Skessuhorn


Skessuhorn - 17.12.2003, Síða 12

Skessuhorn - 17.12.2003, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003 jn£id9LtU/iw Gnðrún Jóna Efætlarðu að svívirða saklaman mann Dalirnir hafa heldur betur komist á spjald sögunnar síðustu mánuði vegna sverðaglamurs í sveitarstjórn og nú vita allir landsmenn hvar Búð- ardalur er! I ljósi þeirrar umfjöllun- ar sem hefur verið að undanförnu, tel ég rétt að varpa mínu ljósi á atburði síðustu mánaða. L listi samtöðu, breytinga og fram- fara vann sigur í síðustu sveitar- stjórnarkosningum. Leiðarsljós L listans var samstaða, gegnsæ stjórn- sýsla og uppbygging í sveitarfélaginu með lýðræði að leiðarsljósi. Verkefni L listans voru erfið og á brattann að sækja enda fjárhagsleg staða sveitar- félagsins slæm. Að koma á breytingum er erfitt hlutverk sem kallar á mikla skipu- lagningu, samheldni, kjark og þolin- mæði, ekki síst í umhverfi sem ein- kennist af valdahroka þar sem gamlir höfðingjar syrgja forna frægð og sporna gegn breytingum með öllum tiltækum ráðum. Því var það eitt af lykilatriðum í störfum L listans að vinna þétt saman, öll sem eitt, leysa ágreining og finna sameiginlegar lausnir á þeim vandamálum sem upp geta komið við innleiðingu breyt- inga. L listinn lagði höfðuáherslu á samvinnu og samráð með reglulegum fundum þar sem öll mál voru rædd og niðurstaða fengin sem allir gátu sætt sig við, án teljandi áverka eða íjaðrafoks. En fljótt skipast veður í lofti og síðastliðið vor dró til mikilla tíðinda í samstarfi kjörins meirhluta. Menn- irnir þurfa, rétt eins og páíúglinn, að fá að njóta sín og fór svo að 2 efstu menn listans höfðu skyndileg ham- skipti og snyrtu sínar fjaðrir. Væntnalega orðnir þreyttir og dasað- ir á því að fá vindinn upp í fangið sem fer illa með fjaðrir og veitti ekki af að bæta við nokkrum skrautfjöðrum. Eins og þeir voru fiðraðir til, tóku þeir upp forn vinnubrögð gömlu lærimeistaranna á S lista. Það getur verið erfitt fyrir illa íleyga að keifa á- fram um klungur og klif í þokunni og komast ekki á loft en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi og stuðningur vís. Með miklum jötunmóð var maður að baki konu, kosinn oddviti, án meirihluta samþykkis félaga sinna. Páfuglarnir yfirgáfu hreiðrið og stát- gjarn tókst hann á við sitt drauma- embætti undir pilsfaldi freyju og tók- ust þau á loft, fleyg með nýjar fjaðrir. Áfram var flogið og næsta afrek var friðarsáttmáli við höfðingja S listans um sölu Hitaveitu Dalabyggðar sem nú er loks í höfn eftir sverðaglamur í sveitarstjórn í rúmt ár. Nú fjöðrum fækkar eftir því sem flugið er lengra og brattara og þegar kom að því að fiðrið var orðið rytjulegt, var rétt að styrkja stöðu sína. Ekki mátti láta tækifærið renna sér úr greipum heppilegt að leggja fram vantrausts- tillögu á varaoddvita sem grunaður var um að hafa brotið lög um per- sónuvernd í starfi sínu. Þar sem ekki var hægt að víkja honum úr sveitar- stjórn var það skárra en ekkert, að víkja honum út úr ráðum og nefnd- um og skilja hann fjaðralausan eftir! Ekki það að öll erum við, jú, misvel fiðruð en nú sem fyrr, var ekkert samráð haft við gömlu félagana á L lista enda búið að byndast nýjum tryggðarböndum. „Friðardúfurnar" hafa leitað upp- runans, ratað heim og fundið fjör- gjafaljósið sem tendrar hin nýju heimkynni og kærleikur mun vænt- anlega svífa yfir vötnum á sveitar- stjórnarfundum í framtíðinni og er það vel. Margt hefur komið upp í huga minn síðustu vikur og eitt af því sem situr eftir er eftirfarandi kveðskapur Páls J. Ardals sem mér finnst eiga vel við, þegar litið er yfir farinn veg. Efætlarðu að svívirða saklausan mann, þá segðu aldrei ákveðnar skammir um hann, en láttu það svona í veðri vaka þií vitir, að hann hafi unnið til saka. En biðjirþig einhver að sannaþá sök, þá segðu, að til séu nægjanleg rök, en nánungans bresti þú helst viljir hylja, þá hljóti hver sannkristinn maður að skilja. Oggakktu nú svonafrá manni til manns, uns mannorðin drepið og virðingin hans, og hann er í lyginnar helgreipar seldur og hrakinn og vinlaus í ógæfii felldur. Þegar svo hann allir elta og smá og margt með ánægju þ.ú getur dregið þigfrá, og láttu þá helst eins og vetja þú viljir, að þú vitir hans bresti og sökina skiljir. og segðu: „hann brotlegur samilega er, en syndugir aumingja ?nenn erum vér því umburðarlyndið við seka oft sæmir. En sektþessa vesalings faðrinn dæmir‘\ Svo leggðu með andakt að hjartanu hönd. Með hangandi munnvikjum varpaðu önd, og skotraðu augum að upp himinsranni, serti æskirþú vægðar þei?n brotlega manni Já, hafirþú öllþessi happsælu ráð. Ég held þínum vilja þúfáir nu náð og maðurinn sýkn verði meiddur og smáður. En máske, þti hafir kunnað þau áðm: Dalirnir bjóða upp á margt fleira en sverðaglamur í sveitarstjórn og baráttu um titla og völd. Hér er mik- il fegurð og mannauður og ótal tæki- færi til framfara. Eg tel mun fýsilegri kost að beina athyglinni að þeim hliðum Dalanna sem heilla og hvet íbúa Dalabyggðar að rækta kærleik fyrir náunga sínum, ekki síst nú á að- ventunni, tíma ljóss og friðar. Og eru ekki jólaveinarnir á leið til byggða með eitthvað óvænt og gleðilegt í skóinn? Guðrún Jóna Gunnarsdóttir. ljósbrons, dökkbrons og ljós- bronsað Eyedust upp við augn- beinið og við augnkróka. Augnblýanturinn var dökk- brúnn. Glossið sem Birna er með er líka frá Clarins og heitir Ruby og er nr. 6. og í lokin setti ég örlítinn kinnalit á hana. Ef þið eruð ekki vissar urn hvaða augnskuggi hentar ykkur þá getið þið litið á þennan lista en það er ekki þar með sagt að þið megið ekki nota neitt ann- að. Það er um að gera að vera nógu duglegur að prufa sig áfram með liti því ekki vantar úrvalið. Blá augu: Grár, lillablár, ljósfjólublár dökkblár, mrkis- grænn, silfurlitaður. Græn augu: brúnn, plómu, dökkgrænn, gylltur, ljósfjólu- blár, fjólublár, limegrænn, aprikósu. Brún augu: kopar, brons, ljósbleikur, kóngablár, vel bleik- ur, hermannagrænn, brúnn, drappaður, ljósbleikur.“ Kveðja Anna Sigga _____________Förðunarfræðingiir Breytt útlit Að þessu sinni fær Birna Júl- íusdóttir að njóta ráðlegginga Onnu Siggu en Birna er gift, 4 barna móðir og starfar í Norð- uráls. „Birna litar aldrei á sér auga- brúnirnar né plokkar þær. En það ætti hún einmitt að gera því að það breytir svo miklu að vera með vel litaðar og mótað- ar augabrúnir, augnumgjörðin verður skarpari og miklu fal- legri enda segja augun meira en þústmd orð. Þannig að ég byrjaði á því að lita augabrúnirnar með dökk- brúnum lit og síðan plokkaði ég þær. Áður en ég setti meik- ið á hana bar ég krem sem heit- ir Beauty Flash Balm og er ffá Clarins en það gerir húðina sléttari, stinnari og andlitsfarð- inn fær fallegan ljóma og helst betur. Eg ákvað að hafa hana í mildum litum. Eg notaði kökumeik frá Clarins sem heit- ir Teint Fondant nr.3. púðraði svo yfir allt með litlausu púðri. Það ætti helst alltaf að púðra sig eftir að búið er að meika sig því þá helst farðinn lengur og augnskuggarnir tolla miklu betur. Eg notaði hvítan augnskugga í grunninn, svo Draugurinn í Stapabotni Jafnskjótt og fer að hilla undir jákvæðar aðgerðir í samgöngumálum í Stapa- botni og nágrenni hans brýst fram á sjónarsviðið draugur sá sem upp var vakinn fýrir allmörgum árum af einhverj- um innan bæjarfélagsins sem berjast gegn tryggum vegi og betri vitund af einhverj- um annarlegum hvötum. Nauðsynlegt er að þessi draugur komi fram í dags- ljósið svo saklausir þurfi ekki að gjalda fýrir með æru sinni. Nú er enginn Latínu- Bjarni til að koma óvættin- um fýrir í einhverju dýinu í Stapabotni, svo fátt er til ráða. Bæjarstjórnarmenn hafa eitthvað verið að krukka í kauða en ekki haft erindi sem erfiði í þeim efnum. Þessi síðasta tillaga draugsins, að setja upp snjó- flóðavarnir í hlíðinni eru með slíkum endemum að ekki er á það hlustandi, þegar við blasir vegarstæði sem tryggir greiða leið allt árið. Það verður að segjast grínlaust, að þetta mál er komið langt út í móa og flokkast undir bull og kjaftæði. Hvaða yfirvald verður fýrst til að stöðva þessa vitleysu? Það verður fróðlegt að fýlgjast með því. Kristinn í Bárðarbúð.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.