Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 5
úntssunui.. FIMMTUDAGUR 10. MAI 2001 5 Hótel Hellissandur tilbúið Það var síðastliðinn föstudag að Hótel Hellissandur hf. hélt hóf fyr- ir verktakana sem byggðu hótelið á Hellissandi. Skúli Alexandersson einn af for- vígismönnum hótelbyggingarinnar segir að upphafleg hugmynd að hóteli á Hellissandi hafi kviknað hjá sér árið 1996 og hafi hann þá, í samráði við Magnús Sigurðsson fisksala í Hafrúnu, farið af stað og safnað um 20 milljónum í hlutafé. Þá var hægt að hefjast handa við að teikna eitt stykki hótel en þremur árum seinna var fyrirtækið Loftorka hf. byrjað að steypa út- veggi. Síðan kom það í hlut Tré- smiðju Pálmars Einarssonar að klára hótelið. Skúli segir endanlegt hlutafé verða um 50 milljónir sem komi aðallega frá heimamönnum og brottfluttum Söndurum. Heild- arkostnaður við hótelið er um 130 milljónir. Skúli segir að reksturinn verði leigður út í 5 mánuði á ári, frá 1. maí til 30. september, til Eddu- hótelanna og ekki sé búið að ganga frá rekstrinum hina 7 mánuði ársins en þar séu ýmsar hugmyndir á lofti. Hótelstjóri verður Hildur Yr Arnarsdóttir sem er ung kona frá Kópavogi. SIR Tengin revkhreinsivirkis í Norðuráli Gekk framar vonum Reykhreinsivirki Norðuráls var stöðvað í tvígang fyrir skömmu á meðan eldri hluti þess var tengdur við þann nýja en það er einn mik- ilvægasti hlutinn af stækkun ál- versins. Gerðar voru ráðstafanir í rekstri verksmiðjunnar til að lág- marka útblástur frá álverinu dag- ana sem reykhreinsivirkið var stöðvað og fóru hvorki fram skaut- skipti né áltaka meðan á verkinu stóð. Einnig var straumur á kerum lækkaður til að draga úr hitamynd- un og framleiðslu. Aðgerðirnar voru undirbúnar í góðri samvinnu við Hollustuvernd ríkisins sem sendi fulltrúa sinn á staðinn til eft- irlits þegar stöðvunin fór fram. Aætlanir gerðu ráð fyrir því að fyrra stoppið myndi taka 7 klukku- stundir en það tók einungis tæpar 3 klukkustundir og það seinna rúmlega tvær og hálfa klukku- stund. Samtals var því rekstur reykhreinsivirkis stöðvaður í 5 klst og 35 mínútur en áætlunin hljóð- aði upp á 12 klst stopp. Stækkunin í heild gengur vel og eins og áður hefur komið fram er reiknað með að gangsetning nýja áfangans hefj- ist í júní 2001. SÓK r Samfylkingin á Vesturlandi www.samfylking.is Samfylkingarfólk Snœfellsbœ, Grundarfirði og Stykkishólmi Stofnfundur Samfylkingarfélags á Snæfellsnesi verður haldin í Krákunni í Grundarfirði 17. Maí kl 20.30 Dagskrá: 1. Tillaga að lögum félagsins 2. Kosningar 3. Almenn stjórnmálaumræða. Framsaga: Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar Albingispiennirnir: lónc : i .. Jóhann Ársælsson, Gísli S. Einarsson, Karl V. Matthiasson og Kristján L. Möller sitja fyrir svörum. MH Samfylkingin Breytum rett v ATV1NNA - ATV1NNA Óskum eftir starfsmönnum í slátt á opnum svæðum oa görðum í Borgarbyggö Bílpróf skilyrði Upplýsingar í síma 866 5238 Þrif ogbiónusta ehf Olafsvík Tónleikar Samkór Selfoss og Kveldúlfskórinn halda tónleika í Reykholtskirkju laugardaginn 12. maí nk.kl. 16:00. . Stjórnandi Samkórs Selfoss er Edit Molnar og undirleikari Miklós Dalmay. I |8 1 Stjórnandi Kveldúlfskórsins er Ewa Tosik Warzawiak. Fjölbreytt efnisskrá. TTJNDUR Aðalfundur Kaupfélags Borgfirðinga verður haldinn að Hótel Borgamesi laugardaginn 12. maí 2001 og hefst hann kl. 10,00 f.h. Dagskrá er samkvæmt samþykktum félagsins. Tillaga stjómar um breytingar á samþykktum félagsins. Tillaga stjómar um breytingar á rekstrarformi félagsins. Borgarnesi, 2. maí2001 Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga Lóðaúthlutun í Rorgarnesi 1 Borgarbyggð auglýsir til úthlutunar, íbúðarhúsalóðir við Kvíaholt, Stöðulsholt og Stekkjarholt í Borgarnesi. Um er að ræða lóðir undir einbýlishús og parhús, sjú núnar umfjöllun fasteignablaðs Morgunblaðsins 8. maí 2001 varðandi ofangreint íbúðarhverfi. Gatnagerð verður úfangaskipt og dformaðar framkvæmdir við Kvíaholt í fyrsta úfanga. Tekið verður á móti umsóknum ú bæjarskrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 11-13, 310 Borgarnesi. Byrjað verður að úthluta lóðum frú og með 17. maí n.k. Borgarnesi 3. maí 2001 Bœjarstjóri Borgarbyggðar

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.