Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2003, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 19.06.2003, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 19. JUNI 2003 Bréftil Möggu Kæra pennavinkona. Smekkur hvers og eins er hans einkamál og að mörgu leyti gott að hann sé nokkuð breytilegur, það væri til dæmis óheppilegt ef allir væru ástfangnir af sömu kon- unni! Eg get heldur ekki haft nein áhrif á hvað þér finnst ljótt eða þú á hvað mér finnst fallegt. Mér virðist það standa uppúr af skrifum þín- | um að hvíti liturinn á rúlluplastinu fari í taugarnar I á þér. Sumum verður líka ó- glatt af ákveðnum blæbrigð- um af bleikum lit en ég hef engan heyrt hafa það á orði að það ætti að banna öðrum að nota hann. Það er einfald- lega þannig með þetta rúlluplast að til landsins eru I nánast eingöngu fluttir tveir Iitir, hvítt og Ijósgrænt. I Dökkgrænt mun eitthvað hafa verið prófað, mér er ekki kunnugt um reynslu af því en svart var flutt inn fyr- ir nokkrum árum og reyndist ekki vel. Ég geri hér með að tillögu minni að þú gangist fyrir því við einhvern plast- innflytjanda að hann flytji inn aðra liti eða jafnvel að þú stofnaðir sjálf innflutnings- fyrirtæki. Eg efa ekki að bændur myndu versla við þig ef þú værir samkeppnishæf í verði og gæðum. Satt að segja hef ég aldrei heyrt get- ið um glært rúlluplast,mér sýnist það nokkuð athyglis- vert ef það þolir hitasveiflur svo viðunandi sé. En ég er nú ekki sigldur maður og þar af I leiðandi þér ófróðari um er- lendan landbúnað nema ég er ekki sannfærður um að alla hluti megi færa gagnrýn- islaust á milli og mér finnst ótrúlegt að hvítt rúlluplast sé sérframleitt fyrir Islendinga. Þér finnst það frábært hjá mér að vera að græða upp melana. Veistu það, svo ein- kennilega sem það kann að I hljóma, að mér finnst það alls ekkert frábært. Mér finnst það bara eðlilegt og sjálfsagt. Frábært er sam- kvæmt mínum málskilningi eitthvað sem víkur verulega til bóta frá því eðlilega og vanalega en þetta er einfald- lega eðli landbúnaðar að reyna að skila jörð og búfé aðeins betri til næstu kyn- slóðar. Það tel ég að allir bændur séu í raun og veru að gera þó þeir hafi innan þess ramma mismunandi áherslur og áhugasvið rétt eins og það liggur betur fyrir sumum kennurum að kenna eitt fag en annað. Það er þetta með stóru sumarbústaðahverfin. Þar sem þau eiga við eru þau af hinu góða þó sjálfum finnist mér æskilegra að slík hverfi séu minni og dreifðari. Eg var fyrst og fremst að tala um þá staði þar sem mér finnst birkiskógur skemmdur til að koma fyrir sumarhúsabyggð og þó hlýlegt geti verið að dvelja í slíkum sumarhúsum finnast mér slík hverfi sjald- an falleg tilsýndar. Eg fer heldur ekki ofan af þeirri skoðun minni að reglustikugróðursett barrtré séu óæskileg á stöðum sem telja má náttúruperlur. Eg er ekki að tala um barrtrjáaakra til viðarframleiðslu á því sem mætti kalla „venjulegt land“ en ég er svo mikill villimaður í mér að beinar línur fara í taugarnar á mér í landslagi þar sem þær eru ekki nauð- synlegar. Til smá skýringar læt ég þess getið að barrtrén á Þingvöllum eru í mínum huga ekkert annað en um- hverfisslys hvað sem aðrir kunna að segja um það mál. Þú segir að beinu línurn- ar hverfi með árunum (færast trén þá til?) en síðastliðið vor stóð ég og horfði á eina af eldri gróðursetningum hér í héraði, að vísu frá svolítið ó- vanalegu sjónarhorni og lín- urnar voru satt að segja alveg óhugnanlega skýrar. Sömu- leiðis sé ég ekki tilganginn með því að eyðileggja falleg- an birkiskóg til að koma þar fyrir barrtrjám en það dæmi sem ég hafði í huga var að vísu ekki mjög stórt þó mér finnist það of stórt og alls ekki um heila jörð að ræða. Það er umtalsmál hvort jarðir eins og þær sem þú ert að lýsa þar sem tún eru nytj- uð og hús nýtt til sumarveru og jafnvel helgarveru að vetrinum eru í raun eyðijarð- ir en það sem ég var að tala urn eru jarðir þar sem nýt- ingin er alls engin og saga kynslóðanna, vonir, bjart- sýni, barátta, sigrar, sorgir og loks uppgjöf verður lesið úr sinuflóka túnanna, hálf eða alföllnum girðingum, ó- nýtum búvélum, uppgrónum skurðum og yfirgefnum hús- um sem stara á vegfarendur tómum gluggatóftum. Alla- vega fyllist ég alltaf hálfgerð- um óhug við þá sjón og ekki síst þegar persónulegir vinir mínir hafa búið á staðnum. A tímabili voru á íslensk- um landbúnaðarafurðum töluverðar niðurgreiðslur sem voru settar á að frum- kvæði verkalýðsfélaganna. Síðan hafa þessir peningar alltaf verið einhversstaðar í ferlinu frá framleiðanda til neytanda, á mismunandi stigum og heitið mismun- andi nöfnum. Núna heita þeir beingreiðslur og eru greiddir beint til bænda en það kjöt sem ekki selst á inn- anlandsmarkaði er flutt út og engar greiðslur á þann hluta framleiðslunnar. Mér heyrist þú vera mér mun fróðari um styrkjakerfi landbúnaðarins, allavega nefnirðu til sögu styrki sem ég hef aldrei heyrt nefnda, en þó get ég frætt þig um það að þó einhversstaðar sé í lögum eða reglugerðum tal- að um styrki er ekki þar með sagt að veittir séu peningar af fjárveitingarvaldinu til að hægt sé að greiða þá, nenta helst til skógræktar sem virð- ist vera „in“ á þessum tím- um. Aldraður maður kom einu sinni til læknis og er hann spurði doktorinn um sitt líkamlega ástand svaraði læknirinn: „Ef þú steinhætt- ir að reykja og drekka og lít- ur ekki á kvenfólk hefurðu alla möguleika á að verða hundrað ára“. Sá gamli svar- aði steinhissa: „Já en til hvers á ég þá að verða hund- rað ára“? Þannig getur oft verið hollt og gott að velta fyrir sér tilgangi og afleiðingum gerða sinna og gagnrýna með sjálfum sér hinar al- mennu og viðteknu skoðan- ir. Til dæmis getur verið gott fyrir skógræktarfólk að velta fyrir sér hvað eiga að vera mörg tré á hektara þeg- ar bara er verið að gróður- setja gróðursetningarinnar vegna. Væri betra að hafa lundina fleiri og smærri eða stærra svæði með dreifðari trjám? Gróðursetningar má flokka gróflega í fjóra flokka, til skrauts, til skjóls, til land- bóta og dl viðarframleiðslu. Einhver styrkur er veittur út á skjólbelti á lögbýlum en væntanlega til þess að ein- hver geti notið skjólsins. Skjólbeltakerfi eins og í Eyjafirði eru vafalaust mjög æskileg en krefjast samstarfs margra aðila svo vel fari og Margrét Jónsdóttir varla framkvæmanleg án styrkja. Eg sé í fljótu bragði ekki annað en að þú ættir að geta fengið framlag tíl nytjaskóg- ræktar rétt eins og hver ann- ar ef þú hefur aðgang að landi sem uppfyllir öll skil- yrði en það er ekki styrkur heldur greiðist það til baka þegar skógurinn fer að skila arði. Garðar heima við hús og litlir skógarlundir sem margir hafa komið upp eru ekki svo ég viti styrktir hver sem í hlut á. Það er þetta með land- bæturnar, hvernig viljum við að landið líti út? Persónu- lega tel ég að land sem væri vaxið 20 til 40% birkikjarri væri æskilegt ef það væri hæfilega beitt. Slíkt land gef- ur gróðri, fólki og búfénaði gott skjól og er greiðfært umferðar auk þess sem það einfaldlega er afkastameira en einhæfara gróðurlendi. Eg hef átt þess kost að fylgjast með skóglendi sem ég sé og fer um alltaf öðru hvoru síðan 1956. Fyrst kom ég þar í fjárleit og var þá svæðið allt smalað ríðandi. Síðar var fjárbúskapur lagður af og eftir ca. 10 - 15 ár var orðið gjörsamlega óreitt uin skóginn og illgengt á köfl- um. Fé undi hinsvegar vel hag sínum ef það komst þangað en þótti stundum ó- dælt viðureignar og kostaði marga svitadropa og mörg ó- prenthæf orð að ná því það- an. A síðustu árum veit ég ekki til að hafi sést þar kind þó þær eigi þangað frekar greiða leið því skógurinn er einfaldlega orðinn of þéttur til að fé kunni við sig þar og raunar of þéttur til að venju- Iegt fólk hafi gaman af að fara um hann. Eg veit ekki hvort þetta eru landbætur, það er allavega afstætt. Þar sem þéttur barrskóg- ur vex án grisjunar verður skógarbotninn að gróður- vana moldarflagi. Er það gróðureyðing af völdum skógræktar? Sjálfum finnst mér fyrst og frentst aðkallandi að loka landinu, græða upp mela og stöðva uppblástur. Sem sagt að þétta, stækka og styrkja gróðurþekjuna frekar en að færa hluta hennar nær himn- inum. Mér heyrist þú ekki vera mjög hrifin af byggðastyrkj- um hverju nafni sem þeir nefnast og vissulega eru þeir vandmeðfarnir en það getur líka verið gott að setja sig í spor annara og reyna að horfa á heiminn þaðan. Hvort hefur til dæmis meiri þýðingu á sínu svæði, 40 störf á Raufarhöfn eða sam dráttur í herstöðinni á Kefla- víkurflugvelli? I hugum sumra er allt „Uti á Iandi“ sem er fyrir ofan Artúnsbrekkuna og sunnan við Fossvogslæk og allir peningar sem eytt er á því svæði dreifbýlisstyrkir. I augum sumra mið Evrópu búa erum við Islendingar vafalaust nokkuð utan við hinn byggilega heim. Það er hægt að reikna sig hvert sem er ef menn gefa sér bara rétt ar forsendur og enginn vandi að reikna það út að það væri hagkvæmara að flytja okkur Islendinga til mið Evrópu í svosem eitt sveitaþorp þar þó ég ætli ekki að gera það að tillögu minni. Heldurðu að okkur liði ekki vel þar, sínu í hvorri blokkaríbúðinni? Svona er margt sem má skoða frá ýmsum sjónar- hornum en ég ætla samt að kveðja þig að sinni. Þú sérð ástæðu til að þakka mér fyrir að tala við þig eins og manneskju. Mér hefur nú satt að segja aldrei dottið í hug að það væri sér- staklega þakkarvert en kannske væri þó gott að fleiri töluðu til fólks á þann veg. Það er langt síðan ég gerði mér grein fyrir þeim sann- indum að réttur fólks til að vera ósammála hlýtur alltaf að vera gagnvirkur og þeir sem haga sínum málflutningi með það í huga eru bæði lík- legri til að vinna sínum mál- stað fylgi og eru síður ásak- aðir um ,,árásir“ og ,,einelti“ en þó svo að smekkur okkar og skoðanir fari ekki saman vona ég að við getum að minnsta kosti verið ósam- mála á réttum forsendum. Með góðri kveðju Dagbjartur Dagbjartsson Refsstöðum dd@binet.is ps. Refsstaðir eru í Hálsa- sveit en ekki í Hvítársíðu. (Eg sem hélt að kennarar v<eru svo góðir í landafræði)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.