Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 ak£SálltlUb. Ekki byggt á næstu árum Nokkrar umræður hafa átt sér stað í bæjarstjóm Borgarbyggðar að undanförnu um hugsanlega stækkun íþróttahússins í Borgar- nesi. Að sögn Stefáns Kalmans- sonar bæjarstjóra er stækkun þó ekki á döfinni á næstu árum. „Það liggur fyrir að það þarf að gera endurbætur á húsinu eins og það er í dag, meðal annars á þakinu, og því var samþykkt við gerð nú- gildandi fjárhagsáætlunar að láta framkvæma nokkurs konar for- hönnun á nýju húsi eða viðbygg- ingu til að hægt væri að hafa það til hliðsjónar áður en ráðist yrði í endurbætur á núverandi húsi. Ef það gerist, sem maður vonar, að hér fjölgi að einhverju ráði á næstu fimm ámm, gætu skapast þær aðstæður að hér þyrfti nýtt íþróttahús og það er gott að vera búinn að gera sér grein fyrir hvernig það ætti að vera. Þannig að það má líta á þetta sem nokk- urs konar þarfagreiningu.“ GE Annasöm helgi Töluvert annasamt var hjá lögreglunni í Borgarnesi urn síð- ustu helgi, sér í lagi á laugardags- kvöld. Þurfti lögregla þá ítrekað að grípa inn í slagsmál en þó var um minniháttar pústra að ræða og engar alvarlegar líkamsmeið- ingar. Þá voru tveir handteknir, grunaðir um ölvun við akstur. GE Framkvæmdum við fjölbýlishús að ljúka Stillansamir utan d jjölbýlisbúsinu í Grundárfiröi veröa teknir niður á iiœstu dögum. Nú líður að því að framkvæmd- arfirði fari að ljúka. Er fjölbýlishús- um við eina fjölbýlishúsið í Grund- ið í eigu Eyrarsveitar og íbúðir þess leiguíbúðir í félagslega kerfinu en verulegar breytingar hafa verið gerðar á því síðustu vikur. Má þar nefha að húsið hefur verið klætt að utan með áli, nýir gluggar hafa ver- ið felldir inn í þá gömlu, byggt hef- ur verið yfir svalir á báðum hæðum og skipt hefur verið um vatnslagnir. Að sögn Eyþórs Björnssonar, starf- andi sveitarstjóra Eyrarsveitar, er verkið ekki mikið á eftir áætlun en kostaður framkvæmdanna nernur um 30 milljónum króna. Verktaki er Gráborg ehf. smh Attatíu þúsund bækur í Reykholt Unnið við að koma upp varaeintakasafni landsbókasafnsins Margrét Guðjónsdóttir, Gtslína Jensdóttir og Guðlaug Einarsdóttir. Frá því í sumar hefur verið unnið að því hörðum höndum að fylla gamla skólahúsið í Reykholti af bókum en í vor lauk vinnu við end- urbætur á húsinu. Þar verður langstærsta bókasafn Vesturlands og þótt víðar væri leitað en ólíkt flestum öðrum bókasöfnum verða bækurnar þar ekki til útláns. I Reykholti er nefnilega að verða til varaeintakasafn Landsbókasafnsins en þar verður geymt allt prentað efni sem gefið hefur verið út á ís- lensku, allt frá dagblöðum upp í heilu bókaflokkana. Varaeintakasafnið er hugsað sem nokkurs konar öryggisafrit af lands- bókasafninu í Reykjavík en stefnan er sú að dreifa áhættunni með því að hafa varaeintökin í öðrum lands- hluta. Slíkt fyrirkomulag þekkist víða erlendis en er nýjung hér á landi. Þrír starfsmenn vinna að því að skrá og ganga frá bókunum og öðr- um gögnum til geymslu ásamt því að sjá um forvörslu þar sem þess er þörf. Það eru þær Margrét Guð- jónsdóttir þjóðháttafræðingur, Gíslína Jensdóttir og Guðlaug Ein- arsdóttir. Þær stöllur segja vinnuna við að koma upp varaeintakasafninu vera mjög skemmtilega ekki síst vegna þess að um nokkurs konar frurn- kvöðulsstarf sé að ræða en sam- bærileg vinna hefur ekki áður verið unnin hér á landi. Alls verða um 80 þúsund bækur á safninu auk allra dagblaða, héraðsfréttablaða og tímarita sem komið hafa út á Islandi. Þá verður þar einnig geymt íslenskt efni á geisladiskum og myndsnældum. Stefnt er að því að vinnan við að koma safninu upp taki um 2 - 3 ár. GE MáJþing um búsetuskilyrði Fyrirhugað er að sveitarfélög- in í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu standi sameiginlega að málþingi um atvinnumál og búsetuskilyrði í Borgarfirði. Stefán Kalmansson bæjarstjóri Borgarbyggðar segir að undirbúningur sé á frumstigi en að öllum líkindum verði mál- þingið öðru hvoru megin við áramótin. Þá segir hann að efrir sé að taka ákvörðun um hvernig því verði fylgt eftir. GE Eldur í bíl við Hvalíjarðar- göngin Á miðvikudaginn í síðustu viku mátti litlu muna að illa færi þegar eldur kom upp í bíl við nyrðri enda Hvalfjarðarganganna. Starfsmaður gjaldskýlisins var við hefðbundin störf þegar hann sá í einni af mörgum öryggismynda- vélum í göngunum að reyk lagði frá bíl sem var að korna upp úr göngunum að norðanverðu. Skömrnu síðar fór eldur að loga undir bílnum og greip starfsmað- urinn slökkvitæki, stökk út úr skýlinu og stöðvaði bílinn. Skamma stund tók að slökkva eldinn. A heimasíðu Spalar lofar af- greiðslustjóri fyrirtækisins þessi skjótu viðbrögð starfsmanns gjaldskýlisins og sagði hann atvik- ið gott dæmi um hvernig gott eft- irlitskerfi ganganna hefði komið í veg fyrir alvarlegra óhapp. SOK AUGLÝSING www.holl.is AUGLÝSING Hóll er kominn í Borgames www.hoii. Franz Jezorski, Sólnin Káradóttir, Gestur Ellert Guðnason og Agiist Benediktsson fyrir utan Hekluhúsið við Vesturlandsveg en þar er umhoðsmaður Fasteignasölunnar Hóls til husa Fasteignasalan Hóll, sem er ein af umsvifamestu fasteignasölum landsins, hefur opnað umboðs- skrifstofu í Borgarnesi. Umboðs- maður þeirra er Gestur Ellert Guðnason og hefur hann aðsetur í Hekluhúsinu við Vesturlandsveg. Gestur er einnig umboðsmaður TM og Heklu á Vesturlandi. Að sögn Gests bindur hann miklar vonir um að Vestlendingar taki við sér og notfæri sér þjónust- una. „Við aðstoðum ekki einungis þá sem þurfa að selja eignir heldur einnig þá heimamenn sem vilja kaupa fasteignir hvar á landinu sem er. Einnig munum við aðstoða þá landeigendur sem vilja fara út í sumarbústaðalóðasölu. Við erum beintengd söluskrá Hóls í Reykja- vík, sem og öðrum umboðsskrif- stofum Hóls, þannig að hér getum við gefið upplýsingar um fjölda spennandi eigna sem eru til sölu hjá Hóli um allt land.“ Fasteigna- salan hefur, auk fjölda umboðs- manna um land allt, öflugan vef www.holl.is þar sem eignir eru settar inn ásamt myndum. Talið er að um 50.000 manns skoði vefinn árlega. „Við hvetjum alla þá sem hafa áhuga á að selja fsteignir eða bújarðir í Borgarbyggð og ná- grenni til að hafa samband og við munum aðstoða þá á allan mögu- legan hátt,“ segir Gestur sem jafn- framt er staðráðinn í því að öflugt net Fasteignasölunnar Hóls sé það sem koma skal. „Þetta er kraftmik- il fasteignasala sem vinnur ávallt af fagmennsku og trúnaði fyrir við- skiptavini sína.“ Franz Jezorski og Gestur Ellert Guðnason innsigla hér samkomulagið með handabandi. Meðal eigna á skrá hjá Hóli í Borgamesi Klettavík Berugata Höfðaholt Alltaf nýjar eignir á skrá. Hóll, Fasteignasala, www.holl.is Sólbakka 2-310 Borgames - Sími 437-2100 Veffang www.holl.is Fasteignasalan Hóll er einnig komin með umboðsmann í Búðardal, hann verður kynntur síðar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.