Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 7
ssiessiísiööjí FIMMTUDAGUR 11. OKTOBER 2001 7 Spama Nú hef ég fundið nýtt „hobby“ íyr- ir alla fjölskylduna. Við sameinumst öll við þá skemmtilegu iðju að spara. Þetta byrjaði allt saman nú á haust- dögum þegar ég var að drukkna í aug- lýsingabæklingum og bleðlum sem flæddu inn um blaðalúguna frá hinum og þessum samtökum sem voru boðin og búin að taka virkan þátt í uppeldi barnanna minna íyrir örlitla greiðslu. Þetta voru íþróttafélög, skátarnir, tónlistarskólar, jassballetskólar, enskuskólar, tölvuskólar og svo mætti lengi telja. Börnin háðu hetjuleg slagsmál í forstofunni um þessa bæk- linga og allt virtist þetta eitthvað sem þau máttu alls ekki missa af. Mér var tjáð að vinir þeirra væru í minnst þremur tómstundagreinum utan skóla og það væri algjör móðgun við þau, ef að enn einn veturinn liði við einungis eina tómstund per barn. Eg var greinilega á þessari stundu að bregðast hlutverki sem móðir þessara barna sem greinilega lifðu við aðhald og meinlæti miðað við jafnaldra þeirra. Hvers á maður að gjalda sem foreldri? Kröfur barnanna verða meiri og meiri með árunurn og ég reyni auðvitað eftir fremsta megni sem fýrirmyndar harðstjóri að kæfa allar fyrirferðarmiklar og dýrar óskir í fæðingu. En börnin mín eru á því stigi að þau vilja gleypa allan heiminn og vera akkúrat spegilmynd vina sinna. Stærsta vandamálið þeirra er bara að þau eiga mig sem móður og ég er alveg ákveðin í að sýna gott for- dæmi og ala börnin mín upp við þá vitneskju að peningarnir vaxi ekki á trjánum. Stundum finnst mér eins og ég sé eini núlifandi íslendingurinn sem hafi áhyggjur af komandi tíð hvað efnahagsmál landsins snertir. Vinkonum mínum í saumaklúbbnum finnst þetta ógurleg „histería“ í mér og segja mér að slaka á, því það séu aðrir sem eigi að taka þessar byrðar á herðar sér. En það er nefnilega meinið, ég er haldin þeirri firru að þetta geti engin nema ég. Þær segja mér að njóta lífsins og samkvæmt uppskriftum vinkvenna minna felst lífsnautnin í að rjúka út í búð og kaupa það sem hugurinn girnist, borga svo með Visa og hafa ekki á- hyggjur af skuldadögum. Þeir koma og fara. En nú voru góð ráð dýr og þess vegna boðaði ég til fjölskyldufundar. Eg hengdi virðulega auglýsingu upp í anddyri hússins þar sem ég bað alla fjölskyldumeðlimi um að mæta á þennan fund og vera þá með á hreinu óskir sínar um tómstundaiðkanir vetrarins. Ég að sjálfsögðu undirbjó mig mjög vel fyrir þennan fund og gerði ýmsa kostnaðarútreikninga sem ég ætlaði svo að leggja fýrir fundinn. Eg jafnframt lagði á mig mikla rannsóknarvinnu og fór í vettvangs- ferð til nágranna míns, sem ég tel að hafi gífurlega reynslu í þessum efnum þ.e.a.s. um gildi tómstunda í uppeldi barnanna og kostnaðinn í kringum hann. Og viti menn það var ná- granni minn sem kom mér á sporið. Hann benti mér á að það væri töff að spara. Öll mín vandamál voru leyst. Nú þyrfti ég bara að koma krökkun- um í skilning um að efnahagsstefna heimilisins okkar væri töff. Svo kom að fundinum. Hátíðlegri stund höfðum við ekki átt í stofunni síðan á jólunum. Eg bað börnin og eiginmanninn um að sitja hljóð og hlusta á mig. Eg þrumaði yfir þeim um gildi fjölskyldunnar, mikilvægi þess að þau ástunduðu skólann, um hvaðan peningarnir koma, hvert þeir færu, ég talaði við þau um ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar, útskýrði fyrir þeim hugtökin verðbólga, kreppa og viðskiptahalli og svo mætti lengi telja. Eg var ekkert smá ánægð með sjálfa mig. Ef ráðamenn þjóðar- innar næðu þessum tökum sem ég greinilega hafði þetta kvöld inni í stofu hjá mér þá væru hlutirnir í land- inu örugglega í betra horfi. Ég benti þeim á að það kostaði að lifa og á harðnandi tímum yrði maður að draga saman í útgjöldum og þar lagði ég fram þessa líka frábæru kostnaðar- verðútreikninga á einum Cheerios disk „versus“ einum disk af hafra- graut. Munurinn var að minnsta kosti sjáanlegur hvað hafragrauturinn var ódýrari. Eg sagði þeim að ég væri alveg tilbúin í að gefa eftir þetta með tómstundirnar ef þau gæfu eitt- hvað eftir á móti. Svona yrði maður bara að hugsa á þeim tímum þegar hertist á sultarólinni. Eg leit yfir hópinn sigri hrósandi, börnin voru óttaslegin með augu á stærð við und- irskálar en eiginmaðurinn sat drjúgur með sig og glotti. Eg gaf orðið laust. Sonurinn elst- ur og frumkvöðullinn leit á mig með óttablandinni virðingu og spurði mig hvað hefði komið fyrir inig? Erum við fátæk? Þurfum við að spara? Af- hverju ertu orðin svona ömurlega nísk? Eldri dóttirin spurði hvað hún ætti að borða í staðinn fyrir súkkulaðikex, ef hún ætti að fara að borða hafragraut í staðinn fyrir Cheerios og hvort við myndum aldrei versla í Smáralindinni. Yngri dóttir- in spurði hvort við gætum ekki bara búið sjálf til Cheeriosið. Ég útskýrði fyrir englunum þremur að við værum alls ekki fátæk en ég hefði ákveðið að spara og þar með yrði ég nísk í leiðinni á hluti sem mér fyndist ekki vera nauðsynlegir. Við myndum örugglega heiðra Smáralindina með nærveru okkar og þetta væru nú ekki endalokin og lífið héldi áfram. Eg útskýrði fyrir þeirri yngstu að þó ég væri öll af vilja gerð með landbúnaðarframleiðslu þá ætl- aði ég að láta mér nægja að hafa rabbarbara úti í garði. Þar með hafði fjölskyldan sameinast í einu áhuga- máli að spara. Nokkrum dögum seinna kom ég að eiginmanninum inni á baði þar sem hann stóð með flösku af naglalakki í höndunum sem ég var nýbúin að kaupa mér. Hann leit á mig og spurði mig sposkur hvernig mér gengi að spara. Eg fór í vörn, vissi upp á mig sökina en sagði honum að ég ætlaði ekki að hætta að vera kona þó ég væri að spara og ég keypti nú sjaldan naglalakk. Hann lagði frá sér lakkið og sagðist síður en svo vera að ásaka mig fýrir að vilja halda kven- leikanum á þessum óhræsis sparnað- artímum en hann vildi bara benda mér á að lítraverðið á þessu lakki væri rúmar 60.000 krónur. Við fögnum vetri, viku fyrr, laugardaginn 20. október 2001 meö hljómsveit Geirmundar á Hótel Borgarnesi frá kl 23.00 - 03.00 Matur og ball kr. 4.400,- Miöaverö kr. 1.800,- Snyrtilegur klæönaöur Aldurstakmark 18 ár ðUV. FORÍSel^arSC>Pa 9"saWySum^öf'un' >asósu fyWtur ratiner Dragiö nú fram tangótútturnar og styrkið gott málefni Allur ágóbi rennur til líknarmála og 9r Van'"°'S ^lhindben W\uís ^^^^pnaterta et>a ibisósu Tilkynnib þátttöku á Hótel Borgarnesi í síma: 437-1119 fyrir fimmtudaginn 18. október 2001 Lionsklúbburinn (Agia

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.