Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2003, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 19.06.2003, Blaðsíða 7
^&tssunu^ FIMMTUDAGUR 19. JUNI 2003 7 Landslag og lúnir hlutir í Pakkhúsinu í Ólafsvík Jón Axel Egilsson sýnir vatnslitamyndir í Pakkhúsinu í Olafsvík dagana 9. -29. júní. Myndefnið er flest sótt í snæ- fellska náttúru, landslag og lúnir hlutir úr fjöru og melum eru þema sýningarinnar. Pakkhúsið er 160 ára gamalt timburhús í hjarta bæjarins og timburfjalir og gamlir burðar- bitar gefa listinni hlýlegan undirtón. Húsið er opið alla daga frá kl. 9 - 19. (Fréttatilkynning) Kaffihús í safoahúsi Kíiffihúsið Kveldiílfskaffii opnaði um síðustu helgi í safnahúsi Borgarfjariar. Það er Oddbjörgjónsdóttir sem annast sölu kaffitveitinga á neðri hæð safnahússins í sumar og verður opiðfi-á kl. 13.00 - 18.00 alla daga í sumar. Þegar Ijósmynd- ara Skessuhoms bar að garði voru þær Hekla og Gunnhildur að gæða se'r á gos- drykkjum í hinu nýja Kveldidfskaffi. Orgeltónleikaröð í Reykholtskirkju I sumar verður röð orgeltón- leika í Reykholtskirkju. Þeir eru haldnir í samvinnu við Félag ís- lenskra organleikara til styrktar orgelinu í kirkjunni og verða á laugardögum kl. 20.30. Fyrstu tónleikarnir verða á laugardag- inn kemur þ. 21. júní. Þá leikur Guðmundur Sig- urðsson organisti Bústaðakirkju í Reykjavík verk eftir Bach, Böhm, Buxtehude og de Grigny og auk þess smáverk eftir Pál Is- ólfsson og Max Reger. Guðmundur Sigurðsson lauk kantorsprófi frá Tónskóla þjóð- kirkjunnar árið 1996. Þar var Hörður Askelsson orgelkennari hans og lauk Guðmundur þaðan burtfararprófi í orgelleik 1998. Vorið 2002 lauk hann Masters- námi í orgelleik með láði frá Westminster Choir College í Princeton, þar sem Mark A. Anderson var kennari hans. Guðmundur tók við starfi org- anista við Bústaðakirkju í ágúst 2002. Auk Guðmundar leika í tón- leikaröðinni 28. júní, Kjartan Sigurjónsson organistí, formað- ur Félags íslenskra organleikara, 5. júlí Arni Arinbjarnarson org- anisti, 12. júlí Sigrún Þórsteins- dóttir organisti, 19. júlí Reynir Jónasson organisti, 2. ágúst Douglas A. Brotchie organisti og 9. ágúst lýkur tónleikaröð- inni með tónleikum Marteins H. Friðrikssonar dómorganista. (Fréttatilkynning) Einnfyrstu Bjamanna kominn áflot. Bimir framleiddir í Bátahölliimi Bátahöllin ehf. í Snæfellsbæ hefur nú hannað og hafið fram- leiðslu á bátum undir tegundar- heitinu Björn, og eru nú þegar þrír bátar seldir samkvæmt tíl- kynningu frá fyrirtækinu. Birn- irnir eru eru hraðíiskibátar frá 3.BT uppí 10.BT og gengur hönnunin út á það að ná sem mestu lestarrými og bestu vinnuaðstöðunni sem völ er á í samfloti við mikla og góða sjó- hæfni. Má þar nefna 3.BT bát- Laugardaginn 14. júní sl. var forinlega opnað á Safnasvæðinu á Akranesi nýtt handverkshús. Það er til húsa í Fróðá, einu af gömlu uppgerðu húsum svæðis- ins. Framvegis verður húsið vinnustofa kvennanna sem reka Listsmiðjuna Hug og hönd auk þess sem Dýrfinna 'Ibrfadóttír gullsmiður hefur vinnustofu sína í húsinu. Handverkshúsið verður hér eftir opið almenningi inn sem er þá Björn 690, en hann er þilfarsbátur búinn 370 Hö vél með hefðbundnum skrúfbúnaði, tekur 7 stk. 380.L fiskiker í lest, með svefnaðstöðu fýrir 2 menn og er búinn 6 stk. færarúllum. Bátahöllin ehf. er plastbáta- smiðja sem hefur á undanförn- um árum sinnt viðhaldi og um- fangsmiklum breytingum á plastbátum en er nú að færa sig í auknum mæli í eigin framleiðslu. og ferðamönnum til sýnis á á- kveðnum tímum dagsins en slík- ar vinnustofur þekkjast víða er- lendis undir heitinu „Work- Shop“ og eru til þess gerðar að færa aukið líf inn á sýningar- svæði og söfn. Ferðamenn geta í framtíðinni keypt listmuni hannaða og unna af listakonun- um sem sérstaklega verða tíl- einkaðir Akranesi og Safnasvæð- inu. Kvenna- slóðir - íslenskur kvenna- gagnabanki I september 2003 verður opnaður við hátíðlega athöfn íslenskur kvennagagnabanki, kvennaslóðir.is. I gagnabank- ann verða skráðir kvensér- fræðingar á ýmsum sviðum með það að markmiði að gera þekkingu og hæfni kvenna sýnilega og aðgengilega. Tilgangur kvennagagna- bankans er að auðvelda fjöl- miðlum, stjórnendum á vinnumarkaði, stjórnvöldum og stjórnmálaflokkum leit að hæfum konum. I gagna- grunninum verða aðgengileg- ar upplýsingar um menntun, störf, þekkingarsvið, rann- sóknasvið og útgefið efni þeirra kvenna sem skráðar eru. Sambærilegir gagna- bankar um kvensérffæðinga á ýmsum sviðum atvinnulífsins eru þegar til staðar á Norður- löndunum og í Evrópu. Kannanir hafa ítrekað sýnt fram á að verulega hallar á hlut kvenna í fjölmiðlum sem og í ráðum, nefndum og stjórnum fyrirtækja og opin- bera geirans. Kvennagagna- bankinn er því mikilvægt tæki til að ná ffam markmiðum um jafnan hlut kvenna og karla við stefhumótun og ákvarð- anatöku. Að gerð kvennaslóða.is standa Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Islands, jafnréttis- nefnd Háskóla íslands, Kvennasögusafn Islands og Jafnréttisstofa fyrir styrk fjölda stofnana, fyrirtækja og ráðuneyta. Skráning í gagnagrunninn er þegar hafin. Allar konur sem hafa áhuga, hæfni og metnað til starfa í ábyrgðar- stöðum, að vera kallaðar tíl viðtals, álitsgjafar eða ráðgjaf- ar um sérsvið sitt og koma rannsóknum sínum á ffam- færi eru hvattar til að skrá sig á slóðinni kvennaslodir.is. Fyrir skemmstu bauð Þorsteinn Magnússon, vert í Hreðavatnsskála heimilis- mönnum og starfsmönnum sambýlisins í Borgamesi í pizzuhlaðborð með t's á eftir og tilheyrandi í sólinni. Var þessu boðið vel tekið ogfóru allir heim með bros á vör eins og se'st á myndinni. Lifandi handverk í Fróðá Myndatexti: Sveinn Kristinsson, formaður stjómar Byggðasafns Akraness og nærsveita, bauð listakonumar velkomnar á svæðið ogfærði þeim blóm í tilefhi dagsins. Frá vinstri: Dýrfinna Totfadóttir, Inga Dóra Steinþórsdóttir, Inga Björg Sigurðardóttir og Sveinn Kristinsson. A myndina vantar Guðnýju Frið- þjófsdóttur frá Hug og hönd. Mynd: JA

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.