Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR 11. OKTOBER 2001
jivtasinu^
WWW.SKESSUHORN.IS
Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040
Fox: 431 5041
Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222
Skrifstofur blaðsins eru OPNAR KL. 9- 16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040
Ritstjóri og óbm: Gisli Einarsson 892 4098 ritstjori@skessuhorn.is
Blaðamenn: Sigrún Kristjónsd., Akranesi 862 1310 sigrun@skessuhorn.is
Sigurður Múr, Snæfellsn. 865 9589 smh@skessuhorn.is
Auglýsingar: Hjörtur J. Hjarlarson 864 3228 hjortur@skessuhorn.is
Prófarkalestur: Sigrún Ósk Kristjónsdóttir
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir ougl@skessuhorn.is
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf
Skessuhorn kemur út alla fimmtudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl.
14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss
tímanlega.
Blaðiö er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. á mánuði en krónur 750 sé greitt með
greiðslukorti. Verð í lausasölu er 250 kr.
431 5040
Hvis du ikke
kanvinde
Engum blöðum er um að fletta hver hefur verið mesta
smán okkar Islendinga í 34 ár. Að sjálfsögðu fjórtántvö
tapið gegn Dönum í knattspyrnu. Það er einmitt ástæðan
fyrir því að ég hef allt mitt líf gengið dálítið hokinn.
Fjórtántvö er okkar brennimerki, okkar gyðingastjarna og
hvar sem við förum meðal annarra þjóða leynir það sér ekki
að það vorum við sem lutum svo gjörsamlega í gras fyrir
Dönum að grasið hefur aldrei vaxið aftur á þessum bletti.
Frá fæðingu hef ég alið í brjósti mér þá von að ein-
hverntíma myndi okkar tími koma og stund hefndarinnar
runnið upp og ég geti loks farið að ganga uppréttur. Eg hef
kannski ekki verið sannfærður um það en vongóður og í
hvert sinn sem við mætum Dönum á knattspyrnuvellinum
leyfi ég mér að óska þess að núna sé stundin runnin upp.
Eg hef allavega verið alveg öruggur um að ósköpin myndu
ekki endurtaka sig.
Kannski finnst sumum sexnúll ekki mikið miðað við
fjórtántvö en uppfært á núvirði með tilliti til vinstri-
fótarvísitölu og nastakk þá er sexnúll ekkert betra en
fjórtántvö, nema síður sé. Skömmin er uppfærð og
endurnýjuð og hvert sem maður snýr sér heyrir maður
danskan hlátur óma í eyrum sér eins og það er nú
skemmtilegt áheyrnar. Niðurlægingin er þvílík að maður
getur ekki einu sinni látið sjá sig í Kristjaníu eða Ystugötu
næstu mánuðina.
Þessi hroðalegu hryðjuverk á knattspyrnuvellinum kalla
vissulega á róttækar aðgerðir. Að sjálfsögðu hlýtur
landsliðsþjálfarinn að segja af sér innan viku og taka út sína
refsingu með samfélagsþjónustu, t.d. dönskukennslu í
grunnskólum en það er alls ekki nóg. Það þvær ekki af
okkur þennan smánarblett. Það verður að byrgja markið
áður en Baunarnir bauna á okkur næst. Þá kemur til hið
fornkveðna: “If you can't beat them, (sem er nú nokkuð
útséð með) then join them” eða öllu heldur: “Hvis du ikke
kan vinde dem sá forene med dem.”
Það er því ekki eftir neinu að bíða að við afsölum okkur
sjálfstæði, eða því sem eftir er þ.e.a.s. og skundum hið
snarasta á fund Margrétar Þórhildar Friðriksdóttur og
beyðumst náðarsamlegast inngöngu í hennar sveitarfélag.
Ef við hittum vel á hana getum við hugsanlega fengið það
inn í samninginn að við fáum að leggja til einn
landsliðsmann í danska knattspyrnulandsliðið. Til að halda
í gamlar hefðir og viðhalda lýðræðislegri vellíðan mætti
síðan kjósa hann í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Gidsl Ejnarsson, redaktr av ugebladet Troldhjomet
Iþróttahúsið við Vestur-
götu fær andhtslyftingu
Viðgerðir á norðurhlið íþrótta-
hússins við Vesturgötu standa nú
yfir en framkvæmdir við lagfæringar
hússins hafa staðið yfir í sumar. A-
ætlað er að framkvæmdimar á hlið
byggingarinnar, sem kosta um 12
milljónir króna, ljúki um næstu
mánaðamót.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær
aðrar viðgerðir á húsinu verða en
ljóst þykir að um dýrar framkvæmd-
ir er að ræða.
Hörður Jóhannesson, rekstrar-
stjóri íþróttahússins og Bjamalaug-
ar, segir að töluvert hafi vantað upp
á að nauðsynlegt viðhald á húsinu
hafi farið fram. „Það kostar mikið að
gera við húsið og því hafa viðgerð-
irnar verið gerðar í áföngum. Það lá
kannski mest á að gert yrði við
norðurhliðina þar sem gmnur lék á
þar væri uppspretta leka sem við
urðum varir við.“ Auk yfirstandandi
viðgerða verður bflaplanið við hús-
ið malbikað þegar vinnupallarnir
hafa verið fjarlægðir. HJH
Bumbur barðar
Onæðifrá rúntinum
Töluverðar umræður hafa verið
á umfræðuvef Akraneskaupstaðar
að undanförnu um umferð um
Kirkjubrautina. Mikið hefur verið
kvartað um jarðskjálftaáhrif vegna
þungaflutninga eftir götunni og
einnig vegna hávaða frá rúntinum
svokallaða. Björn S. Lárusson á
Kaffi 15 komst þannig að orði um
„stóra rúntmálið“. Ohugnarlegar
drunur heyrast í fjarska eins og ver-
ið sé að berja stórar bumbur í
myrkviðum Afríku. Hljóðið kemur
nær og nær og verður eins og takt-
fastar sprengingar. Óttaslegnir íbú-
ar og vegfarendur á Kirkjubraut /
Skólabraut líta hver á annan. Mað-
ur ímyndar sér að hvað úr hverju
hlaupi hálfnaktir svertingjar með
bumburnar og spjót eftir götunni
eða að verið sé að kasta sprengjum
á allt kvikt í götunni. Hljóðið er
orðið ærandi svo undir tekur í göt-
unni og það glamrar í búsáhöldum
í hillum. - En, eftir götunni kemur
lítill japanskur bíll - troðfullur af
hátölurum á snigilshraða og farþegi
og ökumaður vita hvorki í þennan
heim né annan þar sem þeir sitja í
miðjum sprengjulátunum. Hljóðið
fjarlægist og verður ems og lágvær
sprengjugnýr í Balkanskaga - þar til
hann magnast á ný þegar litla jap-
anska bflnum er snúið við á enda
götunnar...“
GE
Samningsdrög að
yatnsútflutningi
Eins og Skessuhorn hefur greint
frá stendur til að reisa vatnsverk-
smiðju á Rifi með vatnsútflutning
til Bandaríkjanna og Bretlands í
huga. A fundi bæjarstjórnar Snæ-
fellsbæjar þann 3. október sl. var
bréf frá Birni I. Stefánssyni tekið
fyrir en þar eru samningsdrög út-
flutningsaðila og Snæfellsbæjar
varðandi fyrirhugaðan vatnsút-
flutning og lóðasamning sett fram.
Var bæjarstjóra, í samvinnu við lög-
mann bæjarins, falið að fara yfir
samningsdrögin og skila skýrslu
um þau á næsta fund bæjarstjórnar.
smh
Leitað að loðnu
Skip HB hf., Víkingur AK, leit-
aði í síðustu viku að loðnu á stóru
svæði út af Vestfjörðum og austur
með Norðurlandi. Víða sást spark
og samkvæmt upplýsingum á
heimasíðu HB hf. taldi Viðar
Karlsson, skipstjóri, að talsvert
magn af loðnu væri á ferðinni.
Loðnan var þó hvergi í þéttum
torfúm og því ekki veiðanleg. Hita-
stig sjávar virtist ekki nógu lágt til
þess að hún þétti sig. Togarar á
Vestfjarðamiðum fóru þó að verða
varir við loðnu í þéttari torfum ný-
verið og er því ekki útilokað að
loðna fari að veiðast.
Annað skip HB hf., Sturlaugur
H. Böðvarsson AK, landaði í síð-
ustu viku rúmum 90 tonnum af ís-
uðum fiski. Þar af rúmum 40 tonn-
um af þorski, 40 tonnum af karfa
oglOafufsa. SÓK
Magnús í starf
markaðsfulltrúa
Magnús Magnússon rekstrar-
fræðingur hefur verið ráðinn í
starf markaðsfulltrúa Akranes-
kaupstaðar á meðan Rakel Ósk-
arsdóttir, sem gegnt hefur starf-
inu undanfarna sex mánuði, er í
barnseignarfríi. Magnús, sem
einnig er framkvæmdastjóri Is-
lenskrar upplýsingatækni, kemur
til með að vera í hálfu stöðugildi
á meðan hann leysir Rakel af.
Fastir viðverutímar hans á skrif-
stofu Akraneskaupstaðar eru á
þriðjudögum og fimmtudögum,
en þeir sem þurfa að ná í mark-
aðsfulltrúann utan þess tíma er
bent á að hringja í síma 894
Viðbótarlán á næsta ári
Sóttum
sextíu
milljónir
Bæjarráð Akraness samþykkti á
síðasta fundi sínum að heimila
húsnæðisnefnd að ráðstafa mót-
firamlagi vegna 4 milljóna króna
viðbótarláns og að sækja um 60
milljónir króna í viðbótarlán á
næsta ári, en á fúndinum var tek-
ið fyrir bréf félagsmálastjóra sem
óskaði efdr afstöðu bæjarráðs til
þess hvort sótt yrði um aukaút-
hlutun viðbótarlána fyrir næsta ár.
Eiríkur
hafnarvörður
Hafnarstjórn Akraness sam-
þykkti á síðasta fúndi sínum að
ráða Eirík Jónsson í stöðu hafnar-
varðar bæjarins. Alls bárust þrjár
umsóknir um stöðuna, en hinar
tvær voru frá þeim Valentínusi Ó-
lafssyni og Birgi Sveinssyni. SOK
Björgunaræfing
á Snæfellsnesi
Laugardaginn 13. október n.k.
verður haldin mjög umfangsmikil
björgunaræfing á Snæfellsnesi.
Um er að ræða landsæfingu
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
en í henni taka þátt björgunar-
sveitir frá öllum landshlutum auk
fjölda annarra viðbragðsaðila svo
sem lögreglu, slökkviliðs, heil-
brigðisstarfsmanna, Landhelgis-
gæslu og varnarliðiðsins á Kefla-
víkurflugvelli.
Margskonar krefjandi verkefni
verða þreytt á æfingunni, jafnt í
lofti, á láði sem á legi og er þetta
einn umfangsmesti viðburður á
sviði björgunarmála á þessu ári.
Áædað er að á fimmta hundrað
manns komi að æfingunni.
Klukkan 10:00 þennan sama
dag verða þjálfunarbúðir Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar að
Gufúskálum vígðar af Sturlu
Böðvarssyni samgönguráðherra.
GE