Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 19
SK2SSlfHÖBH MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 19 ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍPRÓTTIR - ÍÞRÓTTIR - Baráttusigur í Borgarnesi Skallagrímur - UMFG: 76-73 Síðastliðinn föstudag komu í hús fyrstu stig Skallagríms undir stjórn Vals Ingimundarsonar í úr- valsdeildinni og var það lang- þráður áfangi sem dyggir stuðn- ingsmenn liðsins fögnuðu ákaft í leikslok. Það var heldur ekki að undra því þótt menn hafi haft trú á að þess yrði kannski ekki langt að bíða að Skallarnir uppskæru árangur síns erfiðis, sérstaklega eftir að hafa tapað naumlega gegn |R og Snæfelli, þá voru kannski ekki margir sem bjuggust við að botnliðið myndi leggja toppliðið sem var fram að þessu ósigrað í deildinni. Skemmst er líka að minnast leikja þessara liða í eggjabikarnum þar sem Skall- arnir töpuðu samtals með tæp- lega 70 stiga mun. Þótt ekki væri ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur þá fór ekki á milli mála strax í upphafi leiks að hugarfarið var í lagi hjá heimamönnum. Þeir komu mjög grimmirtil leiks en samt sem áður byrjuðu gestirnir betur og leiddu með tveimur stigum eftir fyrsta leikhluta. Þegar Skallagrímsmenn höfðu fundið taktinn, leiddir áfram af þjálfaranum og aldursforsetan- um Val Ingimundarsyni, hafði Davíð tangarhald á Golíat sem hélt út leikinn. Staðan í hálfleik var 37 -35 og lokatölur urðu 76 - 73. Valur sagði í upphafi móts að menn þyrftu betri tíma til að átta sig á því að þeir væru komnir í úr- valsdeildina eftir að hafa undirbú- ið sig fyrir keppni í þeirri fyrstu. Það sást á föstudag að liðið er óðum að ná áttum og það sem hvað mestu munaði var að Isaac Hawkins virðist vera að komast í gírinn eftir afleita byrjun en hann sýndi fyrst á föstudag hvað í hon- um býr og á án efa þó nokkuð inni enn. Stuðningsfélag krabbameinssjúklinga á Akranesi og aðstandenda þeirra Stofnfundur veröur fimmtudaginn 7. nóvember n.k. kl. 20:00 í fundarsalnum aö Kirkjubraut 40, 3. hæð. Nánari upplýsingar í s. 431 5115 og 860 2057 Krabbameinsfélag Akraness og nágrennis Urslit í firma- keppni Bad- mintondeildar Skallagríms Firmakeppnin er ein aðalfjáröflun Badmintondeildarinnar. Nú í ár tóku 40 fyrirtæki þátt í firmakeppninni og færum við þeim fyrirtækjum okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Keppt var í þremur riðlum og þetta áriö unnu Vírnet, Tannlæknastofa Hilmis og Gunnar Jónsson. Þau fá nú á dögunum afhentan verðiauna- grip til eignar. Auk þess fá öll fyrir- tækin viðurkenningarskjat fyrir stuðninginn. (Fréttatilkynning) Hafþór í baráttunni eins og svo oft á föstudag. Mynd: Svanur Steinarsson Langbesti leikmaður vallarins var samt sem áður, að öðrum ólöstuðum, Hafþór I Gunnarsson sem fór á kostum og hefur á þessu keppnistímabili stimplað sig inn sem einn besti bakvörður landsins. Enda fara þar saman hæfileikar og hreinræktaður keppnisandi. Aðrir leikmenn Skalla- gríms stóðu sig einnig með prýði, Pétur skoraði grimmt að vanda og einnig var athyglisvert að sjá hversu drjúgur Sigmar var í fráköst- unum miðað við að vera ekki með hæstu mönnum á vellinum þó hann hafi oftast skorað meira en í þetta sinn. Sannarlega frábær árangur og gefur vonandi tóninn fyrir það sem koma skal að brjóta niður all- ar hrakspár fyrir tímabilið. Tölurnar - Skallagrímur Nr Nafn Mín HF STO STIG 4 Finnur Jónsson 20 1 2 1 5 Hafþór 1. Gunnarsson 29 2 4 26 6 Ari Gunnarsson 16 1 1 0 7 Pálmi Þ. Sævarsson 8 1 1 2 8 Egill Ö. Egilsson 13 1 1 3 10 Pétur M. Sigurðsson 32 5 2 19 13 Valur Ingimundarson 19 4 4 5 14 Isaac Hawkins 40 11 13 19 15 Sigmar P. Egilsson 23 8 6 1 V i faflkfakl ■ f/mnitm Glebifundur og dægurlagakeppni Ungmennafélags Reykdæla í Logalandi 16. nóvember. / verölaun eru stúdíótímar í bobi Sparisjóös Mýrasýslu og Péturs Hjaltested Auk annarra skemmtiatriöa mun hiö þjóökunna spaugskóld Bjartmar Hannesson flytja gamankvæöi um sveitunga sína. Hljómsveitin Stuöbandalagiö sér um undirleik dœguriagakeppninnar og leikur fyrir dansi. Húsib opnar klukkan 20:30 og skemmtunin hefst j stundvíslega klukkan 21:00. I Miðapantanir eru f sfma 435-1134 og 894-1284 frá og með miðvikudeginum 13. nóvember. Miðaverð kr. 2.500 Ungmennafélgg Reykdœla Sýnum HAFIÐ í Borgarnesbíó næsta sunnudags og mánudagskvöld kl. 20.00 Miðaverð 1000 kr. Oryggið uppmálað í Holminum Snæfell - Breiðablik: 95-81 Snæfellingar sýndu hvers þeir eru megnugir þegar þeir fengu Breiðablik í heimsókn síðastliðinn fimmtudag og unnu sinn fyrsta heimasigur í vetur, mjög sannfær- andi. Strax í upphafi leiks tóku heimamenn leikinn í sínar hendur og þar fór Jón Ólafur Jónsson fremstur í flokki en hann átti stór- leik og skoraði alls 28 stig í leikn- um. Snæfellingar keyrðu leikinn áfram með miklum látum og tókst vel að ráða við hraðann á meðan gestirnir vildu heldur vera á rólegu nótunum hefðu þeir fengið að ráða. Strax eftir fyrsta leikhluta var Snæfell komið með ellefu stiga forystu, 32 -21 og í hálfleik var staðan 52-41. Munurinn hélst áfram svipaður og eftir þriðja leik- hluta var staðan 75 - 59 en lokatölur urðu 95-81. Lið Snæfells virk- aði mjög traust og greinilegt að menn eru búnir að öðlast það sjálfstraust sem ætti hæglega að geta skapað liðinu sigur gegn hvaða andstæðingum sem er í deildinni. Auk Jóns Ólafs átti Hlyn- ur ágætan leik og Clifton Bush var að vanda traustur. Tölurnar - Snæfell Nr Nafn Mín HF STO STIG 5 Andrés M. Heiðarsson 6 0 0 0 7 Jón Ó. Jónsson 25 5 0 28 8 Helgi Ft: Guðmundsson 31 5 5 12 10 Sigurbjörn 1. Þórðarson 20 0 0 7 11 Clifton Bush 40 15 1 20 12 Lýður Vignisson 33 4 3 7 13 Daði H. Sigþórsson 9 1 0 0 14 Hlynur Bæringsson 36 14 1 21 % 4 < Reynslan telur alltaf Segir Valur Ingimundarson sem er búinn að taka skóna af hiliunni Það urðu margir hissa þegar leikur Skallagríms og Grindavíkur hófst á föstudag í Borgarnesi og í Ijós kom að þjálfara Borgnesinga vantaði á bekkinn þar sem hann er vanur að vera. Hann hafði þó ekki farið langt því í Ijós kom að hann var kominn í keppnistreyju og inn á völlinn. Valur sem varð fertugur í febrúar er leikreyndasti leikmaður landsins og sá lang stigahæsti frá upphafi. Hann hafði fyrir þetta tímabil leikið 384 leiki og skorað 7.227 stig en bætti við (safnið á föstudag. Valur hefur hinsvegar nánast ekkert leik- ið í deild í þrjú ár. „Það eru búin að vera veikindi hjá okkur og við erum búnir að missa einn mann, Erlend Ottesen sem er hættur, og við urðum ein- hvern veginn að mæta því. Ég hef hellings reynslu og hún telur alltaf þannig að við brugðum á þetta ráð,“ segir Valur. Aðspurður um leikinn á föstudag og hvort það hafi ekki komið á óvart að ná að leggja toppliðið eft- ir það sem á undan er gengið seg- ir Valur að svo sé ekki. „Það var al- veg viðbúið að við myndum byrja illa og ekkert við því að gera. Það hefur hinsvegar verið mikill stíg- andi í liðinu og við vorum óheppn- ir í tveimur leikjum. Það munar mikið um það núna að Isaac er að smella betur inn í þetta hjá okkur. Ég hef alltaf talið að hann gæti meira en við verðum að læra að spila upp á hann og hann þarf sömuleiðis að læra á okkur. Það er allavega of fljótt að afskrifa hann Valur á fullri ferð gegn Grindvíking-' * um. Mynd: Svanur Steinarsson enda hafa menn oft byrjað illa en síðan náð að festa sig í sessi. Ég minni á að á sínum tíma átti að reka Rodney Robinson en síðan varð hann einn besti leikmaður landsins næstu sjö ár þannig að það borgar sig að fara sér hægt.“ Þrátt fýrir góðan sigur er Valur ekki tilbúinn að taka stórt upp í sig varðandi framhaldið: „Liðið er í framför og þetta var góður sigur en ég ætla ekki að vera með neinar yfirlýsingar um framhaldið og við förum ekki á flug út af einum sigri. ^ Við höldum áfram að gera okkar besta. Meira fer ég ekki fram á.“ Hvað eigin áform varðar segir Val- ur ekki útilokað að hann eigi eftir að verða oftar í liðinu í vetur. „Ef ég tel mig getað hjálpað til þá spila ég, það er á hreinu," segir Valur. GE Bifreiðaflutningar Hálfdán Þórisson , Borgamesi s. 692 5525 /437 1699 í halfdant@simnet. is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.