Skessuhorn


Skessuhorn - 15.04.2003, Page 6

Skessuhorn - 15.04.2003, Page 6
ÞRIÐTUDAGUR 15. APRTL 2003 jataauniii.. Nú þegar rétt um mánuður er til kosninga er vel við hæfi að frambjóð- andi sé jjestur Skráargatsins þessa vikuna. A næstu vikum munu síðan oddvitar flokkanna hver á eftir öðr- um gefa lesendum Skessuhoms kost á að líta inn um skráargatið hjá sér. Dregið var um í hvaða röð frambjóð- endurnir kæmu og kom nafn Magn- úsar Stefánssonar fyrst upp úr hattin- um. Magnús er í efsta sæti á lista Framsóknarmanna. Nafii: Magmis Stefánsson Fæðingadagnr og ár: 1. október 1960. Starf: Alþingismaður Fjölskylduhagir: Kvæntur, tveggja bamafaðir. Fívemig bíl áttu: Isuzu Trooper 2002 Uppáhalds matur: Ný línuýsa lir Breiðafirði. Uppáhalds drykkur: Islenska vatnið. Uppáhalds sjónvarpsefni: Fréttir og fréttatengt efni. Uppáhalds sjónvarpsmaður: Logi Bergmann Eiðsson Uppáhalds leikari innlendur: Sigurður Sigmjónsson Uppáhalds leikari erlendur: Bruce Willis Besta bíómyndin: Gladiator Uppáhalds íþróttamaður: Michael Jordan Uppáhalds íþróttafélag: Víkingur Olafsvík Uppáhalds stjórnmálamaður: Halldór Asgrímsson Uppáhalds tónlistarmaður innlendur: Stefán Hilmarsson Uppáhalds tónlistarmaður erlendur: Paul McCartney Uppáhalds rithöfundur: Einar Már Guðmundsson Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjórninni? Hlynntur Hvað meturðu mest ífari annarra? Heiðarleika og traust. Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Hræstii og óstundvísi Hver þinn helsti kostur? Traust og ábyrgð. Hver er þinn helsti ókostur? Of hlédrægur á stundum. Nefndu mikilvægasta baráttumál ykkar fyrir kjórdæniið? Efla atvinnulíf bæta samgöngur, blómlegar byggðir. Markmiðið fyrir kosningamar í maí? Þijá menn kjörna af lista Framsóknar í kjördæminu. Eitthvað að lokum? Úska þess að úrslit Alþingiskosninganna verði til heilla fýrir þjóðina. Brynja Harðardóttir Borgnesingum kunn fyrir góða matargerð. Hún hóf nýverið rekstur veitingar- staðarins Vivaldi í Borgarnesi. Brynja er kokkur Eldhús- króksins að þessu sinni. Kjötkássa að hætti Brynju 1 til 11/2 kg. kartöflur 1/2 stór bvítkálshaus 6-1 góðir bitar súpukjöt 1 1/2 glas vatn salt pipar Flysjið kartöflurnar og skerið þær í þunnar sneiðar. Kálið skorið í smátt. Síðan er allt sett í pott og látið malla í ca. 2 klst. við lágan hita. Ath. að rétturinn þarf töluvert af salti og pipar Eftirréttur - ís í ofiii 2 ltr. Vanilluís 2-3 eggjahvítur 100 gr. sykur Hitið bakaraofninn í 200- 250 gráður. Þeytið saman eggjahvíturnar og sykurinn. Hyljið síðan ísinn vel með eggjahrærunni og setjið í heitann ofninn þar til hann er orðinn fallega millibrúnn. Berið fram með t.d. coctailávöxtum og ískexi. Þvottavél óskast! Heiðrún Helga Bjarnadóttir skrifar ffá Guatemala Fyrir skömrnu birtum við út- drátt úr fréttabréfi Heiðrúnar Helgu Bjamadóttur til vina og ættingja heima á Islandi en Heiðrún er tvítug stúlka úr Borgamesi sem dvelur sem skiptinemi í Guatemala. Við leyfum lesendum Skessuhoms nú á ný að skyggnast inn í líf Islendings í framandi landi. Guatemala 11. nóvember 2002 Eg fór í Indíana-útskriftar- veislu um helgina og það var æði!! Veislan byrjaði kl. 5 um morgun- inn og var ekki búin fyrr en kl. 3 um nóttina! Við Arnór mættum samt ekki fyrr en kl. 2 og fórum kl. 7. Við fórum með Chicken bus í 30 mínútur til að komast þang- að. Eg man ekki hvort ég var búin að segja ykkur það, en það var mjög þröngt og mikil læti. Eg sat í tveggja manna sæti með tveimur körlum. Það var ógeðslega heitt og það var einhver með mat með skrýtinni lykt og ég var alveg að kafha. Þegar við komum í bæinn, fórum við beint í veisluna. Við vorum þau einu hvítu og fyrir slysni vorum við bæði í rauðu svo við vorum mjög áberandi. Það gláptu allir á okkur þegar við komum en samt voru allir mjög vingjarnlegir. Veislan var í ein- hverskonar bakgarði sem búið var að tjalda yfir og þarna voru 70 manns. Ekta gamlar indíánakell- ur, tannlausar í ofnum fötum, með síðar fléttur og þær hlógu og hlógu. Þær og karlarnir sátu og drukku vín en konurnar þurftu að elda og vaska upp. Við fengum kjúkling í matinn og svo sátum við bara og skoðuðum liðið. Svo kl. 5 byrjaði ball.Það kom kúreka- hljómsveit og það var sett upp rosahljóðkerfi og svið. Fyrstu dansarnir voru skipulagðir, strák- urinn þurfti að dansa við mömm- una og ömmuna o.s.fr.v. Það gerðist eitt vandræðalegt í fyrsta dansinum. Afinn kom blindfullur, hann var búinn að koma fram fyrr um daginn en þá gáfu þau honum bara meira vín og vonuðust til þess að hann myndi sofna aftur. Þarna var hann semsagt vaknaður og ráfaði fram og ég og Arnór trylltumst úr hlátri. Þetta var svo vandræðalegt, reyndu að ímynda þér ca. 90 ára indíána, tannlausan, sköllóttan og hálfblindan. Hann gat varla labbað og klesstd á allt, ruddist inn á dandsgólfið og fór að dansa salza!! Eg hef aldrei séð eins fyndna sjón. Því miður náð- um við Nori ekki að dansa neitt því við þurftum að ná síðasta strætisvagninum. Aracely (kenn- arinn minn) fylgdi okkur á rútu- stöðina til að ná síðasta vagninum en hann var þá farinn. Ég hélt að ég myndi deyja. En við redduð- um okkur með því að fara aftan á pallbíl, þar voru svo margir að við þurftum að standa og það var ís- kalt. Þetta er mjög algeng aðferð við að ferðast á milli staða hér í Guatemala en er svo sannarlega ekki örugg. Við komust allavega heim heilu og höldnu, með hárið útí allar áttir af rokinu og þar fór ég beint í fermingarveislu hjá „sysmrinni“ það var líka fínt en þýsku stelpurnar fóru með henni í kirkjuna til að sjá athöfhina og önnur var rænd. ! Inní í kirkju!! Svo hún er búin að vera í geð- veiku veseni í gær og í dag með að kæra til löggunnar og svo fram- vegis. 2. desember 2002 Þegar ég kom hingað, ákvað ég að fara að hætti forfeðra minna og þvo þvottinn minn á laugar- dögum! Þvottahús eru nú bara fyrir aumingja og ég hélt nú að ég gæti gert þetta í höndunum! Eg hef oft séð mömmuna gera þetta og piff...þetta er nú ekkert mál. Bara að setja fötin í vaskinn, bleyta svolítið og strá þvottaefhi yfir. Taka svo þartilgerðan þvotta- bursta, nudda fötin af öllum lífs og sálarkröftum í ca 5 mín, skola vandlega og hengja svo upp! Þetta virðist ekki mikið mál, er það? Jæja, ég vaknaði á laugardaginn full af eldmóði og ákvað að í dag yrðu OLL fötin þvegin! Hafði gert helvíti billeg kaup á þvotta- efni deginum áður og hélt mig færa í flestan sjó! Eg byrjaði að þvo og fyrsta flík- in sem varð fyrir valinu var hvítur bolur. Eg byrjaði að bursta og sá þá að pabbinn var nýbúin að þvo skóna sína með burstanum!... Bolurinn er nú brúnskellóttur! Eg lét það nú ekki stoppa mig og þvoði sem óð væri....komst þó fljótlega að því að fyrir utan það að vera helmingi stærri en mamman er ég Iíklega um það bil helmingi sterkari því eftir að hafa hamast á fötunum í svolitla stund sá ég að það var ekki alveg að virka! Gallabuxurnar mínar eru nær hvítar af miklum (og góðum) þvotti, ég nuddaði gat á einn bol, setti of mikið af þvottaefni á hvíta bolinn minn svo nú er hann blár. Ég var blaut frá toppi til táar, gólfið líka og það aðeins farið að síga í mig! Þessi litla þvottaathöfn vakti mikla lukku á heimilinu og stóð öll fjölskyldan í hóp og horfði á vitlausa Islendinginn eyðileggja hverja flíkina á fætur annarri! Ég lét sem ekkert væri og næsta skref var að hengja þvottinn upp! Það getur nú ekki vafist fyrir neinum eruð þið lík- lega að hugsa...ég hélt líka að vandræði mín væru yfirstaðin! Þau nota auðvitað engar þvottaklemmur því það er aldrei rok, þannig að þau leggja fötin bara ofan á snúruna. Þegar ég var búin að setja ca þrjár flíkur upp, hleypti pabbinn hönunum sínum út og rykið þyrlaðist á fötin! Ég hugsaði með mér að ég gæti nú bara burstað þau þegar þau voru orðin þurr (enginn hefur drepist af smá hanalykt af fötunum sín- um) Þannig að ég hélt áffam að hengja upp í góðum félagsskap hananna..en þá kom mamman með reykelsisbauk og dreyfði lyktinni um allt...það var víst eitt- hvað vegna jólanna og þurfti að gera akkúrat þarna, akkúrat á þessum tíma! Ég var næstum búin að hengja allt upp svo ég hélt bara áfram! (vonaði að reyk- elsislyktin myndi þá eyða ein- hverju af hanalyktinni) Þegar ég var búin að leggja öll fötin mín upp á snúruna þurfti að setja prik undir hana svo þvotturinn héngi hærra. Það var mikið átak og end- aði með því að prikið datt og all- ur þvotturinn af snúrunni og ofan í drulluna og rykið og han- ana og enn hló fjölskyldan og ég fann að glaðværðin sem hafði ver- ið innra með mér þegar ég vakn- aði var með öllu horfin. Þetta var þremur klukkutímum eftír að ég byrjaði að þvo... ég krumpaði blautu, skítugu fötin saman í poka og lagði mig.!! Ferr svo bara með þau í þvottahús í dag eins og hin- ir aumingjamirLþað er samt ekki mikið skárra því þau í þvottahús- inu þvo með svo heitu vatni að það sem ekki eyðileggst minnkar allavega um helming. ..Svo þið skiljið að mig vantar þvottavél í jólagjöf, takk. Við Nori í indianaleik

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.