Skessuhorn

Tölublað

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 15.11.2001, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 ^sunu^ * Fjölbrautaskóli Vesturlands Nýtt gæðamatskerfi Fyrir skömmu voru valdir fjórir kennarar við Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi (FVA) til þess að prufukeyra nýtt gæðamatskerfi sem þar hefur verið tekið í notkun. Gert er ráð fyrir að mat á störfum þeirra verði unnið í þessum mánuði. Frá og með næsm áramótum er svo gert ráð fyrir að um það bil 25% kennaraliðsins gangist undir mat á hverri önn. Tilgangur þessa nýja gæðamats er einkum að finna í hverju styrkur kennara er fólginn og hvað aðrir geta lært af honum og hvað í vinnubrögðum eða fari kennara þarf að bæta eða laga. Einnig að benda á kringumstæður eða orsakir sem koma í veg fyrir að starf kenn- ara skili góðum árangri og að hjálpa kennurum að gagnrýna eigin störf og starfsaðstæður á uppbyggi- legan hátt. Aðferðir við þetta gæðamat hafa verið í mótun frá því snemma á þessu ári en sérstök nefnd innan skólans hafði það hlutverk. Hún skilaði áliti sínu í apríl og í haust voru tillögurnar kynntar innan- húss og ræddar á fúndum kennara og deildarstjóra. Tillögurnar gera ráð fyrir að hver kennari gangist undir mat á tveggja ára fresti og þá sé safnað gögnum með viðtölum, úrvinnslu tölffæðilegra upplýsinga og spurn- ingalismm sem lagðir eru fyrir fyrrverandi og núverandi nemend- ur sem notið hafa handleiðslu hjá viðkomandi. Kennari sem gengst undir mat skilar einnig skýrslu um 12 mismunandi atriði sem varða gæði þeirra starfa sem hann innir af hendi. Þessi atriði snúast meðal annars um samskipti við nemendur og vinnufélaga, námsmat, þróunar- starf, skipulag og verkstjóm. Jól hjá SOS- bamaþorpunum SOS-bamaþorpin hafa ýmislegt að bjóða bæði fyrirtækjum og ein- staklingum fyrir þessi jól. Jólakortin frá SOS- bamaþorptmum em komin. Kortin em myndskreytt af þekktum dönskum listamönnum, m.a. Lene Bourgeat og Mads Stage. Öll kort- in em tvöföld, með eða án texta. Minnstu kortin era seld þrjú í pakka, en hin era stök. Flest kort- anna em með gyllingu. Afmælisdagatölin vinsælu, myndskreytt af Piu Schöll em einnig komin aftur. Auk þess era ýmsar smávörur til sölu, svo sem í- þróttatöskur og bolir. I ár er fyrirtækjum boðið spenn- andi samstarf með SOS- bamaþorpunum. A nýrri heimasíðu geta þau fyrirtæki sem vilja sýna samfélagslega ábyrgð í samstarfi við SOS-barnaþorpin kynnt sér ýmsa spennandi kosti. Markmiðið er að safna fé til einstakra verkefna til hjálpar munaðarlausum og yfir- gefnum börnum. Fyrirtækjum býðst einnig að taka þátt í vali á verkefnum eftir eigin þörfum. Ymsar leiðir em í boði tdl þess að styrkja starfsemi SOS- barnaþorpanna Þannig er hægt að vera virkur þátttakandi í því að tryggja framtíð barna víðs vegar um heim. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.sos.is , þar er einnig hægt að panta kort og smá- vörar. Einnig er hægt að hringja í síma 5642910 eða koma við í Hamraborg 1 í Kópavogi. Opnun- artími skrifstofu er kl. 11-17 alla virka daga nema á föstudögum, þá lokum við kl. 15. (Fréttatilkynning) Lionsmótið í Bocda Hið árlega Bocciamót sem Lionsklúbburinn á Akranesi heíúr veg og vanda af var haldið í Iþrótta- húsinu við Vesturgötu sl. sunnudag. Mótið er haldið í samvinnu Lions- klúbbsins og íþróttafélagsins Þjóts. Alls komu um 110 manns að mót- inu sem þótti takast í alla staði mjög vel. Töluverður fjöldi áhorfenda leit við og fylgdust með keppninni en fleiri hefðu mátt mæta. því hæfúi keppenda í íþróttinni er alveg ein- stök og tekur sjálfsagt flestum ó- fötluðum ffam. Svo fór að lokum að IFR endaði í fyrsta sæti og Iþróttafélagið Ösp varð í öðm sæti. I þriðja sæti kom svo sveit Þjótar. I rennuflokki var IFR í fyrsta sæti, blönduð sveit IFR og Þjótar varð í öðm sæti og íþróttafélagið Ösp endaði í þriðja sæti. Að keppninni því, en Harðarbakarí og Nettó lokinni var boðið uppá kaffi og með lögðu til bakkelsið. HJH Lið Þjóts sem mdaði í þriíja sæti. Verðlaunahafar mótsins. Fulltrúar Vífifells, Verslun Einars Ólafssonar og Skagavers afhmtu gjaldkera Knattspymufélags ÍA ávísun uppd 348.000. krónur sl. þriðjudag. Upphœðin er afrakstur samstarfssamnings síðustu níu mánaða sem fyrrgreindir aðilar gerðu sín á milli. Samningurinn gmgur útá það að 5 krónur af andvirði hverrar tveggja lítra flösku af Coca-Cola rmna til knattspymufélagsins. A myndinni afhmdir Sveinn Amar Knútsson, eigandi Skagavers, Sigmundi Amundasyni, gjaldkera IA ávísunina. Með þeim á myndinni er Guðjón Guðmundsson, markaðsstjóri Vífilfells. HJH Fírzmokeppní í fótknattleík undín þokí Firma- og hópakeppni Knattspyrnudeildar Skallagríms í innanhúss knattspyrnu verður haldin í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi laugardaginn 17. nóvember n.k. Keppt verður í einum flokki, stórmeistaraflokki karla. Allir sem staðið geta óstuddir í báða fœtur hafa rétt til þátttöku. Hvert lið skal skipað fjórum leikmönnum og varamönnum eftir þörjum og markverðir eru vinsamlegast afþakkaðir. Skráningargjald er kr. 5.000 á lið sem greiðist áður en flautað verður til leiks. Þátttöku skal tilkynna í síma 892 - 4098fyrir fimmtudaginn 15. nóvember eða með tölvupósti: gisli@skessuhorn.is Knattspyrnudeild Skallagríms

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.