Skessuhorn - 19.06.2003, Blaðsíða 11
ancsaunui.
FIMMTUDAGUR 19. JUNI 2003
11
Skallarnir áfram
á Sigurbraut
Skallagrímur mætti Deigl-
unni á Tungubakkavelli síðast-
liðinn mánudag í þriðju deild-
inni í knattspyrnu. Fyrr í sumar
höfðu liðin mæst í bikarkeppn-
inni og báru Deiglumenn þá
sigur úr býtum, 3-1. Að þessu
sinni var annað upplit á Sköll-
unum sem unnu sanngjarnan
sigur, 4 -1. Mörk Skallanna
skoruðu Sveinbjörn Hlöðvers-
son (2), Sigurjón Jónsson og
Guðlaugur Axelsson. Skalla-
grímur er í öðru sæti riðilsins
með 9 stig, líkt og Víkingur í
Ólafsvík sem á leik til góða.
Bikarkeppni KSÍ
Skagamenn auð-
veldlega áfram
-mæta Keflavík í 16 liða úrslitum
ÍA sigraði andstæðing sinn í
32 liða úrslitum bikarkeppni
KS( næsta auðveldlega sl.
föstudag. Skagamenn unnu
Hugin á Seyðisfirði með sex
mörkum gegn engu.
Aðstæður til knattspyrnuiðk-
unar voru ekki hinar bestu, völl-
urinn rennandi blautur eftir
miklar rigningar fyrir austan
dagana á undan auk þess sem
Seyðfirðingar höfðu mjókkað
völlinn um eina átta metra.
Þessi aðferð, þ.e. að mjókka
völlinn, er alþekkt meðal liða úr
neðri deildunum þegar þeir
mæta andstæðingum sem fyrir
fram eru taldir sterkari. Tilgang-
urinn er að þrengja völlinn það
mikið að gestunum gefist minni
möguleikar á að spila góðan
fótbolta og að leikurinn snúist
meira um návígi og kýlingar.
Þetta herbragð heimamanna
gekk svosem ágætlega upp,
Skagamenn sýndu engar spari-
hliðar í leiknum en voru þó mun
sterkari. Fyrsta mark ÍA í leikn-
um var sjálfsmark og kom eftir
hálftíma leik. Mínútu síðar
skallaði Hjörtur Hjartarson
boltann í netið eftir horn-
spyrnu. Staðan í leikhléi 2-0. í
síðari hálfleik bættu Skaga-
menn við fjórum mörkum þrátt
fyrir að vera nánast á hálfri
ferð. Hjörtur bætti við öðrum
marki sínu úr vítaspyrnu
snemma í seinni hálfleik. Guð-
jón Sveinsson skoraði fjórða
markið með laglegum skalla
og Ellert Jón Björnsson það
fimmta eftir góðan undirbún-
ing Garðars Gunnlaugsson.
Hjörtur fullkomnaði síðan
þrennuna með marki skömmu
fyrir leikslok.
Þrátt fyrir að fótboltinn sem
Skagamenn sýndu í leiknum
hafi ekki verið áferðafallegur
skilaði hann því sem lagt var
upp með, sigri. í 16 liða úrslit-
um mæta Skagamenn Keflvík-
ingum á heimavelli.
30 ára afmælishátíð
Golfklúbbs Borgarness
m t H i ,41!
Fra undirritun samnmganna: fra vinstri: Heiga Hatldorsdottir, forseti
bæjarstjórnar Borgarbyggðar, Páll Brynjarsson, Ásdís Helgadóttir
og Gísli Kjartansson. Mynd: GE
Afmælishátfð Golfklúbbs Borg-
arness hófst með með golfmóti
laugardaginn 14. júní. Mótið var
punktamót og sigurvegari varð
Hörður Þorsteinsson framkvstj.
G.S.Í. með 42 punkta Sunnu-
daginn 15. júní var golfsvæðið
opið fyrir alla þá sem vildu
kynna sér golfíþróttina og þá
komu í heimsókn fjórir þekktir
meistaraflokkskylfingar, þau
Anna Lísa Jóhannsdóttir, Har-
aldur Heimisson, Ragnhildur
Sigurðardóttir og Örn Ævar
Hjartarson og spiiuðu svokallað-
an „Sjóðsleik“ kringum Hamar-
inn og rennur ágóði keppninnar
til Sumardvalarheimilisins að
Holti. Styrktaraðili þessarar
keppni var Búnaðarbankinn h.f.
Þennan sama dag skrifuðu for-
maður G.B. Ásdís Helgadóttir
og Gfsli Kjartansson, sparisjóðs-
stjóri S.M., undir samstarfs-
samning þar sem Sparisjóðurinn
styrkir nýframkvæmdir G.B.
næstu þrjú árin. Við sama tæki-
færi skrifuðu einnig Ásdfs og
bæjarstjóri Borgarbyggðar, Páii
Brynjarsson, undir nýjan samn-
ing um afnot golfklúbbsins af
landi Hamars.
Skagastelpur á Pæjumóti
Knattspyrnufélag ÍA sendi
32 stelpur til Vestmannaeyja
um síðustu helgi til að taka
þátt í Pæjumótinu svokallaða.
Mótið er með því stærsta sem
fram fer hér á landi ár hvert
með yfir 600 keppendur og
annað eins af fararstjórum,
þjálfurum og foreldrum. ÍA
sendi fjögur lið í tveimur flokk-
um og gekk þeim ágætlega á
mótinu. A lið fimmta flokks
hafnaði í þriðja sæti auk þess
sem flokkurinn var valinn sá
prúðasti á mótinu. Að sögn
eins fararstjórans skemmtu
stúlkurnar sér hið besta enda
nóg við að vera fyrir utan fót-
boltaiðkun. Þjálfarar stúlkn-
anna eru þær Áslaug Ákadótt-
ir og Halldóra Gylfadóttir.
Ungmennalið ÍA vann óvæntan sigur
Lið ÍA skipað leikmönnum 23
ára og yngri gerði sér lltið fyrir
um síðustu helgi og sló út
1 .deildarlið Stjörnunnar 2-1
þegar liðin mættust á Akranes-
velli. Sigur liðsins var fyllilega
sanngjarn og hefði allt eins get-
að orðið stærri.
Þórður Birgisson kom
Skagamönnum yfir strax á
fimmtu mínútu með laglegu
marki. Markið sló gestina útaf
laginu og gengu Skagastrák-
arnir á lagið og yfirspiluðu lið
Stjörnunnar á köflum. Á
30.mínútu dæmdi dómari leiks-
ins réttilega vítaspyrnu á
Stjörnuna þegar markvörður
liðsins felldi Þórð innan víta-
teigs. Fyrirliðanum Baldri Aðal-
steinssyni brást hinsvegar
bogalistin annan leikinn í röð frá
vítapunktinum og lét verja frá
sér. Skagastrákarnir voru hins-
vegar ekkert að svekkja sig á
því heldur bættu við öðru marki
tíu mínútum síðar þegar Jó-
hannes Gíslason skoraði með
föstu skoti í stöng og inn eftir
glæsilega sókn.
Eitthvað vöknuðu Stjörnu-
menn í síðari hálfleik og áttu
Skagastrákarnir í vök að verjast
lengstum í hálfleiknum. Á
62.mínútu skoraði Stjarnan
mark sem virtist vera kolólög-
legt þar sem brotið var á mark-
manni ÍA. Dómarinn sá hins-
vegar ekkert athugavert og
dæmdi markið gott og gilt.
Hvorugu liðinu lánaðist að
koma boltanum oftar í netið en
sóknarþungi Stjörnumanna var
orðinn mikill undir lok leiksins.
[ næstu umferð mætir ung-
mennaliðið fslandsmeisturum
KR í Frostaskjólinu og má
reikna með að róðurinn verði
heldur þyngri þar.
HJH
Skagavélin höktir áfram
Tvö dýrmæt stig fóru í súg-
inn á mánudaginn þegar
Skagamenn gerðu jafntefli við
KA á Akranesvelli 1 -1. Skaga-
menn hafa aðeins fengið
fimm af fimmtán stigum
mögulegum eftir fimm um-
ferðir og hafa einungis skorað
fimm mörk.
Fyrri hálfleikur var heldur
bragðdaufur og var lítið um
góða spilkafla hjá liðunum og
þeim mun minna af mark-
tækifærum. Skagamenn voru
þó sýnu sterkari án þess þó
að skapa sér eitt einasta opið
færi. Þær horn- og auka-
spyrnur sem Skagamenn
fengu sköpuðu enga hættu,
virkuðu frekara sem æfinga-
boltar fyrir markvörð KA-
manna.
Heldur líflegra var yfir
heimamönnum í upphafi síð-
ari hálfleiks en engu að síður
voru það KA menn sem skor-
uðu fyrsta mark leiksins á 59.
mínútu. Pálmi Rafn Pálmason
nýtti sér líkast til einu varnar-
mistök Skagamanna f leikn-
um og skoraði með föstu
skoti framhjá Þórði í markinu.
Skagamenn lögðu ekki árar í
bát við markið heldur bættu í.
Skömmu eftir markið komu
þeir Julian Johnson og Bald-
ur Aðalsteinsson inn á og við
það gjörbreyttist leikur liðs-
ins. Skagamenn tóku nú öll
völd á vellinum og sóttu hart
að marki gestanna sem bar
loks ávöxt á 73.mínútu. Pálmi
Haraldsson gaf þá góða
sendingu frá hægri kanti inní
teiginn þar sem Guðjón
Sveinsson tók boltann niður
og þrumaði honum í mark-
hornið fjær.
Fjórum mínútum eftir jöfn-
unarmarkið vænkaðist hagur
Skagamanna enn frekar þeg-
ar einn KA-maðurinn var rek-
inn útaf með sitt annað gula
spjald. Það sem eftir lifði leiks
fór boltinn varla inná vallar-
helming heimamanna. Þrátt
fyrir ágætt spil tókst Skaga-
mönnum ekki að brjóta á bak
aftur varnarmúr KA manna og
því urðu mörkin ekki fleiri í
leiknum. Lokatölur 1-1.
Staða Skagamanna í deild-
inni er langt frá því að stand-
ast þær væntingar sem menn
höfðu fyrir mót. Þó liðið hafi
einungis tapað einum leik
hafa jafnteflin verið þrjú og
þau eru dýrkeypt þegar upp
er staðið. Sóknarleikur liðsins
er höfuðverkur sem Ólafur
þjálfari verður að finna lausn
og það hið snarasta ef ekki á
illa að fara. Augljós batamerki
sáust þó á liðinu í seinni hálf-
leik gegn KA frá því í síðasta
leik gegn Fram og þá sérstak-
lega hvað varðar baráttu og
sigurvilja. Nýi leikmaðurinn,
Julian Johnson, kom vel út í
sínum fyrsta leik fyrir félagið
og sýndi að þar er á ferð öfl-
ugur leikmaður sem eflaust á
eftir að nýtast liðinu vel.
GE