Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 Verkalýðsfélag Akraness hafið yfir lög og reglur? Athugasemdir Villhjálms Birgissonar aöalstjómarmanns í Verkalýðsfélagi Akraness við ársreikninga félagsins jyrir árið 2000 í fyrsta lagi geri ég alvarlegar at- hugasemdir við að formaður félagsins skyldi á stjómarfundi þarm 28.08. sl leyna fyrir stjóm félagsins bréfi frá löggiltum endurskoðanda félagsins, en í bréfinu gerir hann athugasemdir við bókhald félagsins. A þessum fundi skrifuðu 5 stjómarmenn og 3 vara- stjómarmenn undir reikningana sem vom lagðir fyrir athugasemdarlaust. Það er ekki fyrr en á fundi stjómar þann 22. október sem formaðurinn dregur upp bréf endurskoðandans eft- ir að ég hafði upplýst um tilvist þess, en þær upplýsingar hafði ég fengið nokkrum dögum áður hjá endur- skoðandantun. Það hlýtur að teljast al- varlegt brot á öllu siðferði, ef ekki lög- um að leyna athugasemdum endur- skoðandsns fyrir stjórn og leggja reikningana fyrir athugasemdarlaust. Aárinu 1991 gerðu stéttarfélögin að Kirkjubraut 40, sameignarsamning um vinnumiðlun, almenna afgreiðslu og annan rekstur sem þau kynnu að vera sammála um. I daglegu tah hefur þetta verið kallað Stéttarfélögin - Vinnu- miðlun eða bara Vinnumiðlun. Verka- lýðsfélag Akraness hefur alla tíð borið ábyrgð á þessum reksti, fjárhagslega og framkvæmdalega, enda í upphafi eign- i araðiH að helmingshlut eða að 30/60 hlutum. Síðar einnig að 5 hlutum Tré- smíðafélags Akraness. Bókhaldslegt uppgjör Vinnnumiðl- tmar hefur aldrei farið fram og óskilj- anlegt hvemig hægt er að taka þennan þátt út úr rekstri félagsins án þess að þurfa að halda bókhald og gera árs- reikninga. Við það geri ég athuga- semdir. Endurskoðandi félagsins hefur haft bókhald Vinnumiðlunar til með- ferðar í tæplega tvö ár og er þess að vænta að hann fari að ljúka þeirri vinnu innan tíðar. Skuldir Sveinafélags málmiðnaðar- manna og Verslunarmannafélag Akra- ness, sem tilgreindar eru í þessum árs- reikningum upp á u.þ.b. 3 milljónir, era allar fymdar og engin tilraun hef- ur verið gerð til að innheimta þær. Viðkomandi félög hafa marg oft krafist þess að bókhald Vinnumiðlunar verði lagt firam og bent á að þessar skuldir eigi að fara í gegnum reikninga henn- ar, þar sem að mestu leytri sé um laun í Vinnumiðlun að ræða. Einnig hafa þau bent á að tekjur Vinnumiðlunar vanti allar ffá Atvinnuleysistryggingarsjóði fyrir umsýslu atvinnuleysisbóta, en þær greiðslur hafi runnið óskiptar til Verkalýðsfélagsins. Því hafi verið leynt með því að gera ekki ársreikninga. Gerð hefur verið krafa af þeirra hálfu um að þesstim tekjum verði bætt inn í tekjur Vimuuniðlunar, en um er að ræða tæpar 12 milljónir króna. I ljósi þessa verður að teljast mjög ólíklegt að nokkuð af þessu innheimtist ogíraun hefði átt að vera búið að afskrifa þessa skuld eftir fymingarlögum. Einnig er að finna í bókhaldinu skuldir Vinnumiðlunar við Verkalýðs- félagið upp á tæpar eina milljón króna. Eg hef ekki ennþá skoðað hversu stór hluti þessara skuldar er fymdur að lög- um en Verkalýðsfélagið á rúman helm- ing af þessari skuld sem eignaraðili, þannig að ef komið verður böndrnn á bókhaldsóreiðuna í Vinnumiðlun lækkar þessi skuld um rúman helming. Engar vísbendingar em þó um að fé- lagið skuldi þennan hlut í Vinnumiðl- un. Eg geri alvarlegar athugasemdir við alla meðferð og umsýslu er varðar Vinnumiðlun og tel vanrækslu og viimubrögð ámælisverð og eftirlit ekk- ert Við byggingu Norðuráls á Grund- artanga 1997 - 98, var ákveðið að hafa í hálfu starfi sameiginlegan trúnaðar- mann viðkomandi stéttarfélaga, er annast skyldi eftirHt á svæðinu. Starfið var þó fljótlega gert að fullu starfi og viðkomandi afhentur gsm sími þó hann hefði aðgang að síma í Norðuráfi. Eng- ir samningar vom gerðir milfi stéttar- félaganna um kostnaðrskiptinu og einnig Hggur fyrir að ekki var leitað samþykkis um að auka starfið í fullt starf, en inni í reikningum Verkalýðs- félagsins er að finna upphæð upp á 917 þús. krónur vegna þessa trúnaðar- manns. Formaðurinn hefur upplýst að búið sé að senda félaginu í Borgamesi bréf vegna þessa máls og verið sé að semja við Verkalýðsfélagið Hörð um þeirra hlut. Það ætti að reynast auðvelt þar sem unnið er að sameiningu Verkalýðsfélagsins og Harðar. Ekki fékkst upp gefið hvemig kostnaðr- skiptingin væri. Engin tilraun hefur verið gerð til að ræða við Rafiðnaðar- sambandi, Sveinafélagið eða Verslun- armannafélagið um kosmaðarskipt- ingu og greiðslur. Þessi skuld er að nálgast fymingu samkvæmt lögum. Inni í bókhaldi Vinnumiðlunar er einnig að finna álíka upphæð vegna launakostnaðar sama trúnaðarmanns og tugþúsunda símareikninga, svo upphæðin í reikningum Verkalýðsfé- lagsins er ekki nema hálfur sannleikur- inn. Bent er á að Verkalýðsfélagið á meirihluta í Vinnumiðlun, en ekki er að finna í þessum reikningum neina skuld við Vinnumiðlun. Bókhaldi Verkalýðsfélagsins og Vinnumiðlunar er þannig blandað saman og fært eftir- litslaust úr einum vasanum í annan. Gerð er athugasemd við vanrækslu þessa máls, bæði hvað varðar ffam- kvæmd og eftirlit. í reikningum Verkalýðsfélagsins er að finna nótulausa færslu upp á kr 34,490. Upplýst hefur verið að um sé að ræða kaup á farsíma þó erfitt sé að sanna slíkt þar sem reikning vantar. I þessu sambandi skal upplýst að árið áður keypti Verkalýðsfélagið 2 síma, einn gsm - síma og annan nmt síma. Við eftirgrennslan var upplýst að gsm síminn hefði bilað og væri ekki í á- byrgð. Astæða þess væri að um hefði verið að ræða gamlan síma sem for- maðurinn sjálfur hafði átt og selt félag- inu á tæpar 70 þús. krónur. Ég geri at- hugsemd við vinnubrögð og færsluna. í reikningunum kemur ffarn að for- maður félagsins tók sér aukalega greiðslur fyrir 27 daga orlof. Þó fengu tveir af stjómarmönnum félagsins þau svör á síðasta sumri þegar þeir spurðu eftir formanninum, að haim væri í sumarffíi. Engar samþykktir vom til staðar í stjóm um þessa greiðslu. Rétt er að fram komi að á árinu 1999, tók formaðurinn sér, án vitneskju stjómar orlofsgreiðslur fyrir árin 1995, 1996 og 1999. Ég geri alvarlegar athugasemdir við þessar greiðslur og viðbrögð stjómar í málinu þegar fundið var að þessu. Við athugun á bókhaldinu kemur í ljós að hvergi er að finna tekjur vegna auglýsinga ffá Islandsbanka sem verið hafa á félagsskírteinum Verkalýðsfé- lagsins til margra ára. Við eftirgrennsl- an hefur komið í ljós að aldrei hefur verið reynt að innheimta þessar tekjur hvorki síðasdiðið ár eða önnur. Eng- inn samningur finnst um þessar aug- lýsingar þannig að sennilega er um glatað fé að ræða. Ég geri athugasemd- ir við þessa vanrækslu til margra ára. A síðasta aðalfundi kom ég með al- varlegar athugasemdir við ávöxtun á fjármunum félagsins. Þar taldi ég að félagið hefði orðið af u.þ.b. 9 milljóna króna vaxtatapi undanfarin ár vegna vanrækslu. Formaður félagsins hafði sent öllum félagsmönnum bréf og sagði mig fara með rangt mál. Stjóm félagsins hefur hafnað tillögu minni um að láta hlutlausan aðila fara yfir þetta mál. Ég geri alvarlegar athuga- semdir við meðferð fjármuna félagsins til margra undanfarinna ára og fullyrði að vaxtatap félagsins skipti milljónum á síðustu árum. Jafnffamt kalla ég eftir ábyrgð löggilts endurskoðanda á þvi að hafa ekki aðvarað stjómina skriflega en hann upplýsti á trúnaðarráðsfundi að hann hefði í samtölum við for- manninn marg off bent á þetta atriði. Vegna ítekaðra athugasemda minna við stjóm félagsins hefur nú verið bætt úr þessarari vanrækslu þó þess sjáist ekki stað nema að Htlu leyti því fjár- munir félagsins vom ekki settir á við- unandi vexti fyrr en í nóvember s.l. Landsbankinn greiddi einnig nokkra uppbót á þá smánarlegu vexti sem fé- lagið naut áður þannig að vaxtatapið er ekki eins mikið og annars hefði verið. Ég geri athugasemdir við að vaxtatekj- ur skuH af vanrækslu vera jafii lágar og raun ber vitni. Ég geri einnig athuga- semdir við að allar skuldir sem félagið á útistandandi skuh vera vaxtalausar og þannig fymast að vemlegu leyti vegna verðbólgu. Fram að þessu hefiir aldrei verið gerð athugasemd við eitt né neitt ai stjóm félagsins, skoðunarmönnum eða löggiltum endurskoðanda. Ég tel að effirHtsskylda þeirra hafi algjörlega bragðist Vanræksla og fymdar skuldii og vaxtatap nemur nú vel á annan tug milljóna og óskiljanlegt að engar at- hugasemdir hafi verið gerðar þar til nú. Við þetta bætist að stjóm félagsins hefur meinað mér aðgang að bókhaldi félagsins aftur í tímann og naut til þess ffdltingis lögmanns félagsins Astráðs Haraldssonar. Ég hef nú stefnt stjóm félagsins til að geta óhindrað sinnt þeirri eftirhtsskyldu sem lög félagsins leggja mér á herðar sem aðalmanni i stjóm. Af þessum sökum geri ég fyrir- vara við reikningana í heild sinni. Akranesi 26. oktober Vilhjdlmur Birgisson. : Hestamiðstöðin Hvítárvöllum Sími 863 2822 Viggó Sigursteinsson MÁLA BÆINN KAUDAN, EDA1HVADA LIT SEM K1VHJ Alhliöa málningaverktaki BRYNjÓLFUR Ó. EINARSSON málari CSM: 894 7134 Heimasími: 435 1447 Lundi II - Lundarreykjadal -311 Borgarnesi / J. Útfararstjóri: Þorbergur Þórðarson Heiðargerði 3, Akranesi Símar: 431 1835 / 855 0553 og 696 8535 Símboði: 845 9312 Fax: 431 1110 m Vesturgötu 14 • Akranesi Simi: 430 3660 • Farsimi. 893 6975 Bréfsimí: 430 3666 ¥ Einangrunargler ¥ Öryggisgler # Speglar Fljót og góð þjónusta Sendum á staðinn GLERil ÖLLIN Æglsbraut 30 • Akranesi • Síml 431 2028 • Fax 431 3828 ¥ Búsáhöld ¥ Gjafavara # Leikföng __________J DERMAJETIC -C0L0R- Erla Jónsdóttir, Borgarnesi og Borgarbyggo. Sjálfstœöur dreífingaraöili. S: 698 0868 JÁRNSMÍÐAR Árnilngvarsson, ÖRMERKINGAR Lundarreykjadal sem ykkur dettur í hug Sími/Fax 435-1391 örmerki hross Netfang: skard@aknet.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.