Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2003, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 19.06.2003, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 24. tbl. 6. árg. 19. júní 2003 Kr. 250 í lausasölu Sættir að nást í sveitarstjóm Dalabyggðar? Þorsteinn Jónsson kjörinn oddviti í gærkvöldi í stað Guðrúnar Jónu Gunnarsdóttur Nýr oddviti var kjörinn fyrir sveitarstjórn Dalabyggðar í gær- kvöldi en kjör oddvita átti að fara fram samkvæmt dagskrá á boð- uðum fnndi sveitarstjórnar þann 16. júní s.l. Þeim fundi var hins- vegar ífestað óvænt þegar kom að kosningum. A fundinum í gær var Þorsteinn Jónsson efsti mað- ur á L - lista kjörinn oddviti í stað Guðrúnar Jónu Gunnars- dóttur af sama lista sem gegnt hefur embættinu síðastliðið ár. Samkvæmt dagskrá fundarins á mánudag var 20. liður kosn- ingar skv. sveitarstjórnarlögum og samþykktum Dalabyggðar. Þegar kom að þeim lið lagði Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, oddviti, ífarn eftirfarandi bókun: Sem oddviti minnihlutans fresta ég fundi þar sem sveitarstjóri bar ekki undir mig boðaða dagskrá áður en hún var send út. Mér gafst því ekki nægjanlegt svig- rúm til að boða til listafundar og útkljá uppstillingu listans. Eg fresta því fundi í sveitarstjórn til 18. júní kl. 21.00 þar sem kosn- ing fer fram.“ Sigurður Rúnar Friðjónsson, oddviti S - listans, óskaði skýr- inga á því á hvaða forsendum fundi væri frestað með þessum hætti en oddviti gaf þau svör að fundinum hefði verið lokað. Niðurstaða kosninganna í gærkvöldi varð á þann veg að Þorsteinn Jónsson var kjörinn oddviti með öllum greiddum at- Hörður og Þórunn sæmd fálkaorðu Tveir Vestlendingar voru í hópi þeirra tólf einstaklinga sem sæmdir voru heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíð- lega athöfn á Bessastöðum þann 17. júní. Hörður Húnfjörð Pálsson, bakarameistari á Akranesi hlaut riddarakross fyrir störf að félag-s og atvinnumálum og Þórunn Eiríksdóttir húsfreyja á Kaðalstöðum í Borgarfirði var einnig sæmd riddarakrossi fyrir störf að félags- og byggðamálum. kvæðum. Guðrún Jóna Gunn- arsdóttir var kjörin varaoddviti með þórum atkvæði gegn þrem- ur greiddum Bryndísi Karlsdótt- ur sem einnig er af L - lista. I byggðarráð voru síðan tilnefnd Bryndís Karlsdóttir, Guðrún Jóna Gunnarsdóttir og Sigurður Rúnar Friðjónsson. Lægja ólgu „Það er mjög stutt síðan farið var að ræða um breytingar og það varð síðan ákvörðun okkar í meirihlutanum að skipa þessu með þessum hætti næsta árið og sjá svo til,“ segir Þorsteinn Jóns- son, nýkjörinn oddviti. Aðspurð- ur um hvort umrædd breyting sé ekki þvert á fyrirætlanir meiri- hlutans fyrir kosningar segir Þorsteinn að það hafi alltaf kom- ið fram í kosningabaráttu L - listans að oddviti væri kjörinn árlega og því gæti verið skipt á hverju ári ef út í það væri farið. „Það má hinsvegar kannski segja að að þetta sé ákveðin leið til að lægja þá ólgu sem verið hefur í sveitarstjórninni og vonandi dugar þetta til þess. Við horfum allavega björtum augum til ffamtíðar,“ segir Þorsteinn. Eins og fram hefur komið í Skessuhorni tengist sú ólga sem Þorsteinn talar um ekki síst mál- efnum hitaveitu Dalabyggðar og í því máli hafa farið fram hörð skoðanaskipti milli oddvita Iist- anna. Sigurður Rúnar, oddviti minnihlutans, segist líta á kosn- ingu Þorsteins sem tilraun til að sætta stríðandi öfl og reyna að koma viti í hlutina. „Við vildum, með því að styðja Þorstein, láta reyna á það hvort ekld verði tek- in upp ný vinnubrögð innan sveitarstjórnar sem taki mið af hagsmunum Dalabyggðar en ekki öðrum hagsmunum og við bindum miklar vonir við það.“ GE Borgfirðingahdtíð var haldin um síðustu helgi í fjórða sinn með hátíðahöldum um allt hérað. Myndin er tekin í Skoiradal á sunnudag en þar stóð björgunar- sveitin Brák í Borgamesi fyrir bátssiglingum á Skorradalsdvatni. Mynd: Helena. y fydiUJJii Við eigum það sem þig vantar á leið í fríið, y sumarbústaðinn, tjaldið í Borgarnesi alla daga Góður kostur Opið kl. 23:30 alla daga Góður kostur Opið kl. 9-19 virkadaga Laugardaga kl. 10-19 Sunnudaga kl. 12-19 Hyrnan: Bensínstöð -Verslun -Veitingar - Hraðbanki - Rútuferðir - Upplýsingamiðstöð Hyrnutorg: Stórmarkaður - Hraðbanki

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.