Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 12.07.2001, Page 7

Skessuhorn - 12.07.2001, Page 7
FIMMTUDAGUR 28. JUNI 2001 7 Nýverið gerðust þau afar ófrétt- næmu tíðindi að nokkrir hreppar í Landnámi Ingólfs sameinuðust um rekstur fólksflutninga á svæðinu. Mun það hafa verið kænskubragð til að allir gætu stórhækkað fargjöld en hver kennt öðrum um. Þegar tillit er tekið til þess að allur almenning- ur telur stjórnmálamenn almennt illa gefna og að sjálfsagt sé að klekkja á þeim með því að svíkja undan skatti og misnota velferðar- kerfið þá er það auðvitað bara hið besta mál þegar þessir vesalings menn ná að svara fyrir sig með því að klekkja þetta skemmtilega á heimskum almúganum. Strætisvagnafarþegar eru í raun hinn íslenski aðall. Helstu fjárhags- legu byrðar okkar hinna; bensín- hækkanir, viðgerðakostnaður, bif- reiðagjöld, hraðasektir, dekkjaskipti, tryggingar og önnur endalaus fjár- pynd er þeim óviðkomandi. Eg geri mér því nákvæmlega enga rellu út af því að seilst sé í úttroðna vasa þessa fólks sem ég er látinn halda uppi með námslánum og örorkubótum því þessi aðall þarf hvorki né nennir að vinna. Þetta fólk má mín vegna taka á sig enn meiri byrðar enda bökin breið. Hitt þykir mér verra að í leiðinni skuli tungumáli okkar allra vera greitt þungt högg. Hið nýja fyrir- tæki hefur fengið nafnið Strætó bs. Hvaða leyfi hafa aumir hrepps- nefndarmenn á einhverjum útskerj- um til þess að ráðast svona óþyrmi- lega á ástkæra ylhýra málið og ata það slíkum saur? Ekkert orð í ís- lensku endar á O. Ekki frekar en þau byrji á Ð eða séu með blístri og tungusmellum í miðjunni. A fyrri hluta síðustu aldar hélt sú ó-náttúra innreið sína íslenskt mál að enda flest ný orð á Ó eða búa til styttingar á eldri orðum með því að taka stofn þeirra, henda seinni hlut- anum en setja Ó í staðinn. Upp risu staðir eins og Gúttó og Hressó en svo fór að fólk fékk nóg og hætti að skipta við slíka staði og eru þeir nú farnir á hausinn. Reyndar reis Astró á rústum Hressó en vonandi fer það líka á hausó. Enn segja allt of margir halló í stað þess að segja góðan dag eða sæl(l). En það er hrikalega púkó og lummó að segja halló. Það er beinlínis halló. Þegar ég var ungur voru börn gjarnan send á róló en vegna þess hve slæmt það er að innræta börn- um þetta ó-tal í tíma og ó-tíma á- kváðu yfirvöld að hætta að borga fyrir uppbyggingu róluvalla og beina fénu ffemur í reksmr leik- skóla sem góðu heilli hafa ekki fengið á sig uppnefnið skóló. Þegar útvarpið (áður radíó) fór að senda út í stereó úr stúdíó minnkaði hlustun mjög því fólk var hætt að skilja tungumálið sem barst úr við- tækjunum. Nú berast tónar víðóma úr hljóðstofu. Um næstu áramót fara margir út- lendingar að fara að nota mynt sem þeir kalla Euró. Með hröðu falli krónó aukast kröfur um að Islend- ingar taki upp Euró. Góðir menn hafa bent á að þetta sé vont nafh og leggja til að myntin veri kölluð Evra. Þar lögðu góðir menn illt til. Evrópa er ill og ómöguleg sletta yfir það sem á íslensku heitir Norður- álfa og ættu orð sem byrja evr- aldrei að heyrast í íslensku máli. Legg ég til að gripið verði til hljóð- líkingar og gjaldmiðillinn kallaður eyrir; í fleirtölu aurar. Kæmi það vel þeim mörgu mönnum sem hætt- ir til að spara aurana en kasta krón- unni. Máltæki á borð við „margur verður af aurum api“ og „ég á ekki eyri“ yrðu þá skiljanleg ungu fólki á ný, en sem stendur skapa þau enga skynjan (meika ekki sens). Ef þeir útskerjamenn fá einhverju ráðið verða unnendur vandaðs mál- fars ekki spurðir álits. Þá verður þess eins spurt hve mörg Euró kosti að fara með strætó út á Akró. En ef menn ætla lengra, til dæmi út á Snæfó verða menn að taka rútó sem keyrir gegnum Borgó og út á Vegó. Þar skilja leiðir því sumir fara yfir Vatnó til Stykkjó og Grundó en aðrir yfir Fróðó til O-ó og jafnvel út á Rifjó eða Helló. Það er líka svo rómó undir jökló. Bæjó, Bjarkó Borgarbraut 61 310 Borgarnes Sími: 437-1700 Fax: 437-1017 INGI TRYGG VASON hdl. lögg. fasteigna- og shipasali Nýtt á söluskrá Gunnlaugsgata 4, Borgarnesi Einbýlishús, 2 hæðir og ris, 103,6 ferm. Stofa parketlögð, 3 herb. parketlögð, skápar. Gangur og stigi teppalagt. Eldhús parketlagt, ljós viðarinnr. Baðherb. með dúk á gólfi en flísar á veggjum, ljós innrétting, kerlaug/sturta. Gestasnyrting dúklögð. Forstofa flísalögð. Þvottahús. Geymslur undir súð og í risi. Verð: kr. 11.200.000 Böðvarsgata 27, Borgarnesi Nýlegt 2. hæða parhús, 109 ferm. Forstofa með máluðu gólfi, skápur. Þvottahús. Gestasnyrting dúklögð. Eldhús parketlagt, ljós viðarinnr. Stofa parketlögð. Viðarstigi. Gangur efri hæð parketlagður. Þrjú herb. með skápum, tvö dúklögð, eitt með máluðu gólfx. Viðarstigi og viður í loftum. Verð: kr. 13.500.000 Réttarholt 5, Borgarnesi Einbýlishús 155 ferm. og bílgeymsla 36,6 ferm. Steypt einingahús frá Húsasmiðjunni. Forstofa flísalögð, gestasnyrting dúklögð, þvottahús með máluðu gólfi. Búr og geymsla dúklagt. Stofa teppalögð, viðarloft, útgangur út í garð. Sjónvarpsherb. parketlagt, viðarloft. Hol og gangur parketlagt. Eldhús parketlagt, birki innrétting. Baðherb. dúklagt, flísar á veggjum, viðarinnr. frá Brúnás, kerlaug/sturta. Fjögur svefnherb. dúklögð, skápar í einu herb. Geymsla í bílskúr, sjálfvirkur opnari. Stór og góður garður, gott útsýni. Sökklar undir sólstofu, teikningar samþ. Nýjar þakrennur. Verð: kr. 15.500.000 ,, Freyja Bjaraadóttir, fyrrverandi tálsímavörður í Borgamesi, verður níræð þriðjudaginn 17. júlí n.k. Af því tilefni verður heitt á könnunni í samkomuhúsinu í Borgamesi þann dag frá kl. 17.00 - 20.00. Tökum að okkur útgáfu hvers konar kynningarefnis Bæklingar Fréttabréf Arsskýrslur Bækur Nafnspjöld Bréfsefni Auglýsingagerð Mynabandsupptökur og margt margt fleira i i 11III lial . i 11 lörnLisir^i

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.