa á börn af öllum aldri sýna atriði úr Disneymyndum. Svo skelltu 9 úr okkar hópi sér á skauta og hinir renndu sér í Laugardalslaugina og skemmtu allir sér konunglega. Það- an fórum við í Keiluhöllina í Öskjuhlíðinni, þar spiluðu allir keilu, en greinilegt var að brautirn- ar og kúlurnar voru ekki allar 100% því stundum fóru kúlurnar fram hjá keilunum eða duttu út í rennurnar meðfram brautunum, en þetta verður vonandi lagað áður en við komum aftur. Loks eftir marga góða leiki var farið út að borða á Pizza Hut. Þar fengum við brauðstangir í forrétt, pizzur með PAPRIKU (og svo eru allir að kvarta yfir dýrum paprik- um!) og ís í eftirrétt. Að máltíðinni lokinni var farið heim með yngri börnin en þau eldri fóru í bíó. Síð- an héldu allir heim að hvíla sig eft- ir erfiðan dag. A sunnudeginum var morguninn tekinn rólega og röltu flestir út á róló eða slökuðu á og síðan fórum við í Þjóðleikhúsið eftir hádegið og sáum verk sem heitir Blái hnöttur- inn. Þetta verk höfðaði meira til yngri kynslóðarinnar en þeirrar eldri. Að lokinni leikhúsferð var haldið heim á leið með stoppum hér og þar, svo það kæmi örugglega eng- inn heim með ónotaðan vasapen- ing. Við vorum svo komin heim kl. 19:37.56.40 og allir voru í sjöunda himni rneð þetta frábæra ferðalag. Baldur, Einar Helgi, Sjöfh, Helgi °g Sigurður Hjörtur. Samkór Selfoss og Kveldulf- skórinní Reykholtskirkju Samkór Selfoss heimsækir Borgarfjörðinn á næstu dögum og heldur tónleika í Reykholti laugardaginn 12. maí ki. 16.00. Kórinn syngur fjölbreytta efnis- skrá, meðal annars íslensk vor- lög, fjögur slavnesk þjóðlög eft- ir Bela Bartók, gloríu úr Messí- asi og Steðjakórinn eftir Verdi. Stjórnandi og undirleikari Sam- kórsins eru Edit Molnar og Miklós Dalmay, frábært tónlist- arfólk, ættuð frá Ungverjalandi en búsett á Flúðum í Hruna- mannahreppi. A tónleikunum í Reykholti syngur einnig Kveldúlfskórinn í Borgarnesi. Stjórnandi hans er Ewa Tosik Warzawiak Samkór Selfoss er blandaður kór sem var stofnaður 1973 og hefur starfað af miklum krafti allt frá upphafi. Kórinn hefur gefið út tvo diska og hljómplötu en einnig sungið rneð öðrum kórum inn á safndiska. Samkór- inn hefur ferðast víða og sungið, bæði innanlands sem utan t.d. í Kanada, Norðurlöndum og Þýskalandi. A síðasta ári hélt kórinn_ til Ungverjalands og söng^lPfeudapest og Sopron á heimaslóðum stjórnanda. Kór- félagar eru 40. Kveldúlfskórinn Segja má að Kveldúlfskórinn hafi orðið til er Samkór Vekalíðs- félags Borgarness var stofhaður árið 1983. Frumkvæði að stofnun kórsins hafði Verkalýðsfélag Borgarness og Björn Leifsson, tónlistarkennari í Borgarnesi, en hann stjórnaði kórnum fyrsta árið. Karlakórinn Vegfarendur var einnig starfandi á þessum árum og honum stjórnaði Ingi- björg Þorsteinsdóttir tónlistar- kennari. Samruni þessara kóra varð síðar við upphaf starfsárs 1984 og hlaut þessi nýi kór nafnið Kveldúlfskór. Ingibjörg stjórnaði kórnum næstu 10 árin eða til 1994. Það ár var gefinn út geisladiskur með söng kórsins, sem hlaut nafnið „Arin með Imbu.“ Eftir mjög gott starf hætti Ingibjörg sem stjórnandi kórs- ins 1994 og við tók Ewa Tosik Warszawiak tónlistarkennari í Borgarnesi og hefur hún stjórn- að kórnum síðan. Skólabúðir á Varmalandi Annan til fjórða maí voru haldn- ar skólabúðir fyrir 7. bekki úr níu sveitaskólum á Vesturlandi. Skól- arnir voru Varmalandsskóli, Klepp- járnsreykjaskóli, Andakílsskóli, Tjarnarlandsskóli, Lýsuhólsskóli, Búðardalsskóli, Heiðarsskóli, Reykhólaskóli og Laugargerðis- skóli. Samtals voru 74 nemendur í skólabúðunum. Margt var sér til gamans gert. Farið var í ratleik um Varmaland þar sem þátttakendur þurfrn að leysa ýmsar þrautir meðal annars að yrkja vísur, baka pönnukökur og athuga um olíu á bíl. Tvær skoðun- arferðir voru farnar um Borgar- fjörð. Farið var á slóð þeirra feðga Egils og Skalla-Gríms og saga þeirra rifjuð upp. Þá skoðuðu nemendur Barnafoss, Hraunfossa, Húsafell og Deildartunguhver. Nemendur fóru jafnframt ævin- týralega ferð í hellinn Víðgelmi. Hluta af leiðinni inn í hellinn þurfti að skríða í 10 - 20 cm djúpu vatni og blotnuðu margir hressilega. Seinna kvöldið var haldið discotek við mikinn fögnuð. Ohætt er að segja að allir hafi skemmt sér vel í skólabúðunum. Nemandi Bókmenning og daglegt líf við Breiðafjörð Hin árlega landsbyggðarráð- stefna Sagnfræðingafélags Islands og Félags þjóðfræðinga verður haldin í Stykkishólmi dagana 25.- 27. maí 2001. Ráðstefnan er hald- in í samvinnu við heimamenn og nemendur í sagnfræði og þjóð- fræði við HI, en undirbúningur hefur staðið frá því í haust. I und- irbúningsnefnd ráðstefnunnar sitja Magnús A. Sigurðsson, minja- vörður Vesturlands og Vestfjarða, Páll Björnsson fyrir Sagnfræð- ingafélagið, Rósa Þorsteinsdóttir fyrir Þjóðfræðingafélagið og Sig- rún Asta Jónsdóttir, safnstjóri Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdælinga. A lokasprettinum munu tvær konur bætast í hópinn, þær Ásthildur Sturludóttir, stjórn- málafræðingur, og Aldís Sigurðar- dóttir, þjóðfræðingur, en sú síðar- nefnda mun innan skamms taka við starfi Sigrúnar Astu við Byggðasafnið. Landsbyggðar- ráðstefnur sagnfræð- inga og þjóðfræðinga Það hefur verið stefna félaganna að halda sameiginlega stóra ráð- stefnu á landsbyggðinni á hverju vori í samvinnu við heimamenn. Meginmarkmið þeirra er að styrkja það fræðastarf sem víða er kraftmikið úti á landi og gefa með- limum félaganna tveggja tækifæri til að kynnast viðhorfum heima- fólks. Fyrsta ráðstefnan af þessum toga var haldin á ísafirði vorið 1999 og fjallaði hún um íslenska menningarsögu þar sem Vestfirðir voru í brennidepli. A síðasta ári var síðan haldið norður í Skaga- fjörð og fjallað um Islendinga á faraldsfæti frá ýmsum hliðum. Báðar þessar ráðstefnur þóttu takast afar vel og opnuðu á marg- an hátt nýja sýn þeirra sem þær sóttu. Hvers vegna Breiðafjörður? Yfirskrift ráðstefnunnar í ár, Bókmenning og daglegt líf við Breiðafjörð, er valin með hliðsjón af sögulegri sérstöðu svæðisins. Alþýðufræði, menning og menntir eru áberandi þættir í sögu þess, allt frá blómaskeiði bókagerðar við norðanverðan fjörðinn á síðmið- öldum. Kunnur áfangi í þeirri sögu er stofnun Flateyjar fram- farastiftunar árið 1833 en áhrifa hennar gætti víða. Mannlíf þar hefur einnig á ýmsan hátt mótast og einkennst af þeim náttúrugæð- um sem svæðið býr yfir, en Breiða- fjörðurinn hefur lengi verið sann- kölluð matarkista, jafnt á söguöld sem síðari tímum. Þá stendur safnastarf þar í miklum blóma og heimamenn hafa byggt upp á- hugaverða aðstöðu til rannsókna og miðlunar. Allt býður þetta upp á að fjallað sé um efni ráðstefn- unnar á þverfaglegan hátt, enda hefur verið lögð áhersla á að fá fulltrúa hinna ýmsu fræðigreina í hóp fyrirlesara. f Beygtirðshornið Ljóskur Einu simú var ljóska í ökuferð ásamt dökkhærðri vinkonu sinni. Skyndilega sjá þær að á miðjum akri situr ljóska sem reynir af alefli að róa þar bát. Ljóskunni í bílnum ofbauð aðfarir kynsystur sinnar og sagði við vinkonu sína: „Það eru svona ljóskur sem koma ó- orði á okkur hinar. Ef ég kynni að synda myndi ég synda til hennar og lemja hana!“ Af hverju eru ljóskur alltaf hárlausar að neðan ? -Þær snúa dömubindunum alltaf öfugt. Af hverju tvöfalda ljóskur ekki uppskriftir? -Vegna þess að ofninn kemst ekki hærra en í 350°C Lögreglumaður stöðvaði ljósku sem ók í öfuga átt á ein- steffiugötu. Lögreglumaðurinn: „Sástu ekki örvarnar?“ Ljóskan: „Nei, ég sá ekki einu sinni Indjánana.“ Læknirinn: „Taktu þessar pillu þrisvar á dag.“ Ljóskan: „Hvernig get ég tek- ið sömu pilluna oftar en einusinni?“ Læknirinn: „Er hóstinn orðin betri?“ Ljóskan: ,Já ég er búinn að æfa mig í alla nótt.“ Hafiði heyrt um ljóshærða landkönnuðinn? -Hann tók með sér sandpapp- ír, hélt að hann væri kort af Sahara eyðintörkinni. Hvernig athugarðu greindar- vísitölu ljósku? -Með loftmæli. Hvað færðu ef þú blandar saman ljósku og górillu? -Það veit enginn. Það eru tak- mörk fyrir því hvað górilla fæst til að gera. Af hverju vinna ljóskur alla daga vikunnar? -Til þess að eklci þurfi að end- urþjálfa þær á mánudegi. Hvað sagði ljóskan þegar hún leit ofan í Cheerios pakka? -Nei sko, sjáið öll kleinu- hringjafræin. Hvernig færðu Ijósku til að hlæja á mánudegi? -Segir henni brandara á föstu- degi. Hvers vegna leysa ljóskur ekki vind? -Þær þegja ekki nógu Iengi til þess að byggja upp þrýsting- inn. Hvað kallarðu beingrind af ljósku inni í fataskáp? -Sigurvegarann í feluleiknum. Af hverju fékk ljóskan fimmt- án manns með sér í kvik- myndahúsið? -A skiltinu stóð: Bönnuð inn- an sextán.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.