Skessuhorn

Issue

Skessuhorn - 23.08.2001, Page 1

Skessuhorn - 23.08.2001, Page 1
Eldur í Haraldi Böðvarssyni AK Fyrir mestu að ekld urðu slys á mönnum segir Haraldur Sturlaugsson Eldur kom upp í Haraldi Böðv- arssyni AK 12, ísfiskstogara HB h£, laust eítir klukkan hálfníu á þriðju- dagsmorgun. Togarinn var í slipp í bátaskýli Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur þar sem unnið var að því að endumýja stál á göflum og á millidekki yfir vélarrdmi. Bátaskýl- ið var opið í báða enda. Eldurinn kviknaði í netageymslu sem er staðsett neðanþilja á stjórnborða aftast í skipinu. Brunavarnir Suður- nesja og slökkviliðsmenn frá Kefla- víkurflugvelli fóm á vettvang og náðu þeir að ráða niðurlögum elds- ins fyrir hádegi. Mikill reykur hafði myndast í skýlinu og lagði hann yfir vinnusvæðið og Njarðvík og gerði það starfsmönnum slökkvi- liðsins erfitt fyrir. Iðnaðarmenn vom að störfum í skipinu þegar eldurinn kviknaði. „Sem betur fer urðu þó ekki slys á mönnum og það er fyrir mestu,“ segir Haraldur Sturlaugsson, fram- kvæmdastjóri Haraldar Böðvars- sonar hf. „Þeir komust ómeiddir út eftir að hafa reynt að slökkva eld- inn. Slökkviliðið í Reykjanesbæ var fljótt að vinna á eldinum og varð tjón því lítið þar sem eldurinn náði ekki að brjótast út úr þessu ein- angraða rými í skipinu.“ Skemmdir urðu af völdum reyks bæði í togaranum og í bátaskýlinu. Hugsanlegt er að neisti úr logsuðu- tækjum hafi kveikt eldinn. SÓK Hótel Búðir rísa Framkvæmdir við endurbygg- ingu Hótel Búða mun hefjast á næstu dögum og er áætlað að opna nýja hótelið vorið 2002. Samkvæmt heimildum Skessuhorns verður um nýtt útlit hótelsins að ræða auk þess sem staðsetningin verður ekki sú sama og var, en eins og kunnugt er Organisti og tónskáld Katalin Lörincz, organisti Akra- neskirkju, vann á dögunum til gull- verðlauna fýrir tónsmíðar sínar í al- þjóðlegri samkeppni. Verðlaunin fékk hún fyrir verk sitt ,Jósef‘ sem brunnu Hótel Búðir í lok febrúar- mánaðar þessa árs. Sumarið 1948 opnaði fyrst þar sumarhótel á veg- um Félags Snæfellinga og Hnapp- dæla í Sandholtshúsi, en núverandi eigandi lóðarinnar er Viktor Sveinsson sem hefur rekið hótelið frá 1994. smh er kirkjutónlist en keppendum var frjálst að senda inn hvernig tónverk sem er. Katalin hefur búið á Akra- nesi undanfarin sjö ár en fyrir þann tíma hatði hún atvinnu af því að ferðast um heiminn og leika á orgel. Henni líkar þó vel á Akranesi þar sem hún býr með fjölskyldu sinni og ætlar sér að búa þar áffam. Sjá við- tal við Katalin á bls. 6. Skólablað Átta síðna aukablað urn skóla á Vesturlandi fylgir Skessuhorni í dag. Þar er fjallað um skólastarfið ffamundan í flestum grunnskólum kjördæmisins auk F'jölbrautaskóla Vesturlands. Einnig er rætt við for- stöðumann Símenntunarmiðstöðv- ar Vesturlands um það helsta sem er á dagskrá vetrarins. Framtíðarskóli á Snæfellsnes? Sveitarfélög á Snæfellsnesi; Snæ- fellsbær, Eyrarsveit, Helgafellssveit og Stykkishólmsbær, vinna nú að hugmyndum um stofnun fram- haldsskóla á Snæfellsnesi. Að sögn Bjargar Agústsdóttur, sveitarstjóra í Grundarfirði og formanns nefndar sem unnið hefur að málinu, hefur verið leitað til Menntamálaráðu- neytisins með hugmyndirnar. Und- irtektir hafa verið jákvæðar. Málið er í frekari vinnslu nefndarinnar sem er í hugmyndavinnu um þessar mundir, m.a. hvað varðar samsetn- ingu námsskrár, fyrirkomulag skólastarfs o.fl. Björg segir að hugmyndin sé ekki sú að setja á laggirnar hefðbundinn, lítinn framhaldsskóla með því sniði sem menn þekkja á landsbyggðinni í dag, heldur verði t.d. gengið út frá því að fjarnám verði eðlilegur hluti starfsins og að kostir slíkrar tækni verði nýttir til fulls. Þannig verði hægt að nýta áfanga sem kenndir eru í öðrum skólum og bjóða nem- endum upp á breiðara val en ella. „Með slíkum skóla þyrftu nemend- ur á Snæfellsnesi ekki að slíta sig frá fjölskyldum sínum þegar kemur á framhaldsskólastig auk þess sem það er spennandi möguleiki að geta blandað saman námi úr skólum víðsvegar um landið en þurfa ekki að binda sig við staðbundnar skóla- stofnanir sem oft eiga í erfiðleikum með mönnun og að halda úti kennslugreinum,“ segir Björg. Gengið er út frá því í hugmyndum sveitarfélaganna að staðsetning skólans verði í Grundarfirði og er þá tekið mið af landfræðilegri hag- kvæmni miðað við heimanakstur nemenda í nágrannabyggðarlögun- um. Vonir standa til að niðurstaða liggi fýrir á haustmánuðum og ósk- ir heimamanna eru þær að skólinn geti hafið starfsemi haustið 2002. Síöasti hóndinn í Griiudarjiröi Uiííot í matrj&m, tiUuÁin Uefoalt 23. óífMit otf itcuuéa þuz þ*tutttwteyi o<f. tf^rt Ueltfitut. Tilboð: 199 kg. 99 kg. 299 kg. Agúrkur Gulrófur Gulrætur Hvítkál Kínakál T ómatar

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.