Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 ^kiasunuK.] Blindaðist af ljóskösturum Síðasliðinn föstudag varð árekstur á Holtavörðuheiði þar sem tveir bflar rákust saman en óhappið má rekja til þess að bíl- stjóra vörubifreiðar á norðurleið ljáðist að slökkva á kösturum á toppi bifreiðarinnar. Afleiðing- arnar urðu þær að bflstjóri fólks- biffeiðar á suðurleið blindaðist af ljósgeislanum og nauðheml- aði með þeim afleiðingum að önnur bifreið lenti aftan á hon- um. Engin meiðsli urðu á fólki en fólksbifreiðarnar tvær eru nokkuð skemmdar. Bílstjóri vöruflutningabifreiðarinnar á yfir höfði sér kæru vegna atviks- ins. GE Lækkaður hámarkshraði Dómsmálaráðuneytið hefur ákveðið að fengnum tillögum frá vegamálastjóra að hámarks- hraði á þjóðvegi nr. 503, Innnes- vegi ffá Ytra-Hólmi að Lindási verði 70 km/klst. Einnig hefur verið ákveðið að á sama vegi skuli hámarkshraði frá Lindási að þéttbýlismörkum við Leyni lækka í 50km/klst. GE Nýtt framboð Birkir Þór Guðmundsson framkvæmdastjóri Islenskrar Orkuvirkjunar í Reykjavík hefur tilkynnt um framboð á iista Framsóknarflokksins í Norð- vesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Birkir er 38 ára, uppalinn að Hrauni á Ingj- aldssandi og hefur lengst af búið á Vestfjörðum. Raðað verður í efstu sætin á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi með kosn- ingu á tvöföldu kjördæmisþingi sem haldið verður að Laugum í Sælingsdal þann 16. nóvember n.k. GE / Oánægðir leigjendur á Höfóabrautinni Samkvæmt heimild- um Skessuhorns ríkir mikil óánægja hjá flest- um íbúum fjölbýlishúss- ins við Höfðabraut 14- 16. Vilja íbúar meina að verktakinn sem keypti blokkina af Akranes- kaupstað á sínum tíma hafi staðið sig vægast sagt illa í þeim endur- bótum á húsinu sem lof- að hafði verið. Margrét Agústsdóttir, formaður húsnefndar, sagði í samtali við Skessuhorn að ástand íbúðanna hafi versnað til muna eftir að verktaka- fyrirtækið Verkvík keypti blokkina og hóf endurbætur. „ Þegar að nýir eigendur tóku við var byrjað á því að hækka leiguna um 10 þúsund krónur og gera þriggja mánaða leigusamning. Okkur var einnig tilkynnt það að leigan myndi síðan hækka l.maí því þá yrði endurbótum að mestu lok- ið. Því fór fjarri. Það er rétt að það var hafist handa við mörg verk, s.s. á svölunum, gluggum og öðru til- fallandi. Ekkert af þessum verkum var hinsvegar klárað og eru margar íbúðir enn með plast fyrir sumum gluggum í stað glers. Síðan var ekk- ert unnið við blokkina í sumar en engu að síður var leigan hækkuð í ágúst þrátt fyrir að fátt ef nokkuð hefði staðist af því sem var lofað. Það stendur í lögum að ef leigjend- ur hafi verið samningslausir í þrjá mánuði eða meira, eins og var með okkur, þá er litið svo á að gamli samningurinn sé langtímasamning- ur og honum er ekki hægt að segja upp nema með sex mánaða fyrir- vara. Þessi reglugerð er virt að vettugi." Margrét segir að auk þess sem gluggarnir séu stórt vandamál hjá flestum er það ekki það eina. Mikil vandræði hafa einnig verið með ofnana í mörgum íbúðunum. „Kranarnir á flestum ofnunum héma eru handónýtir. Maður verð- ur að hafa þá í botni öllum stundum ef einhver hiti á að haldast á þeim. Ef maður stillir á fjóra verða þeir strax ískaldir. Þá er rafmagnið FJÖLBRAUTASKÓU VESTURLANDS Á AKRANESI Fjölbrautaskóli Vesturlands auglýsir Innritun fyrir vorönn 2003 Umsóknarfrestur um nám á vorönn 2003 er til , 22. nóvember. A vorönn er hægt að hefja nám á eftirtöldum námsbrautum: einnig mjög vafasamt. Hjá mörgum slær út í rigningu, ekkert útiljós virkar og þá er ekkert ljós á göng- unum. Síðan fær maður alltaf sömu svörin þegar maður kvartar „það er rafvirki á leiðinni, hann kemur effir helgi.“ Maður er löngu hættur að taka mark á nokkru sem þessir menn segja.“ Margrét hefur líka margt við vinnubrögðin að athuga þegar að eitthvað er gert. „Þegar hafist var handa við að skipta um gler í íbúð- unum var gamla glerinu bara hent beint niður af svölunum á lóðina fyrir neðan. A endanum fengum við heilbrigðis- og byggingarfulltrúa til að gera athugasemdir við þessi vinnubrögð og þá loksins var þetta þrifið upp. Svo hafa framkvæmdir staðið við húsið fram yfir miðnætti. Við þurftum einu sinni að hringja á lögguna þegar klukkan var langt gengin í eitt en þá var verið að mála blokkina og til verksins var notast við stóran kranabíl með tilheyrandi hávaða.“ Gtmnar Pémr Amason, eigandi verktakafyrirtækisins Verkvík, var ómyrkur í máli þegar Skessuhorn bar undir hann kvartanir íbúanna. „Ef fólki líkar ekki að búa hérna ætti það bara að flytja eða að hætta þessu væli. Það er enginn neyddur til að vera hérna og öllum er ffjálst að fara. Þeir sem kjósa að búa áfram verða hinsvegar að sætta sig við ástandið. Eg tók það skýrt ffam við íbúana að það yrði erfitt að búa í blokkinni á meðan á framkvæmd- um stæði þar sem framundan væri mikið verk við að koma blokkinni í stand. Það er verið að gera við blokkma og auðvitað eru ekki allir hlutir í lagi. Ég tók við einhverju félagsmálafólki af bænum þegar ég keypti blokkina og ég nenni ekki að sjá um að sinna félagsmálastörfum fyrir bæjaryfirvöld. Mikið af því fólki sem er að kvarta núna grátbað mig um að fá leigða íbúð, enda er leigan hjá mér lægri heldur en gengur og gerist, en um leið og það er flutt inn þá byrjar það að kvarta. Það er stöðugt verið að hringja í mig og biðja um íbúðir og þá segist fólk sætta sig við lélegar íbúðir og töluvert ónæði en um leið og það er flutt inn kemur annað hljóð í strokkinn. Ég er einnig mjög undr- andi á því ef fólk telur að ástandið hafi ekki batnað eftir að ég tók við blokkinni því mikið hefur verið gert. Viðgerðir á blokkinni verða samt ekki gerðar effir óskum íbúa. Fyrst klára ég húsið að utan áður en ég geri við það að innan. Síðan hef ég átt í töluverðum vandræðum með fólk sem hefúr ekki staðið í skilum með leiguna og hússjóð. Dæmi eru um að fólk hafi labbað út úr íbúðunum með margra mánaða leiguskuld. Ég vil þó taka það fram að þetta er ekki algilt um alla íbúana hér því sumir eru gott fólk sem kvartar ekki og borgar leiguna á réttum tíma og reyndar hefúr borið minna á áðumefndu ástandi efdr því sem á hefur liðið. Það er þó nokkuð ljóst að þegar að framkvæmdum við blokkina lýkur þá verður mörgum íbúunum sagt upp leigusamningi og þær íbúðir seldar.“ Gunnar sagði ennfremur að framkvæmdir við blokkina væru nú í fullum gangi og reiknaði hann með að húsið yrði tilbúið að utan fyrir áramót. Aðspurð um þessar fullyrðingar Gunnars um að leigjendur borgi leiguna seint og illa sagði Margrét það vera fyrirslátt hjá honum. „Ef við borguðum ekki leigu af hverju er hann þá ekki búinn að henda okkur út? Það var ein kona hérna sem ég veit að borgaði ekki leiguna sína en hún er flutt annað.“ íbúar Höfðabrautar 14-16 hafa skrifað húsleigjendafélaginu bréf þar sem óskað er eftir áliti þeirra hvernig best sé að snúa sér í þessu máli. HJH Verðlaun fyrir fyrstu skáld- söguna Sigurbjörg Þrastardóttir Skáldkonan Sigurbjörg Þrast- ardóttir frá Akranesi hlaut bók- menntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar í ár fyrir handrit að skáldsögunni Sólarsögu. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri Reykjavíkur afhenti verð- launin við hátíðlega athöfn í Höfða á föstudag. Sigurbjörg hefúr gefið út tvær ljóðabækur en Sólarsaga sem væntanleg er í bókaverslanir inn- an tíðar er fyrsta skáldsaga þessa unga höfundar. Sagan fjallar um unga íslenska stúlku sem býr í er- lendri stórborg og ratar í ákveðna erfiðleika sem hún tekst á við með sínum hætti. GE Norræn bókasafrtavika Hin árlega norræna bóka- safnavika hófst með formlegum hætti á mánudagskvöldið en hún stendur til lO.nóvember. Á meðan á vikunni stendur verður á bókasafni Akraness sýning á norrænum bókmennt- um og efni ffá Norræna félag- inu á Akranesi. Þema ársins að þessu sinni er; norðrið hefúr orðið, en Norðurlandaráð fagnar um þessar mundir 50 ára afmæli sínu. Á bókasafni Akra- ness var bókasafnavikan sett með sama hætti og á öllum Norðurlöndunum, slökkt var á rafljósum og við skin kertaljóss var smásagan Töfralampinn eftir William Heinesen lesin. Auk þess lásu Helga Gunnars- dóttir og Ásdís Sigtryggsdóttir Jólatréð eftir Tove Janson og Jónína Magnúsdóttir söng og spilaði nokkur lög fyrir fjöl- marga gesti sem mættir voru. HJH Almennt nám: Almenn námsbraut Bóknámsbrautir til stúdentsprófs: Félagsfrœöabraut - Málabraut - Nátturufrœöibraut , Starfstengdar brautir: Iþróttabraut - Uppelaisbraut - Viöskiptabraut Viöbótarnám til stúdentsprófs: Eftir 2ja ára starfstengt nám - Eftir 3ja ára starfstengt nám Umsóknareyðublöð má fá í skólanum (send ef óskað er). Einnig er hægt að prenta þau út af heimasíðu skólans www.fva.is. Upplýsingar um nám í FVA eru veittar í síma 431 -2544. A neimasíðu skólans eru einnig allar nauðsynlegar upplýsingar. Slóðin er: www.fva.is Skólameistari Hin árlega tónlistarkeppni nemendafélags Fjólbrautaskóla Vesturlands, NFFA, fór fram í Bíóhöllinni á Akranesi sl. fóstudag. Tónlistarkeppnin, sem nú bar nafniö Hetjurokk, er ordinn af stœrstu menning- arviöburðum Akraness ár hvert enda mik- ið lagt í keppnina, bœði af aðstandendum svo og keppendum sjálfum. Aðþessu sinni varð hljómsveitin Fóður hlutskörpust en þeir áttu einnig besta lag- ið; Fokk it, og besta sóngvarann Sturlu Birgisson sem að auki hlaut viðurkenn- ingujýrir bestu sviðsframkomuna. Besti bassaleikari keppninnar varAxel Freyr Gislasm í Universal Monster, besti gt'tar- leikarinnar var Einar í Zeus, besti trommarinn var valinn Bjarki í Crez og þá var Hallur í Zeus talinn manna hœf- astur á hljómborðinu. Að keppni lokinni var stórdansleikur á sal Fjólbrautaskólans þar semjet Blackjoe spilaði en útvarps- stjaman Oli Palli hitaði upp jyrir hljóm- sveitina með því að þeyta skíjum um stund. HJH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.