Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 19
1 jntsatnu.- FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 19 ÍÞRÖTTIR - ÍÞRÖTTIR - fÞRÖTTIR - ÍÞRÖTTIR - IÞRÖTTIR - ÍÞRÖTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - IÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÖTTIR Landsliösmenn frá Akranesi Skagamennimir Garöar Berg- mann Gunnlaugsson og Páll Gísli Jónsson héldu lil Tékklands meö U-19 ára landsliði íslands, að- faranótt sunnudags, en þar spilar liöiö í fjögurra liða riöli í und- ankeppni Evrópumótsins. í ferð- inni, sem stendur yfir í viku, spil- ar íslenska liöiö við Tékkland, Andorra og Úkraínu. Sigurvegar- ar riöilsins vinna sér inn þátttöku- rétt í lokakeppni EM. Á þriðjudag- inn fór fram fyrsti leikur liösins og voru þeir Garðar og Páll báðir í byrjunarliðinu. Leikiö var gegn Tékkum og lauk leiknum með jafntefli, 2-2, eftir að staðan hafði verið 2-0 Tékkum í vil. FH-ingur- inn Hannes Sigurðsson skoraði bæði mörk liðsins. Næsti leikur íslenska liðsins er ( dag gegn Andorra og síðasti leikurinn er svo á laugardaginn. HJH Páll Gísli Jónsson Hið árlega Sparisjóðshlaup UMSB var haldið síðastliðinn laug- ardag í Borgarnesi. Hlaupið er sveitakeppni og mættu fjórar sveit- ir til leiks að þessu sinni, tvær skip- aðar heimamönnum: Sveit Umf. íslendings og sveit Skallagríms en tvær að sunnan: frá Námsflokkum Reykjavíkur og Flugleiðum. Það var Flugleiðasveitin sem sigraði en bikarinn féll hinsvegar í skaut sveitar íslendings þar sem hann er veittur þeirri sveit UMSB sem nær bestum árangri. Molar - Molar Á uppskeruhátíö sem haldin var á skemmtistaönum Breiðinni sl. laug- ardag voru auk „heföbundinna“ verðlauna voru veittar viðurkenning- ar fyrir ieikjafjöida. Unnar Valgeirs- son, Ólafur Þór Gunnarsson og Sig- urður Sigursteinsson fengu viður- kenningu fyrir 100 leiki, Haraldur V. Hinriksson og Kári Steinn Reynisson fyrir 250 leiki og Sturlaugur Haralds- son fékk viöurkenningu fyrir 300 leiki fyrir ÍA. Að lokum var Ólafur Þórðar- son heiöraður fyrir að hafa spilað sinn 350sta leik í sumar. Bæjarráð Akraness samþykkti til- lögu þess efnis að veita Knatt- spyrnufélagi ÍA styrk að upphæð 450.000 kr. vegna glæsilegs árang- urs liðsins í sumar. Sveinn Kristins- son, forseti bæjarstjórnar, afhenti Gunnari Sigurðssyni, formanni rekstrarfélags ÍA. styrkinn á upp- skeruhátíð félagsins á laugardag- inn. Aðaisteinn Víglundsson, sem gegndi hlutverki aðstoðarþjálfara ÍA, mun aö öllum líkindum ekki aöstoöa Ólaf Þórðarsona næsta sumar. Að- alsteinn er í viðræöum við Fylki um að taka viö þjálfun iiðsins. Ekki var Ijóst þegar blaðið fór i prentun til hvers þær viðræður höfðu leitt. Ekki var rétt greint frá í síðasta tölu- blaði Skessuhorns þegar sagt var frá þjálfaramálum Þorláks Árnasonar. Sagt var að Þorlákur hefði verið bú- inn aö skrifa undir nýjan þriggja ára samning við ÍA en hefði síðan nokkrum vikum síöar skrifað undir samning viö Valsmenn. Hið rétta er að Þorlákur átti eitt ár eftir af samn- ingi sínum við ÍA en forráðamenn ÍA og Þorlákur komust aö samkomulagi um að leysa Þorlák undan þeim samningi til aö hann gæti tekið viö þjálfun meistaraflokks Vais. Hlutað- eigendur eru beðnir veiviröingar á þessum mistökum. HJH Frá Bridgefélagi Borgarness Vetrarstarfið er hafið. Spilað verður í mótel Venus á miðvikudagskvöldum kl.19.30. Fimm til sex kvölda tví- menningur hefst 17.október. Allir þeir sem hafa áhuga á bridge- spilamennsku eru hvattir til að vera meö. (Fréttatilkynning) Boltadagur á Skaganum Síðastliðinn föstudag stóð Búnaðarbankinn á Akranesi fyrir sérstökum boltadegi í samvinnu við Knattspyrnufé- lag ÍA. Nýkrýndir íslands- meistarar ÍA grilluðu pylsur ofan í fjöldann og gáfu eigin- handaráritanir. Þá var haldin sérstök skothörkukeppni þar sem ungum og upprennandi knattspyrnumönnum var gef- inn kostur á skjóta á Ólaf Þór Gunnarsson markvörð ÍA en keppnin fólst ekki í að skora sem flest mörk heldur að skjóta sem fastast en lögregl- an á Akranesi mældi hrað- ann á boltanum með radar. EPSON deildin í körfubolta FIMMTUDAGINN 11. október kl. 20.00 í iþróttamiðstöðinni í Borgarnesi Velkomin ð fyrsta heimaleik deildarinnar Mœtum öll! Klappstýrur og lœti! Áfram Skallagrímur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.