Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 6
FIMMTUDAGUR 15. NOVEMBER 2001 SSESSiíHölgKi •4 Óveður um Vesturland Bílskúr splundraðist og landgangur smábátabiyggjunnar brotnaði I I I I I I I í I s. Gleðifundur og dægurlagakeppni Hin árlega Dægurlagakeppni Borgarfjarðar verður haldin laugardaginn 17. nóv. n.k. og hefst kl. 21.00. á Gleðifiindi Ungmennafélags Reykdæla í Að skemmtun lokinni leikur svo hljómsveitin STUÐBANDALAGIÐ fyrir dansi frá kl. 23.oo - O3.oo Mættim öll - bress og kát Ungmennafélag Reykdæla étíP m iP --..... Malbikið flettist af á smákafla á þjóðveginum í Grundarfirði. Myndir: GE/PJ Gífurlegt óveður geysaði um vestanvert landið og Vestfirði frá föstudagskvöldi og fram eftir degi á laugardag. A Vesturlandi var veðrið verst á utanverðu Snæfellsnesi og þar sem vindhraðinn var mestur stóð hann um tíma í 35 metrum á sekúndu og fór yfir 50 metra á sek- úndu í verstu kviðunum. Umtalsvert eignatjón varð í veðr- inu aðfaranótt laugardags og stóðu björgunarsveitamenn í ströngu um allt Vesturland. Um fimmtán manns stóðu vaktina á bryggjunni í Ólafsvík til að bjarga trillum við flotbryggjuna og þar munaði lidu að yrði stórtjón. Landgangur flot- bryggjunnar bromaði en björgun- armönnum tókst að koma böndum í bátana og forða þeim frá foki. Sögðu gárungarnir að bátarnir hefðu verið það vel bundnir í rest- ina að trúlega myndu líða nokkrar vikur þar til þeir kæmust á sjó aft- Mesta tjónið varð þegar bílskúr í Ólafsvík hreinlega splundraðist í einni hviðimni og brak úr honum dreifðist um allt. Þá losnuðu þak- plötur víða af húsþökum í Ólafs- vík, rúður brotnuðu og grindverk fuku eða lögðust á hliðina. I Grundarfirði brotnuðu einnig rúður og grindverk eyðilögðust og á bænum Búlandshöfða fúku til smáhýsi sem notuð hafa verið í ferðaþjónustu. Ekki var vitað um neitt tjón í Stykkishólmi en þar líkt og í Borgarnesi og á Akranesi var eitthvað um að lausamunir skiptu um lögheimili. GE &Cat*ciltlun €föö<fo<su*s&on//tfí

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.