Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. NOVEMBER 2002 >>>£uunu^: T^enninn ÍSKRAFT RAFIDNAÐARVERSLUN Ilmurafjólum Kvöldstund á Sveitasetrinu Grímsá er upplifun sem lýsir upp skammdegið. Ljúffengar veitingar, höfðingleg salarkynni og einstök náttúrufegurð. Kjöraðstæður fyrir einstaklinga og hópa til að njóta lífsins. Aðeins um klukkustundar akstur frá Reykjavík. Upplýsingar og pantanir í símum 894 5400 og 437 0083 www.grimsa.is • grimsa@grimsa.is JuiloKol # 10% afsláttur af gardínuhreinsun út nóvember Borgarbraut 55, Borgarnesi. S: 437 1930 Smiðjuvegi 5 - Kópavogi - S. 535 1200 Hjalteyrargata 4 - Akureyri - S. 455 1200 EIÆJÖRN^) Hitablásarar Sterkir og öflugir hitablásarar fyrir t.d. O Bílskúrinn O Hesthúsið O Vinnustaðinn Til betri verka Mangar stærðir Gott verð! Nú líður að kjördegi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur- kjördæmi þann 9. nóvember næst- komandi. Mikil spenna ríkir með- al allra flokka í nýja kördæminu okkar vegna röðunar á lista flokk- anna fyrir alþingiskosningarnar þann 10. maí í vor. Allar líkur benda til þess að Sjálfstæðisflokk- urinn verði einn flokka í kjördæm- inu, sem gefur öllum stuðnings- mönnum flokksins tækifæri til að hafa áhrif á röðun á lista flokksins með opnu prófkjöri. Kjördæmis- þing Sjálfstæðisflokksins tók þessa ákvörðun á síðasta kjördæmisþingi með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. Með þeirri ákvörðun voru trúnaðarmenn flokksins í kjör- dæminu að taka ótvíræða afstöðu til þess, að í framtíðinni verður úr okkar röðum litið á kjördæmið sem eina órofa heild. Sjálfstæðis- menn í Norðvesturkjördæmi munu líta á hagsmunamál ein- stakra svæða í kjördæminu sem hagsmunamál heildarinnar og sýna það í verki, að flokkurinn mun starfa heill að velferð íbúanna hér. Ekki er því að leyna að með nýrri kjördæmaskipan koma ffam vandamál vegna fækkunar þing- manna Norðvesturkjördæmis. Þessi fækkun þingmanna kristall- ast í þeirri baráttu sem fer fram innan allra stjómmálaflokka í kjör- dæminu um þessar mundir. Það er óhjákvæmilega erfið staða fyrir frambjóðendur að þurfa að berjast við samherja sína um efstu sæti listanna og þar með þingsæti til framtíðar. Prófkjörsbarátta sjálf- stæðismanna ber ótvíræðan keim af þessari nýju stöðu í breyttu um- hverfi. Hér berjast kunningjar og samherjar um hylli smðnings- manna flokksins til að hljóta brautargengi í prófkjörinu 9. nóv- ember. Kjósendur fara ekki var- hluta af þeirri baráttu, því aldrei fyrr hefur þingmönnum brugðið jafn oft fyrir á götum bæjarfélaga, á vinnustöðum, bryggjum, kaffi- húsum og við bæjardyr sveitabýla. Póstkassar og bréfalúgur fyllast af glansbæklingum frambjóðenda og allir bera þeir hag íbúanna sér mest fyrir brjósti. Frambjóðendur finna nú til skyldleika við gleymd- ar fjölskyidur, rifja upp gamlan kunningsskap og greiðasemi og hjörtu þeirra slá í takt með ungum jafnt sem öldnum kjósendum. Þessu ber að fagna og er eðlilegur hluti af þeirri baráttu sem nú fer ffam við hverja fótskör í okkar ágæta kjördæmi. Hins vegar má ekki gleymast, að við sem búum í kjördæminu og þekkjum það betur en aðrir lands- menn, að ástand og þróun í kjör- dæminu er langt frá því að vera noklcur glansmynd. Þeirri þróun verður aðeins lýst með grjóthörð- um staðreyndum og raunsæis- hugsun í stað útþynntra slagorða. Við sem ætlum okkur að búa hér til framtíðar og hafa lífsviðurværi okkar af atvinnulífi svæðisins er það ódulin staðreynd, að stórefla þarf atvinnulíf í kjördæminu bæði til sjávar og sveita. Þess vegna er það brýnt nú sem aldrei fyrr, að í forystusveit okkar á alþingi veljist fulltrúar sem eru reiðubúnir að láta hendur standa ffam úr ermum í uppbyggingu atvinnulífs í Norð- vesturkjördæmi. Til þess að svo megi verða þurfa þingmenn okkar að hafa reynslu og þekkingu af at- vinnulífi kjördæmisins og vera menn til þeirra verka sem af þeim verður krafist á komandi árum. Ég er stoltur af því að vera með í hópi úrvalsfólks sem skipar framboðslista Sjálfstæðisflokksins til prófkjörs næstkomandi laugar- dag. Með framboði mínu lýsi ég vilja til verka og jafhffamt undir- strikar það staðfasta trú mína á framtíð þessa kjördæmis. Hér ætla ég að búa og starfa til framtíðar og það er mín sannfæring, að stækkun á liðsheild okkar með nýrri kjör- dæmaskipan, geti reynst okkur íbúum þessa kjördæmis öflugt vopn í baráttunni til betri lífsgæða. Að lokum hvet ég allt stuningsfólk Sjálfstæðisflokksins að nota rétt sinn til áhrifa við val frambjóð- enda á lista flokksins næstkomandi laugardag. Með ykkur búum við baráttusveit til betri verka. Jón Magnússon frambjóðandi til prófkjörs ElNAR öDl Einar Odd í öruggt sæti! 9. N0VEMBER prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi Stuðningsmenn www.einaroddur.is - einar@einaroddur.co.is Fundarboð Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vesturlands verður haldinn í Maríukaffi í nýja safnaskálanum að Görðum á Akranesi kl. 16.00 fimmtudaginn 14. nóvember. Þeir sem þess óska geta fengið fría leiðsögn um söfnin á safnasvæðinu milli kl. 15 og 16. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar - (Efni lagabreytinga má finna á www.vesturland.is/ferdamal) 3. Onnur mál Stjórnin

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.