Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 jiusvnu^.] Valdimar Þorvaldsson Starfsmannafélag Akraness fagnaði á dögunum fimmtíu ára starfsaftnæli fé- lagsins. Boðið var til mikillar veislu í sal Fjölbrautaskóla Vesturlands á laugardag- inn af því tilefni. Valdimar Þorvaldsson, formaður St.Ak. er gestur Skráargatsins þessa vikuna. Nafii: Valdimar Þorualdsson Fæóingardagur og ár: 24.11.1954 Starf: UmsjónarmaSur Sorpmála á Akranesi Fjölskylduhagir: í sambúð með Oddný Valgeirsdóttur, við eigum jjögur böm og tíu bamaböm Hvemig bíl áttu? Toyota Corolla Uppáhalds matur: Hamborgarhryggur Uppáhalds drykkur: Kaldur Tuborg grön Uppáhalds sjónvarpsefni: Fréttir Uppáhalds sjónvarpsmaður: Jón Arsæll Uppáhalds leikari innlendur: Sigurður Sigurjónsson Uppáhalds leikari erlendur: Antony Hopkins Uppáhalds íþróttamaður: bamabömin Uppábalds íþróttafélag: ÍA og Þjótur Uppáhalds stjómmálamaður: Halldór Ásgrímsson Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Megas Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Eric Clapton Ertu blynntur eða andvígur ríkisstjóminni? Hlynntur Hvað meturðu mest tfari annarra? Hreinskilni Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Oheilindi Hver þinn helsti kostur? Það verða aðrir að meta Hver erþinn belsti ókostur? Ltklega oftrúgjam Hvemig hefur undirbúningi verið háttað til að minnast tímamótanna? Utgáfa veglegs afmælisrits, svo afmœlissamsæti sem tókst vel .Sett var upp sýn- ishom afbréfum og öðmm gögnum frá félaginu, þetta var mikil vinna sem margir komu að. Er eitthvað eitt öðrufremur sem stendur uppúr í 50 ára sögu St.Ak.? Stærsta hagsmunamálið var stofnun lífeyrissjóðsins . Er jafnmikil nauðsyn fyrir félag líkt og St.Ak. nú eins ogfyrir 50 árum? Já, þó áherslur hafi breyst í tímans rás er markmiðið alltafþað sama, að gæta hagsmuna félagsmanna. ala Tengdó Dáni Gunnlaugur Jónsson, fyrirliði mfl. IA í knattspyrnu, er eflaust þekktastur fyrir hæfni sína inni á vellinum en það sem færri vita er að Gunnlaugur er matmaður mikill og listakokkur. Gunnlaugur er gest- gjafi Eldhúskróksins þessa vikuna. „Ég mæli sérstaklega með þessari ljúffengu fiskisúpu sem tengda- mamma hans Hálfdáns Gíslasonar vinar míns var svo góð að setja nið- ur á blað fyrir mig. Ég kalla hana fyrir vikið fiskisúpa ala Tengdó Dáni. Ég hef eldað hana tvisvar og tekist bara nokkuð vel til.“ Gunnlaugur Jónsson Fiskisúpa fyrir 4 Súpan Stveet ér sour sósa - 1 dós, græn- metið sigtað úr Matreiðslurjómi 1/2 lítri Sveppir 1 blá askja Humar (300 gr.) Rækjur (100 gr.) Hörpudiskur (150gr.) Soðið Smjör (30 gr.) Laukur (50gr) 1-2 stk.. Karrý (15-20 gr.) Gróft salt og pipar Vatn (1.5 Itr) 2-3 teningar (fiskiteningar) Skelin afhumrinum Tómatkraftur (1 lítil dós) Fennel (50 gr.) Sellerí (50 gr.) Hvítvín (2dl) Hvítlauksgeirar (3stk) Lárviðarlauf Timjan (ferskt) Paprika (50 gr.) Ég hef notað humar-rækjur og hörpudisk en að sjálfsögðu má nota lúðu eða lax og þá náttúrulega nota soðið af fisldnum. Byrjið á því að ná humrinum úr skelinni. Skelina setjið þið á ofn- plötu, penslið með olíu og stráið svo paprikudufti yfir, látið svo í ofn- inn (200gr) þar til skeljamar eru vel brúnaðar. Saxið svo laukinn og steikið í pottinum uppúr smjörinu Bætið grænmetinu (fennel-papriku- sellerí) útí og steikið með. Setjið tómatkraftinn útí og látið malla í smá tíma. Setjið vatnið útí ásamt teningum. Gróft salt og pipar eftir smekk. Karrý, hvítlauksgeirar, lár- viðarlauf ásamt timjan allt látíð gossa útí og að sjálfsögðu humar- skeljamar sem ættu að vera orðnar vel brúnaðar. Þetta látið malla í 1 og hálfan tíma. Þá má setja rjómann og súrsætu sósuna ásamt sveppun- um útí og látdð malla áfram í hálf- tíma í viðbót. Að lokum koma rækjumar og hörpudiskurinn, rétt nokkmm mínútum áður en súpan er borinn fram. Og svo rétt áður en súpan er borin fram er humarinn settur útí - 1-2 mín. Eðal súpa, borinn ffam með nýju brauði. Verði ykkur að góðu. T^e/uitrut Góðir vegir eru vamaleg kjarabótjyrir alla Mikið hefúr áunnist í vegamálum í tíð Sturlu Böðvarssonar, sam- göngumálaráðherra. Þegar rætt er og ritað um vega- framkvæmdir vill það stundum gleymast hversu mikil kjarabót það er að hafa góða vegi. Þar em allir jafnir. Góðir vegir gera öllum auð- veldara að komast leiðar sinnar auk þess sem sú fjárfesdng sem biffeið er hjá hverri fjölskyldu helst mun verðmætari en áður. Sturla Böðv- arsson, samgöngumálaráðherra, og fyrsti þingmaður fyrmm Vestur- landskjördæmis hefur unnið ötul- lega að því að tryggja öllum lands- möxmum betra og tryggara vega- kerfi. Miklar framkvæmdir hafa ver- ið í gangi víða um land síðustu árin en mig langar að rifja upp hvað hef- ur verið að gerast á Vesturlandi á þessum tíma. Segja má að Dalamenn lftd á Bröttubrekku sem lífæð sína, en Brattabrekka er og verður fjallveg- ur sem getur orðið erfiður yfirferð- ar að vetrarlagi. Miklar fram- kvæmdir era í gangi til að gera þennan fjallveg sem öraggastan fyr- ir þá sem um hann þurfa að fara. Það er ljóst að með þessum breyt- ingum sem nú er verið að vinna að verða Dalamenn og allir þeir sem um þennan veg fara, mun öraggari en þeir vora áður. Algjer bylting varð í samgöngu- málum fyrir íbúa á norðanverðu Snæfellsnesi þegar Kerfingarskarð- ið var lagt af og Vatnaheiðin varð að raunveruleika. Þar sem vegurinn er tæplega 100 metram lægri en veg- urinn um Kerlingarskarð er veður- lag allt annað á Vamaheiðinni. Nú er um nánast beinan, ftdlffágenginn veg að ræða, sem líkist helst flug- braut þegar ekið er eftir að skyggja tekur. Hver hefði trúað hér áður að hægt yrði að komast yfir fjallið á innan við 10 mínútum. Nú þykir það ekki lengur kvíðvænlegt þó að það snjói. Vatnaheiðin er ekki fjall- vegur í huga íbúa Snæfellsness, heldur þægileg leið um mjög svo fallegt land. Kolgrafarfjörður er fallegur fjörður x góðu veðri, rétt eins og Hvalfjörður. Þeir sem verða að aka um Kolgrafarfjörð allt árið og í öll- um veðrum vita hvemig þessi fallegi fjörður getur umturnast og orðið hin mesta raun að fara um. Ibúar á Snæfellsnesi bíða spenntir eftir að hugmyndinni um brú yfir Kolgraf- arfjörðixm verði hrint í ffamkvæmd því að þá er síðustu hindraninni ratt úr vegi til að tryggja sem kostur er eðlilegt og heilbrigt samband milli Stykkishólms og kaupstaðaxma utar á Nesinu. Sífellt er verið að vixma að meira samstarfi milli sveitarfélag- anna á Snæfellsnesi og góðir og ör- uggir vegir era forsenda þess að sú þróun haldi áffam. Þegar ekið var um Búlandshöfð- ann kom beygur að mörgum öku- manninum. Brött hlíðin annars vegar með tilfallandi grjóthrani og snarbratt ffam í sjó hins vegar. Margir vora kvíðnir þegar þeir fóra um Höfðann. Með þeim vegabót- um sem gerðar hafa verið í Búlands- höfðanum hefur afstaða ökumanna mikið breyst og íbúar á Snæfellsnesi era farnir að skjótast á milli byggð- anna á Nesinu rétt eins og Búlands- höfði sé ekki tdl. Um Fróðárheiði liggur einn af tveimur vegum yfir Snæfellsnes- fjallgarðinn. Það er íbúum í Snæ- fellsbæ og þá sérstaklega í Olafsvík mikið kappsmál að sá vegur verði sem öraggastur. Á þessu ári lauk áfanga til að gera vegfarendum auð- veldara að komast upp á Fróðár- heiðina að sunnanverðu auk þess sem ffekari ffamkvæmdir vora í gangi uppi á Heiðinni þó ekki sé þar komið varanlegt slitlag. Vegurinn um Fróðárheiði verður líklega ekki lækkaður til muna og ólíklekt er að grafin verði göng í heiðina. Það er mín skoðun að með vegabótum á Fróðárheiði, varanlegum vegi á Út- nesjavegi og brú yfir Kolgrafarfjörð sé íbúum á Snæfellsnesi tryggt enn frekar öraggt vegakerfi sem mun með tímanum stuðla að meira sam- starfi milli sveitarfélaganna. Landsvæðið frá Arnarstapa að Hellissandi er fullt af sögu. Sögu af fólki, sem lagði mikið á sig til að skapa betra líf fyrir sig og sína. Um þetta svæði fer mikill fjöldi ferða- manna á hverju ári. Nýlega var þetta svæði gert að þjóðgarði, sem mun ýta undir ffekari uppbyggingu sögustaða fyrir ferðamenn. Eitt af því sem nú þegar er að breytast er vegurinn. Langur kafli var í sumar unninn upp og sett á hann bundið slitlag. Við þurfum ekki annað en að aka um Þingvelli til að sjá hve mikill munur það verður að geta ekið um þjóðgarðinn á bundnu slit- lagi. Hvernig væri ef þar væra enn malarvegir? Umesjavegur verður í ffamtíðinni lagður bundnu slidagi og þannig mun hann tryggja öllum þeim, sem um hann fara meiri hreinleika og öryggi. En það era ekki bara ferðamenn sem um þenn- an veg fara. Það er öraggt að íbúar í Snæfellsbæ munu nota hann mun meira en nú er mögulegt því þar verður til öraggari og betri heilsárs- vegur en áður var. Borgarfjarðarhérað era í vaxandi mæli og þá sérstaklega eftir að Hvalfjarðargöngin urðu að vera- leika, orðin að áhugaverðu svæði fyrir ferðamenn. Þá hafa miklar vegaframkvæmdir verið í gangi við Borgarfjarðarbraut og Hálsasveitar- veg þannig að nú er mun auðveld- ara að komast í ört vaxandi sumar- bústaðalendur á svæðinu að ekki sé talað um náttúraperlur eins og Hraunfossa, Bamafossa og Húsafell eða undur eins og hellana Víðgemli og Surtshelli. Bundið slidag er nú komið á veginn að Reykholti sem er einn af fallegri stöðum á landinu. Agætu sjálfetæðismenn og stuðn- ingsmenn D-listans í Norðvestur- kjördæmi. Með því að tryggja Sturlu Böðvarssyni, samgönguráð- herra, góða kosningu í fyrsta sætið í komandi prófkjöri Sjálfstæðis- manna þann 9. nóvember n.k. leggjum við okkar ffam til að stuðla að áffamhaldandi framþróun í sam- göngumálum fyrir alla landsmenn. Róbert Jörgensen, Stykkishólmi Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem ekki á sér ýkja langa sögu hér á landi. A síðustu áram hefur vöxt- ur greinarinnar verið mikill. Er- lendum gestum til landsins hefur fjölgað mikið og Islendingar ferðast í auknum mæh um eigið land. Segja má að aldamótaárið 2000 hafi markað tímamót, en það ár komu í fyrsta skipti fleiri erlendir ferða- menn til landsins en fjöldi landsmanna er. Nú er svo komið að gjaldeyristekjur af ferðaþjónustu era 13 % af gjaldeyr- istekjum þjóðarinnar og greinin þar í öðra sæti á eftir sjávarútvegi. Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, hefur í ráðherratíð sinni stuðlað að vexti og ffamgangi ís- lenskrar ferðaþjónustu með afger- andi hætti. Afall það sem ferðaþjónusta um allan heim varð fyrir í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 var gífurlegt. Nú, rúmu ári síðar, virðist fjöldi erlendra gesta til XMilllUS VCItl dU lia faiiiy Viðbrögð stjómvalda og samstað með greininni skipti þar mikl máli. Aukið fé til markaðssetning ar á Islandi ser ferðamannalanc og ábyrgðirvegn trygginga á flug flota íslensku flug félagana vora mil ilvægar ákvarðani sem miklu skiptu erfiðum tíma. I fjárlagafrum varpi fyrir ári 2003 er undir foi ystu Sturlu Böðv arssonar gert rá fyrir mjög hækkuðum ffamlögui til markaðsetningar Islands og c það sérstakt fagnaðarefni. Sturla hefur stuðlað að fran gangi margra mála til að styrkja þa stoðir sem íslensk ferðaþjónust byggir á. Ljóst er að bæði land o þjóð þarf að vera undirbúið til a taka á móti þeim vaxandi fjöld gesta, sem ferðast vilja um landii hvort sem þeir era erlendir ec innlendir. Margvísleg grannvinna á þess sviði hefur farið ffam í ráðherratíð Smrlu. Má þar nefna: Samgönguáætlun 2003-2014. Uttekt á rekstarumhverfi ferðaþjón- ustunnar Skýrsla starfshóps um menningar- tengda ferðaþjónustu Skýrsla starfshóps um heilsutengda ferðaþjónustu Umhverfisvottun ferðaþjónustufýr- irtækja Nýleg samantekt um auðlindina ís- land, sem lögð varfram í október s.l. Skýrsla starfshóps um framtíð ts- lenskrar ferðaþjónustu, sem von er á innan skamms. Öll þessi verkefni era mikilvægur grannur stefnumótunar fyrir ís- lenska ferðaþjónustu til næstu ára, en undirbúningur að slíku stefnu- mótunarstarfi fer nú ffam. Brýnt er, að farsællar forystu Sturlu Böðvars- sonar njóti áffam í þessu mikilvæg- asta verkefhi íslenskrar ferðaþjón- ustu. Anna G. Sverrisdóttir rekstrarstjóri Bláa Lónsins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.