Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 5
jatsaumi... FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 5 Verðlaunahafamir ásamt Georgi Janussyni (lengst til hægri) formanni umhverfisnefidar. Mynd: HJH Umhverfisverðlaun Akraness Umhverfisnefnd Akraneskaup- staðar veitti sínar árlegu umhverfis- viðurkenningar síðastliðinn mánu- dag og fór athöfnin fram í listasetr- inu Kirkjuhvoli. Fyrir vel hirta og snyrtilega fjöl- býlishúsalóð fékk viðurkenningu Hjarðarholt 8 en eigendur eru Guðrún Sesselja Guðjónsdótir, Elí- as Jóhannesson, Dröfn Einarsdótt- ir, Hreggviður Karl Elíasson, Þór- unn Jóhannesdóttir og Haraldur Valtýr Magnússson. Fyrir einbýlis- eða raðhúsalóð fékk viðurkenningu Höfðagrund 6 en eigandi er Eirík- ur Jenssen. Snyrtilegasta íyrirtækja- lóðin var valin lóð Vignis Jónssonar hf. á Smiðjuvöllum 4. Einnig var veitt viðurkenning þeim aðila sem þykir hafa sýnt gott fordæmi í umhverfismálum. Þau hlaut Katrín Leifsdóttir sem m.a. heíúr tekið þátt í verkefninu vist- vernd í verki og virkjað nemendur í Grundaskóla í jarðgerð í tengslum við heimilisfræði. GE m - hvað sem á gengur ,\Ð VIRKA o Verið velkomin ! BYGGIIMGAUÖRURJ Borqamesi\ e motion er piastparket af bestu gerð sem fæst bæði límt eða smellt. Það er unnið úr pressuðum viðartrefjum og er með níðsterka plastvörn. Fæst nú í fjölbreyttu útrvali lita og mynstra og mörgum gæðaflokkum. I tilefni af útkomu nýs bæklings frá e motion bjóðum við nokkrar gerðir á sérstöku verði í október. Nýr bækiingurl Kíktu til okkar og skoöaðu úrvalið eða hringdu og fáðu sendan bækling um e motion plastparketið 31 smellt 1.490 stgr. 1 m2 stgr. Þið englárcalheimsins Viltu fá að vita meira um sjálfan þig? Ertu á tímamótum í lífinu en vantar kjark og stuðning? Veitum ráðgjöf í gegnum síma: Guðrún Helga, miðill, sími 908 6080 Mínerva, talnaspekingur, sími 905 2510 Málþing íSnorrastofu laugardaginn 13. október n.k.: Til heiðurs og hugbótar Hlutverk trúarkvæða á fyrri tíð A málþinginu verður sjónum einkum beint að því umhverfi sem trúarkvæði á fyrri tíð spruttu úr og hlutverki þeirra í trúarlífi og samfélagi. Fjallað verður um trúarkveðskap allt frá Geisla Einars Skúlasonar til kvæða Hallgríms Péturssonar. Fyrirlesarar verða Martin Chase, Gunnar F. Guðmundsson, Sverrir Tómasson, Margaret Cormack, Guðrún Nordal, Einar Sigurbjörnsson, Kristján Valur Ingólfsson, Margrét Eggertsdóttir. Stjórnendur dagskrár verða Svanhildur Óskarsdóttir og Anna Guðmundsdóttir. Málþingið hefst kl. 10 og lýkur um kl. 17.30. Það er öllum opið. ___________ Borgarfjarðar- biwrraðtafa prófastsdæmi Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi Hvanneyrar í Borgarfjarðarsveit Hreppsnefnd Borgarfjarðarsveitar auglýsir hér meb tillögu að deiliskipulagi Hvanneyrar samkvæmt 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 1997. Tillagan nær til núverandi og fyrirhugaðrar byggðar á Hvanneyri til ársins 2016 skv. áætlun sem lýst er í greinargerð með skipulaginu. Deiliskipulagstillagan verður til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins í Reykholti, á skrifstofu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík frá og með 11. október til 9. nóvember 2001. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna. Frestur til að skila athugasemdum rennur út 23. nóvember 2001. Athugasemdir þurfa aö vera skriflegar og berast fyrir tilskilinn tíma. Þeim má skila á skrifstofu Borgarfjarðarsveitar, pósthólf 60. 320 Reykholt. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Reykholt 20. september 2001 Sveitarstjóri Borgarfjaröarsveitar Þórunn Gestsdóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.