Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 5
 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 5 Snoppa ehf. í Olafevík kaupir togara - ífiskflutning til Skotlands Fyrirtækið íslandsflutningar, sem er í meirihlutaeigu fiskverkun- arinnar Snoppu ehf. í Ólafsvík, hef- ur keypt ísfisktogarann Akurey RE af Granda hf., en skipið verður í framtíðinni notað til þess að flytja ferskan fisk frá Þorlákshöfn til Skotlands. Hafa hinir nýju eigend- ur fengið skipið afhent og hefur það fengið nafhið Bravó, en reikn- að er með því að flutningarnir muni hefjast eftir um þrjár vikur. Samkvæmt Kristjáni Kristjáns- syni, framkvæmdastjóra Snoppu ehf., er ástæðan fyrir kaupunum sú að Islandsflumingar hafi talið þetta vera hagkvæmusm leiðina við að koma ferskum fiski á markað í Englandi. Mun skipið fara frá Þorlákshöfn einu sinni í viku en siglingin til Skotlands frá Þorlákshöfn mun taka um tvo sólarhringa. Ekki hef- ur enn verið tekin ákvörðun um á- fangastað í Skotlandi en þrjár hafn- ir koma til greina. smh Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snœfellsbajar, afhendir hér krökkunum á Kríubóli moltutunnuna sem þau œtla að nota til að búa til sína eigin gróðurmold í. Það var svo Guðlaugur Bergmann, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í Snæfellsbæ, sem útskýrði fyrir þeim hvemig hin lífræna endurvinnsla virkar. Hellissandur Umhverfisvænt Kríuból Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar, afhenti á dögunum Leikskólanum Kríubóli á Hell- issandi svokallaða molmmnnu í tengslum við Staðardagskrá 21, en það er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga og umhverfis- ráðuneytisins varðandi heildaráætl- un um þróun samfélaga ffam á 21. öldina. Aætlunin er hugsuð sem nokkurs konar forskrift að sjálfbærri þróun, þ.e.a.s. lýsing á því hvemig samfélagið ætlar að fara að því að tryggja komandi kynslóðum viðun- andi lífeskilyrði á jörðunni. Að sögn Sigríðar Helgu Sigurðar- dótmr, leikskólastjóra Kríubóls, munu krakkamir sjá um að losa allan líffænan úrgang frá leikskólanum í moltutunnuna og mtm ætlunin síðan vera að búa til gróðurmold úr þeim lífræna úrgangi sem safnast saman. Vonast Sigríður til að næsta vor verði svo hægt að búa til matjurtar- garð við Kríuból þar sem þau geti ræktað sitt eigið grænmeti. smh Stofhfundur kjördæmisþings Framsóknar- manna í Norðvestur-kjördæmi Leiga veiðiheimilda verði takmörkuð Stofhfundur kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesmr kjördæmi var haldinn að Laugum í Sælingsdal um síðustu helgi. I stjórnmálasamþykkt fundarins seg- ir meðal annars að þjóðhagslega hagkvæmt sé til ffamtíðar að fylgja öflugri byggðarstefhu, að bættar samgöngur séu gmndvöllur allra byggðamála og að styrkja þurfi fjár- hagslega stöðu sveitarfélaga til að þau geti staðið undir lögbundnum verkefhum. Það sem þó vakti mesta athygli í stjórnmálaályktun kjördæmisþings- ins er kaflinn um sjávarútveg. Þar segir m.a.: „Tillögur um fyrningu veiði- heimilda vega því að undirstöðum atvinnulífs í kjördæminu. Hvers konar sérstök gjaldtaka í sjávarút- vegi er ekki til þess fallin að skapa sátt um atvinnugreinina heldur verður að leita annarra leiða. Til þess að skapa sátt um nýtingu auð- lindarinnar í ffamtíðinni þurfa sjó- menn og útvegsmenn að sýna þá á- byrgð að standa saman að raunhæf- um tillögum um nýtingu fiskistofna og umgengni við auðlindina til lengri tíma. Leggja þar aukið fjár- magn til rannsókna á líffíki hafsins og til veiðarfærarannsókna. Jafh- framt verði hagur landvinnslunnar og þeirra sem við hana starfa tryggður til jafns við hagsmuni sjó- manna og útgerðar. Kjördæmis- þingið leggur áherslu á eftirfarandi: Að áfram verði byggt á afla- markskerfi enda hefur reynslan sýnt að það stuðlar að hagræðingu. Byggt verði á tvískiptu kerfi smá- báta og stærri skipa. Ekki verði heimilt að framselja veiðiheimildir milli kerfanna. Að fyrningarleið verði hafhað. Að útvegsmenn og sjómenn standi saman að því að leiga veiðiheimilda verði takmörk- uð við t.d. 20% að hámarki af út- hlutun hvers árs. Slíkt ætti að koma í veg fyrir myndun leiguliðastéttar í greininni og dregur úr hættu á brottkasti. Að við skoðun á upp- töku auðlindagjalds verði gætt jafn- ræðis milli atvinnugreina og tekið mið af starfsskilyrðum sjávarútvegs í helstu samkeppnislöndum. Réttur til tegundatilfærslu verði aukinn til þess að draga úr hvata til brott- kasts. Að hafhar verði hvalveiðar að nýju sem fyrst.“ GE Nú fer hver að verða síðastur að panta, ví að senn koma iólir Það má segja að jólahlaðborðið hjá okkur í fyrra hafi slegið í gegn, því sú minning sem fólk hefur um það segir allt segja þarf og við höfum metnað til að gera enn betur í ár. Gestakokkur er Kristján Örn Frederiksen. Verð pr. mann er 3.200,- 2.950,- (miðað við 15 manna hóp) Bjóðim upp á gistingu og jólahlaðborð á kr. 5.450,- pr. m., ef gist er í tvær nætur þá er síðari nóttin frí UyjeSja (fýuðmunxLix ocj <zM,axc)xít Gisti- og veitingastaður í Hafnarskógi Sófasett 3 + 1 + 1 Tau 178.800 Leður 249.800 Borð og 6 stólar 98.900,- Karat - 2 sófar Leður 199.800,- •verzluni ^»^SÍMI431 2507 SKÓLABRAUT AKRANESI Borðapantanir í sínia 437 2345 www.skessuhom.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.