Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 15. NOVEMBER 2001 §1£íÉSSMj(1HÍÖBK1 Gefum kreppumii langt nef engin röskun á Intemetþjónustu FVA fær styrki ífá Leonardo jAleð sölunni á vefdeild IUT var komið í veg fyrir að vefir og póst- hólf fjölda fyrirtækja, stofnana og einstaklinga lokuðust. Verst hefði það komið niður á þeim sem eiga fullkomnustu vefina, þ.e.a.s. gagna- grunnstengda vefi,“ segir Þór Þor- steinsson hjá Nepal hugbúnaði ehf. Þór stofnaði Nepal hugbúnað á- samt þremur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Islenskrar upplýs- ingatækni, þeim Bjarka M. Karls- syni, Olafi Helga Haraldssyni og Einari Braga Haukssyni, með það að markmiði að halda áfram þeirri Internetþjónusm sem IUT hafði haft með höndum. „Með hagsmuni viðskiptavina vefdeildarinnar í huga var sérstök áhersla lögð á að yfirtakan gengi hratt og vel fyrir sig og ég tel óhætt að fúllyrða að það hafi tekist með ágætum," segir Þór. Hið nýja fyrirtæki er fyrst og fremst Internetþjónusta og hug- búnaðarsmiðja. Eins og nafn þess gefúr til kynna leggur það einkum áherslu á sölu og þjónustu við vef- lausnir í Nepal vefumsjónarkerf- inu. Jafnfram annast það hverskyns vefhýsingu, tölvupóstþjónustu og almenna tölvuþjónustu s.s. aðstoð á vettvangi og ráðgjöf. Hinsvegar er önnur starfsemi IUT s.s. verslunin á Hymutorgi og umboð fyrir Landssímann ekki hluti þess sem Nepal hugbúnaður yfirtók. Þegar þetta er ritað er ekki vitað hvað verður um þá starfsemi. Nú var vefdeildin seld rétt áður en IUT óskaði gjaldþrotaskipta. Orkar það ekki tvímælis? „Svo er ekki,“ svarar Þór. „Stjórn IUT sendi um 10 af helstu fyrirtækjum landsins á þessu sviði gögn um vefdeildina og óskaði eftir tilboðum í hana. Þau voru opnuð í vitna viðurvist og við reyndumst eiga hæsta boð.“ Þegar horft er til gjaldþrots IUT og samdráttar í þjóðfélaginu, ekki síst í hugbúnaðar- og netgeiranum, er þá nokkurt vit í að stofna svona fyrirtæki? „Við værum ekki að þessu nema vegna þess að við höfúm fúHa trú á því sem við erum að gera. Við höfúm farið rækilega í saumana á möguleikum þessa fyrirtækis til að bera sig og erum vissir um það geti gefið kreppunni langt nef,“ segir Þór Þorsteinsson hjá Nepal hug- búnaði ehf. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi fékk á dögunum styrki til nemenda- og kennaraheimsókna í nýlegri úthlutun vegna Leonardo starfsmenntaáætltmar Evrópusam- bandsins. Þama er um að ræða þriggja vikna heimsóknir rafeindavirkjanema til ITIS Giorgi í Mílanó, ásamt viku- dvöl þriggja keimara þeirra; raf- virkjanema til Metallindustriens fagskole í Ballerup og nemenda í ffamhaldsdeildum málm- og tré- iðna, til EUC MIDT, í Viborg, á- samt vikudvöl sex kennara í þessum greinum. Alls hefur skólinn hlotið styrki til að senda 31 nemanda og 12 kennara í náms- og starfsheimsóknir til Ital- íu og Danmerkur. Ferðimar verða famar á tímabilinu apríl til júní. Þessa dagana er unnið að því að kynna fyrirhugaðar heimsóknir og styrki fyrir nemendum og kennur- um í verknámsdeildum. Það var Harpa Hreinsdóttir ís- lenskukennari sem sá um vinnu við umsóknimar en hún hefúr meðal annars það starf með höndum að skipuleggja og sjá um samstarf Fjöl- brautaskólans við menntastofnanir og fyrirtæki í öðrum löndum. SOK Hljómsveitin Rússibanamir héldu tónleika í sal Tánlistarskóla Akraness sl. fimmtudag. Rússibanamir fóru á kostum ogþeir 160 manns sem fylltu salinn skemmtu sér hiö besta. ^Písnahornið Lúöafm'frýja vit Við fréttir þær sem nú berast af aflabrott- kasti og ýmsum vandkvæðum sjómanna í sam- bandi við kvótakerfið vildi svo einkennilega til að upp í kollinn á mér skaut vísu eftir Svein frá Elivogum sem gæti sem best verið ort í orða- stað einhvers skipstjórans í dag: Lífs mér óar ölduskrið er það nógur vandi að þurfa að róa ogþreyta við þorska á sjó og landi. Það hefur alltaf verið heldur til bóta að þeir sem eiga að stjóma einhverju þekki vel til allra verka sem undir þeirra stjórn heyra, allt niður í þá hina smæstu. Orn Amarson mælir svo fyr- ir munn Odds sterka í vantraustsræðu hans: Vandasamt er sjómanns fag, sigla og stýra nótt og dag. Þeir sem stjórna þjóðarhag þekkja varla áralag. Eftir mikið þras og þóf þingið upp til valda hóf menn sem hafa ei pungapróf. Piltar - það erforsmán gróf Aldrei bröndu Asi dró aldrei þekkti stagfrá kló, aldrei meig í saltan sjó. Sá held e'g að stjómi þó. Aukaafli og meðafli vora ekki taldir til stór- vandamála hér áður fyrr en allt er breytingum háð og líka meðferð aflans bæði á sjó og í eld- húsi. Agli Jónassyni varð einhverntíma að orði en ekki veit ég hvort yrkisefni taldist til auka- afla eða meðafla: Undarlega burt er bœgt bragðinu affiskinum, eins ogfjandinn haft hrækt og hrákinn lent á diskinum. Mörgum bónda á sjávarjörðum þykir súrt í broti að fá ekki að renna fyrir fisk að vild sinni en það hefur nú mörgum þótt hart fyrr eins og segir í vísunni: Ellin gráa blökk á brá bannar þrá til kvenna, hart er þá að horfa á hinafá að renna. Furðu lítið hefúr verið fjallað um sjónarhorn þess sem vissulega er aðalatriðið í málinu, semsé þorsksins en einhvemtíma var ort á sil- ungsveiðum og gæti fundist þar ákveðin sam- svörun: Gein við agni silungssál, söng í stöng og línu, gullinn skrokkur glöpin hál galt með líft sínu. Öll stjómkerfi bæði í sjávarútvegi og land- búnaði hafa verið umdeild hverju nafni sem þau nefnast og enda ekki auðvelt að koma saman kerfi sem allir em ásáttir um, auk þess sem menn era vissulega mjög misvitrir þó þeir hafi einhverra hluta vegna verið kosnir til ábyrgðar- starfa fyrir flokk eða hagsmunasamtök. Jömnd- ur Gestsson orti um valdamann: Lúða fáir frýja vits, fleiri að græsku kynni. Þeir sem verða - vegna lits, vefjast lambsins skinni. Verður að segjast að betra er að fá enga um- sögn en þessa. Efdr Kristján Olason er þessi snyrtilega vinarkveðja: Við höfum gegnum þykkt ogþunnt þinna kosta notið ogþáfer nú að gerast grunnt getirþú ekkiflotið. Oll emm við að meira eða minna leyti og eft- ir mismunandi miklum krókaleiðum fóstmð og uppfædd á þorski eða verðmætum sem fengin em í skiptum fyrir þorsk enda var flattur þorsk- ur um tíma í skjaldarmerki landsins. Einu sinni var sagt að fé væri jafnan fóstri líkt: Þorsk ogýsu þekkja má ogþráðfrá silkitvinna en þekkja landann þorski frá er þraut semfáir vinna. Isleifur Gíslason ortd rímu af Gismondí sæ- fara og mun þar hafa haft ákveðinn mann til fyrirmyndar. Eflaust hefur verið vandalítið að þekkja umræddan einstakling frá öðmm þorsk- um enda ýmsum hæfileikum gæddur samkvæmt lýsingu Isleifs: Hann var alinn upp við sjó, innanum hvali og torpedó, enda talinn aflakló. Unni Stalín meira en nóg. Bæðifrat ogformælti, fatur sat og skipaði. Við neglugatið nostraði navigatsjón kennandi. Þegar landi lagðifrá löngum þandi segl við rá. Mastragandi um mararlá mjög siglandi var hann þá. A fierum skók við Feneyjar, - fónginjók við Sansibar - leiðst ei mók né leti þar- línu tók hjá Gíbraltar. Þó umræddur ágætismaður hafi vissulega borið við ýmis veiðarfæri er ekki nefnt að hann hafi tengst við troll en Guðmundur Guð- mundsson í Vestmannaeyjum kvað um troll- bátasjómenn: A þeim fleytum flest er lið fjandi eitur harðsnúið er það leitar út á mið eða sveitist trollið við. Fram þeir brjótast bölvandi, botnsins grjótið mölvandi bræðiljótir lemjandi, last og blótið fremjandi. Þessa orkan aflameli ufsi og langa sækir heim. Skoltagleiða skötuseli skrattinn líka sendir þeim. Þeirfá karfa þorsk ogýsu, þara grjót og steinbítinn. Lúðu, kola, háf og hnýsu hausa, slor marhnútinn. Að endingu vil ég geta þess að vísan „ Settu upp hattinn, hnepptu frakkann" sem ég var að spyrja um höfund að í síðasta þætti mun vera eftir Sigurborgu Bjömsdóttur á Akureyri og auk þess hef ég heyrt þriðju línuna í eftírfarandi útgáfú „mér finnst betra að horfa í hnakkann" og ber að hafa það sem sannara reynist sam- kvæmt kenningum Ara fróða. Með þókkfyrir lesturinn. Dagbjartur Dagbjartsson Refstöðum 320 Reykholt S 435 1367 #5eygqrðshornið Máls- hættir að hætti Skessu- homs Betra er að ganga fram affólki en björgum Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn Blankur er snauður maður Lengi lifa gamlar hræður Sjaldan er góður matur of oft tugginn Heima er best í hófi Betri eru læti en ranglæti Oft er virtur maður ekki virtur viðlits Betra er að standa á eigin fótum en annarra Þegar neyðin er stærst er hjálpin fjærst Oft er bankalán ólán í láni Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur Sjaldan fellur gengið langt frá krónunni IUu er best ólokið Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt Ekki dugar að drepast Blindur er sjónlaus maður Bændur eru bændum verstir og neytendum líka Eftir höfðinu dansar limurinn Margur geispar golunni í blankalogni Sjaldan fara sköllóttir í hár saman Oftfýkur i menn sem gera veð- ur títaf öllu Flestar gleðikonur hafa í sig og á Fiskisagan flýgur en fiskimað- urinn Iýgur Oft láta bensínafgreiðslumenn dæluna ganga Margur miljónamæringurinn á ekki baun í bala - bara peninga Sjaldan eiga ftskar fótum fjör að launa Minkar eru bestu skinn Margur nautabaninn sleppur fyrir hom Betra er að ná áfanga en að ná fanga Hungraður maður gerir sér mat úr óllu Betri eru kynórar en tenórar Betra er að sofa hjá en sitja hjá Oft fer bakarinn í köku, ef hon- um er gefið á snúðinn Auðveldara er aðfá leigt í mið- bænum en guðanna bænum Hagstæðara er að borga með glöðu geði en peningum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.