Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 10.05.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 10. MAI 2001 aacssunui. Fley og fagrar árar Borgfírski ljóðahópurinn Isabrot Síðastliðinn laugardag var opn- uð óvenjuleg sýning í Safnahúsinu í Borgarnesi, ljóðasýning ljóða- hópsins Isabrots sem samanstend- ur af tíu ljóðaunnendum úr Borg- arnesi. A sýningunni, sem ber yfir- skriftina Fley og fagrar árar, gefur að líta úrval frumsaminna ljóða eftir meðlimi Isabrots. Upphafsmaður að stofnun ljóða- hópsins Isabrots er héraðsdómar- inn, Finnur Torfi Hjörleifsson og til að gefa lesendum innsýn í heim borgfirskra ljóðaunnenda birtum við hér ávarp sem hann flutti við opnun sýningarinnar: „Það var upphaf ljóðahópsins Isabrots að einn þurrlegan dag hljóp ég fram af vinnustað mínum og inn í næstu vistarveru í Dóm- húsinu, sem sumir kalla Stjórn- sýsluhús, þar sem Símenntunar- miðstöðin er til húsa, og bauðst til að taka að mér kennslu í ljóðagerð. Starfsmennirnir, sem þar sátu, urðu kannski eilítið undrandi á þessari framhleypni dómarans, en einhvern veginn varð það úr að Sí- menntunarmiðstöðin auglýsti námskeiðið sl. haust. Umsækjend- ur urðu tveir, Snjólaug Guð- mundsdóttir á Brúarlandi og Steinunn Eiríksdóttir í Langholti. Þetta var náttúrulega allt of fátt til að unnt væri að halda formlegt námskeið. Við þrjú ákváðum nú samt að láta sem ekkert væri og snara okkur í ljóðagerðina á eigin vegum. Svo fór að fjölga í hópn- um. Af hverju? Það er mér ekki ljóst. En það var eins og hér og hvar lægi dulin þrá eftir samneyti við ljóð. Nú er ég búinn að týna niður tímaröð, en til liðs við okkur komu Björkjóhannsdóttir og Stef- án Gíslason úr Borgarnesi, Ragn- heiður Asmundsdóttir á Sigmund- arstöðum, Guðrún Gunnarsdóttir á Hvanneyri. Svo komu Jóna Guð- björg Torfadóttir og Kristín Thor- lacius úr Borgarnesi og síðast Edda Magnúsdóttir á Hóli í Hvít- ársíðu. Og þá vorum við orðin tíu. Nýlega heyrði ég leiklistarfræð- ing segja eitthvað á þá leið í út- varpsviðtali, að óttinn við einlægni einkenndi þá tíma, sem við nú lif- um. Ottinn við einlægni! Þetta stakk mig, og ég hugsaði: Hvað verður þá um ljóðið? Eg hef nefni- lega síðustu vikur og mánuði hugsað dálítið um ljóð og ljóða- gerð. Sá sem ekki er einlægur, hann tjáir ekki það sem honum býr í brjósti. Hann felur afstöðu sína, tilfinningar. Hann hefur að engu áminningu dómarans um að segja satt og rétt frá. Hann gefur rangan vitnisburð. Það er af þessum sök- um að ég er viss um að gott ljóð verður ekki ort nema það sé gert af fullkominni einlægni. Þetta tengist líklega því að ljóð er framar öðrum greinum orðlistar mjög bundið til- finningu eða kennd. Fögnuður eða eftirvænting, söknuður eða sorg, eða hvaða kennd sem er, er jafnan kveikja ljóðsins og um leið inntak þess. Og ef þessi tilfinning er ekki einlæg, er þess varla að vænta að til verði hrífandi ljóð. Stundum er eins og einlægnin ein nægi til þess að samfella orða verði að ljóði. I Ljóðabók barn- anna, sem út kom hjá Iðunni 1991, er prentað ljóð sem sagt er vera eftir 6 ára dreng; Svanur Veigar Þráinsson heitir hann. Einhver hefur haft vit á að skrifa upp orðin eftir barninu, því tæplega hefur það verið orðið skrifandi. Ljóðið er aðeins þrjú vísuorð, þrjár stutt- ar setningar, svona: Eg er strákur sem heyjar græna grasið sem grær hjá afa. Þessi fáu orð segja mér mikið. Lítill snáði, líklega úr kaupstað, á afa í sveit. Ut úr ljóðinu skín tiltrú til afans (sem er nátengdur grósku, grænu grasi) og jafnframt stolt drengsins yfir að mega hjálpa til við heyskapinn. Eg hreifst af þessu ljóði þegar ég las það fyrst, og ég hef oft haft það yfir síðan, og ég hef spurt sjálfan mig: Hvað er eig- inlega að þér maður? Þú sem dýrk- ar Hallgrím Pétursson og Háva- mál, hvað sérðu við þennan flata einfaldleika? En hyggjum nánar að: Það skyldi nú ekki vera að bak við þessi fáu orð leyndist eitthvað annað og meira en beinlínis liggur í merkingu orðanna? I Hávamálum er mjög þallað um lífsgildi. Þar er þessi vísa: Erat maður alls vesæll/ þótt hann sé illa heill/ Sumur er af sonum sæll/ sumur af frændum/ sumur af fé ærnu/ sumur af verkum vel. Og nú les ég aftur litla ljóðið eftir 6 ára snáðann: Eg er strákur/ sem heyj- ar græna grasið/ sem grær hjá afa. Og nú finnst mér þetta liggja að baki ljóðinu: Erat maður alls ve- sæll/ þótt ungur sé/ Sumur er sæll af afa/ þar sem græna grasið grær. Og fýrir mér hefur ljóð barnsins allt í einu öðlast þann eftirsóknar- verða eiginleika að vera ekki allt þar sem það er séð, að ná út fyrir sjálft sig, að túlka hið almenna í hinu sértæka. Svona undursamlegt er þetta, svona langt dregur ein- lægni barnsins, þó að víst sé að ekkert af þessu hafði höfundurinn í huga. En fullorðinn maður sem fer að fást við að yrkja ljóð á þess ekki lengur kost að treysta eingöngu á barnslega einlægni. Hún er að vísu nauðsynleg, en fleira þarf að koma til. Hann þarf að öðlast færni í að beita tungumálinu, sem er hvort tveggja í senn efniviður hans og verkfæri. Hann verður að kunna skil á gildi orða, hljómblæ þeirra, myndmáli, myndhvörfum, endur- tekningum og mörgu fleira, sem of langt væri upp að telja. Allt getur þetta orðið hjálplegt manni til að verða skáld, en ekkert af þessu er þó trygging þess að svo verði. Sú trygging er kannski alls ekki til. Sá sem þessa kunnáttu og færni hefur á valdi sínu, getur að vísu örugg- lega orðið gagnrýnandi, en alveg óvíst að hann verði gott skáld. Hvað þarf þá til? Eg svosem veit það ekki. Og ég veit ekki um neinn sem veit það fýrir víst. En mér dettur í hug, og ekki fyrstum manna, að þar komi til einhver sálarháski, innri átök, tilfinning sem þarf að brjótast út. Og hvað sem öðru líður: einlægni. Ekki vil ég halda því fram að þau verk sem ljóðahópurinn Isabrot ber hér á torg valdi straumhvörf- um. Mér er þó engin launung á að mér finnst þau góð, sum mjög góð. Þykist ég þó vita að enginn muni verða brestur við birtingu þeirra, hvorki í héraði né á Alþingi. En ég held að þau séu heil, saman sett og fram borin af heilindum, að þau séu einlæg. Hér eru ekki á ferð miklar skáldskaparnýjungar, um- fram það að í góðu ljóði hlýtur æv- inlega að koma fram ný og áður ó- orðuð sýn á viðfangsefnið. Hér er ort um efni sem mönnum hafa ver- ið hugleikin svo lengi sem menn vita til skáldskapar í fari manna: Lífsfögnuð, sorg, vináttu, ástvina- missi, vorgleði og vetrarkvíða. Og hér er nú hjarta okkar opið. Gerið þið svo vel að skyggnast inn.“ Dóra Lindal og Bryndís Bragadóttir á leið heinifrá Færeyjum Æda að halda tónleika í Póllandi Kvennakórinn Ymur á Akra- nesi situr ekki aðgerðalaus þessa dagana og nú hafa meðlimir hans tekið stefnuna á Pólland þann 10. júní þar sem kórinn ætlar að halda tvenna tónleika. Þaðan ætla konumar til Kaup- mannahafhar til að syngja á 17. júní hátíðahöldum í borginni hjá Islendingafélaginu. Heimför er áætluð þann 18. júní. Skessu- hom hitti að máh þær Dóm Lín- dal Hjartardóttur, stjórnanda kórsins og Daðeyju Þóm Olafs- dóttur, félaga í kómum. „Konurnar í kórnum eru í kring- um 30 talsins en við erum að fara 24 til Póllands auk Dóru og Bryndísar Bragadóttur undirleikara. Við verð- um á flakki um norðurhluta landsins og förum meðal annars til Elblag þar sem við syngjum á nokkurs kon- ar menningarhátíð," segir Daðey. Dóra hefur áður komið til Póllands sem kórstjórnandi, árið 1997 með Skólakór Akraness. Sá kór söng einmitt líka í Elblag. „Við erum að fara og syngja og skoða Pólland sem er alveg stórkostlegt land. Við verð- um einmitt með sama fararstjóra og þegar ég fór með skólakórinn. Sá heitir Þorleifur Friðriksson og verð- ur með okkur allan tímann.“ Dóra á sökina Dóra segist alfarið taka á sig sök- ina þegar talið berst að því hvers vegna Pólland varð fýrir valinu. „Landið er svo fallegt og þegar ég fór með stelpumar var tekið svo vel á móti okkur. Eg heillaðist alveg af landinu.“ Daðey bætir því við að nú sé mikið um það að kórar fari á nýj- ar slóðir og sæki til dæmis Pólland og Tékkland heim. „Það hefur líka svolítið að segja,“ bætir Dóra við, „að þetta er land sem er ekki orðið svona ofboðslega klikkað eins og önnur vestræn löng. Astæðan fýrir því að við förum í norðurhlutann er einmitt sú að þar er enn meira sveitó en í suðurhlutanum." Ymur ædar að syngja allt mögulegt í Póllandi og í Danmörku. „Við ædum að syngja þjóðlög, tvísöngslög eða fimmunda- söngva auk þess sem við kynnum okkar íslensku tónskáld. Loks má nefna negrasálma og léttmeti.“ Fóru til Færeyja á Vestanstevnu Þetta er þó ekki í fýrsta skipti sem kórinn fer út fýrir landsteinana en hann var stofnaður í janúar árið 1995. Árið '97 lá leiðin til Færeyja á svokallaða Vestanstevnu og þar var ekki ómerkari hljómsveit en Melasveitin með í för. .A'lelasveitin er að fara aftur núna og sönghóp- urinn Sólarmegin með þeim. Fær- eyingarnir sendu einmitt skeyti hingað í haust en þá vorum við á leið til Póllands." Seldu naglaþjalir og handáburð Það kostar sitt að fara í utanlands- ferð en konumar hafa verið dugleg- ar við að afla fjár. „Við höfum reynt að fara öðmvísi leiðir,“ segir Daðey. „Seldum naglaþjalir og erum að selja handáburð núna. Höfum tekið að okkur hreingerningar og að rakka fýrir SAA auk þess sem við sáum um kaffið á 1. maí fýrir VA. Svo eram við að fara að sjá um loka- hófið á sjóstangaveiðimóti sem fram fer um næstu helgi.“ Meðlimir kórs- ins vildu nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu sem hafa styrkt þær á einn eða annan hátt. „Verst hvað gjaldeyririnn fer mikið niður þessa dagana. Hagnaðurinn er allur að fara í gengissig," segir Daðey. Sjúkrahús Akraness Lóðarhreinsun og grillveisla Starjsmemi og ættingjar þeiira taka til hendinni Síðastliðinn fimmtudag fór fram hin árlega lóðarhreinsun Starfs- mannafélags Sjúkrahúss Akraness, en undanfarin ár hefur það verið fastur liður að starfsmenn og bör‘n þeirra taki höndum saman við vor- verkin og safni rusli sáinan eftir veturinn. Enginn lét sitt eftir liggja í ár frekar en hin fýrri og mættu til leiks um 80 manns; starfsmenn og börn og barnabörn þeirra. Eftir til- tektina var slegið upp grillveislu og tókst vel til í staði. SÓK

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.