Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 1
Góð vika í körfuimi Vesturlandsliðin í úrvals- deildinni í körfuknattleik áttu góða daga í síðustu viku og unnu bæði sína leiki. Snæfellingar lögðu Breiða- blik í Hólminum og Skalla- grímur gerði sér lítið fyrir og náði í sín fyrstu stig í vetur með því að leggja topplið Grindavíkur að velli í Borg- arnesi. Það vakti mikla at- hygli að Valur Ingimundar- son þjálfari hafði tekið skóna af hillunni fyrir leikinn en hann hefur verið á hliðarlín- unni síðustu þrjú ár. Sjá bls 19 „You aint seen not- hin yet“ ,dVIitt fyrsta verk eftdr að ég var kjörinn rektor fyrir tæpum fjór- um árum var að bjóða þáverandi bæjarstjórn Borgarbyggðar hing- að og kynna mínar hugmyndir um framtíðaruppbyggingu hér á Bifföst. Það sem ég sýndi þeim var fimm ára plan um stækkun skólans og uppbyggingu aðstöðu sem við höfum unnið eftir síðan. Þessir ágætu bæjarfulltrúar tóku þessu ekki af mikilli alvöru, það verður að segjast eins og er. Menn kímdu út í annað og héldu greinilega að mig og okkur hér vantaði alla tengingu við raun- veruleikann. Fólk hafði enga trú á því að hér „úti á landi“ væri hægt að halda úti annarri starf- semi en frumframleiðslu. Það sem hefur háð okkur og ýmsum fleirum er að sveitarstjórnar- menn og stjórnmálamenn al- mennt hafa ekki litið á mennmn sem atvinnurekstur sem skapað gæti arð fyrir sveitarfélagið á ná- kvæmlega sama hátt og slátrun svína,“ segir Runólfur Agústsson rektor Viðskiptaháskólans á Bif- röst meðal annars í ítarlegu við- tali á bls 12 og 13. Mynd: GE Landnám laxfíska í Berjadalsá Rannsóknir sem starfsmenn Veiðimálastofnunar í Borgarnesi gerðu í Berjadalsá í október s.l. sýna að Atlantshafslax sé að nema land í Berjadalsá við Akranes. Rannsóknin var unnin af þeim Sig- urði Má Einarssyni og Bimi Theo- dórssyni að beiðni Antons Ottesen landeiganda að Ytra Hólmi. Berjadalsá á upptök sín í Akra- fjalli og er heildarlengd um 7 km. Berjadalsá telst hinsvegar fiskgeng run 2,5 km að Akrafjalli. Engar skipulegar veiðar hafa verið stund- aðar í ánni en undanfarin ár hefur sést lax í henni og hefur það nú ver- ið staðfest að hann er farinn að hrygna þar. Seiðabúskapur Berjadalsár var kannaður með rafveiðum þann 17. október sl. og byggjast niðurstöður rannsóknanna á þeim veiðum. I ánni fundust bæði laxaseiði og bleikjuseiði og samkvæmt skýrslu Veiðimálastofnunar var vöxmr seiðanna góður og þau mjög feit og vel haldin. I ánni fundust laxaseiði af náttúmlegum upp- mna og af því draga skýrsluhöfundar þá ályktun að Atlants- hafslaxinn sé að nema þar land. I skýrslunni segir ennfremur: „Berja- dalsá hefur ágæt skilyrði fyrir laxa- seiði hvað bomgerð snertir og seiðavöxt- ur er góður sem sýnir að áin virðist hafa allgóð skilyrði fyrir seiðauppeldi. Ain er hinsvegar lít- il að flatarmáli sem takmarkar stofn- stærðina Og þótt Anton Ottesen með laxaseiði úr Berjadalsá. laxastofh myndist í ánni gemr hann aldrei orðið stór. Aríðandi er að á meðan að lax er að nema land í ánni þá verði áin ffiðuð fyrir allri veiði og laxinum leyft að hrygna óáreitmm.“ GE "pil j iqp. ijy IAsldlar umtals- verðum hagnaði Aðalfundur Knattspyrnufé- lags IA var haldinn 31 .október síðastliðinn í salarkynnum fé- lagsins að Jaðarsbökkum. í árs- skýrslu félagsins kom fram að hagnaður rekstrarfélags mfl. og 2.flokks nam tæplega 6,4 milljónum fyrir tímabilið frá október 2001 til september 2002. Arið á undan var hagn- aðurinn 4,6 milljónir. I árs- byrjun 2001 vom skuldir fé- lagsins um 70 milljónir króna og má segja að gjaldþrot hafi blasað við. Sjá nánar á bls 19. GE Prófkjör um helgina Sjálfstæðismenn í Norðvest- urkjördæmi halda prófkjör sitt um helgina þar sem raðað verð- ur í efsm sætin á lista flokksins fyrir komandi Alþingiskosning- ar. Eftirfarandi einstaklingar eru í ffamboði: Jón Magnússon verkffæðingur, Vilhjálmur Eg- ilsson alþingismaður, Einar Oddur Kristjánsson alþingis- maður, Skjöldur Orri Skjaldar- son bóndi, Birna Lámsdóttir bæjarfulltrúi, Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður, Smrla Böðvarsson alþingis- maður, Ragnheiður Hákonar- dóttir bæjarfulltrúi, Guðjón Guðmundsson alþingismaður ogjóhanna Pálmadóttir bóndi. Mikil spenna ríkir vegna prófkjörsins enda keppa þarna m.a. fimm sitjandi þingmenn um þrjú til fjögur líkleg þing- sæti. Prófkjörið fer ffam á laug- ardag en talning fer ffam á sunnudag í veitingastaðnum Búðarkletti í Borgarnesi. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.