Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2003, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 19.06.2003, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 19.JUNI 2003 5 jivtaaunw... Norðanfiskur flytur á Akranes Norðanfiskur ehf. sem er í eigu Brims og Kjarnafæðis hef- ur flust til Akraness og tekur yfir framleiðslu Islensks- fransks eldhúss sem hefur ver- ið í eigu og rekið af Haraldi Böðvarssyni hf. Norðanfiskur mun framleiða IFE vörur á- fram undir vörumerki IFE en fyrirtækið að öðru leyti rekið í nafni Norðanfisks. Fram kemur á heimasíðu UA að það hafi verið eðlilegt skref að sameina þessar vinnslur innan Brims þar sem báðar hafi einbeitt sér að fullvinnslu sjáv- arafurða. Hið nýja fyrirtæki mun leggja mikla áherslu á sölu og markaðsstarf sem og að framleiða hágæða vöru úr sjáv- arfangi íyrir erlendan og jafn- framt innlendan markað. Reiknað er með að velta IFE muni allt að fjórfaldast með komu Norðanfisks og rætt er um að flutningurinn skapi á annan tug nýrra starfa. HJH Bjartar nætur á Vatnsnesi Hið árlega fjöruhlaðborð verður í Hamarsbúð í Húna- þingi vestra laugardaginn 21. júní n.k. og hefst kl. 19:00. Þar munu húsfreyjur á Vatnsnesi reiða fram margvíslega rétti, flesta tengda sjávarfangi. Má þar m.a. nefna selkjöt bæði nýtt og reykt. Saltað selspik, súra selshreifa, sviðasultu, svartfugl og ný og súrsuð egg. Signa grásleppu, reyktan rauð- maga og grafinn fisk. Einnig má nefna höfrungakjöt, hákarl og harðfisk og margskonar heimabakað brauðmeti með á- leggi, ásamt fjölda annarra rétta. Einnig verður boðið upp á fjallagrasamjólk, ábrystir og heimagert skyr frá Illugastöð- um. Hátíðin í Hamarsbúð við Hamarsrétt er nú haldin í átt- unda sinn og hefur öðlast sér- stakan sess innan Bjartra nátta í Húnaþingi vestra. Hún hefur verið ákaflega vinsæl og gestir komið víðsvegar að. Að þessu sinni munu Skúli og Marinó sjá um tónlistar- flutning í stórtjaldinu. Kvæða- menn af Vatnsnesi kveða stemmur, einnig verður al- mennur söngur, að ógleymdu hinu vinsæla bögglauppboði. Tvisvar hafa verið farnar gönguferðir á Vatnsnesi sem fléttast þá inn í dagskrá Bjartra nátta. Göngufólkið hefur end- að ferðina í Hamarsbúð við fjöruhlaðborðið. Svo verður einnig nú og gengið með leið- sögn frá Illugastöðum, fram Brandafell og niður í Hamars- búð. Gönguleiðin er nokkuð krefjandi, hún er 13 krn löng með 700 m hækkun. Af Brandafelli er mjög víðsýnt í góðu skyggni. (Fréttatilkynning) SíðastUðinn sunnudag var boðið upp á gönguferð á Hafnarfjall undir leiðsögn Jennjjar Johanson en þessarferðir eru orðnar fastur liður í Borgfirðingahá- tíð. Það er óhætt að seg/a að göngugarpamir hafi verið á öllum aldri en sá yngsti var Elín Rut Hjaltadóttir, þriggja ára en samkvæmt upplýsingum Skessuhoms er hún sii yngsta sem gengið hefur á Hafiiaifijallið. Mynd: Rakel Biyndís Vesturlandsskógar Ný símanúmer Vesturlandsskógar hafa fengiðný símanúmer, þau náðu ekki aðbirtast í símaskránni 2003. Tillaga að matsáætlun fyrir Útnesveg frá Gröf að Arnarstapa í Snæfellsbæ Vegagerðin hefur lagt fram tillögu að matsáætlun til Skipulagsstofnunar. Hægt er að nálgast tillöguna á heimasíðu VSO Ráðgjafar, www.vso.is, og heimasíðu Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is. I matsáætlun kemur fram stutt lýsing á framkvæmdinni og gerð er grein fyrir því hvernig staðið verður að matsvinnunni. Frestur til að skila athugasemdum inn til Skipulagsstofnunar vegna matsáætlunar rennur út eftir tvær vikur en gert er ráð fyrir að matsskýrslu verði skilað inn í september 2003. VEGAGERÐIN v___________/ Akraneskaupstaður Útbob - Háteigur 11 (Stúkuhús) - Tækni- og umhverfissvib Akraneskaupstaðar óskar eftir tilbobum í að fjarlægja húsið að Háteigi 11 (Stúkuhúsið). Húsið er járnklætt timburhús á einni hæð með háu risþaki. Húsið stendur á steyptum undirstöðum. Stærð hússins er: 84,5 m2 og 440 m3 Bjóðendur hafa val um hvort þeir flytja húsið brott í heilu lagi eða hvort húsið verður rifið á staðnum og fjarlægt. Verði húsið rifið skal þess gætt við förgun úrgangs að nauðsynlegt er að flokka í samræmi við reglur GÁMU um móttöku byggingarúrgangs. Væntanlegir bjóðendur skulu kynna sér aðstæöur á staðnum þar sem athafnarými er takmarkað umhverfis húsið. Undirstöður hússins skulu einnig fjarlægðar og fyllt og þjappað í húsgrunninn með burðarhæfu malarefni. Jafnað skal yfir með a.m.k. 10 sm þykku jöfnunarlagsefni. Brottflutningi skal lokið eigi síðar en 25. ágúst nk. Tilboð verða opnuð á skrifstofu tœkni- og umhverfissviðs að Dalbraut 8 þriðjudaginn 22. júlí nk. kl. 11:00. Sviösstjóri tœkni- og umhverfissviös fl Vesturlandsskógar a&lnúmer 433 7051 Sigvaldi Ásgeirsson, framkvstj. 433 7052 Sigurður Freyr Gucbrandsson 433 7053 Guðmundur Sigurðsson 433 7054 Fax Vesturlandsskóga 433 7055 Farsími Netfang vestskogar@vestskogar.is 898 2190 sigvaldi@vestskogar.is 898 2187 sigurdur@vestskogar.is 862 6361 gudmundur@vestskogar.is Vesturlandsskógar Hvanneyrargötu 3 311 Borgarnes. LATTU OKKUR Mti FÁ ÞAÐ -A Efnalaugin Múlakot elif áf __. Borgarbraut 55 OÞVEGIÐssfsf

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.