Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 10. MAI 2001 ^iktisaviiuk. WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgorbroul 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubrout 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRICA DAGA Útgefandi: Rilstjóri og óbm: Bloðamenn: Auglýsingor: Próforkalestur: Umbrot: Prentun: Tíðindomenn ehf 431 5040 Gísli Einorsson 892 4098 Sigrún Kristjónsd., Akronesi 862 1310 Ingi Hons Jónss., Snæfellsn. 895 6811 Hjörtur J. Hjortorson 864 3228 Asthildur Magnúsdóttir Guðrún Björk Friðriksdóttir ísofoldorprentsmiðjo hf ritstjori@skessuhorn.is sigrun@skessuhorn.is ingihons@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is ougl@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsínga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaöiö er gefiö út í 4.000 eintökum og selt til áskrífenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuöi en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verö í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Samráð Gísli Einarsson, ritstjóri. Af öllum þeim verum sem ég þarf daglega að umgang- ast held ég að það sé útiveran sem fer hvað mest í taug- arnar á mér. Eg hef því alltaf átt erfitt með að setja mig í spor þeirra sem ótilneiddir spranga upp um íjöll og firnindi í algjöru tilgangsleysi. Það fer líka oítar en ekki svo að þetta fólk kemur af íjöllum, þegar það er komið upp á fjöll og hefur ekki hugmynd um hvar það er statt í veröldinni. Þá er kallað á björgunarsveitarmenn í app- elsínugulum anorökkum sem bjargar göngugörpunum til byggða á elleftu stundu. Einmitt af þeim sökum tek ég yfirleitt ekki þá áhættu að fara út úr húsi því hættan á að villast innandyra er oft- ast nær mun minni þó hún sé vissulega til staðar. Eg ein- beit mér því leynt og ljóst að inniveru. A því er þó eins og flestu öðru undantekning, þó að- eins ein í þessu tilfelli. Eg hef það nefnilega fyrir sið að stunda reykingar utandyra til að ná fram ákveðnum jafn- vægisáhrifum. Eg geri mér nefnilega grein fyrir að reykingar eru ekki sérlega heilsusamleg aðgerð og af þeim sökum alls ekki skynsamleg. Skynsemi á hinsvegar ekki alls staðar við þótt það sé önnur saga. Það er hinsvegar full stór biti af hollustu fyrir minn smekk að anda að sér ómenguðu súrefni. Því hef ég fundið hið fullkomna jafnvægi með að reykja úti í guðsgrænni náttúrunni. Að undanförnu hefur mér verið gert nánast ókleift að framfylgja þessum lífstíl. Hér hefur verið boðið upp á úrhellisrigningu og slagveður nætur og daga. Það hefur verið nánast ógjörningur að iðka reykingar utandyra nema með sérútbúnum sígarettum fyrir utan það að hár- greiðslan ber varanlegan skaða af. Það sem er dularfullt við þetta veðurlag er að það er ekki bundið við afmarkaðan blett heldur hefur þetta gengið yfir Vesturland í heild sinni og það þarf enginn að segja mér að það sé einhver tilviljun. Það er svo greinilegt að þarna er um samráð að ræða og þetta er að sjálfsögðu augljóst brot á samkeppnislögum. Eg hef rætt þetta við hin ýmsu hagsmunasamtök en þar er ekki hlustað á mig. Mér er einfaldlega ráðlagt að sætta mig við þetta ekki síður en gengisfellingu krón- unnar og daglegar bensínverðhækkanir. Eg læt hinsvegar ekki endalaust vaða yfir mig og í mótmælaskyni mun ég ekki fara út úr húsi fyrr en mér verður boðið upp á almennilegt veður. Gísli Einarsson, innivera. Grafan sem kviknaði í er illafarin eins og sjá má á þessari mynd. Mynd: GHP Eldur í verkstæði á Hvanneyri Sjálfsíkveikja og sj álfslokknun Aðfaranótt síðastliðins laugardags kom upp eldur í húsnæði verktaka- fyrirtækisins Jörfa á Hvanneyri. Að sögn framkvæmdastjóra Jörfa, Hauks Júlíussonar, kom eldurinn upp í gröfu sem var inni til viðgerð- ar. „Þama hefur verið um að ræða sjálfsíkveikju, þ.e. út frá rafmangi, og í raun sjálfslokknun líka því þeg- ar þetta uppgötvaðist á laugardags- morguninn var eldurinn slokknað- ur,“ segir Haukur. „Grafan var tekin inn til viðgerð- ar á föstudaginn og yfirgefm að loknum venjulegum tíma. Eg kem síðan á verkstæðið fyrir miðnættið í eftirlitsferð en þá var ekkert misjafht að sjá. Þegar ég kem síðan til vinnu um átta leytið á laugardagsmorgun mætir mér þrútið loft í anddyrinu en þegar litið var inn í vélasalinn var það eins og svartholið sjálft og húsið fullt af reyk. Eldurinn hefur líklega verið slokknaður en ég þorði ekki annað en að kalla til slökkviliðið á staðnum.“ Verkstæði Jörfa sem var tekið í notkun fyrir aðeins um ári síðan er talsvert skemmt efdr eldinn. Loft- klæðningin er illa farin og hurðir ó- nýtar. Þá er verkstæðið allt svart af sóti. Grafan sem óhappinu olli er gjörónýt en önnur tæki sem vom í húsinu virðast ekki hafa orðið fyrir skemmdum að sögn Hauks. I húsinu vora nokkrar vélar ffá Búvélasafninu á Hvanneyri, meðal annars elsta díseldráttarvél landsins, Zetor ffá árinu 1948. GE Kræklingaeldið fyrir bí í Kolgrafarfirði Illa fór fyrir kræklingarækt Fisk- iðjunar í Grandarfirði í vetur en fyr- irtækið hefur gert tilraunir með kræklingaeldi í Kolgrafarfirði und- anfarið ár. Kræklingurinn er rækt- aður á köðlum sem hengdir era við flotholt og hefur búnaðurinn færst til og skemmst. Að sögn Jóhanns Þórs Ragnars- A fundi íþróttanefndar Akraness nýverið lagði Sævar Haukdal til að íþróttafulltrúa yrði falið að gera út- tekt á íþróttaþátttöku barna að 16 ára aldri á Akranesi. Uttektin skyldi sýna á sem bestan hátt dreifingu í- þróttaþátttakenda eftir íþrótta- greinum, aldri og búsetu og var þá átt við að flokka ætti þátttakendur milli efri og neðri skaga. Sævar segir ástæðuna fyrir tillög- unni vera að sig langi til að fá stað- fest hvort rétt sé að börn á efri og neðri skaga iðki mismunandi í- sonar verkstjóra í Fiskiðjunni er talið að staðurinn henti ekki nógu vel til þessarar rækmnar. Þá segir hann að notuð hafi verið of stór flot- holt sem henta ekki íslenskum að- stæðum. Jóhannes segir líklegt að reynt verði affur við kræklingaeldið en óvíst hvar. þróttagreinar. „Alig grunar að skiptingin sé mjög misjöfn, sérstak- lega þegar kemur að körfubolta og fótbolta. Að mjög margir sem búi á efri skaganum stundi fótbolta en sárafáir sem búa fyrir neðan torgið. Þeir stundi frekar körfubolta. Það sem ég vil fá fram með þessari út- tekt er hvort að þetta er reyndin og hverju er þá um að kenna. Hvort að aðstaðan í íþróttahúsunum hafi til dæmis eitthvað með þetta að gera og hvort á að reyna að breyta því eða ekki.“ SÓK Akraness apótek Oánægja með skertan opn- unartíma Akraness apótek augiýsti ný- verið að þar yrði framvegis lok- að á sunnudögum, almennum frídögum og helgidögum, en þar hefúr ávallt verið opið í eina klukkustund þessa daga. Óá- nægjuraddir hafa heyrst í bæn- um en ákvörðunin var tekin af nýjum eiganda apóteksins, keðj- unni Lyf og heilsa, sem festi kaup á apótekinu á síðasta ári. Gylfi Garðarsson, lyfsöluleyfis- hafi apóteksins, segir að opnun- artímanum hafi verið breytt víð- ar, til dæmis á Akureyri og Sel- fossi. Ástæðan sé einfaldlega sú að of dýrt sé að hafa opið þessa daga. „Það má alltaf deila um þörfina,“ segir Gylfi aðspurður hvort ekki sé nauðsynlegt að hafa opið þessa daga. „Það hefúr ekki verið mikið að gera þessa daga í þeim skilningi að fólk hefur ekki oft komið með Iyf- seðla sem það hefur fengið í hendur þann dag. Við höfum af- greitt töluvert af lyfseðlum þessa daga, en það hafa þá verið eldri lyfseðlar sem hefði verið hægt að leysa út fyrr. Það er því lítil nauðsynleg þörf en þetta hefúr að sjálfsögðu verið til þæginda.“ Gylfi segist ekki hafa fengið hörð viðbrögð frá viðskiptavin- um. „Fólk hefur ekki kvartað mildð en eðlilega aðeins. Aðalat- riðið er að fólk átti sig á þessu og aðlagi sig að þessu svo það komi ekki hingað fyluferð og leysi lyf- in sín út fyrir þann tíma.“ SÓK SIR Athugun á íþrótta- þátttöku bama

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.