Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 11
siaaéssiínöíísi FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 11 Góð afkoma hjá Haraldi Böðvarssyni Hagnaður Haraldar Böðvarssonar hf. fyrir afskriftir og fjár- magnsliði fyrstu 9 mánuði ársins 2001, nam 877 milljónum króna, samanborið við 567 milljónir á sama tímabili í fyrra. Veltu- fé frá rekstri nam 599 milljónum króna á tímabilinu. Tap tíma- bilsins janúar-septem- ber var 275 milljónir kr. samanbor- ið við 145 millj. króna tap sama tímabil árið 2000. Vegna gengisfalls íslensku krónunnar var gengistap vegna lána í erlendri mynt að upp- hæð 766 milljónir króna. Að sögn Haraldar Sturlaugssonar, framkvæmdastjóra, er ánægjulegt að hagnaður fyrir afskrifrir hafi aukist umtalsvert ffá fyrra ári, auk þess sem veltufé frá rekstri hefiir aukist veru- lega. „Fyrst og fremst er þar um að ræða áhrif hækkandi afurðaverðs og hagræðingaraðgerða. Alltárið2001 er líklegt að hagnaður fyrir afskrift- ir og veltufé frá rekstri verði betri en gert var ráð fyrir. Allar líkur eru þó á því að lokaniðurstaða rekstrar- reiknings verði neikvæð fyrir árið í heild, en þar vegur þyngst áhrif gengisfalls íslensku krónunnar á skuldir félagsins. Verkefnastaða skipa félagsins er góð þegar litrið er til nýbyrjaðs kvótaárs og almennt eru aðstæður á afurðamörkuðum hagstæðar um þessar mtmdir og þess vegna ekki ástæða tíl annars en að vera bjartsýnn á ffamhaldið,“ sagði Haraldur. HJH Mabrögð síðustu viku vikuna 3.-11. nóvember Arnarstapaliöfin Bárður 7.766 5 Net Gladdi 999 2 Lína Gorri Gamli 2.883 3 Net Kló 9.131 2 Lína Smári 524 2 Handf. Samtals 21.303 Stykkishólmshöfia Denni 409 1 Handf. Fjarki 374 1 Handf. Kári 1.616 3 Handf. Rán 445 1 Handf. Snót 337 1 Handf. Bjami Svein 37.632 5 Skelpl. Gísli G. II 25.903 5 Skelpl. Grettir 51.859 5 Skelpl. Kristinn Fr. 55.037 5 Skelpl. Þórsnes 49.687 5 Skelpl. Amar 18.780 5Krabbag. Pegron 8.770 5Krabbag. Eh'n 1.146 1 Lína Guðlaug 2.479 1 Lína Hólmarinn 3.273 2 Lína Kári 3.884 3 Lína Margrét 9.567 3 Lína María 5.833 3 Lína Samtals 277.031 Grundarfj arðarhöfin Helgi 48.626 1 Botnv. Hringur 72.054 1 Botnv. Sigurborg 39.877 1 Botnv. Sóley 32.832 1 Botnv. Bára 1.440 2 Handf. Sævar 1.878 3 Handf. Þrándur 473 1 Handf. Farsæll 45.771 5 Skelpl. Haukaberg 44.487 5 Skelpl. Garpur 16.230 5 Skelpl. Birta 9.344 4 Lína Magnús í F. 4.651 2 Lína Milla 6.689 4 Lína Þorleifur 1.934 2 Lína Grundfirð. 7.485 2 Net Samtals 333.771 Rifshöfin Hamar 36.943 2 Botnv. Rifsnes 30.528 2 Botnv. Bára 4.908 3Dragnót Esjar 1.239 lDragnót Rifsari 9.841 SDragnót Þorsteinn 14.698 5Dragnót Smári 627 1 Handf. Bjössi 2.867 2 Lína Bliki 3.904 3 Lína Faxaborg 48.189 2 Lína Guðbjartur 6.964 3 Lína Heiðrún 6.210 3 Lína Herdís 2.410 2 Lma Jóa 2.250 3 Lína Sæbliki 7.828 4 Lína Þema 3.066 3 Lína Bugga 1.339 4 Net Hafnart. 2.374 4 Net Litli Hamar 4.248 2 Net Pétur 388 1 Net Röst 1.484 3 Net Saxhamar 10.232 4 Net Storinur 4.272 3 Net Örvar 27.325 2 Net Samtals 234.134 Ólafsvíkurhöfin Benjamín G. 2.270 2Dragnót Friðrik Ber. 1.734 3Dragnót Gunnar Bj, 11.491 4Dragnót Hugborg 1.172 IDragnót Ingibjörg 6.467 3Dragnót Leifur Ha. 9.889 2Ðragnót Ólafur Bj. 6.303 4Dragnót Steinunn 4.006 4Dragnót Svanborg 14.739 SDragnót Sveinbjöm J. 5.983 4Dragnót Valur 2.006 2Dragnót Glaður 808 3 Handf. Inga Ósk 133 1 Handf. Skjöldur 6.814 4 Handf. Brynja 3.102 3 Handf. Fanney 6.162 4 Handf. Geisli 2.815 3 Handf. Geysir 671 1 Handf. Gísli 11.389 Handf. Glaður 29.194 4 Handf. Goði 2.631 3 Handf. Gunnar Afi 12.721 4 Handf. Gæjir 1.980 3 Handf. Hilmir 855 1 Handf. Jóhanna 2.115 3 Handf. Kristinn 16.983 3 Handf. Magnús I. 1.459 3 Handf. NjörðurKE. 1.191 2 Handf. Sæfinnur 2.625 3 Handf. Ýr 5.665 3 Handf. Þórheiður 97 1 Handf. Atlavík 86 1 Net Bjöm Kr, 4.053 5 Net Gussi 359 2 Net Klettsvík 1.443 2 Net Linni 3.552 6 Net Pétur Jacob 3.719 5 Net Samtals 188.682 Olafsvík Sjómenn hýrudregnir af útgerð Á dögunum dæmdi Héraðs- dómur Vesturlands útgerð Egils SH frá Ólafsvík til að greiða tveimur sjómönnum útgerðar- innar annars vegar rúma eina milljón króna og hins vegar rúma eina og hálfa milljón vegna leið- réttingar á uppgjöri vegna þátt- töku þeirra í kvótakaupum út- gerðar ásamt dráttarvöxmm. Málavextir voru þeir að útgerð- in samdi við fiskvinnsluna Snoppu ehf. um sölu á afla á fösm verði. Fiskverkandinn greiddi fyr- ir aflann annars vegar með pen- ingum og hins vegar með kvóta. Þegar gert var upp við sjómenn- ina var það einungis gert með peningagreiðslunni sem fékkst fyrir aflann en ekki ekki tekið til- lit til verðmæta kvótans. Sjó- mennimir gerðu því kröfu til að fá einnig hlut úr andvirði kvótans sem fiskkaupandinn lagði til sem greiðslu fyrir aflann og féllst dómarinn á þá kröfu. Tvö mál sem era öldungis hliðstæð þess- um málum em nú til meðferðar hjá Héraðsdómi Vesmrlands. ymb EDiði hmd.ir sild Elliði kom til Akraness á þriðjudaginn með 250 tonn af síld sem skipið fékk í tveimur hölum í flottroll á Látrargranni fyrir vestan. Síldin byrjaði að veiðast á ný sunnudaginn eftir dræma veiði síðusm vikurnar. Frá Látrargranni er um 12 tíma sigling ffá Akranesi. Hluti af þessari síld verður tekin til fryst- ingar hjá HB hf. enda um fallega og nokkuð stóra sfld að ræða. Stærsti hlutinn er um 200-300 gr. en einnig er nokkuð um síld sem er 500 gr. og stærri. Skipin sem fengið hafa sfld ffá því á sunnudaginn eru útbúin flottrolli, en menn töldu líkur á að hægt yrði að ná henni einnig í nót næstu daga. Aðstæður á af- urðamörkuðum fyrir síld era góðar um þessar mundir og af- urðaverð hátt. HJH Tölvubóndinn Sverrir hefur starfsemi á ný Nú hefur Sverrir Guðmunds- son, bóndi í Hvammi í Norðurár- dal, tekið upp tölvubúskap sinn á ný og ætlar að þjónusta einstak- linga og fyrirtæki í Borgamesi og nágrenni, en eins og Borgnesing- ar vita rak hann um nokkurt skeið tölvubúðina Tölvubóndinn í Kaupfélagshúsinu gamla. í smtm spjalli við Skessuhorn sagðist Sverrir hugsa sér þessa þjónustu sem nokkurs konar farandþjón- usm. Hann ætlar sér að vera mestmegnis starfandi heima á bæ en verður á ferðinni á biffeið sinni til að þjónusta viðskiptavini sína, bæði með viðgerðir og eins til að koma vörum sínum til skila. Sverrir segir að vegna þess að engin yfirbygging sé á þessari starfsemi hans muni hann geta haldið verðlagi sérstaklega lágu. Borgarfjarðarsveit Hross í óskilum A Hesti í Borgarfjaröarsveit eru tvö hross í óskilum: Rauð tvístjömótt hryssa, ca. 10-12 vetra, mörkuð biti aftan, fjöður aftan vinstra, alheilt hægra; Brúnn stjömóttur hestur ca. 5-7 vetra, markaður gagnbitað hægra, biti aftan vinstra. Upplýsingar veita Sigvaldi 437 0086 og Jón 893 6538 Brún hryssa 2ja vetra ómörkuð er í óskilum á Auðsstöðum. Upplýsingar veitir Þorvaldur - sima 435 1165 og 864 4465. Sveitarstjóri Borgarfjarðarsveitar TOYOTA TSítlasijniný í CrOifúta saímtrt í TSoiyainasi Föstud. 16. nóv. kl. 13-17 Laugard. 17. nóv. kl. 10-12 JComvS og laqnsáualcið Toyotasalurinn í Borgarnesi AUGLYSENDUR ATHUGIÐ Næsta tölublaði Skessuhoms verður dreift ókeypis til áskrifenda Morgunblaðsins í Reykjavík miðvikudaginn 21. nóvember. Þar er því kjörið tækifæri til að ná til neytenda í höfuðborginni en á gamla góða Skessuhomsverðinu. Látið ekki þetta happ úr hendi sleppa heldur hafið samband nú þegar við auglýsingadeild Skessuhorns. S: 431 4222. Athygli skal vakin á því að vegna dreifingarinnar á höfuðborgarsvæðinu þurfa auglýsingar í þetta tiltekna tölublað að berast fyrr en vant er, þ.e. í síðasta lagi kl. 17.00 n.k. mánudag. Fiskimjöl til sölu í 1800-900 kílóa sekkjum. Upplýsingar í síma 555 6066 og 893 6633

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.