Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2003, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 19.06.2003, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 19.JUNI 2003 jnUíltlw*. Myndlist og bílatónleikar við Mími Borgamesi Fjölmargir lögðu leið sína í Félagsmiðstöðina Mími, kaffi- og menningarhús 16-25 ára ungmenna í Borgarbyggð sl. mánudagskvöld. A opnu húsi fyrir almenning sýndi Þórhildur Kristín Guð- jónsdóttir Bachman (Bessý), 17 ára stúlka úr Borgarnesi vams- litamyndir sínar og heitt var á könnunni. I tilefni loka vetrarstarfsins og Borgfirðingarhátíðar spilaði hljómsveitin Buff. Hellirigning aftraði ekki fjölda manns frá því að koma og hlusta. Þeir sem ekki vildu vökna sátu í bílum sínum á þvottaplaninu, gegnt Mími. Eftir því sem best er vitað er þetta fyrsm bílatónleikar á Is- landi. Félagsmiðstöðin er 3. ára og hefur verið opið tvö kvöld í viku. Þá hefur Mótorhjóla- klúbburinn Raftar og spila- klúbbur aðstöðu í Mími. Aðsóknin nú um helgina sýndi að núverandi húsnæði er orðið of lítið og mikilvægt að fara að huga að framtíðarhús- næði. Aðstandendur Mírnis vilja að lokum þakka menn- ingamálanefnd Borgarbyggðar, Fjöliðjunni, Rarik, KB Bygg- ingavörudeild og Shell stöð- inni fyrir stuðninginn og þeim fjölmörgu sem komu í Mími um helgina og sýndu þannig stuðning við starfsemi ung- mennana. Eggert Sólbert. ---------------------7 Dvalarheimilið Jaðar, Olafsvík: Soroptímistar aflienda gjöf Félagar í Sor- optimistaklúbbi Snæfellsnes komu færandi hendi í heimsókn á Dval- arheimilið Jaðar í Olafsvík á dögun- um. Unnur Óladóttir og Sigríður Þórar- insdóttir, félagar í Soroptimistaklúbbi Snæfellsness, færðu vistfólki Jaðars að gjöf veglegt trambólín. Við afhendingu gjafarinnar kom fram í máli Unnar Óladóttur, formanns klúbbsins, að með gjöf þessari vildu félagskonur styðja starf- semi Davalarheimilisins Jaðars. Jafnframt kynnti hún þau á- form Soroptimistafélaga að á næsta starfsári hyggðust þeir standa fyrir afþreyingu ýmiss- konar fyrir vistfólk heimilisins. Inga Jóhanna Kristinsdóttir, forstöðumaður Jaðars, veitti gjöfinni viðtöku fyrir hönd heimilisins og færði félögum Soroptimistaklúbbs Snæfells- ness bestu þakkir fyrir gjöf þessa sem án nokkurs vafa kæmi vistfólki vel. VistfólkJað- ars lýsti mikilli ánægju sinni með tækið þegar Sigríður Þór- arinsdóttir, sem jafnframt er starfandi sjúkraþjálfari, leið- beindi þeim urn notkun þess. Afinæli Samband breiðfirskra kvenna sem samanstendur af kvenfé- lögum í Dalasýslu og Reyk- hólahreppi, heldur veglegan affnælisfund þ. 19. Júní að Laugum í Sælingsdal og hefst hann kl. 20:30. Minnst er 70 ára afmælis sambandsins, sem stofnað var 19. júní 1933 á þeim degi sem konur fengu kosningarétt með lögum árið 1915. Fjölbreytt dagskrá verður í boði, m.a. ræðumaður frá Feministafélagi Islands, Helga Braga leikkona skemmtir auk þess sem heima- fólk leggur sitt af mörkum. Allir eru velkomnir, en konur sérstaklega hvattar til að fjöl- menna. Kærar þakkir fyrir góða þjónustu Helgina 13. til 15. júní vor- um við hjón á ættarmóti á Laugum í Sælingsdal. Við viljum koma á ffamfæri þakklæti fyrir góða þjónustu á Laugum og frábæra þjónustu og gott viðmót í verslunni í Búðardal. Enn og aftur kærar þakkir og bestu kveðjur. Sigríður og Valdimar, Laugarvatni. Óskar Þór Óskarsson kvikmyndaáhugamaður er heiðurslistamaður Borgarbyggðar 2003 Safnar skemmilegu fólki Einn liður í nýafstaðinni Borgfirðingahátíð var kvik- myndasýningin „Óskarinn“ þar sem Óskar Þór Óskarsson í Borgarnesi sýndi tvær heimild- armyndir sem hann hefur gert, annars vegar sögur frá stríðsár- unum og hinsvegar heimilda- mynd um netaveiðar í Hvítá. Við sama tækifæri var Borgfirð- ingahátíð sett auk þess sem Jón- ína Arnardóttir, formaður menningamálanefndar Borgar- byggðar úmefndi Óskar heið- urslistamann sveitarfélagsins árið 2003 og má segja að þar hafi verið á ferðinni sannkölluð Ósk- arsverðlaun. Blaðamaður Skessuhorns ræddi við nýkrýndan heiðurs- listamann til að forvitnast lítdl- lega um manninn á bak við lins- una sem á síðustu árum hefur fest á filmu ýmsa viðburði í Borgarfjarðarhéraði og tekið viðtöl við fjölda einstaklinga sem margir hverjir eru horfnir á braut en lifa í filinusafni Óskars. Eingöngu fikt Óskar Þór er vélamaður að aðalstarfi og hefur um áratuga- skeið gert út traktorsgröfu og þykir með þeim flinkari á því sviði. Hann er hinsvegar hóg- værðin holdi klædd þegar talið berst að kvikmyndagerðinni. „Eg tek þetta nú ekki alvarlega og lít eingöngu á þetta sem tóm- stundagaman,“ segir Oskar. „Eg byrjaði á þessu að einhverju ráði árið 1996 og keypti þá vél sem var ekki beint heimilisvél. Þetta var super VHS vél og þótti góð á þeim tíma. Eg var búinn að taka eitthvað smávegis áður á venjulega heimilisvél en gæðin á því voru ekki neitt sérstök. Síðan hefur þetta undið upp á sig og þótt það segi kannski ekki mikið þá held ég að ég eigi núna um 300 spólur af efni sem er allt skráð í heimatilbúnu kerfi en allavega þannig að það er að- gengilegt fyrir mig.“ Óskar segist lengi hafa haft á- huga á kvikmyndagerð og þá sérstaklega heimildamyndum. „Það má segja að bróðir minn sem býr í Vestmannaeyjum hafi kveikt í mér. Hann hefur tekið upp mikið af viðtölum við eldri karla, sjómenn og aðra Vest- mannaeyinga og safnað því upp í hillu. Það má eiginlega segja að hann hafi ýtt mér svolítið út í þetta. Eg byrjaði að taka upp kórtónleika og ýmsa viðburði, leikrit og sitthvað fleira. Þegar ég var síðan farinn að láta sjá mig með þetta tæki á ferð fannst mér ómögulegt annað en að gera eitthvað með þetta og fór niður í Félagsstarf aldraðra og athugaði hvort þar væri einhver áhugi fyrir þessu. Síðan hef ég sýnt eitthvað á hverjum vetri fyrir gamla fólkið og það hefur verið mjög þakklátt," segir Ósk- ar en þess má geta að hann hef- ur aldrei þegið laun fyrir sín störf með myndavélina. Saftiar fólki Óskar segir að í seinni tíð hafi hann farið meira út í að heim- sækja fólk með myndavélina og taka upp samtöl. „Það er fyrst og fremst það að ég hef gaman af skemmtilegu fólki og þekki marga skemmtilega kalla og konur og þessvegna hefur þetta bara þróast svona og nú á ég orðið nokkuð gott safn af skemmtílegu fólki.“ Óskar hefur ekki látið nægja að safna efni á spólur heldur hef- ur hann í seinni tíð farið út í að fullvinna efnið sjálfur. „Eg var fyrst að reyna að klippa þetta með tveimur vídeotækjum og tveimur fjarstýringum en það var eiginlega ómögulegt. Síðan fór ég út í það í vetur að kaupa mér tölvu og koma mér upp klippibúnaði og núna hef ég set- ið töluvert við þetta og með góðri aðstoð tæknisnillingsins Einars Braga Haukssonar er ég að ná tökum á þessu en hann hefur reynst mér vel í þessu brambolti mínu. Eg hef svosem ekki sett mér neitt sérstakt markmið en þetta fer ekkert frá manni og alltaf hægt að grípa í þetta og klippa þetta til og matreiða þannig bet- ur í þá sem áhuga hafa á að sækja þetta. Ég neita því svosem ekki að ég er með ýmsar hugmyndir sem ég veit ekki hvort verður eitthvað úr.“ Óskar vill eins og fyrr segir sem minnst gera úr sinni kvik- myndagerð en segir að það hafi komið sér ánægjulega á óvart sú viðurkennig sem hann hlaut um helgina. „Ég var hvattur til þess í vetur af góðu fólki að sækja um styrk hjá menningarsjóði Borg- arbyggðar til tækjakaupa og átti ekki von á neinu en fékk síðan mjmdarlegan styrk sem var ekki aðeins fjárhagslegur stuðningur heldur ekki síður móralskur. Síðan má segja að þessi viður- kenning hafi verið annar óvænt- ur bónus,“ segir Óskar að lok- um. GE Sólstöðuganga 21. júní Söguferðir Sæmundar Sólstöðuganga verður 21. júní á vegum Sæmundar Kristjánssonar á Rifi. Lagt upp frá Ingjaldshóli kl. 23 og endað í Eysteinsdal. Litið verður á ummerki eftir Bárð Snæfellsás og gengið á slóð- ir Víglundarsögu. I Blágili er komið að fallegum fossum, Þverfossum. Gengið er um þurrt land en seinni hluti leiðar er örlítið á fótinn. A- ætlaður göngutími er 4 klukkustundir. Þátttaka er gestum að kostnaðarlausu. (Tréttatilkynning)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.