Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 10. MAI 2001 antðSLIlUi^ Slær í gegn í Hollandi Verð alltaf Skagamaður Rætt við Jóhannes Karl Guðjónsson knattspyrnumann Jóhannes Karl Guðjónsson knattspynumaður frá Akranesi hef- ur slegið rækilega í gegn í hollensku úrvalsdeildinni í vetur með liði sínu RKC Waalvijk. Liðinu var spáð einu af neðstu sætunum í deildinni fyrir tímabiiið en öiium að óvörum hefur liðið blandað sér í toppbarátt- una. Jóhannes Karl er sonur Guðjóns Þórðarsonar lmattspyrnuþjálfara og yngri bróðir þeirra Þórðar og Bjarna sem báðir hafa skapað sér nafn meðal bestu knattspyrnu- manna Islendinga og vart líður sá dagur að eldd sé minnst á afrek þeirra í íslenskum fjölmiðlum. Minna hefur hinsvegar farið fyrir Jóhannesi þótt hann sé orðinn stórt nafn í hollensku lmattspyrnunni þrátt fyrir ungan aldur. Hann er líka einn fárra íslensltra leilonanna sem slegið hefur í gegn í atvinnu- mennsku á erlendri grund án þess að fá mörg tækifæri í íslensku úr- valsdeildinni íyrst. Gunnlaugur Jónsson hitti Jó- hannes að máli fyrir skömmu og ræddi við hann um ferilinn og framtíðina. Atvinnumennskan markmiðið Olíkt bræðrum þínum ferð þú í atvinnumennslcu án þess að hafa slegið í gegn í íslensloi deildinni. „Eg hef aldrei sannað mig neitt í íslenskri lcnattspyrnu og mér finnst það kannsld fyrst vera núna að maður er farinn að sýna fólki heima, og náttúrulega úti líka hvað virldlega í manni býr. Þegar ég kom inn í meistarafloldcshóp IA árið 1998 voru Þórður og Bjarni komn- ir í atvinnumennskuna og mark- miðið var að fylgja í þeirra fótspor. Um leið og Doddi elsti bróðir minn fór í atvinnumennslama, þá hætti ég að hugsa um allt annað en fótbólta, allan lærdóm og allt, og einbeitti mér að komast sjálfur í at- vinnumennskuna." Hvernig byrjaði svo atvinnu- mennslm ævintýrið? „Þetta byrjaði með því að ég fór fyrst til reynslu hjá Glasgow Rangers í apríl sama ár og eftir það var ég frekar spenntur fyrir því að komast út um haustið. Það gekk vel þar og þeir vildu fá mig aftur ein- hvern tímann eftir sumarið. Svo kom það upp í lok júlí, byrjun ágúst að ég gat farið tíl reymslu hjá Genk í Belgíu. Þar spilaði ég tvo leiki með varaliðinu og skoraði í þeim tvö mörk, þeim leist mjög vel á mig og vildu semja við mig um leið, og ég álcvað bara að slá til og gerði þar 5 ára samning.“ Fyrsta tímabilið þitt í meistara- floldd, þ.e. með IA, spilaðir þú 8 leild. Varstu óánægður með að fá eldd fleiri tældfæri? „I raun og veru fékk ég aldrei neitt tæidfæri í sjálfu sér. Ég var kannsld einn eða tvo leiki í byrjunarliðinu, það má segja að mitt fyrsta alvöru tældfæri hafi verið einhvers staðar erlendis, ekki á Skaganum." Þrír bræður í sama liði Hvernig voru þín fyrstu fótspor í atvinnumennskunni? „Þau voru mjög fín. Ég féJtk góða reynslu fyrsta árið, liðið varð belgískur meistari og öll mín reynsla af Aime þjálfara var mjög góð. Þetta var al- veg frábær upplifun og maður á ör- ugglega aldrei eftir að lenda í öðru eins þó maður viti það aldrei. Ahangendur liðsins eru alveg ótrú- legt fótboltafólk og lifa bara fyrir boltann. Samt var ég náttúrulega búinn að spila lítíð og mér fannst sjálfum ég ekki vera neinn meistari í Belgíu þó að maður hafi fengið verðlaunapening. Þetta var samt skemmtileg reynsla.“ Bjarni bróðir þinn gengur til liðs við Genk í nóvember 1998. Hvern- ig var það að þið þrír skyldu vera á á mála hjá Genk á sama tíma? „Til að byrja með var náttúrulega frábært að koma þarna 18 ára gutti út og elsti bróðir minn skyldi vera þarna fyrir. Svo var það náttúrulega ennþá betra þegar Bjarni kom og þá var þetta liggur við eins og að vera heima á Islandi með alla fjölskyld- una saman.“ Minnkuðu þínir möguleikar eftír að Bjarni gekk til liðs við liðið? ,Já, í sjálfu sér hafði það sína galla að Bjarni skyldi koma því að við erum allir þrír svipaðir leik- menn og við vorum allir í raun og veru að keppast um sömu stöðuna, inná miðjunni og jafnvel úti á hægri kantinum. Ég pældi í sjálfu sér aldrei mikið í því, ég var það á- nægður með að hann skyldi koma.“ Spiluðuð þið einhvern tímann allir saman? „Nei, Bjarni og Doddi spiluðu saman og svo kom ég ein- hvern tímann inná fyrir Bjarna en við náðum aldrei að vera inná allir þrír í byrjunarliði." Út í kuldann Svo yfirgefur þjálfari Genk, Aime, liðið eftir þetta eftirminni- lega tímabil og nýr þjálfari tekur við. Hver voru þín markmið fyrir þitt annað tímabil hjá liðinu? „Það var í sjálfu sér að vera í hópnum og nálægt byrjunarliðinu. Ég hafði sett mér þriggja ára tak- mark í að komast í byrjunarliðið og á öðru tímabili átti ég að fara nálg- ast byrjunarliðið eða allavega vera í hópnum og fá fleiri Ieiki en þá kem- ur nýr þjálfari og það var ljóst að hann ætlaði sér ekki neitt að nota mig og því ákvað ég að fara til liðs við MW Þeir vissu að ég var að spila með varaliði Genk og höfðu fylgst með mér þar. Þeir höfðu svo bara samband við Genk sem var til- búið að lána mig út tímabilið og ég sló bara til.“ Hvernig gekk þér að aðlagast lið- inu og nýjum aðstæðum? „Það gekk í raun og veru mjög vel. Þjálfarinn sem var þá við stjórnvölinn hjá MW hafði mikla trú á mér og lét mig spila. Ég var aðeins búinn að æfa með þeim í viku þegar ég spilaði minn fyrsta leik með byrjunarliðinu. Eftir það spilaði ég hvern einasta leik og stóð mig ágætlega að mínu mati.“ Liðinu gekk ekkert allt of vel í deildinni en þér gekk allt í haginn. ,Já, ég skoraði 7 mörk í 25 leikj- um og fékk mjög fína athygli. í sjálfu sér er því að þakka að ég er hérna í RKC Waalwijk. Við vorum allan tímann í fallbaráttu alveg frá því að ég kom en áttum svo ágætis séns á því að komast hjá því að falla. A endanum lentum við svo í því að spila í svokölluðum „Na competitie“. Þ.e. að spila við lið í 2. deild um úrvalsdeildarsæti en klúðruðum því á mjög eftirminni- legan hátt.“ Þú skoraðir 7 mörk í 22 leikjum á tímabilinu og þar af 5 úr aukaspyrn- um. Þú hefur verið alveg eldheitur? ,Já, þetta var rnjög skemmtilegt og ég var í raun sá eini í liðinu sem tók allar aukaspyrnur og öll horn, svo byrjuðu mörkin að detta inn eitt af öðru og svo allt í einu var ég búinn að skora 5 mörk beint úr auka- spyrnu. Það var náttúrulega alveg frábært." Kom ekki til greina að fara aftur til Genk eftir að lánssamningurinn við MW var búinn? „Mér leið alltaf mjög vel í Genk og hefði helst viljað vera þar áfrant. Hefði ég fengið að spila þá hefði ég aldrei farið til MW en einhverra hluta vegna þá fannst mér ég ekki vera lengur velkominn í Genk. Eftir að ég var búinn að spila þetta hálfa ár hjá MW þá kom í raun og veru aldrei til greina að fara aftur til Genk miðað við þá framkomu sem ég hafði fengið hjá þjálfurum og öðrum þar.“ Hótaði að rífa af mér hausinn... Hvað gerist næst? „Fyrst átti MW forkaupsrétt á mér eftir leigutímann. Þeir vildu nýta sér hann og voru búnir að bjóða mér samning og ég var að skoða það mál en þá kemur nýtt lið inn í dærnið, sem sagt hollenska úrvalsdeildarlið- ið RKC Waalwijk og þeir vildu kaupa mig. Ég sagði MW að ég vildi ekki spila í næst efstu deild og ákvað að tala þá við RKC og þeir komumst að samkomulagi við Genk. Reyndar kom Herevenen inní dæmið í millitíðinni, en þeir buðu mér þannig samning að þeir myndu kaupa mig en lána mig í eitt ár í viðbót hjá MW. Ég hafði ekki mikinn áhuga að spila í næst efstu deild og ákvað því að skrifa undir samning hjá RKC til 5 ára. Ég var keyptur á 1,1 milljón gyllini (rúml. 40 millj. ísl. kr.). Fyrir tímabilið spilið þið gegn enska úrvalsdeildarliðinu Bradford í Inter Toto keppninni. Þar lentir þú í smá rimmu við núverandi leik- mann Middlesborough, Dean Windass. „Mið spiluðum fyrri leikinn í Bradford og við spiluðum báðir á miðjunni og lentum í ágætis rimm- um svona inná milli en það varð aldrei neitt rosalegt úr því. Þegar Bradford kom til Waalwijk þá reyndi ég að espa hann eitthvað upp og við áttum nokkrar rimmur og í einni þeirra var hann alveg brjálað- ur og hótaði að rífa af mér hausinn og sk... svo oní gatið. Mér fannst það bara fyndið. Svo bauð hann mér að slást við sig eftir leik en ég afþakkaði það frekar pent en þessi átök standa eiginlega uppúr úr þessum leikjum.“ I byrjun tímabilsins, datt þér hug að liðið ætti eftir að berjast um Evr- ópusæti? „Nei, aldrei nokkurn tímann, það hefði mér aldrei dottið í hug og sér- staklega af því að þetta er lítill klúbbur og við erum ekki með stór- an hóp, lítínn völl og minnstu velt- una í allri deildinni þannig að ég gerði mér engar vonir um það. Þetta hefur komið öllum á óvart ekki bara mér.“ Það sem af er þessu ári hefur þú vakið mikla athygli hjá hollensku pressunni og fengið frábæra dóma. Hefurðu einhverjar skýringar á þessu góða gengi? „Nei ég held ekki, ég er nú alltaf betur og betur að komast inní leik- skipulagið og þekkja leikmenn bet- ur og þeir að þekkja mig betur. Ég er farinn að treysta meira á leik- menn í kringum mig og þeir á mig og mér finnst ég orðinn mikilvæg- ari hlekkur í liðinu og ég held að það skiptí öllu máli. Sjálfstraustíð hjá mér vex með hverjum leiknum sem ég spila og það er eitt af aðalat- riðunum.“ Eftir heimaleikinn gegn Feyen- oord fékkstu 9 í einkunn og hinn virti sparkfræðingur Kees Kuijs sagði í einu dagblaðanna eftir leik- inn að þú komir til greina sem leik- maður ársins. Gerir þú þér vonir um það? „Nei ég geri mér engar vonir um það en hinsvegar væri ég ánægður

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.