Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 7
jntastnu.. FIMMTUDAGUR 10. MAI 2001 7 Af vori Þá er vorið sannanlega komið. Staðfestingin kemur ekki einvörðungu með vor- boða Ijúfum og fiðruðum, heldur líka í stáldýri ljótu, mótorknúnu, og heitir skepnan veghefill. Þetta fyrirbrigði birtist í uppsveit- um einu sinni á ári, nema þegar eru kosningar, þá tvisvar. A undan veghefli fer iðulega yfirmaður frá Vega- gerð sem ákveður hvar skuli hefla og hvar ekki. Margur vegagerðarspekúlantinn er skólaður í faðmi Frímúrara- reglu og jafnvel kominn þar á fimmta eða sjötta visku- stig, sem kemur þessu máli ekkert við nema að því leiti að fimmta og sjötta visku- stig reglubræðranna gefur ekki endilega bevís á útsjón- arsemi og verksvit þegar far- ið er úr mörgæsadressinu og í gula gallann. Vegagerðar- mönnum þeim sem pukrast á mánudagskvöldum í húsi við Stillholt á Akranesi skal bent á til uppörvunar (ef ég hef misboðið þeim með ummælum mínum hér að ofan) að viskustigin skila sér misvel inn í allar starfsstétt- ir. Höldum nú út á illfæra þjóðvegi aftur. Nú er það svo að oft myndast í vegina hyldjúp kviksyndi á vorin þegar klaki fer úr jörðu. Þá láta vegagerðarmenn sturta nokkrum bílhlössum af möl í hverja skvompu, friðlýsa hauginn og banna hefil- stjóra að koma nærri þessu nýreista náttúruundri. Ef svo ólíklega vill til að maður nái að þjösnast á ökutæki sínu upp á hauga þessa þá maður á brýnt erindi um veginn, verður því ekki á móti mælt að útsýni er oft ægi fagurt af haugum þess- um og hafa ferðalangar ó- ljúgfróðir, sem um mína heimasveit hafa farið að vori til, fullyrt að af einum og sama haugnum hafi þeir séð Tindastól í norðaustri og Oræfajökul í austri. Ekki vil ég verða fyrstur til að segja að þeir skrökvi þessu. Aftur á móti skal öllum sem um Hálsasveit aka á þessum tíma árs bent á að bera á höfði öryggishjálm því hæstu haugarnir flútta við flugleiðina Reykjavík- Ak- ureyri. Nú er komið að stóru spurningunni; Til hvers notar Vegagerðin veghefla? Jú, vegagerðarspekúlantinn mælir út vegarkafla þar sem snjóruðningstæki veturinn áður hentu öllum ofaníburði út fyrir veg, yfir skurð og langt út í móa. Og nú bíður heflistjóra erfitt verkefni. Að hefla það sem ekki er hægt að hefla. Þó má með fádæma þolinmæði og yfir- legu finna nokkur jarðföst Grettistök í vegstæðinu, færa upp á yfirborð og dreifa grjótinu sem víðast um veginn. Engin furða þó skólabílstjóri einn sem fer um veginn oft á dag setti saman vísu, ákall til sam- gönguráðherra, þegar bif- reiðin lét eins og Godzillu- ungi í körfuboltahrúgu, og aumingja bílstjórinn sem hafði fengið sér vel í nefið áður en lagt var í ófæruna gat ekki einu sinni snýtt sér almennilega kílómetrum saman. Sturla góður strax í dag stefnu lát í malinn geföu okkur asfaltlag yfir í Reykholtsdalinn Bjartmar Hannesson Starfsfólk óskast Starfsfólk óskast í blönduð störfhjá okkur t.d. pizzubakstur, aðstoð I eldhúsi, í sal, við þrif og fl. • 12tímavaktir • 6 tíma vaktir • Helgarvaktir og afleysingar Umsækjendur verða að vera orðnir 16 ára. Upplýsingar gefa Guðmundur eða Margrét ísíma 437 2345 Gisti- og veitingastaður í Hafnarskógi 1 5IM6NNTUNAR MIÐSTÖÐIN NAMSKEIÐ A NÆSTUNNI Gagnagrunnur - Access ( 5 kest.) Hraðnámskeið fyrir vana tölvunotendur miðvikudaginn 9. maí kl. 18-23 Access er forrit sem er sérhannað til að halda utan um gögn á skipulegan hátt og er tilvalið fyrir nafnaskrár, verðskrár, lagerskrár o.þ.h. í Fjölbrautaskólanum á Akranesi Kennari: Dröfn Viðarsdóttir Skráning og upplýsingar í síma 437 2390 kl 14 -16 helga@simenntun.is www.simenntun .is Borgnesingar! Við getum haft milligöngu um að útvega far á námskeiðið. Örugg leið að losna við móðu á milli glerja. Upplýsingar veitir Magnús Már, 899 4665 MMI ^€>€>5 Verkalýðsfélagið Hörður Útleiga á íbúð félagsins að Smárahlíð 5, Akureyri, sumarið 2001. Félagsmenn hafaforgang til 20. maí. Tekið á móti pöntunum ísíma: 437 2345.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.