Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 15
SBéSSUHÖBIÍ!
MIÐVIKUDAGUR 6. NOVEMBER 2002
15
7^5n+útui
Sparisjóður Mýrasýslu, eign
okkar allra? Lykill að sjálf-
staðri uppbyggingu? eða
örfrrifaráð bajarsjóðs?
I síðasta tölublaði Skessuhorns
kemur fram að Búnaðarbanki Is-
lands hf., hefur áhuga á að kaupa
Sparisjóðinn. Það er í sjálfu sér
eðlilegt, enda Sparisjóðurinn
ágædega rekinn og því væntan-
lega góð kaup.
Hinu má ekki gleyma að SM
hefur skipt sköpum við uppbygg-
ingu þessa héraðs. Sjálfstæð
stofnun sem hefur burði og þor
tíl þess að styðja við uppbygg-
ingu hjá Borgfirðingum. Litlar
líkur eru á að Búnaðarbanki Is-
lands hf., hefði komið, eða muni
koma, að málum með sama hætti.
Þegar KB ásamt samstarfsaðil-
um var að leita eftir íjármögnun
á Hyrnutorgi þá taldi Búnaðar-
banki Islands byggingu þess húss
í Borgarnesi, utan hins byggilega
heims og beiðni um fjármögnun
varla svara verða. Það voru við-
horf yfirstjórnar Búnaðarbank-
ans til byggðar í Borgarfirði.
Vera má að það viðhorf hafi
breyst og er það vel.
Eg vil hvetja stjómendur bæj-
arins til þess að víkja frá öllum
hugmyndum um sölu stofnfjár í
SM og láta flaðurlæti bankastjóra
Búnaðarbankans ekki hafa áhrif á
gjörðir sínar. Við vitum hvað við
eigum en ekki hvað við fáum, því
viðhorf bankastjórnar Búnaðar-
bankans gætu breyst aftur af af-
staðinni sölu.
Að selja stofnfé SM er firam-
kvæmd sem hljóðar uppá að pissa
í skóinn sinn. Bæjarstjóm á að
taka á rekstri bæjarins, gera það
eftirsóknarvert að búa í Borgar-
byggð, styðja við bakið á upp-
byggingu og láta síðan auknar
tekjur og hagkvæmari reksmr sjá
um að skila tekjuafgangi sem
nota má til að greiða skuldir bæj-
arfélagsins.
Borgamesi, 4. nóvember
Guðsteinn Einarsson
Úr íslandsmyndasafni mínu býð ég
Jólakort af þínum bæ
Jólakort með mynd af þínum heimahögum er
sérstök kveðja sem allir kunna að meta.
Fáðu sýnishorn á netinu
með því að senda mér tölvupóst á mats@mats.is
eða hringdu í mig í 892 1012.
Átthagamyndir í nærri hálfa öld
FORYSTA FRUMKVÆÐI
P r ó f k j ö r S j á 1 f s t æ ð i s f 1 o k k s i n s 9 . n ó v e m b e r 2 0 0 2
Stillum upp sterkasta liðinu