Skessuhorn


Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 06.11.2002, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 §K£SS!iH©BH WWW.SKESSUHORN.IS Borgarnesi: Borgarbraut 23 Sími: 431 5040 Fax: 431 5041 Akranesi: Kirkjubraut 3 Sími: 431 4222 SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Tíðindamenn ehf 431 5040 Ritstjóri og óbm: Gísli Einarsson 892 4098 Blaðamaður: Hjörtur J. Hjartorson 864 3228 Auglýsingar: Hjörtur J. Hjortarson 864 3228 Próforkolestur: Anna S. Einorsdóttir Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins skessuhorn@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is hjortur@skessuhorn.is anna@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta ouglýsingapláss tímamega. Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til áskrifenda oa í lausasölu. Áskriftarverð er 850 kránur með vsk. á mánuði en krónur /50 sé greitt með greiðslukorli. Vetð í lausasölu er 250 kr. 431 5040 ritstjóri. Þessa dagana er hvergi matarlegra um að litast en á lögreglu- stöðinni í Borgarnesi, af öllum stöðum. Þar hefur hlaðist upp á undanförnum vikum kjötfjall, illklífanlegt. Þetta kjöt er nýtt og ferskt sem best getur verið og nýkomið af fjalli. Nánar tiltekið af Holtavörðuheiði. Þar hafa lögregluþjónar verið í eftirleit en ólíkt hefðbundnum smölum sem þurfa að ráfa um heiðarlönd og hlaupa uppi kindur og hross og slátra síðan með tilheyrandi veseni þegar komið er til byggða þá notar Borgarneslögreglan nýstárlegri að- ferðir og smalar skepnunum dauðum og flegnum út úr sendiferða- bílum. Afraksturinn hefur verið þvílíkur að án efa þarf að kalla til aðstoð frá Ríkislögreglustjóra við kjötvinnsluna. An efa gæti það líka verið verðugt verkefhi fyrir hæstvirtan dómsmálaráðherra að setjast niður dagstund í Borgarnesi og sauma vambir! Ekki hvarflar að mér að gera lítið úr kjötglæpum þeim sem upp- rættir hafa verið á síðustu vikum af vöskum laganna vörðum í Borgarnesi. Því síður ætla ég að mæla því bót að flutt sé á milli landsvæða og jafhvel af riðusvæðum kjöt af heimaslátruðu. Það getur verið hættulegur leikur. Hinsvegar hafa þessi mál og sú umræða sem ávallt kemur upp um heimaslátrun í heimasláturtíðinni orðið þess valdandi að ég hef fengið ómældan áhuga á reglugerðum. Sú staðreynd að bænd- ur og búalið mega úða í sig keti af lömbum sem þeir hafa sjálfir murkað lífið úr bak við hús svo lengi sem ketið sé étið heimavið er ekki skrítnasta dæmið um tvískinnung reglugerða. Samt er það nokkuð skrítið að bóndinn í Hægra Heygarðshorni megi taka af lífi hálfa hjörðina sína úti í skúr með eigin hendi og bjóða síðan til hundrað manna veislu án þess að nokkur geri athugasemd við það en ef sami bóndinn ætlar að senda syni sínum í Barmahlíðinni eitt magurt læri af lambi sem hlotið hefur sömu örlög og hin sem fyrr er getið þá er kjötið allt í einu orðið baneitrað og kolólöglegt. A sama hátt væri mér heimilt að baka kleinur og bjóða öllum lesend- um Skessuhorns í kaffi heima í eldhúsi. Ef það hvarflaði hinsveg- ar að mér að selja sömu kleinurnar sem ég bakaði af alúð og natni til að drýgja tekjur fátæks héraðsfréttablaðs þá væru þessar klein- ur orðnar stórhættulegar. A sama hátt á ég erfitt með að skilja að bjór sem seldur er í gler- flöskum sé ekki hæfur til neyslu nema veitingastaðurinn þar sem hann er sötraður geti státað af að minnsta kosti hálftum tug hand- lauga og fleiri salerunum en gerð er krafa um á meðal útihátíð. Nú háttar því þannig til að eitt af mínum helstu áhersluatriðum í leik og starfi er að fá nóg að éta og helst sem oftast. Eg hef étið á ólíklegustu stöðum og við afar mismunandi aðstæður. Ég hef úðað í mig allskonar ómeti í útlöndum sem ég þorði ekki einu sinni að spyrja hvað innihéldi, ég hef étið flestar skepnur íslensk- ar sem ætlaðar eru til manneldis og ekki endilega litið á heilbrigð- isvottorðið áður en ég át. Ég hef drukkið kaffi og etið kleinur í ýmsum skúmaskotum en aldrei orðið misdægurt utan einu sinni er ég fékk hrottalega matareitrun og fýlgdi henni lítil hamingja svo ekki sé meira sagt. Það bætti líðan mína lítið á þeim tíma að þetta var heilbrigðisvottuð matareitrun af bestu svort fram reidd á lög- giltum veitingastað með bunka af heilbrigðisreglugerðum. Heilbrigðisreglugerðir eiga að sjálfsögðu að vera til að tryggja heilbrigði eftir því sem kostur er en ekki til að hefta framfarir og atvinnuuppbyggingu. Gísli Einarsson, heilbrigðisvottaður. Heimaslátrað kjöt gert upptækt Síðastliðinn sunnudag stöðvaði Borgarneslögregla sendiferðabif- reið í Norðurárdal á leið til Reykja- víkur. I bílnum reyndist vera kjöt af heimaslátruðu ásamt innmat og sviðalöppum. Um var að ræða 5 skrokka af hrossakjöti og fimm lambskrokka. Að sögn Steinars Snorrasonar varðstjóra í Borgarneslögreglu kom ábending frá lögreglunni á Blöndu- ósi um umrædda kjötflutninga en óheimilt er að flytja kjöt af heima- slátruðu út af lögbýlum. Talið er að kjötið komi af svæði þar sem riðu- veiki hefur komið upp á undan- förnum árum og því er málið litið enn alvarlegri augum. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem Borgarneslögregla gerir upptækt kjöt af heimaslátruðu. Kjötinu hef- ur verið fargað. GE Smalahundakeppm að Hraunsmúla Verðlaunahafamir Landskeppni Smalahundafélags Islands fór fram að Hraunsmúla ný- lega. All margir smalar komu með hundana sína og að sjálfsögðu varð úr hin besta sýning fyrir áhorfendur sem fjölmenntu og skemmtu sér vel. Að lokinni keppni sýndi Svanur Guðmundsson hvemig hann stjóm- ar hundi gegnum talstöðvarsam- band og tókst það vonum framar hjá honum. Slíkt hentar vel hér á landi því lognið vill stundum vera á ferð- inni og gerir þar með smölum erfitt fyrir að tjá sig við hundana. Fyrri daginn fór fram unghunda- keppni og röðuðu keppendur sér þannig. 1. sæti Brynjar Hildibrands- son með Gutta 2. sæti Kristján Sig- urvinsson með Snoppu 3. sæti Svan- ur Guðmundsson með Sunnu og í 4. sæti Gísli Þórðarson með Spólu. Seinni daginn kepptu síðan þeir sem komust í 6 manna úrsht í almenna flokknum . 1. sæti Svanur Guð- mundsson með Skessu, 2. sæti Anna Dóra Markúsdóttir með Kát 3. sæti Guðmundur Guðmundsson með Sokka 4. sæti Gísli Þórðarson með Tinnu 5. sæti Valgeir Magnússon með Skottu og 6. sæti Svanur Guð- mundsson með Vask. EK Bílprófsstyrkur Þrjú ungmenni úr Borgarfirði varu dregin úr pottinum þegar deilt var út bílprófsstyrk Búnað- arbankans og Heklu í síðustu viku. Styrkurinn nemur 15 þús- und krónum og einnigfá þau 15 þúsund króna inneign sem nýtist ef keyptur er btll hjá Heklu. Frá vinstri: Fannar Kristjánsson, Sóley Baldursdóttir og Ingólfur Hólmar Valgeirsson. Mynd:GE Hafist var handa við dýpkun Akraneshafnar a drjgunwm en Hafnarstjóm Akraness sam- þykkti nýverið áfundi sínum að taka tilboði Hagtaks upp á tæpar 56 milljónir. Aætluð verklok dýpkunarinnar er í aprtl á nœsta ári. HJH Hálfrar aldar afinæli Stak Starfsmannafélag Akraness fagnar um þessar mundir 50 ára afmœti sínu og afþví tilefni bauðfélagið til glæsilegs kajfisamsœtis si. laugardag í sal Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Einnig var á sama stað sett upp skemmtileg sýning á bréfitm og öðrum gögnum félagsins í gegnum tíðina. Fjölmargir félagsmenn lögðu leið sína i fjölbrautaskólann auk þess sem Ögmundur Jónasson, formað- ur BSRB, hélt stutta ræðu og farði St.Ak. málverk að gjöffyrir hönd BSRB. HJH Drykkja og rúðubrot Ur dagbók lögregl- unnar á Akranesi Sl. föstudagskvöld hafði lög- regla afskipti af ungmennum sem voru við drykkju á götum bæjar- ins. Hald var lagt á áfengi og for- ráðamenn og félagsmálayfirvöld látin vita. Lögreglu var í þrígang tilkynnt um eignaspjöll í vikunni sem leið. Tvisvar voru brotnar rúður í Brekkubæjarskóla og í einu til- felli brotin rúða í biffeið. Talsvert er um að Ijósabúnaði bifreiða sé áfátt og hafði lögregla afskipti af nokkrum ökumönnum sem var bent á að lagfæra ljósa- búnað hið snarasta. Helst var um að ræða sprungnar perur en á- stæða er tdl að hvetja ökumenn til þess að huga að ljósabúnaði nú í skammdeginu. Þá er ekki síður mikilvægt að gangandi vegfár- endur, ungir sem aldnir, noti endurskinsmerki Á þriðja tug ökumanna voru kærðir vegna ýmissa umferðar- lagabrota. Annars var vikan tiltöluiega róleg og stóráfallalaus. HJH UMF Bifröst stofiiað Frá stofnfimdinum. Mynd: GE í gær var stofnað nýtt ung- mennafélag á Bifröst í Borgar- firði sem ber nafnið Ungmenna- félagið Bifföst. Félagið er nú þegar orðið eitt af stærri ung- mennafélögum héraðsins en stofiifélagar eru um 250. Formaður félagsins var kjör- inn Unnar Steinn Bjamdal. Á stofnfundinn^ mættu m.a. for- maður UMFÍ, formaður UMSB og landbúnaðarráðherra. GE

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.