Skessuhorn - 15.04.2003, Blaðsíða 11
úKiisisunu^
ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL 2003
11
7^e/i/u/i/i~*^
Verkalýðsmál á Vesturlandi
Verkalýðsfélög hér á Vest-
urlandi þurfa að mínu mati
endurskipulagningar við.
Það hefur víst ekki farið
framhjá neinum að mikill á-
greiningur hefur verið innan
Verkalýðsfélags Akraness.
En nú þegar ætla mætti að
öldur hafi iægt ætti að gefast
ráðrúm til að huga að þeim
málum.
Skipan verkalýðsmála á
Vesturlandi er ævagömul,
eða frá þeim tíma þegar bílar
voru ekki almenningseign,
og því síður tölvur og sími.
Hlutverk og starfshættir
verkalýðsfélaganna hafa
einnig breyst svo um munar.
Umfang félaganna hefur
aukist og sífellt eru gerðar
meiri kröfur til þeirra. Fé-
lögin starfa í gjöróiíku um-
hverfi, heldur en var þegar
þau voru stofnuð.
Við þurfum að velta fýrir
okkur þeirri spurningu
hvort félögin standist tímans
tönn? Hafa félögin þróast í
takt við tímann?
Ennfremur er vert að hafa
það í huga að allt bendir til
þess að eftir því sem félögin
eru stærri því betri þjónustu
geti þau veitt. Þar má nefna
öflugri endurmenntun og
ekki síður betri og meiri
slagkraft í kjarabaráttunni.
Eitt af því sem við þurfum
að hugleiða er hvort ekki sé
kominn tími til að sameina
verkalýðsfélögin. Og hversu
langt ætlum við þá að ganga í
þeim efnum?
Eg er þeirrar skoðunar að
skoða eigi alla möguleika,
með það að leiðarljósi að fé-
lagarnir hagnist sem mest á
þeim breytingum sem gerðar
verða.
Eg vil nefna nokkrar
lausnir, sem ég tel að ætti að
skoða.
1) Verkalýðsfélögin á Akra-
nesi sameinist. Og þá er
ég að tala um STAK,
Sveinafélag málmiðnaðar-
manna og Verkalýðsfélag
Akraness.
2) Verkalýðsfélag Akraness,
Verkalýðsfélagið Hörður
og Verkalýðsfélag Borgar-
ness sameinist í eitt félag.
Margt mælir með slíkri
sameiningu, eins og sömu
vinnustaðir félaganna og
samskonar starfsgreinar.
3) Oll verkalýðsfélögin á
Vesturlandi sameinist í
eitt félag. Með eina aðal-
skrifstofu og útibú á
nokkrum stöðum. Þessi
sameining ætti ekki að
þurfa að vera erfið í fram-
kvæmd, með allri þeirri
tækni sem nú er notuð í
samskiptum manna á
meðal.
4) Sá möguleiki er vissulega
íyrir hendi að Verkalýðs-
félag Akraness snúi sér
suður á bóginn og gæti
bæði sameinast Hlíf og
eða Eflingu. Spurningin
væri bara hvort væri hag-
stæðara. En svo er það
Sigurður H. Einarsson
ekki útilokað að Efling og
Hlíf sameinist. Þannig að
það væri saina hvorum
megin hryggjar við lent-
um. Hlíf hefur innan
sinna vébanda gríðalega
reynslu af samningum í
stóriðju sem gæti komið
okkur til góða.
5) Obreytt ástand. Það er á-
kveðin lausn, en við þurf-
um að velta því fyrir okk-
ur hvort óbreytt ástand sé
það sem við viljum.
6) (Verslunarmenn eru farnir
suður og koma líklega
aldrei aftur).
Lokaorð
Hvort sem við veljum
óbreytt ástand eður ei, þá er
það hollt fyrir okkur öll að
velta fyrir okkur þeim mögu-
leikum sem í boði eru, og
spyrja okkur þeirrar spurn-
ingar hvort við séum á réttri
leið.
Hvað sem öllu líður þá tel
ég að tími sé til kominn að
um þessi mál fari fram al-
mennar og opnar umræður.
Og að við skoðum þá mögu-
leika sem til eru í stöðunni
með hagsmuni launafólks að
leiðarljósi. Ennfremur tel ég
að það ætti að athuga hvort
ekki væri rétt að stofna Al-
þýðusamband Norðvestur-
kjördæmis. Er ekki kominn
tími til að launafólk á þessu
svæði tali saman?
Að lokum legg ég það til
að Verkalýðsfélögin á Vest-
urlandi haldi ráðstefnu um
framtíðarskipulagningu
verkalýðsfélaganna á Vestur-
landi, þar sem velt yrði upp
þeirri spurningu hvort ekki
sé breytinga þörf.
Sigurður H. Einarsson
Formaður Stóriðjudeildar
Verkalýðsfélags Akraness.
T^e/l/U/l/l^V:
Til umhugsunar
Það er grár vetrarmorg-
unn og skólabarn vaknar til
að hefja sinn vinnudag í
skólanum rétt eins og allir
aðrir. Það sem er frábrugðið
við þetta barn er að það
byrjar á því að leita að fötum
sem ekki eru áberandi eða
verða til þess að það skeri sig
úr á nokkurn hátt. Það hefur
ekki lyst á morgunmat vegna
hnútsins í maganum og
fmnst nestið sem útbúið var
frekar ólystugt. Barnið tekur
skólatöskuna sína og fjar-
lægir endurskinsmerkið sem
mamma setti á töskuna
kvöldið áður, því það vekur
of mikla athygli þar sem það
hangir niður undan tösk-
unni. Barnið leggur af stað í
átt að skólabílnum. Nokkrir
krakkar á sama reki standa
þar en sem betur fer er eng-
inn sem segir neitt við okkar
barn, það fær frið þar til það
er sest í sæti framarlega í
bílnum. Þá gengur framhjá
annað barn sem rífur húfuna
af okkar barni og hendir
henni aftur í bílinn. Okkar
barn ákveður að það sé betra
að gera ekkert í þessu heldur
bíða átekta. Það sér útundan
sér að krakkarnir eru farnir
að kasta húfunni á milli sín
en ályktar sem svo að það
hafi ekki séns í að reyna að
ná henni aftur. Þegar það
gengur að skólanum labbar
upp að því krakki og segir
„djöfull ertu í ljótri úlpu“.
Þegar inn í skólann er kom-
ið áræðir okkar barn að
spjalla við nokkra aðra og
fær í staðinn háðsglósur og
einn hrópar „þegiðu helvítis
auminginn þinn - þú þykist
alltaf vita allt, djöfulsins
fæðingarhálvitinn þinn,
hoppaðu upp í rassgatið á
þér“. Okkar barn ákveður að
leggja ekki frekar orð í belg
þennan daginn, heldur reyna
að láta sem minnst á sér
bera. Samt sem áður er það
lokað inni í ræstikompu um
miðjan morgun og þarf að
gefa 500 kall, sem það hafði
sem betur fer fengið hjá
ömmu sinni daginn áður, til
að fá krakkana til að opna
fyrir sér. Þegar að heimferð
er komið finnur barnið
úlpuna sína eftir mikla leit
ofan í ruslatunnu í annarri
deild, en annan skóinn sinn
finnur það ekki fyrr en
gangavörður kemur því til
hjálpar og í sameiningu
finna þau skóinn inni á kló-
setti. Fegnast er barnið okk-
ar þegar það kemst heim og
getur verið í friði.
Lýsingin á lífi þessa barns
er lýsing á lífi fjölda barna í
samfélagi okkar. Lýsing á Iífi
barna sem allan liðlangan
daginn, alla daga vikunnar,
allan ársins hring þurfa að
búa í skugga þess að verða
fyrir sífelldri stríðni og of-
beldi. Þess sem í dægurum-
ræðunni hefur fengið nafnið
einelti. Enginn gerir sér
grein fyrir því hvað þetta
barn er í raun að ganga í
gegnum. Ekki foreldrar
þess, ekki kennarar og
starfsmenn skólans. Ein-
hvern grunar eitthvað og
búið að tala um það við
bekkinn í einhver skipti en
hversu alvarlegt ástand
barnsins er hefur ekki enn
komið fram. Það ber harm
sinn í hljóði þar til einn dag-
inn að það getur ekki meir
og brestur. Segir frá þessu
viðurstyggilega ofbeldi sem
það er beitt alla daga, en
grátbiður um leið um að
ekkert verði gert af hræðslu
við að hótunum í þess garð
verði fylgt eftir. Veit ekki að
þegar svona er komið munu
foreldrar og skóli gera allt
sem í þeirra valdi stendur til
að bæta það sem hægt er. En
það er ekki hægt að bæta all-
an þann skaða sem barnið
hefur orðið fyrir. Þennan
kross ber það alla ævi.
Eftir standa gerendur.
AJltof lengi hefur verið bor-
ið blak af þeim krökkum sem
taka þátt í slíku ofbeldi. Af-
sakanir á afsakanir ofan,
skuld skellt á aðra vegna þess
hvernig komið er og fleira í
þessum dúr hefur verið við-
kvæðið. Meira að segja er
þolandum kennt um, sagt að
hann bjóði nú upp á þetta,
það sé ekki við öðru að búast
eins og hann sé nú. Þetta er
álíka og þegar stúlku er
nauðgað og sagt eftir á „hún
bauð upp á þetta, hún var í
svo eggjandi klæðnaði“.
Þetta er rangt. Gerendur í
svona málum hafa ekkert sér
til málsbóta. Þeir eru að
beita ofbeldi. Foreldrar og
aðstandendur slíkra barna
eru ekki í öfundsverðri stöðu
að þurfa að taka á slíkum
málum. Ekki frekar en for-
eldrar þolenda. Varnarleysið
er algert. En ábyrgðin liggur
engu að síður hjá þeim. For-
eldrar eiga börnin og bera
ábyrgð á þeim, ekki kennar-
ar eða aðrir í samfélaginu.
Eg er orðin langþreytt á því
að umgangast börn og ung-
linga þar sem orðbragð
þeirra í garð hvers annars er
forkastanlegt. Virðingar-
leysið gagnvart hvert öðru er
algert og enginn þorir að
hafa öðruvísi skoðanir eða
klæða sig á annan hátt en
viðtekið er vegna hræðslu
við árásir. Það þarf enginn
að segja mér að foreldrar og
aðrir viti ekki af þessu, viti
ekki og heyri ekki einhvern
tíma til krakkanna. En við
gerum alltof lítið af því að
skipta okkur af og leiðbeina.
Asa Björk Stefánsdóttir.
Höfimdur er kennari og
móðir þriggja drengja.