Skessuhorn


Skessuhorn - 19.06.2003, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 19.06.2003, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19JUNI 2003 ^&iisaunu^ Landsmót kleinu- steikingar- fólks Laugardaginn 21. júní verður nýstárleg keppni haldin á Safnasvæðinu á Akranesi en þá verður í fyrsta skipti haldið landsmót kleinusteikingarfólks. Þar munu steikingartneistarar, kvenfélög, húsmæður og húsbændur af öllu landinu keppa um titilinn „Kleinu- meistari Islands". Dómnefnd mun dæma um bestu kleinurnar út frá útliti, bragði og stökkleika. Bæði einstaklingar og hópar geta keppt en æskilegt er að hver bakari hafi a.rn.k. einn að- stoðarmann. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sæt- in. Keppnin fer fram í stóru tjaldi sem staðsett er á Safnasvæðinu að Görðum. Hver þátttakandi tekur með sér það hráeíhi sem viðkom- andi er vanur að nota við kleinugerð. Einnig nauðsyn- legan búnað svo sem raf- magnshellu, pott og kleinufeiti. Gert er ráð fyrir að a.m.k. 20-30 aðilar muni taki þátt í mótinu um bestu kleinuna; þjóðlegasta bakk- elsi okkar Islendinga. Landsmót kleinusteiking- arfólks er liður í dagskránni Viðburðaveisla á Akranesi 2003 en það er röð 8 ólíkra viðburða sem fram fara á Safnasvæðinu í sumar. UKV flutt í Hymuna Upplýsinga- og kynninga- miðstöð Vesturlands opnar í dag formlega nýja aðstöðu á nýjum stað í Hyrnunni í Borgarnesi en UKV var áður til húsa í húsi Fram- köllunarþjónustunnar. Fækkarí I stöðuskýrslu sem markaðs- og atvinnnuskrifstofa Akranes- kaupstaðar hefur unnið fyrir bæjarráð Akraneskaupstaðar um verkefnið Atak 50 kemur fram að með samstilltu átaki bæjarfélagsins og nokkurra fyr- irtækja hafi tekist að fækka at- vinnulausum einstaklingum urn rúmlega 50 á tímabilinu febrú- Sendiherra írlands í heimsókn Sendiherra írlands á íslandi með aðsetur í Danmörku heimsótti Akranes í gær og dvaldi þar daglangt. James Brennan kom til Akraness að eigin frumkvæði en hin árlega hátíð Irskir dagar munu hafa vakið áhuga hans. Sendiherr- ann heimsótti m.a. Harald Böðvarsson, íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum og Byggða- safnið að Görðum í fylgd nokk- urra bæjarstjórnarmanna. HJH Irski sendiheiTtmn ásamt fylgdarliði ogfulltníum Akraness við Irska steininn sem var gjöf frá írsku þjóðinni til Akraneskaupstaðar árið 1974. Búmenn vilia nema land á Granastöðum Borgarfjarðardeild Búmanna hefur áhuga á að byggja upp í- búðahverfi fyrir sína félagsmenn í landi Granastaða í Borgamesi. Ef þau áform ganga eftir gætu framkvæmdir hugsanlega hafist á næsta ári og trúlega yrði um að ræða á annan tug íbúða eða meir. Búmenn eru húsnæðissam- vinnufélag fyrir eldri borgara sem á og rekur húsnæði og selur sínum félagsmönnum, sem náð hafa 50 ára aldri, búseturétt. Fyr- ir um tveimur áram var stofnuð deild innan félagsins í Borgar- firði, sem nefndist Búmenn - Borgarfjarðarardeild en félags- svæðið er Mýra- og Borgarfjarð- arsýsla norðan Skarðsheiðar, Kolbeinsstaðahreppur og Eyja- og Miklaholtshreppur. Starfsemi Borgarfjarðardeildarinnar hefur farið rólega af stað ffaman af en nú ætla borgfirskir Búmenn að láta hendur standa ffam úr erm- um að sögn þeirra Bjarna Ara- sonar og Páls Guðbjartssonar en blaðamaður Skessuhorns skoðaði með þeim væntan- legt landnám á Granastöð- um í vikunni. Þeir Bjarni og Páll skipa stjórn Bú- manna borgarfjarð- ardeildar á- samt Geir Björnssyni. „A aðalfundi deildarinnar þann 12. júní sl. kom Daníel Hafsteinsson framkvæmdastjóri Búmanna í heimsókn og kynnti starfsemi Búmanna. Þar kom frarn að Búmenn hafa áhuga á að byggja í Borgarnesi og einnig virðist áhugi vera fyrir hendi hjá félagsmönnum og bæjaryfirvöld- um í Borgarbyggð," segir Páll. Þeir Páll og Bjarni segja að fyrst og ffemst hafi verið horft á þrjá staði varðandi byggingasvæði í Borgarbyggð, Stöðulsholt í Bjargslandi, timburport Kaupfé- lagsins við Brákarsund og Granastaði á móti Sandvík. „A aðalfundinum kom fram yfir- gnæfandi meirihluti fyrir því að kanna nánar möguleika á að fá byggingaland á Granastöðum. Granastaðir eru reyndar skil- greindir sem grænt svæði sam- kvæmt aðalskipulagi og því þyrfti að breyta og að sjálfsögðu ekki komið í ljós hvort það gengur eftir en bæjaryfirvöld hafa tekið jákvætt í okkar erindi það sem af er,“ segja þeir Bjarni og Páll. Ekki er ljóst hversu margar í- búðir yrðu byggðar að Grana- stöðum í fyrsta áfanga en það kemur til með að ráðast af eftir- spurn. Félagsmenn í Borgar- fjarðardeild Búmanna era tæp- lega 50 en það era ekki endilega þeir sem kæmu til með að fá bú- seturétt í nýjum íbúðum á þessu svæði þar sem lægsta félagsnúm- er á landsvísu ræður því hver hefur forkaupsrétt að búseturétti í nýjum búmannaíbúðum. GE Bjami Arason og Pdll Guðbjartsson í tú?iinu á Granastöðum. Mynd: GE Mikil aðsóknaraukning Það sem af er þessu ári eru gestir Safhasvæðisins að Görð- um á Akranesi komnir yfir 10 þúsund talsins. Gert er ráð fyr- ir að þeir verði 20-25 þúsund á árinu en það er mikil aukning frá síðasta ári, þegar gestir urðu 16.400. Að sögn Þor- steins Þorleifssonar, safnvarðar í Steinaríki Islands, er hver mánuður nú að slá fyrri að- sóknarmet. „í sumar er skipu- lögð dagskrá með ýmsum við- burðum hér á svæðinu og hafa viðtökur bæjarbúa og ferða- fólks verið með ágætum. Um síðustu helgi var hér hand- verksmarkaður og opnun list- húss og komu á svæðið um 1800 gestir þessa helgi. 17. júní hátíðahöldin fóru hér fram í fyrsta skipti og var það ágæt nýjung og vel til þess fall- in að nýta enn betur aðstöðuna sem hér hefur verið byggð upp“, segir Þorsteinn. Þess má geta að laugardaginn 21. júní verður landsmót kleinugerðar- fólks haldið á Safnasvæðinu en um kvöldið gengst æskulýðs og forvarnanefnd bæjarins fyrir ratleik, varðeldi og grillveislu í útitjaldi á Safnasvæðinu. hópi atvinnulausra á Skaganum ar til maí á þessu ári. Atak 50 var átaksverkefni sem sviðsstjóri tómstunda- og for- varnasviðs ásamt markaðs- og at- vinnufulltrúum önnuðust fyrir hönd bæjarfélagsins. Atakinu var, eins og nafhið bendir til, ætlað að fækka um jafnháa tölu á atvinnu- leysisskrá á Akranesi. I byrjun febrúar, þegar verkefnið fór af stað, var tala atvinnulausra í há- marki, eða um 150 einstaklingar. Miðaði verkefnið að því að skapa ýmis verkefhi á vegum stofnana bæjarins og hvetja fyrirtæki til tímabundinna verkefna og sækja um styrk til niðurgreiðslu launa frá stjórn atvinnuleysistrygg- ingasjóðs. Það sem uppá vantaði til greiðslu lögbundinna launa greiddi síðan Akraneskaupstaður eða viðkomandi fyrirtæki. Styrk- ur fékkst til ráðningar í rúmlega 50 slík verkefhi og þykir því að markmið verkefnisins hafi náðst og vel það. Nú eru á atvinnuleysisskrá á Akranesi 99 einstaklingar og er yfir helmingur þeirra, eða 54, á aldrinum 17-24 ára. Sjálfsbjörg safiiar fyrir utanlandsferð Unglingadeild Sjálfsbjarg- ar (BUSL) er um þessar rnundir að safna sér fyrir ut- anlandsferð sem fara verður á næsta ári. Krakkarnir hafa verið dugleg að safna fyrir ferðinni með ýmsum hætti og ein af þeim er að fara á hjólastólum fyrir Hvalfjörð til Reykjavíkur. Sú ferð var farin um helgina og var lagt af stað frá Akranesi á laugar- dagsmorgunin. Ferðin gekk vel en hún tók um tvo daga. Þjálfari ÍA, Ólafur Þórðar- son, fór fyrsta hlutann með BUSL, frá Akratorgi til bæj- armarkanna. A myndinni má sjá Ólaf við upphaf ferðar- innar. HJH Hönnun flyturínýtt húsnæði Starfsstöð Hönnunar hf. á Akranesi hefur flutt í nýtt húsnæði að Garðabraut 2. Húsið er byggt af Sveinbirni Sveinbjörnssyni ehf. og var á síðasta ári ákveðið að Hönn- un tæki á leigu um 210m2 á jarðhæð með sérstökum inn- gangi að vestanverðu auk tæplega 60 m2 í kjallara. í starfsstöð Hönnunar starfa núna átta manns og fram- kvæmdastjóri er Lárus Ar- sælsson, byggingarverkfræð- ingur. Húsnæðið er á jarðhæð í þriggja hæða húsi og var innréttað sérstaklega eftir hönnun stofunar fyrir starf- semina. Aðstaðan öll hin glæsilegasta, með stórum gluggum, hátt til lofts og vítt til veggja. Fimmtudaginn 12.júní var opið hús fyrir viðskiptavini stofunnar og þeim kynnt aðstaðan.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.