Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 11.10.2001, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. OKTOBER 2001 ún£33ltlu>J: Er eitt álidegasta svæði á landinu að sóa tækifærum? spyr Gísli Gíslason bæjarstjóri Akraness og segir þröngsýni og hrepparíg á svæöinu kringum Grundartanga hefta framfarir á sunnanveröu Vesturlandi Gísli Gíslason, bæjarstjóri. Mynd KK. Á síðustu áram hefur svæðið norðan Hvalfjarðar verið mikið í fréttum vegna uppbyggingar og framkvæmda. Nýtt álver og Hval- fjarðargöng hafa gert svæðið eftir- sóknarvert og víða um land horfa menn til þeirrar grósku sem á svæð- inu er burtséð frá mismunandi skoðunum á stóriðju. Flestir virðast sammála um að svæðið hafi mikla möguleika á að dafna enn frekar og áhrifin frá þeirri þenslu sem þar eru hafa náð um mest allt Vesturland og út fyrir það. Hinsvegar hefur gætt nokkurrar togstreitu milli sveitarfé- laganna tveggja sem hýsa stóriðjuna á Grundartanga og nágrannasveit- arfélaganna. M.a. hafa Skagamenn talið sig eiga tilkall til að njóta frek- ar ávaxtanna af Grundartangasvæð- inu á þeim forsendum að þar sé til staðar öll sú þjónusta sem stóriðju- svæðið þurfi á að halda. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni hafa Skagamenn ítrek- að óskað eftir sameiningarviðræð- um við sveitarfélögin sunnan Skarðsheiðar en fram til þessa hefur sá áhugi verið einhliða. Samt sem áður er umræðan alltaf til staðar og til að kanna hvort einhverjar blikur væru á lofti ræddi Skessuhorn við Gísla Gíslason bæjarstjóra Akraness sem aldrei hefur legið á skoðun sinni um sameiningu. „Ef íbúar á svæðinu norðan Hvalfjarðar hafa áhuga á því að nýta sér þau tækifæri sem blasa við er ljóst að breyta þarf hugsunarhætti og stefnu þeirra sem ráða ferðinni. Það verður ekki hægt að treysta á að atvinnutækifærin komi af himnum ofan heldur þarf að vinna að því á skipulegan hátt,“ segir Gísli. Stjómum þróuninni „Eg held að allir séu sammála um að StórGrundartangasvæðið, ef svo má kalla, hafi mikla möguleika á að dafna enn frekar. Þjónusta á Akra- nesi er mjög góð, atvinna næg, íbú- um fjölgar og áhugi er á auknum umsvifum álversins á Grundar- tanga. Þegar litið er til baka sjá menn líka að svæðið norðan Hval- fjarðar hefur í gegnum tíðina notið stóriðjuframkvæmda. I kjölfar byggingar Sementsverksmiðjunnar, járnblendisins og álversins hefur í- búum fjölgað, þjónusta aukist og iðnfyrirtæki styrkst. A milli þessara tímabila hefur svæðið hins vegar átt erfitt með að glíma við sveiflur í efnahag þjóðarinnar og samdráttur bimað illa á samfélaginu. Ekki hef- ur tekist að nýta þau tækifæri sem stóriðjan hefur fært svæðinu til þess að mæta mögru árunum og ræður þar kannski mestu að samfélagið sunnan Skarðsheiðar er sundurleitt og bundið sérhagsmunum.“ Gísli segir þá staðreynd einmitt afar sorglega í ljósi þess að allir geti verið sammála um að iðnaðarsvæð- ið á Grandartanga sé einhver mest spennandi kostur sem unnt sé að bjóða fyrirtækjum. „Landrými er mikið, úrvals höfn á staðnum og auðvelt að stækka hana. Stutt er á höfuðborgarsvæðið og fyrirtaks samfélag á Akranesi þar sem tæp 70% starfsmanna stóriðjufyrirtækj- anna búa. Að því sögðu verður sanit ekki litið framhjá því að fleiri telja sig geta boðið fyrirtækjum góða að- stöðu. Austfirðingar hafa sameinast um að halda kostum sinnar byggðar fram og gera það vel. Þeir samein- uðu þrjá þéttbýlisstaði í Fjarðar- byggð og vinna nú samhentir að því að efla byggðina. Á Reykjanesi hafa byggðir einnig verið sameinaðar og þar er unnið kraftmikið starf við að markaðssetja svæðið. Ollum er ljóst að þróunin á höf- uðborgarsvæðinu hefur áhrif á okk- ur norðan Hvalfjarðar. Nú er verið að kynna sameiginlegt svæðisskipu- lag fyrir höfuðborgarsvæðið, sem m.a. gerir ráð fyrir mikilli uppbygg- ingu. Meðal annars skiptir þetta skipulag okkur máli þegar litið er til uppbyggingar á iðnaðarsvæðum og uppbyggingu hafnarmannvirkja. Það er undir okkur komið hvort við látum byggðina og atvinnutækifær- in þróast til suðurs og austurs í stað þess að vera í stakk búin til að tryggja norðursvæðinu sinn skerf.“ Hræddir um að Skaga- menn steli sjóðnum Gísli segir að ósamstaða og sund- urlyndi komi meðal annars niður á ört vaxandi rekstri Grandartanga- hafnar sem sé að verða ein umsvifa- mesta útflutningshöfn landsins. „Sem stendur er staða mála gagn- vart Grundartangahöfn óviðun- andi. Norðan Skarðsheiðar deila menn um eignarhald en sunnan heiðar má ætla að menn séu hrædd- astir við að Akurnesingar steli hafn- arsjóðnum. Tillögum Akurnesinga um að styrkja skipulag og rekstur Grundartangahafnar hefur af meirihluta stjórnarinnar verið kont- ið fyrir kattarnef. Það vill svo til að Akraneskaupstaður á 35% í Grund- artangahöfn, en tillögum um hvernig megi stuðla að því að gera höfnina virkari í samkeppni við aðra er mætt sem ógnun. Þrátt fyr- ir að sveitarfélög á Borgarfjarðar- svæðinu séu eigendur hafnarinnar þá telja þeir sem ráða ferðinni að best sé að láta Járnblendifélagið annast reksturinn. Það fyrirkomu- lag var barn síns tíma þegar IJ var eini rekstraraðilinn á svæðinu, en hentar ekki þegar fleiri aðilar era komnir og æskilegast væri að fá enn fleiri. Svo virðist sem eigendurnir þori ekki að nota þessa eign sína á svæðinu sér til framdráttar en telji best að fela reksturinn öðram. Lít- ill skilningur virðist á því meðal margra forystumanna í sveita- rstjórnarmálum að Grandartanga- höfn er lykillinn að uppbyggingu á öllu svæðinu í nágrenni hafnarinnar þ.m.t. á Akranesi og í Borgarbyggð. Slíkt getur ekki og má ekki ráðast af sérhagsmunum og þröngsýni. Slíkt mál verður að hafa forgang hjá sveitarstjórnunum sem eiga Grund- artangahöfn þannig að rekstur hafnarinnar verði skilvirkur í þágu eigendanna og íbúanna og að stigin verði skref til að tryggja firamtíðar- hagsmuni varðandi skipulag hafnar- innar, landrými og stækkun hennar. Hver veit nema að hagsmunir okkar kunni að liggja í því að bjóða Reykja- víkurborg upp á að stofna fyrirtæki um rekstur Akraneshafnar, Grund- artangahafnar og Reykjavíkurhafnar í því skyni að velja hagkvæmustu leiðir í fjárfestingu og stuðla að upp- byggingu norðan Hvalfjarðar. Hreppamörk til trafala Gísli vill meina að Akraneskaup- staður eigi sinn þátt í að Norðurál kom á Grundartanga með frum- kvæði í skipulagsmálum. „Það skipti miklu máli þegar Grundar- tangi varð fyrir valinu að þar var fyrir hendi skipulag sem gerði ráð fyrir slíkri starfsemi. Grundvöllur þess var svæðisskipulag sem Akra- neskaupstaður hafði forgöngu um að unnið væri á svæðinu sunnan Skarðsheiðar. Fyrirtækið var mik- ill hapdrættisvinningur fyrir svæð- ið. En ekki er hægt að reikna með að sífellt vinnist í happdrætti þegar á atvinnutækifærum þarf að halda. Austfirðingar hafa um langt skeið unnið skipulega að því að vinna máli sínu fylgis um virkjanir og ál- ver í Fjarðarbyggð og á Reykjanesi er talsvert unnið í því að koma upp orkufrekum iðnaði. Loks er að benda á að ISAL hefur lýst yfir á- huga á stækkun síns álvers. Því er ljóst að við erum í samkeppni um orku og þar með atvinnutækifæri. Það sem vinnur á móti okkur í þessari samkeppni er m.a. að við komum okkur ekki saman um að vinna að hlutunum í einu sveitarfé- lagi heldur látum við reisa fyrir- tæki sem liggur í tveimur sveitarfé- lögum og búum til utan um það stjórnarnefnd sem flækir hlutina enn frekar. Ekki er þetta til þess fallið að gera svæðið aðgengilegra og hætt er við að þetta geti komið okkur í koli. Við höfum treyst um of á að fá hlutina upp í hendurnar án þess að hafa fyrir þeim. Þeir tímar eru sennilega að breytast. Þeir samningar sem gerðir hafa verið við Skilmannahrepp og Hvalfjarðarstrandarhrepp um greiðslur til hreppanna gegn afar takmarkaðri þjónustu þykja tæp- lega boðlegir lengur. Ef árangur á að nást í því að lokka að starfsemi og stuðla að uppbyggingu þeirrar stafsemi sem fyrir er þá verða sveitarfélögin að vera í stakk búin til að veita þá almennu þjónustu sem gera verður kröfu um að sé til staðar í sveitarfélögum. Til þess að þetta verði eins og best er á kos- ið á Grundartanga þarf mikið að breytast og þá verða menn að horfa á hagsmuni svæðisins sem heildar en ekki á hreppamörk.." Enginn gleyptur Gísli telur að ef menn ætli ekki að glopra tækifærunum útúr hönd- unum á sér verði menn að hleypa í sig kjarki og stíga það skref sem þeir hafi hingað til óttast. „ Ein af grunnforsendunum til þess að menn nýti tækifærin sem bjóðast er að sameina svæðið sunnan Skarðsheiðar í eitt sveitarfélag. Vissulega kæmi til greina að svæð- ið yrði stærra sem sameina ætti, en fyrir þá sem búa sunnan Skarðs- heiðar væri þetta hagkvæmasti kosturinn. Tvennt myndi gerast á mjög stuttum tíma: Annars vegar yrði þjónusta við íbúa hreppanna mun fjölbreyttari en hún er í dag og hins vegar myndi skipulagning sameiginlegra verkefna á sviði skipulagsmála og atvinnumála verða samræmd og markvissari. Margir halda því fram að megin- rökin hjá Akraneskaupstað að sam- eina sveitarfélögin séu að „gleypa“ nágranna sína. Slíkt er fásinna þar sem sameiginlegir hagsmunir hljóta að eiga að ráða því sem gert er. Hafa verður í huga að í einu sveitarfélagi myndu deilur um ó- sanngjarna tekjuskiptingu af stór- iðjufyrirtækjunum hverfa, sameig- inlega myndu menn ráða 75% í Grundartangahöfn og geta þannig byggt hana upp með markvissum hætti og þjónusta ríkis yrði ekki bundin sveitarfélagamörkum eins og nú er. Margir óttast að með sameiningu væru hrepparnir að gefa eftir ákjósanlega stöðu sem í- búarnir njóta. Slíkt er ástæðulaust. Sem stendur er álitlegur kostur að semja um framkvæmd ýmissa at- riða áður en til sameiningar kemur svo sem um skipulagsmál, skóla- mál, málefni félagsheimila og semja um aðlögun íbúanna að mis- munandi fasteignaskatti. Með samningum mætti ná betri árangri nú en síðar ekki síst í ljósi þess að þróunin verður sú að sveitarfélög verða stækkuð með einum eða öðr- um hætti. Samband íslenskra sveit- arfélaga hefur gefið tóninn fyrir næsta landsfund samtakanna og ef raunin verður að ályktun um stærri sveitarfélög verður samþykkt þar þá mun löggjafarvaldið væntanlega leiða málið til lykta. Þar með breytist samningsstaðan. Þeir sem veita sveitarfélögunum á svæðinu forystu í dag verða að ráða í þróun- ina og velja farveg sem er íbúunum farsælast. Það sjá allir að ákvæði sveitastjórnarlaga um 50 íbúa lág- mark er úr takt við raunveruleik- ann og í raun furðulegt að núver- andi félagsmálaráðherra hafi ekki látið til sín taka í þeim eínum. Það getur ekki gengið að húsfélag í fjöl- býlishúsi sé stærra en sveitarfélag sem ætlað er að veita margháttaða þjónustu af faglegum metnaði,“ segir Gísli að lokum. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.