Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 02.08.2001, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 02.08.2001, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. AGUST 2001 o&£SSUtlu>w WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 Skrifstofur blaðsins eru opnar kl. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ebf 431 5040 Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is Blabamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is Sigurður Mór, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is Auglýsingar: Hjörtur J. Hjartarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is Prófarkalestur: Sigrún Kristjónsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Fríðriksdóttir augl@skessuhorn.is Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Blaðiö er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 Verslun- annanna- Gísli Einarsson, ritstjóri. Undanfarnar vikur hefur minn vinnudagur að stærstum hluta farið í að svara fyrirspurnum um hvað ég ædi að gera um verslunarmannahelgina. Þótt mér þyki spurningin heimskuleg hef ég brotið odd af oflæti mínu og gefið gáfulegt svar. Eg ætla að gera nákvæmlega það sama og allar aðrar helgar, þ.e.a.s. það sem ég geri hvernær sem tækifæri gefst: Akkúrat ekki neitt! Ég hef aldrei skilið þá gífurlegu þörf sem þorri landsmanna virðist hafa fyrir að rjúka eitthvað út í bláinn einmitt þessa einu helgi líkt og það varðaði við lög að vera heima hjá sér þessa fyrstu daga í ágústmánuði. Sjálfur myndi ég ekki einu sinni láta það ýta mér af stað, jafnvel þótt viðurlögin væru húðlát eða rasphúsvist. í fyrsta lagi þykir mér umrætt atferli um þessa helgi vanvirðing við þá sem hún er kennd við, þ.e.a.s. verslunarmenn. Eg veit svo sem ekki hvað verslunarmenn hafa unnið sér til ágætis til að heill dagur eða jafnvel heil helgi sé helguð þeim sérstak- lega. Fyrst svo er, hinsvegar, þá er það sjálfsagt og eðlilegt að leyfa þeim að njóta þess í stað þess að hæðast að þeim með því að gefa öllum frí, nema verslunarmönnum. Þetta er náttúrulega hámark lítilsvirðingarinnar. Eitthvað yrði sagt ef sjómönnum yrði öllum sigað út á haf á sjómannadaginn eða ef verkalýður lands- ins væri lagður í einelti þann 1. maí á hverju ári. Þaðan af síður dytti nokkrum manni í hug að of- sækja Hvítasunnumenn á hvítasunnudag. I öðru lagi á ég mjög erfitt með að skilja þá áráttu allra íslendinga, að mér undanskildum, til að hrúg- ast á sama blettinn þessa tilteknu helgi. Ef þetta er það sem menn vilja þá get ég svo sem ekkert amast við því. Ég óska hinum tvöhundruð- áttatíuogtvöþúsundáttahundruðfjörutíuogfjórum Islendingum sem ætla að vera á ferðinni um næstu helgi góðrar ferðar. Hagið ykkur almennilega þótt ég sé ekki þarna til að fylgjast með ykkur. Gtsli Einarsson, aleinn heima Stuðmenn eru meðal hljómsveita semfram koma á Eldborg 2001 Búist við mikilli umferð á Vesturlandi um helgina Þrjár skipulagðar útihátíðir í héraðinu Búast má við mikilli umferð á Vesturlandi um verslunarmanna- helgina þar sem skipulagðar sam- komur verða óvenju umfangsmikl- ar í kjördæminu samanborið við síðustu ár. Hæst ber hátíðina Eld- borg 2001 sem haldin verður á Kaldármelum. Þar verður stans- laus dagskrá alla helgina þar sem fram kemur fjöldi þekktra hljóm- sveita, m.a. Stuðmenn, Greif- arnir, Irafár, Skítamórall og Jet Black Joe. Síðastliðinn mánudag var búið að selja um 3.500 miða á Eldborgarhátíðina í forsölu. Ald- urstakmark á hátíðinni er 16 ár. Síðast var haldin útíhátíð um Verslunarmannahelgina á Kaldár- melum árið 1992 og þá munu gest- ir hafa verið innan við fjögurþús- und en öruggt má telja að gestir þar verði mun fleiri nú. Mannrækt á Hellnum A Brekkubæ á Hellnum verður að vanda haldið Mannræktarmót. Að sögn Guðrúnar Bergman á Brekkubæ er lögð áhersla á fjöl- skylduvæna dagskrá. Meðal dag- skrárliða eru jógaæfmgar, ratleikir með sögulegu og þroskandi ívafi, helgistund, friðarathafnir, kvöld- vökur, heilun, nudd, grasaferðir o. fl. Sérstakur gestur hátíðarinnar verður væntanlega Roy Littlesund, Hopi indíáni sem kynnir speki Hopi indíánanna. Lífsmark á Staðarfelli Þrátt fyrir að engin starfsemi sé á meðferðarheimilinu á Staðarfelli í sumar verður hin árlega útihátíð SAA á sínum stað um verslunar- mannahelgina. Ekki er vitað um aðrar skipu- lagðar hátíðir í kjördæminu um helgina en víða má búast við að fólk safnist saman á tjaldsvæðum og í sumarbústaðabyggðum. ^Mikill viðbúnaður vegna verslunarmannahelgarinnar Oflug liðsveit vaskra manna segir Björn Jónsson sem skipuleggur löggæslu á Eldborg Bjöm Jónsson lögregluvarðstjóri í lögreglunni á Snæfellsnesi hef- ur yfirumsjón með skipulagn- ingu löggæslu vegna Eldborgar- hátíðarinnar. I samtali við Skessuhom sagði hann að gæsla á svæðinu yrði góð alla helgina. Bæði yrði þar fjölmennt lög- reglulið og einnig myndu um eitt hundrað björgunarsveitar- menn af Snæfellsnesi og víðar standa vaktir á svæðinu uin helg- ina. „Það verður héma öflug lið- sveit vaskra manna,“ segir Bjöm. I lögreglunni á Snæfellsnesi era ekki nerna átta lögregluþjónar og því þarf að kalla til liðsauka annars staðar frá. Flestir koma úr Reykja- vík en einnig verða á vöktum á Kaldármelum lögregluþjónar frá Akranesi, Keflavík og Ólafsfirði. Eins og fram kemur hér að ofan er sextán ára aldurstakmark á há- tíðinni og segir Björn að grannt verði fylgst með að því verði fram- fylgt. Varðandi meðferð áfengis á hátíðinni segir Björn að þar gildi almenn lög um aldurstakmark. Hann segir að fylgst verði með þ\ í að fólk undir tvítugu fari ekki með áfengi inn á svæðið og leitað verði á fólki og í farangri ef ástæða þvk- ir til. Hann segir að sú viðmiðun sem sé til staðar sé frá 1992. „Þá gekk þetta nokkuð vel en þá náði fjöld- inn aldrei fjórum þúsundum. Við rennum vissulega blint í sjóinn varðandi fjöldann í ár en ég gæti látið mér detta í hug að þarna yrðu milli fimm og átta þúsund mann' Það má því fastlega búast við að helgin verði erfið. Eg vænti þess hinsvegar að fólk verði þarna í þeim tilgangi að skemmta sér á heilbrigðan og eðlilegan hátt og láta sér líða veJ. Þá ætti allt að geta farið vel fram,“ segir Björn. Búist við gífurlegri umferð um Borgarfjörð Viðbúnaður vegna umferðar á Eldborg Að sögn Stefáns Skarphéðins- sonar sýslumanns í Borgamesi verður lögreglan í hans umdæmi með sérstakan viðbúnað vegna mikillar umferðar sem búist er við að verði á Eldborgarhátíðina. „Stóra málið á okkar svæði verð- ur þessi mildi umferðarþungi. Um- ferðin hefur verið gífurleg í allt sumar og segja má að hver lielgi hafi verið eins og verslunarmanna- helgi. Við reiknum með að uinferð- in um umdæmið verði enn meiri um verslunarmannahelgina og allt öðruvísi. Þar sem fólki er stefnt á Stefán Skarphéðinsson Eldborg verður umferðarstrevTnið með öðru smiði og það skapast mikil hætta við vegamót Ólafsvík- urvegar og Vesturlandsvegar Settar verða upp hraðalækkanir þar til að hægja á umferðinni. Það liggur ljóst fyrir að umferðin þarna verður erf- ið og þung og það geta myndast raðir. Því verður við að biðja fólk að taka tillit til þess og gæta ítrastu varkárni,“ segir Stefán. Hann segir að fleiri verði á vakt en verið hefur áður og allt kapp verði lagt á að tryggja að umferðin gangi eins snuðrulaust og kostur er.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.