Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 13
..rwiihi.. MIÐVTKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 13 Kaupfélag Borgfirðinga opnaði útibú á Bifröst í haust. unni opnað þar útibú íirá Sparisjóði Mýrasýslu. Allt er þetta staðsett við nýtt aðaltorg staðarins, sem rammað er snyrtilega inna af nýju aðalbygg- ingunni, kaffihúsinu og gömlu skólahúsunum. Skilningsskortur „Það sem við erum að horfa á hér í dag er framsækið þekkingar og há- skólaþorp þar sem var fyrir nokkrum árum lítill heimavistarháskóli. Þetta er módel sem er eftirsóknarvert og það má nefna sem dæmi að sveitar- félög á höfuðborgarsvæðinu, Kópa- vogur og Garðabær, hafa mikið skoðað hvemig þau geti byggt upp þekldngarþorp á sínu svæði. Þetta höfum við hinsvegar gert hér án þess að opinberir aðilar hafi komið mjög að því. Það er hinsvegar athyglisvert og jákvætt að opinberir aðilar skuli vera að opna augun íyrir þessum möguleikum og þeirri viðskiptahug- mynd sem felst í mennmn og rann- sóknum." Með þessum orðum á Runólfur ekki síst við viðhorf sveit- arstjórnarmanna bæði í Borgar- byggð og annars staðar á landinu. „Mitt fyrsta verk eftir að ég var kjörinn rektor fyrir tæpum fjómm ámm var að bjóða þáverandi bæjar- stjórn Borgarbyggðar hingað og kynna mínar hugmyndir um fram- tíðaruppbyggingu hér á Bifröst. Það sem ég sýndi þeim var fimm ára plan um stækkun skólans og uppbygg- ingu aðstöðu sem við höfum unnið eftir síðan. Þessir ágæm bæjarfull- trúar tóku þessu ekki af mikilli al- vöm, það verður að segjast eins og er. Menn kímdu út í annað og héldu greinilega að mig og okkur hér vant- aði alla tengingu við raunvemleik- ann. Fólk hafði enga trú á því að hér „úti á landi“ væri hægt að halda úti annarri starfsemi en framfram- leiðslu. Það sem hefur háð okkur og ýmsum fleiram er að sveitarstjómar- menn og stjórnmálamenn almennt hafa ekki litið á menntun sem at- vinnurekstur sem skapað gæti arð fyrir sveitarfélagið á nákvæmlega hátt og slátrun svína. I því þekking- arsamfélagi sem við búum við í dag munu afdrif einstakra svæða ráðast af menntunarstigi. Við eram heldur ekki eingöngu að tala um þau störf sem skapast beint vegna námsins, það er að segja fyrir kennara og aðra starfsemi. Staðreyndin er sú að margfeldisáhrifin af háskólastarf- semi er síst minni en af stóriðju. Margir halda því fram að slík áhrif séu ekki meiri af nokkurri annarri starfsemi en menntun. Við eram að tala um 500 manna samfélag hér á Bifröst sem er hrein viðbót við það sem fýrir var í sveitarfélaginu og nýtir sér alla mögulega þjónustu hér á svæðinu. Meirihluti fjöskyldufólks- ins býr hér allt árið og meirihluti starfsfólksins er með lögheimili hér. Við eram að greiða hæstu meðal- launin í sveitarfélaginu og þeir út- reikningar sem gerðir hafa verið sýna að bein áhrif á sveitarsjóð era þannig að miðað við mesm svartsýni kemur hann út á sléttu þegar bomar era saman tekjur vegna þessarar starfsemi og kostnaður sem sveitar- félagið þarf að leggja úti varðandi opinbera starfsemi hér. Beinar tekjur sveitarfélagins umffam gjöld gætu hins vegar orðið nokkrir tugir millj- óna á ári ef rétt er á spilunum hald- ið. Það hefur sem betur fer orðið viðhorfsbreyting hjá sveitarstjómar- mönnum ffá þessum fyrsta fundi okkar og við eigum í dag mjög gott samstarf enda er sú uppbygging sem á sér stað hér einhver besta fjárfest- ing sem sveitarfélagið getur lagt í. Borgarbyggð hefur nú nýlega byggt við leikskólann og einnig lögðu- þeir nokkurt fé til veituframkvæmda. Þetta metum við. Menn verða þó að átta sig á því að í Borgarbyggð era tveir þéttbýlisistaðir í dag, Borg- ames og Bifföst, sem hafa báðir sína styrkleika og veikleika, ógnanir og tækifæri. Hlutverk sveitarstjómar- innar er að styrkja báða staðina útffá þeim tækifærum sem til staðar era. Bifröst og Borgarbyggð þurfa að ljúka samningum sín á milli á þá leið að sveitarfélagið komi hér að þjón- ustu með sambærilegum hætti og í Borgamesi. Þessi samfélög era hins vegar mismunandi og með mismun- andi þarfir sem auðvitað þarf að taka tillit til .“ Háskólasamfélagið Mismunurinn sem Runólfur vísar til felst ekki síst í því sem áður hefur komið fram að daglegt líf allra þeirra sem búa á Bifröst snýst í raun um það sama og tilvera staðarins grand- vallast á einu fyrirtæki á meðan sam- félagið í Borgamesi er mun marg- brotnara. „Það er þessi Kampushug- mjmd sem er okkar helsta sérstaða og er þrautreynd um hinn vestræna heimi eins og ég nefhdi áðan dæmi um. Fólk flytur í háskólann og býr þar en það er hluti af hugmyndinni.“ Runólfur segir hinsvegar að þótt samfélagið á Bifröst sé byggt að stór- um hluta á erlendri fyrirmynd þá sé ekki verið að tala um beina eftiröp- un. „Við byggjum á sömu hugmynd eins og ég sagði og fjöldi annarra há- skóla en menn geta samt ekki horff á bandaríska háskólakvikmynd og séð þar allt það sama og menn sjá á Bif- röst. Við höfum engar bræðra- lagsklíkur eða róðrarlið, ekki ennþá allavega,“ segir Runólfur og glottir. „Við höfum hinsvegar okkar eigin skylmingaklúbb og nýstofnað ung- mennafélag sem er reyndar öragg- lega ekki til í bandarískum háskól- um. Félagslífið var aðall gamla Sam- vinnuskólans og það eymir eftir af því enn þótt það sé ekki hluti af náminu eins og var áður. Við leggj- um mikla vinnu á okkar nemendur og það tekur sinn toll en háskóla- nemendur hafa alltaf fundið leiðir til að tvinna saman nám og skemmtun og það á við um okkar nemendur líka. Félagslíf og mannleg samskipti era mikilvægur hluti af samfélaginu hér og sem dæmi þá er að mínu mati nauðsynlegt að hafa hér kaffihús og háskólakrá þar sem menn geta rætt heimsmálin og rifist um pólitík.“ Lítill skóli Háskólinn á Bifröst hefur frá upp- hafi verið markaðssettur á þeim for- sendum að hann sé lítill og góður skóli með persónulega þjónusm við nemendur. Það liggur því beint við með þá sérstöðu og eini skólinn sem hefur hafnað hugmyndum um massanám. Við erum í raun með nánast einstaklingsbundna kennslu. Þetta er vissulega dýrt form en að- sóknin hér undirstrikar að það er markaður fyrir nám í þessum gæða- flokki.“ Lokað samfélag Eins og fram hefur komið hefur samfélagið á Bifröst ákveðna sér- stöðu en það hefur einnig hafit það orð á sér að vera lokað og jafnvel einangrað frá sínu umhverfi. Run- ólfur samþykkir það og segir mark- miðið vera að breyta því. „Við telj- um okkur hafa upp á margt að bjóða sem aðrir íbúar svæðisins ædu að geta nýtt sér. Við eram til dæmis með vikulegar málstofur og fáum þangað mjög hæfa og skemmtilega fyrirlesara til að ræða um mál sem era ofarlega á baugi. Við höfúm aug- lýst þessar málstofur vel á svæðinu með fjöldapósti en því miður þá mætir utanaðkomandi fólk mjög lít- ið. Það er ljóst að við þurfum að efla samgang á milli Bifrastar og okkar sveitunga enda eram við hluti af Borgarfirðinum og þurfúm að taka tillit til þess. Við höfúm líka ákveðn- ar skyldur gagnvart okkar nærum- hverfi og sú þekking sem hér er til staðar á að geta nýst öllu kjördæm- inu. Við ætlum okkur meðal annars stórt hlutverk í byggðatengdum rannsóknum og væntum þar góðs samstarfs við ríkisvaldið og trúum að sú starfssemi muni styrkja nýsköpun og frumkvöðlastarf í kjördæminu öllu. Við eram hér með hátt í tutt- ugu háskólamenntaða kennara á flestum sviðum rekstrar og viðskipta og án efa mesta þekkingu á því sviði á einum stað í Norðvesturkjör- dæmi.“ Sameining borgfirskra háskóla? „Möguleikamir era jafnffamt gíf- urlegir til ffekari uppbyggingar á mennta- og þekkingarstarfsemi hér í Borgarfirði. Borgfirðingar eiga sín stóra ffamtíðartækifæri og mögu- Hrifla, hinn nýi og gUsilegi kennslusalur Viðskiptaháskólans. að spyrja rektorinn hvort ekki sé verið að kasta þeirri sérstöðu á glæ með þeirri miklu þenslu sem átt hef- ur sér stað á Bifföst. „Nei, það er al- veg ljóst. Við eigum eftir að stækka enn ffekar en það breytir því ekki að við verðum áffam einn minnsti há- skóli í heimil. Við höfum tekið þá stefnu að byggja upp litlar og fá- mennar deildir og viðhalda þannig þessum gamla Biffastaranda innan deildanna. Eg viðurkenni það að vísu að ég er enn að mæta fólki hér á gangi sem ég hef ekki séð áður þótt komið sé ffam í nóvember. Við eram hinsvegar enn lítill og góður skóli og ætlum ekki að breyta því. Við eram með gæðastaðla sem takmarka fjölda nemenda í fyrirlestrum og verkefna- hópum og erum eini háskóli landsins leika á sviði menntunar og hefðin er líka sterk. Ef sagan er skoðuð þá kemur í ljós að í gegnum dðina hef- ur Borgarfjörðurinn verið miklu ffekar mennta- og menningarsamfé- lag en landbúnaðarhérað. Egill og Snorri voru ekki ffægir fyrir kjöt- ffamleiðslu eða hvað? Hér hafa vax- ið upp skáld og rithöfundar og Borgfirðingar hafa alltaf í eðli sínu verið miklir menntamenn. Þetta er grunnur sem hægt er að byggja á enn ffekar og á því sviði era okkur allir vegir færir. Eg held að við ættum til dæmis að skoða þann möguleika að stofna stóran borgfirskan háskóla þar sem tengjast saman Viðskiptaháskólinn á Bifröst, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Snorrastofa í Reyk- holti, þessar þrjár háskólastofnanir okkar. Samvinna og jafnvel samein- ing þessara sterku mennta- og menningarfyrirtækja er mál sem þarf að skoða í alvöra. Hér á Bifföst gæt- um við þannig sérhæft okkur í við- skiptum, lögum og félagsvísindum, Hvanneyringar gætu séð um raun- og náttúravísindi auk landbúnaðar- kennslunnar og í Reykhotil yrði kennsla á sviði sagnffæði, norrænu og bókmennta. Sl£k öflug eining sem legði áherslu á framúrskarandi gæði í kennslu og rannsóknum gæti vald- ið mestum straumhvörfum í at- vinnulífi og búsetu hér í Borgarfirði ffá því hann fyrst byggðist. Við eig- um að hta á menntun sem stóriðju okkar Borgfirðinga. Það er hún og ekkert annað! Ekld allt búið Hvað Biff öst varðar sérstaklega þá erum við um þessar mundir að setj- ast niður og horfa ffam á veginn. Við erum búin að ffamkvæma eftir fimm ára áætlun sem var í gildi og það tók okkur ekld nema rúm þrjú ár að ljúka því. Framundan er þróun meistaranáms í báðum háskóladeild- trnurn og mikil efling rannsókna á vegum skólans. Einnig er í bígerð bygging 12 íbúða fyrir nemendur og átta íbúða fyrir starfsmenn. Þær ffamkvæmdir heijast væntanlega í byrjun desember. Einnig er verið að skoða möguleika á allt að áttatíu ein- staklingsíbúða húsi fyrir nemendur en þar kreppir skóinn hvað mest. Nú þegar era hátt í 40 nemendur utan garðs sem vilja búa hér. Þeir era í leiguhúsnæði á Varmalandi og bú- stöðum í Stóra skógum. Við þennan hóp bætast aðrir 40 næsta haust á- samt fyrirséðri fjölgun nema í meist- aranámi. Þannig að það er allavega ljóst að verkefnin á næstu árum era næg. Við erum væntanlega að horfa til ffamkvæmda fyrir um 700 millj- ónir á næstu tveimur til þremur áram og að þeim loknum munu væntanlega búa hér um 750 manns. Þá má ekki gleyma því að hingað til höfum við eingöngu verið að horfa á uppbyggingu vegna skólastarfsern- innar sjálfrar. Síðan er það bara tímaspursmál hvenær fer að hlaðast utan á þetta. Við höfum fengið fyrir- spumir um lóðir frá nemendum sem vilja eignast hús hér og selja þá hugs- anlega aftur að námi loknu og eins ffá stafsmönnum og jafúvel fólki sem er háskólanum óviðkomandi en vill búa í sérstöku, litlu og hátækni- væddu háskólaþorpi í magnaðri feg- urð Norðurárdalsins, en í raun þó aðeins steinsnar frá Reykjavík. Þess- ari eftirspum höfum við ekki getað annað. Það er einnig forgagnsatriði að skapa skilyrði fyrir uppbyggingu á vegum annarra aðila ekki síst þar sem fyrirtæki í þekkingarsækinni starfsemi gætu séð sér hag í að koma hingað og eiga hér aðgang að þekk- ingu og vinnuafli. Næsta hús sem skólinn myndi byggja, annað en í- búðarhúsnæði, gæti orðið þekking- arhús til að taka við þeim vexti sem við væntum að verði í rannsóknum og þar gætu sprota- og þekkingar- fyrirtæki einnig fengið aðstöðu. Við sjáum það að allstaðar erlendis hafa háskólaþorp sem þetta vaxið og dafnað umffam það sem skólarinir hafa stækkað og starfsemi sem þessi hefur hlaðið utan á sig eins og snjó- boltar sem velta ffam með vaxandi hraða >- Við erum að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir næstu 20 ár og við gerum ráð fyrir að á þeim tíma verði til á Bifföst um 1500 - 2000 manna bær þannig að hér ætla menn ekki að leggja ffá sér hamarinn í bráð. „ You aint seen nothin’ yet!,“ segir Runólf- ur að lokum. Texti og myndir: GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.