Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 9
onjcsautlui.- FIMMTUDAGUR 11. OKTOBER 2001 9 Gámaþjónustan óskar eftir svæði Gámaþjónusta Akraness hefur svæðið austan við Höfðasel 15 til var síðasta fimmtudag, en óskaði skrifað bæjarráði bæjarins bréf þar afnota. Bæjarráð tók ekki afstöðu til eftir umsögn bygginga- og skipu- sem óskað er eftir því að fá land- málsins á fundi sínum sem haldinn lagsfulltrúa á erindinu. SOK Hvalfj arðargöng SlNyRTÍVÖRUR FrÍ kENNSÍA Framtíð ylræktunar á grænmeti rædd í Logalandi Föstudaginn 5. október s.l. hélt Garðyrkjubændafélag Borgarfjarð- ar opinn félagsfund um stöðu yl- ræktunar á grænmeti á Islandi í dag. Síðan samkeppnisstofnun kvað upp úrskurð sinn í vor hafa margir garðyrkjubændur verið í óvissu um komandi framtíð. Fékk félagið því til liðs við sig nokkra af þeim inönnum sem hafa verið að vinna með mál garðyrkju- manna, eða þá Kjartan Olafsson formann Sambands Garðyrkju- manna og nýkjörinn þingmann Suðurlands, Sigurgeir Þorgeirsson frá Bændasamtökum Islands og Georg Ottósson stjórnarformann Sölufélags Garðyrkjumanna. Kjartan skýrði frá vinnu Græn- metisnefndar en ekki er enn kom- in niðurstaða úr þeirri vinnu. Standa vonir til að eitthvað verði sú vinna farin að skýrast þegar haustfundur Sölufélags Garð- yrkjumanna verður haldinn. Sigurgeir svaraði þeim spurn- ingum bændanna sem snúa að Bændafélagi Islands og tók þátt í almennum umræðum sem spunn- ust út frá stöðu okkar í dag og hver framtíðin gæti orðið. Að lokum tók Georg Ottósson til máls og fjallaði einna helst um hvernig dreifingu yrði háttað á næsta ári Fundur Garðyrkjubœndafélags Borgarfjardar í Lögalandi á fóstudagimi var ágætlega sóttur. því að eftir úrskurð samkeppnis- stofnunnar er Ijóst að einungis er leyfilegt að halda óbreyttu ástandi fram að næstu áramótum. Margt athyglisvert kom fram í máli framsögumanna og bændanna sjálfra, m.a. ýmislegt um það hvernig framtíðin muni líta út fyr- ir garðyrkjubændur. Ljóst er að sumar greinar ylræktar eiga undir högg að sækja á markaði í dag þrátt fyrir eindreginn vilja manna til að framleiða íslenskar gæðavörur. Einna mest kom á óvart að í ljós hefur komið samkvæmt upplýsing- um Sambands Garðyrkjumanna að bændur fá einungis að meðaltali um 43 % af markaðsvirði sinna af- urða. smh Fram- kvæmdar- leyfi fyrir Amarstapa- höfti Nú hefur Náttúruvernd ríkis- ins endanlega gengið frá sam- komulagi við Snæfellsbæ vegna framkvæmda við lengingu grjót- garðsins á Arnarstapa um 35 metra. Að sögn Björns Arnalds- sonar, hafnarstjóra, verður skrif- að undir samning í dag við verk- takann Stafnafell ehf. og munu framkvæmdir heíjast fljótlega í kjölfarið. Námuvinnsla vegna framkvæmdanna verður á Mal- arrifi en verklok eru áætluð í lok febrúar á næsta ári. smh EKKIMISSAAF N°7 Engir lausir lyklar Starfsmenn gjaldskýlis Hval- fjarðarganganna fóru af stað með átak á mánudag og þriðjudag sem miðaðist að því að stemma stigu gegn lausum veglyklum í bílum sem leið áttu um göngin. Að því er fram kemur á heima- síðu Spalar ehf. hefur nokkuð bor- ið á því að eigendur bíla festi ekki veglykla sína innan á framrúðuna eins og kveðið er á um í áskriftar- samningi. Þar segir að mikilvægt sér að rafeindatækin liggi ekki laus í bílunum þar sem þau séu við- kvæm og geti orðið fyrir hnjaski og skemmdum í kjölfarið. Lykill- inn er í eigu Spalar og er áskrif- andi ábyrgur fýrir veglykli sem hann fær aflientan. SÓK ] Mikill AfslAnuR oq kAupAuki FösTud. 1 2. obóbER kl. 14-18 G BORGARNESS APÓTEK Leiðancti í lágu lyfjaverði á Vesturlanái Borgarbraut 58-60 - Borgarnesi - Sím{ 437 1 168 - Bakvakt - 437 1180 - www.borgarlyf.is Nýr vefur um Kristnihald undir Jökli 125 nemendur sán verkið í Borgarleikhúsinu I Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi var nýlega opnaður vef- ur um skáldsögu Halldórs Lax- ness, Kristnihald undir Jökli. Urn 70 nemendur á Akranesi og 7 í framhaldsdeildinni í Stykkis- hólmi tóku þátt í að vinna efhi á vefinn en um útlit, hönnun, verk- stjórn og vefsíðugerð sá Harpa Hreinsdóttir sem er íslensku- kennari við skólann. Efnið er unnið af nemendum í ISL 103 og ISL 203 sem eru áfangar í ís- lensku sem kenndir eru við FVA en slóðin á síðuna er: http://www.fva.is/harpa/kristni- hald/. Nemendur í þessunt á- föngum lásu bókina í upphafi annarinnar og fóru 125 þeirra að sjá leikgerð sögunnar í Borgar- leikltúsinu sl. fimmtudag. Að lokinni leiksýningu gafst nemendum kostur á viðræðum við helstu aðstandendur sýning- arinnar. SOK Vandaðar bílskúrs- 09 Aflrásarhurðirnar eru sérlega vandaðar. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Hurðirnar eru úr galvaniseruðu stáli og litaðar með plastisol og polyester. Aflrásarhurðirnar eru mjög vel einangraðar og eru fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Borgarbraut 74 310 Borgarnes Sími:437 1000 Fax:437 1819 virnet@virnet.is www.virnet.is A. 1 /AFLRAS - Bæjarflöt 7 *112 Reykjavík sími: 587 8088 *fax: 587 8087 Netfang: aflras@vortex.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.