Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 10. MAl 2001
^ntssunub.
Frá smnarhátíð Fegurri sveita á Hvanneyri. Guðni Agústsstm landbúnaðarrádherra og Þárumi Gestsdóttir sveitarstjóri Borgarfjarðar-
sveitar. Mynd: GE
Verkefnimi fegurri sveitir haldið áfram
Síðastliðinn föstudag var haldin á
Hvanneyri sumarhátíð Fegurri
sveita. Verkefninu „Fegurri Sveitir“
var hrundið af stað í fyrrasumar á
vegum landbúnaðarráðuneytisins
og fleiri aðila. Að sögn Ragnhildar
Sigurðardóttur á Álftavatni, verk-
efnisstjóra, þótti það vel takast til
að ákveðið var að halda því áfram í
sumar. „Það virðist vera ríkur vilji
um allt land til að halda starfinu á-
fram, m.a. var samþykkt samhljóða
ályktun þess efnis frá nýafstöðnu
Búnaðarþingi, þar sem sérstaklega
var tekið fram að nauðsynlegt væri
að finna lausn á förgun landbúnað-
arplasts og þrifum á strandlengj-
um,“ segir Ragnhildur. GE
Laaaaangflottastir!
Bandalagsþing
Aðalfundur Bandalags íslenskra
leikfélaga var haldinn í Reykholti
um síðustu helgi. Það voru leik-
deildir Umf. Reykdæla og Umf.
Dagrenningar sem voru gestgjafar
að þessu sinni. Á fundinum var
meðal annars til umræðu kynning-
armál áhugaleikfélaganna, fjár-
framlög ríkisins o.fl. Þá var til-
kynnt um val Þjóðleikhússins á á-
hugaleiksýningu ársins en það var
sýning Stúdentaleikhússins, Ungir
menn á uppleið eftir Sigríði Lára
Sigurjónsdóttur sem varð hlut-
skörpust að þessu sinni.
Eins og sjá má af myndinni hér
til hliðar var umræðan á misalvar-
legum nótum á þinginu. Þarna má
sjá þá Þorgeir Tryggvason og
Hörð Sigurðarson undirbúa að-
gerð á kvöldvöku á laugardags-
kvöldið. GE
Brynjar í stað
Brynjars
Samkvæmt upplýsingum
Skessuhorns hefur Körfuknatt-
leiksfélag IA ákveðið að ráða
Brynjar Karl Sigurðsson sem
þjálfara í stað Brynjars Sigurðs-
sonar en samningar hafa enn ekki
verið formlega undirritaðir.
Brynjar kemur til með að þjálfa
alla sex flokka körfuknatdeiksfé-
lagsins auk þess sem til stendur
að gera átak í kvennadeild félags-
ins. Hann kemur þó ekki til með
að leggja skóna á hilluna og verð-
ur svonefndur spilandi þjálfári.
Brynjar lék með Skaganum á síð-
asta tímabili og auk þeirra tíma-
bilið '94-'95 og '96-'97 en hann
er 27 ára gamall. SÓK
Mímir fær tölvu
Síðastliðið fimmtiídagskvöld var opið hús í félagsmiðstöð eldri unglinga í Borgamesi
sem ber nafi/ið Mímir, þar sem fulltníar frá Hinu húsinu í Reykjavík kynntu sína
starfsemi. Við það tækifæri var félagsmiðstöð eldri unglinga fierð að gjöf fullkomin
margmiðlunartölva frá skátafélaginU Svannasveitinni.
A myndinni er stjóm félagmiðstöðvarinnar Mímis við nýju tölvuna. F.v. Drífa Mjöll
Sigurbergsdóttir, Huldís Sveinsdóttir og Skúli Halldórsson. Mynd: GE
Prinsinn opnaður
Grillskálinn Prinsinn í Ólafsvík
var opnaður að nýju eftir gagnger-
ar endurbætur um síðustu helgi en
staðurinn skemmdist sem kunnugt
er í eldi fyrr í vetur.
Jón Björgvin Sigurðsson og Sig-
urður „Súddi“ Sigurðarson voru að
vonum ánægðir með opnunina og
vilja koma á framfæri þakklæti til
þeirra sem áttu hlut við uppbygg-
ingu staðarins.
SIR
Unnið að breytingujj! á lóð.
Asmegin ehf.
stækkar við sig
Miklar breytingar standa nú yfir
hjá fyrirtækinu Ásmegin í Stykkis-
hólmi.
Ekki alls fyrir löngu fjárfestu
þeir í 300 fm. húsnæði áfast hús-
næði fyrirtækisins og er byrjað að
innrétta það. Aðlaga þarf húsnæð-
ið að breyttum þörfum og gera
verulegar lóðaframkvæmdir.
Gamla húsnæðið verður notað á-
fram en til viðbótar verður boðið
upp á bifreiðasmíði, þ.e. breyting-
ar og réttingar. Endanleg verklok
eru áætluð næsta haust.
Fyrirtækið Asmegin var upphaf-
lega stofnað í árslok 1989, þá tók
Þórður Magnússon bifreiðasmiður
á leigu húsnæði hjá Trésmiðjunni
Nesi. Áður hafði hann verið með
sjálfstæðan atvinnurekstur í bíl-
skúr í um 4 ára skeið. Ásmegin
festi sér síðan húsnæði árið 1993
að Reitarvegi og hefur rekið þar
alhliða bifreiðaþjónustu síðan, s.s.
olíuskipti, dekkjaþjónustu, véla-
viðgerðir, stillingar, réttingar,
sprautun og nú nýverið jeppa-
breytingar. Ásamt sölu á varahlut-
um og efni til bílaveiðgerða.
Starfsmannafjöldi hefur verið frá
einum upp í þrjá og auk þess hefur
eiginkona Þórðar, Halldóra Ragn-
arsdóttir séð um bókhaldið.
SIR