Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 'Petuútui Sterka menn tilforystu! t Nú líður að prófkjöri Sjálfstæð- ismanna í Norðvesturkjördæmi. Þá munu kjósendur í kjördæminu velja þá sem leiða munu lista flokksins í komandi Alþingiskosn- ingum. I dag eru tveir öflugir menn í forystu fyrir flokkinn á Vesturlandi, þeir Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra og Guð- jón Guðmundsson, alþingismaður. I 12 ár hafa þeir unnið að hags- munum íbúanna og er það von mín að svo verði áffam í nýju Norðvesturkjördæmi. Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, hefiir verið í ffamvarðar- sveit Sjálfstæðisflokkinsins á Vest- urlandi nú á þriðja áratug. I hans tíð hefur fylgi við flokkinn farið vaxandi. Síðastliðið vor náði Sjálf- stæðisflokkurinn á Vesturlandi af- gerandi árangri f sveitarstjómar- kosningum. Því er ástæða tdl að taka undir orð Össurar Skarphéð- inssonar, sem hann lét falla þá kosninganótt, að þessi sigur væri einnig Sturlu Böðvarssonar. Sturla hefur í gegnum tíðina verið einn aðalhvatamaður aukinnar sam- vinnu sveitarfélaga á Vesturlandi. Sem bæjarstjóri í Stykkishólmi, formaður Héraðsnefndar og Sam- taka sveitarfélaga á Vesturlandi lagði hann ásamt öðrum grunninn að því farsæla samstarfi sem er milli sveitarstjórnarmanna á Vest- urlandi í dag og er grandvöllur þess stöðugleika sem ríkir í kjör- dæminu. Einnig hefur hann sem sam- gönguráðherra stuðlað að miklum samgöngubótum á Vesturlandi. Guðjón Guðmundsson hefur á sl. þremur kjörtímabilum unnið af miklum heilindum að málefnum kjördæmisins. Allir sem til hans þekkja vita að reynsla hans og þekking sem sveitarstjómarmaður til margra ára og svo alþingismað- ur er mikil og nauðsynlegt er að tryggja að Alþingi Islendinga muni áffam njóta krafta hans. Guðjón hefur einnig sl. ár setdð í stjóm Byggðastofnunar og þekkir því vel til á öllu landinu og hefur í kraftd setu sinnar í stjórninni staðið vörð um hagsmuni landsbyggðarinnar. Saman hafa Sturla og Guðjón unnið að hagsmunum sjávar- byggðanna á Vesturlandi sem hafa átt í vök að verjast á síðustu áram. Sturla og Guðjón hafa sýnt það í starfi sínu að þeir era ávallt í nánu sambandi við kjósendur sína og leggja sig fram við að fylgjast vel með því sem er að gerast heima í kjördæminu. Sturla og Guðjón hafa einnig verið í góðu sambandi við sveitarstjómarmenn og saman hafa þeir unnið vel fyrir kjördæm- ið. Þeir hafa í störfum sínum sem þingmenn og ráðherra aðstoðað sveitarstjórnarmenn við að ná fram ýmsum hagsmunamálum íbúana í kjördæminu. Kjördæmið þarf leiðtoga sem láta sig málefnin skipta, láta verkin tala og sinna kjósendum sínum, menn sem leggja sig ffam við að þekkja íbúana og era í beinu sam- bandi við kjósendur. Kjósendur í Norðvesturkjör- dæmi! Af ffamansögðu hvet ég ykkur til að sameinast um að kjósa Sturlu Böðvarsson í 1. sæti og Guðjón Guðmundsson í 3. sæti í opnu prófkjöri flokksins sem fram fer 9. nóvember nk. Með sterka menn í forystu er hagsmunum kjördæmisins best borgið. Asbjöm Óttarsson Smefellsbæ vfK. 'Pmtúnn Fjölbreyttara atvinnulíf- öflugri samfélög Mikilvægi þess að efla lands- byggðina hefur verið mikið í um- ræðunni á undanförnum áram. Þeir sem þátt hafa tekið í þeirri umræðu virðast sammála um að aðgerða sé þörf til eflingar á at- vinnumöguleikum landsbyggðar- innar og fjölgunar íbúa. Itrekað hafa verið samþykktar ályktanir á Alþingi um þetta mikilvæga mál. I þingsályktun um stefnu í byggða- málum 2002-2005 er m.a. lögð áhersla á aðstoð við byggðarlög á landsbyggðinni, styrkingu bú- setuskilyrða og fjölbreyttara at- vinnulíf. Þrátt fyrir ýmsar að- gerðir til að ná markmiðum Al- þingis er fullljóst að það starf þarf að verða mun öflugra og mark- vissara svo viðunandi árangur ná- ist. Nauðsynlegt er að gera lands- byggðina að raunhæfum valkosti. Megináherslu þarf að leggja á efl- ingu atvinnulífs, menntun íbúa og styrkingu samfélaga. Oflugt at- vinnulíf er framskilyrði fjölgunar íbúa og styrkingu samfélaga. Ein leið til eflingar atvinnulífs á landsbyggðinni er í gegnum skattkerfið. Má þar nefna trygg- ingagjald rekstraraðila, virðis- aukaskatt og þungaskatt. Afnám eða lækkun þungaskatts, lægra tryggingagjald fyrirtækja á lands- byggðinni og aukið jafnræði í virðisaukaskattbyrði neytenda í landinu leiðir ekki einvörðungu til aukinna umsvifa í rekstri fyrir- tækja úti á landi heldur einnig ti! eðlilegra jafnvægis í lífskjörum einstaklinga. Atvinnuþróunarfélög gegna veigamiklu hlutverki í eflingu at- vinnulífs. Víðtæk og öflug aðstoð við fyrirtæki og hverskyns fram- kvöðlastarfsemi er afar dýrmæt ef árangri skal ná í nýsköpun og fjöl- breytni í atvinnulífinu. Því þarf að efla staðbundin atvinnuþróun- arfélög og mynda þannig þéttrið- ið stuðningsnet við þann rekstur sem fyrir er og þá aðila sem fást við nýsköpun í atvinnumálum. Fjármagn til byggðamála þarf því í auknum mæli að renna til at- vinnuþróunarfélaga vítt og breitt um landið. Aðgengi frumkvöðla að fjár- magni þarf að skoða sérstaklega. I kjölfar samdráttar á hlutabréfa- markaði virðist erfiðara fyrir frumkvöðla að afla fjármagns til þróunar og uppbyggingar. Heild- stætt og öflugra styrkja- og lána- kerfi fyrir fyrirtæki í nýsköpun er því nauðsynlegt svo efla megi at- vinnulíf á landsbyggðinni. Hærra menntunarstig á lands- byggðinni er afar þýðingarmikið til að ná árangri í eflingu samfé- laganna og nauðsynlegt að grípa til hvetjandi aðgerða í því sam- bandi. Lengri endurgreiðslutími námslána hjá þeim einstaklingum sem búsettir era á landsbyggðinni er ein leið til að ná markmiðum um aukið menntunarstig. Ljóst er að slík leið felur í sér ójafnræði meðal einstaklinga en í þessu samhengi er hér um að ræða já- kvæða mismunun sem getur talist nauðsynleg. Við eflingu atvinnulífs, mennt- unar og samfélaga er sérlega að- kallandi að skapa möguleika til öflugra rafrænna gagnaflutninga og nýta sér jafnframt þá gríðar- legu möguleika sem felast í allri tölvu- og upplýsingatækni. Þannig verður hægt að byggja upp mannauð á landsbyggðinni með sköpun tækifæra á sviði menntunar og atvinnu óháð bú- setu og einstaklingar geta náð markmiðum sínum á því sviði hvar sem er á landinu. Oflug menntun á framhalds- og há- skólastigi með fjarkennslu og hverskyns fjarvinnslu er orðin að raunhæfum möguleika sem þarf að nýta til fullnustu. Tölvu- og upplýsingatæknin hefur stytt allar vegalengdir innanlands sem og milli landa þannig að nú skiptir minna máli hvar fólk býr. Við skulum ávallt hafa í huga að fjöl- breytni í atvinnulífi gerir efnahag byggðanna stöðugri og eykur flóra mannlífsins. Elín R. Líndal gefur kost á se'r í 3. sœti Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðjón í öruggt sæti I prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem fram fer nk. laugardag er úrval af góðu fólki í framboði. Það er vísbend- ing um styrk flokksins í kjördæm- inu. Guðjón Guðmundsson al- þingismaður sækist eftir öraggu þingsæti í þessu nýja kjördæmi. Við undirrituð hvetjum stuðn- ingsfólk Sjálfstæðisflokksins á Akranesi til að taka þátt í próf- kjörinu og tryggja Guðjóni ör- uggt kjör. Guðjón Guðmundsson hefur um árabil verið þingmaður Vest- urlandskjördæmis og getið sér gott orð fyrir störf sín á Alþingi. Guðjón hefur víða komið við í flokksstarfinu og oft valist til for- ystu í einstökum málaflokkum. I þingmannsstörfum sínum hefur hann tekist á við ólík verkefni at- vinnulífsins á sviði iðnaðar, sjávar- útvegs og landbúnaðar. Iþrótta- og æskulýðsmál era honum hug- leikin. Hann var um árabil for- ystumaður í íþrótta- og æskulýðs- starfi á Akranesi. Guðjón er nú formaður íþróttanefndar ríkisins. Guðjón nýtur mikils trausts innan þingflokksins. Hann er einn varaforseta Alþingis. Guðjón er stjómmálamaður sem lætur verk- in tala án þess að auglýsa það sér- staklega í fjölmiðlum. Hann er maður sem vex af verkum sínum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akraness nú og á síð- asta kjörtímabili þekkja vel til starfa Guðjóns og aðkomu hans að málefnum sem snerta Akranes. Þar hafa eðliskostir hann komið skýrt ffam; pólitísk afstaða fólks skiptir hann engu. Guðjón er því svo sannarlega maður fólksins. Akurnesingar! Fjölmennum í prófkjörið á laugardag og tryggj- um Guðjóni brautargengi. Hann er maður sjálfstæðra skoðana og hikar ekki við að fylgja sannfær- ingu sinni. Guðjón er traustsins verður! Gunnar Sigurðsson Sæmundur Víglundsson Guðrún Elsa Gunnarsdóttir Sævar Haukdal Jón Gunnlaugsson Hallveig Skúladóttir Þórður Þórðarson Eydts A ðalljömsdóttir Pe'tur Ottesen Elínbjörg Magnúsdóttir 'Pejiiútui íbmþing í Dalabyggð Dalaþing í Dalabyggð er að fara í gang stefnumótunarvinna á vegum sveitarfélagsins. Sveitarstj órnin hefur skipað stýrihóp tdl að gera tillögur um tilhögun verkefnisins. Formaður stýrihópsins er Finn- bogi Harðarson en Sigurður Þor- steinsson, viðskiptaffæðingur mun verða heimamönnum leiðbeinandi og ráðgefandi. Hann hefur áður unnið að svipuðum verkefnum fyr- ir sveitarfélög og fyrirtæki. Verkefnið byggist í raun á því að ieita svara við eftirfarandi þremur lykilspumingum: 1. Hvar emm við núna? 2. Hvert viljum við stefna? 3. Hvemig komumst við þangað? Stefnt er að því að íbúar sveitar- félagsins taki veralegan þátt í stefnumótuninni og í þeim tilgangi verða haldin íbúaþing í lok nóvem- ber og aftur f janúar. Slík þing era að breskri fyrirmynd en þar í landi eiga þau sér langa hefð. Hér á landi hafa til skamms tíma verið haldin nokkur vel heppnuð íbúaþing og þykja þau skapa aukna samstöðu og sátt á meðal íbúanna um mark- mið og leiðir. íbúaþingin okkar munu nefnast Dalaþing. Þar verða íbúarnir hvattir til að koma og hafa áhrif með því að koma sínum hugmynd- um að. A Dalaþingi verður unnið í hópum að ákveðnum málaflokkum og verður öllum ffjálst að velja sér málaflokk til að starfa í, einn eða fleiri. Gefin verður lýsing á núver- andi ástandi mála í hverjum mála- flokki og síðan verður reynt að fa ffam eins mikið af hugmyndum og hægt er um það hvað hafa eigi að leiðarljósi í samfélagi okkar, hver markmiðin eigi að vera og um mögulegar leiðir að þeim. Unnið verður hratt en þó mun fara ffam nokkur umræða um þær tillögur sem ffam koma og þær flokkaðar. Eins og áður segir hefúr verið á- kveðið að þingin verði tvö. Stefnt er að því að halda Dalaþing hið fyrra laugardaginn 30. nóvember og við í stýrihópnum höfúm lagt drög að þeim málaflokkum sem þá verða teknir fyrir en það era: At- vinnumál önnur en landbúnaðar- mál (landbúnaðinn yrði fjallað um á seinna þinginu), ferða-, sam- göngu- og menningarmál og fé- lags-, æskulýðs- og íþróttamál ásamt málefnum aldraðra. Loks er gert ráð fyrir fjórða hópnum þar sem unglingum verði boðið að fjalla um öll áðumefnd mál og enn fleiri eftir því sem áhugi þeirra stendur til. Að loknu Dalaþingi mun svo fara ffam áffamhaldandi vinna þar sem unnið verður úr tillögunum. Hvatt verður til þess að vinnuhóp- amir hittist aftur og sldli ffekari niðurstöðum eða úrvinnslu til stýrihópsins. Allar niðurstöður verða rækilega kynntar íbútmum. Nánar verður gerð grein fyrir stefnumótunarvinnunni síðar en á þessu stigi vil ég fyrst og fremst vekja athygli ykkar íbúanna á Dalaþingum og eindregið hvetja ykkur til að koma og taka þátt í vinnunni við að móta ffamtíð okk- ar. Ibúar nágrannasveitarfélaganna era að sjálfsögðu velkomnir enda geta sjónarmið og tillögur þeirra nýst okkur í Dalabyggð auk þess sem sú stefnumótun sem hér verð- ur unnin getur skipt þá máli. Dag- skrá Dalaþings hins fyrra verður auglýst fljótlega. Þórður Ingólfison, þátttakandi í nefndum stýrihópi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.