Skessuhorn


Skessuhorn - 23.10.2002, Side 11

Skessuhorn - 23.10.2002, Side 11
SIÖÍSSKíiíöBM MIÐVIKUDAGUR 23. OKTÓBER 2002 11 ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - Úrvalsdeildin í körfuknattleik Spenna í Ðorgarnesi allt til enda Skallagrímur - Snæfell: 63-65 Það var þétt setinn bekkurinn og gríðarleg stemmning í í- þróttahúsinu í Borgarnesi síð- astliðið sunnudagskvöld þegar Skallagrímur fékk Snæfellinga í heimsókn í alvöru grannaslag í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Leikir þessara liða hafa undan- tekningalítið verið fjörugir og spennandi í gegnum tíðina og ekkert gefið eftir. Það klikkaði heldur ekki á sunnudaginn og þótt þessi tvö lið séu á pappír- unum talin meðal hinna minni spámanna í deildinni þá ættu þau bæði að geta velgt flestum liðum undir uggum. Leikurinn var hraður og skemmtilegur allt frá upphafi og gríðarlega spenn- andi í lokin. Snæfellingar byrjuðu mun betur og leiddu mest allan fyrri hálfleikinn. Þeir komust meðal annars í 12 - 2 og eftir fyrsta leikhluta var staðan 20-11 fyrir Hólmarana. Skallagrímsmenn virtust frekar ráðvilltir og stirðir í upphafi og allt leit út fyrir að Snæfellingar ætluðu að ná í sín fyrstu stig í deildinni á frekar auðveldan hátt. Reyndin varð hinsvegar önnur og Borgnesing- ar bitu frá sér þegar leið á ann- an leikhlutann og fór þar fremst- ur í flokki Pétur Sigurðsson sem sýndi feikna baráttu og skoraði grimmt úr þriggja stiga skotum. í hálfleik voru Borgnesingar búnir að minnka muninn í þrjú stig, 37 - 40. Eftir þetta var jafn- ræði með liðunum og í lok þriðja leikhluta var staðan 50 - 50. í upphafi síðasta leikhlutans skutust heimamenn fram úr og náðu afgerandi forystu sem virt- ist ætla að duga þeim til sigurs. Það gekk hinsvegar ekki eftir því þá tók hinn feiknasterki leik- maður Snæfellinga, Lýður Vign- isson til sinna ráða og tryggði sínum mönnum stigin úr leikn- um með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndunum. Úrslitin urðu því 63 - 65 og vonbrigði á- hagenda Skallagríms sem troð- fylltu húsið leindu sér ekki. Bæði liðin léku mjög vel á köflum sem fyrr segir en þó svo- lítið gloppótt inn á milli. Nokkuð var um tapaða bolta og hreinan klaufaskap sem að hluta til hef- ur kannski skapast af þeirri spennu sem einkennir leiki þessara liða. Greinilegt er þó að þegar liðin eiga eftir að slípast betur saman þá eru þau til alls líkleg. [ liði Snæfells var Clifton Bush besti maðurinn og er hann án efa einn af bestu erlendu leik- mönnunum í deildinni. Hann var yfirvegaður í öllum sínum að- gerðum og öflugur undir körf- unni. Lýður átti einnig stórgóðan leik sem fyrr segir og sýndi feikna baráttu. Þá var Jón Ólaur Jónson mjög öflugur. Hlynur Bæringsson komst hinsvegar ekki mikið áfram gegn sínum gömlu félögum og lét það fara í skapið á sér þannig að hann var heppinn að vera ekki fyrir löngu búinn að fá sína fimmtu villu þegar flautað var til leiksloka. í liði Skallagríms var Pétur Sigurðsson bestur. Sigmar Eg- ilsson átti einnig mjög góðan leik og einnig áttu þeir Finnur Jónsson og Hafþór Ingi Gunn- arsson ágæta spretti. Erlendur Ottesen sýndi einnig að hann er efnilegur undir körfunni en svo stór og sterkur leikmaður ætti að nýtast mun betur með auknu sjálfstrausti og meiri grimmd. Þá átti Isak Hawkins ágætan leik þegar á leið en var seinn í gang og lék hörmulega í fyrri hálfleik svo ekki sé meira sagt. Það er greinilegt að þessi leikmaður getur gert verulegan usla ef hann beitir sér og ætti að geta unnið leiki upp á eigin spýtur en hugarfarið þarf þá að vera í samræmi við hæfileikana. GE Körfuknattleikur 2. deild ÍA byrjar vel Lið (A í körfuknattleik byrjar tímabilið í 2. deildinni með ágæt- um og er sem stendur í efsta sæti í sínum riðli með 4 stig eftir tvær umferðir. ÍA sigraði Ármann/Þrótt 58 - 42 í fyrstu umferðinni þann 12. október síðastliðinn. Hilmar Ö. Arnórsson var stigahæstur Skagamanna í leiknum með 10 stig, Trausti F. Jónsson skoraði 9, Halldór B. Jóhannesson skoraði 8 og Róbert Á. Jörgensen 7. Síð- astliðinn föstudag sigruðu Akur- nesingar síðan Fjölni C með mikl- um yfirburðum, 115 - 64 á Akra- nesi. Magnús Þ. Helgason var stigahæstur með 21 stig. Jó- hannes Helgason skoraði 17 og þeir Halldór B. Jóhannesson, Hilmar Ö. Arnórsson, Róbert Á. Jörgensen og Svanur D. Svans- son skoruðu 12 stig hvor. Næsti leikur ÍA er gegn Deigl- unni í Austurbergi næstkomandi laugardag. GE Kjörísbikar karla Vesturlandsliðin úr leik Bæði úrvalsdeildarliðin af Vesturlandi eru úr leik eftir fyrstu umferð kjörísbikarkeppninnar í körfuknattleik. Liðin töpuðu bæði heimaleikjum sínum eins og fram kom í síðasta blaði og í seinni umferðinni var það sama upp i á teningnum. Snæfellingar sóttu Tindastól heim og skemmst er frá því að segja að Stólarnir lögðu Snæ- fellinga í þriðja sinn á rúmri viku, í þetta sinn naumlega reyndar, 85- 82. Skallagrímsmenn sóttu Grind- víkinga heim og steinlágu í ann- að sinn, 82 - 66. GE Tölurnar - Skallagrímur Nr Nafn Mín HF STO STIG I 4 Finnur Jónsson 29 2 5 6 5 Hafþór 1. Gunnarsson 14 1 2 2 6 Ari Gunnarsson 18 2 2 3 7 Pálmi Þ. Sævarsson 16 1 0 0 8 Egill Ö. Egilsson 4 0 0 0 9 Erlendur Þ. Ottesen 19 2 1 0 i 10 Pétur M. Sigurösson 29 5 2 22 14 Isaac Hawkins 40 9 3 18 15 Sigmar P. Egilsson 31 4 3 12 1 Tölurnar - Snæfell Nr Nafn STIG 7 Jón Ó. Jónsson 10 8 Helgi R: Guömundsson 6 9 Hlynur E. Bæringsson 11 10 Sigurbjörn 1. Þóröarson 4 11 Clifton Bush 19 12 Lýöur Vignisson 15 Mynd: Svanur Ste ____________ arsson i Sundmót Ægis Aþena setti Akranesmet í 400m skriðsundi meyja 13 sundmenn frá S.A. tóku þátt í Sundmóti Ægis sem var haldið um helgina. Mótið var tekið sem æfing þar sem allir eru í fullri þjálf- un fyrir Bikarkeppnina sem fer fram í enda nóvember. Það var nokkuð Ijóst að sundfólkið var mjög þreytt eftir mjög harða æf- ingaviku og þar af leiðandi ekki mikið um góða tíma. í heild sinni mjög ásættanlegur árangur mið- að við hvar við erum stödd í æf- ingakerfinu og sýnir kannski best hvað sundfólkið hefur lagt hart að sér síðustu vikur. Liðsmenn Keilufélags Akraness stóðu sig frábærlega á Meist- aramóti ungmenna sem fram fór á dögunum. Alls tóku 50 krakkar þátt í mótinu þar af voru 18 frá Akranesi og spiluðu þau í 5 flokk- um af 10. Hópurinn gerði sér lítið fyrir og kom heim með 3 gull og 2 silfur. f 3.flokki drengja sigraði Sigurður Þ. Guðmundsson, í 2. flokki stúlkna voru Skagastelpur í tveimur efstu sætunum, Elísabet Rut Heimisdóttir sem sigraði og Hrafnhildur Harðardóttir, í 1. flokki stúlkna var síðan Álfheiður Ágústsdóttir í öðru sæti. Stærsta sigur mótsins vann þó Birgitta Þura Birgisdóttir í 3. flokki stúlkna. Birgitta var heilum 103 stigum á undan stúlkunni sem Aþena Ragna Júlíusdóttir synti vel á laugardaginn og setti Akra- nesmet í 400m skriðsundi meyja. Gamla metið átti Kolbrún Ýr og var það 5:03,35, nýja metið er 4:57,06. Til gamans má geta að metið hennar Kolbrúnar var einmitt sett á sama móti árið 1995. Ágúst Júlíusson stóð sig einnig vel þegar hann náði lágmarki í 200m baksundi fyrir íslands- meistaramótið sem fer fram í mars 2003. Tími Ágústar 2:36,81, lágmarkið er 2:37,00. Birgitta Þura Birgisdóttir keiludrottn- ing á Akranesi. lenti í öðru sæti og var aðeins 12 stigum frá íslandsmetinu. Birgitta endaði með 483 stig úr þremur leikjum en íslandsmetið er 495 Aþena Ragna Júlíusdóttir. Staöan í úrvaldsdeildinni í körfuknattleik Félag L U T Mörk Stig 1. UMFG 2 2 0 220:145 4 2. Haukar 2 2 0 175:144 4 3. KR 2 2 0 186:161 4 4. UMFN 2 1 1 148:165 2 5. Keflavík 2 1 1 173:161 2 6. Tindastóll 2 1 1 164:176 2 7. Breiðablik 2 1 1 204:190 2 8. ÍR 2 1 1 171:191 2 9. Snæfell 2 1 1 149:149 2 10. Skallagr. 2 0 2 144:151 0 11. Hamar 2 0 2 194:221 0 12. Valur 2 0 2 126:200 0 Staöan í A riöli 2. deildar í körfuknattleik Félag L U T Mörk Stig 1. ÍA 2 2 0 173:109 4 2. HK 2 2 0 146:112 4 3. Br.blik B 1 1 0 86:66 2 4. Keflav. B 0 0 0 0:0 0 5. Valur C 1 0 1 66:77 0 6. Árm./Þr. C 1 0 1 45:58 0 7. Deiglan 1 0 1 46:69 0 8. Fjölnir C 2 0 2 130:201 0 Meistaramót í keilu ungmenna -Birgitta 12 stigum frá íslandsmeti

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.