Skessuhorn - 17.12.2003, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 2003
jotðsunv/...
f^etuiinn^T:
Hvaljjarðargangaskatturinn
Lækkun er nauðsynleg
Umræðan um gjaldtöku af
akstri um Hvalfjarðargöng
hefur verið áberandi og vax-
andi síðustu mánuði. Kemur
þar margt til. Allir þeir sem
um göngin fara eru auðvitað
sammála um hversu mikil
samgöngubót þau eru. Með
tilkomu þeirra hafa margs
konar breytingar átt sér stað í
vöruflutningum á landi, en
ekki síður hafa skapast nýir
möguleikar í atvinnulífinu á
svæðinu bæði með því að
sækja vinnu suður og norður
fyrir Hvalfjörð og þjónustu á
stærra svæði en áður var hag-
kvæmt. Þá hafa nemendur á
framhalds- og háskólastigi
notað sér göngin og með því
sloppið við að flytja suður
•þar sem viðkomandi skólar
eru staðsettir.
Aætlanir um notkun gang-
anna hafa ekki bara ræst,
heldur hefur umferðin um
þau verið meiri en menn
gerðu ráð fyrir og mun fleiri
sem notfæra sér afsláttarfar-
gjöld Spalar. Þessi þróun
hefur valdið raunlækkun á
gangagjaldinu til eigandans,
Spalar. Um það verður ekki
deilt að hagkvæmni rekstrar-
ins hefur fyrst og fremst
| komið viðskiptavinum til
góða. Þrátt fyrir þetta heyr-
ast æ háværari raddir um að
nauðsynlegt sé að ríkið komi
að rekstri ganganna með
myndarlegum hætti svo
gjaldið lækki.
Hvers vegna skyldi sú um-
ræða vera svo áberandi þessa
dagana? Svarið er einfalt.
Fólk lítur á göngin sem kær-
komna samgöngubót en líka
sem hemil á framfarir á
svæðinu norðan Hvalfjarðar
og óþolandi skattlagninu á
tiltekinn hóp fólks. Þegar all-
ir aðrir vegir í landinu eru
gjaldfríir finnst fólki óréttlátt
að sumir skuli borga, en aðr-
ir ekki.
Ráðin eru til
Þessi umræða er ekki ný
sem áður sagði. Hún var
mjög áberandi fýrir síðustu
Alþingiskosningar og fram-
bjóðendur kepptust um að tjá
sig um nauðsyn sértækra að-
gerða varðandi gjaldtökuna.
Þar kom fram að ríkisvaldið
eitt getur gripið til þeirra
ráða sem duga. Þær aðferðir
sem ríkisvaldið á kost á að
beita eru a.m.k. þessar:
1. Lækkun eða niðurfelling
virðisaukaskatts af veggjald-
inu, en greiddur virðisauka-
skattur mun á næsta ári verða
nánast sama fjárhæð og sá
virðisaukaskattur sem fékkst
niðurfelldur af framkvæmd-
inni, þannig að greiðsla virð-
isaukaskatts eftir næsta ár
verður því hrein tekjuöflun
ríkisjóðs. Einnig má nefna
að virðisaukaskattur er ekki
lagður á farmiða svo sem í
flugi, við rekstur ferja, stræt-
isvagna og sérleyfisbifreiða.
2. Aðstoð ríkisins til að
lækka tryggingariðgjöld af
Hvalfjarðargöngum en eftir
11. september 2001 hafa
tryggingariðgjöld fýrirtækis-
ins þrefaldast.
3. Nýting varasjóðs sam-
kvæmt samningum Spalar
ehf. við lánardrottna til að
greiða niður áhvílandi skuld-
ir, en að óbreyttum greiðslu-
tíma myndi það leiða til
lækkunar veggjaldsins.
4. Afskrift hluta af lánum
ríkisins til Spalar m.a. vegna
þess þjóðhagslegs ávinnings
af rekstri ganganna og þess
beina hagræðis sem ríkið
hefur haft af göngunum t.d.
vegna minni kostnaðar við
rekstur og framkvæmdir á
veginum fyrir Hvalfjörð.
Þessar aðgerðir myndu
ekki hafa áhrif á framlög rík-
Sveinn Kristinsson
isins til vegamála og því ekki
hafa áhrif á aðrar vegafram-
kvæmdir, en þær myndu án
vafa leiða tiI sanngjarnrar
lækkunar veggjaldsins.
Ekki pólitískt mál
Síðustu daga hafa umræð-
ur á Alþingi og greinarskrif
samgönguráðherra vakið at-
hygli manna, einkum fyrir al-
gjöra andstöðu ráðherrans
við þeirri hugmynd að ríkis-
valdið komi að málinu með
sértækum hætti. Ber ráðherr-
ann fyrir sig að slíkar aðgerð-
ir muni skerða vegafé á öðr-
um svæðum og finnur það
svo helst til ráða að Spölur
lækki sínar eigin tekjur. I ný-
legri skýrslu samgönguráðu-
neytisins sjálfs kemur þó
fram að ekkert svigrúm er til
þess! Hann segir líka að
„einstakir stjórnmálamenn
séu að slá sig til riddara" með
því að telja að ríkisvaldið eigi
að koma að málinu. Sam-
gönguráðherrann verður að
fýlgjast betur með umræð-
unni. Bæði bæjarstjórn Akra-
ness og Borgarbyggðar hafa
ályktað um málið og í nýund-
irrituðu samstarfssamkomu-
lagi Borgarbyggðar, Borgar-
fjarðarsveitar og Akranes-
kaupstaðar er hnykkt á því að
lækkun gangagjaldsins sé
verkefni ríkisins. Þarna eru
menn ekki að reyna með
neinu móti að koma pólitísku
höggi á ráðherrann, enda
enginn vilji til slíks. Sveitar-
stjórnarmenn á svæðinu eru
að verja hagsmuni sinna um-
bjóðenda og það hlýtur ráð-
herrann að skilja. Það er ekki
málinu til framdráttar að
gera það að einhvers konar
deilumáli á milli stjórnmála-
flokka. Þess vegna er sam-
staða í héraði um málið, en
ekki pólitískir flokkadrættir.
Við sem kjörin eru til þess
að stuðla að framförum og
velmegun í okkar sveitarfé-
lögum hljótum í þessu máli
sem öðrum að leita málefna-
legra lausna. Þær eru til og á
þær hefur verið bent. Ríkis-
valdið og ráðherrann þarf
einungis að hafa vilja og
nennu til að vinda sér í fram-
kvæmdir.
Sveinn Kristinsson
Forseti bæjarstjórnar
Akraness
f^CTlHÍCltr-fi:
Einar Thorlacins
Vesturkmd enclar í Gilsfirði og
þar taka Vestfirðir við
í 48.tbl. (10. des.) Skessu-
horns er viðtal við Ola Jón
| Gunnarsson bæjarstjóra
Stykkishólmsbæjar um sam-
einingarviðræður sveitarfé-
laga. „Fjögur sveitarfélög á
Vesturlandi árið 2006“ er
fyrirsögnin og kemur þar
fram að Óli Jón er samein-
ingarmaður mikill. Við því
er náttúrulega ekkert að
segja og verður hver að hafa
sína skoðun á því, bæjar-
stjórar sem aðrir.
En það vakti athygli mína
að Óli Jón teygir sig yfir á
Vestfirði í sameiningar-
draumum sínum og það án
þess að nefna það einu orði
að hann sé kominn yfir í
aðra landshluta. Þegar hann
er búinn að gera grein fýrir
þremur framtíðarsveitarfé-
lögum af fjórum á Vestur-
landi og á einungis Dala-
byggð og Saurbæjarhrepp
eftir af sveitarfélögum Vest-
urlands segir hann: „Fjórða
sveitarfélagið yrði síðan til
úr sameiningu Dalabyggðar,
Saurbæjarhrepps og Reyk-
hólahrepps." Ekkert er
minnzt á að Reykhólahrepp-
ur tilheyrir Vestfjörðum en
ekki Vesturlandi.
I orðabókMenningarsjóðs
er eftirfarandi skýring gefin
á orðinu Vestfirðir: „Norð-
vesturhluti landsins að Gils-
firði og Hrútafirði.“
A Vestfjörðum munu nú
vera 11 sveitarfélög. Mér
finnst sjálfuin það dálítið
stílbrot að taka eitt af þess-
um 11 sveitarfélögum og
sameina það Vesturlandi.
Við bætist síðan að enginn
landshluti á Islandi er eins
skýrt afmarkaður frá öðrum
sem Vestfirðir.
En það breytir ekki því að
e.t.v. kann það að vera góð
hugmynd að sameina Reyk-
hólahrepp við Dalina og er
nú ekki lengra síðan en í
fýrra að sameiningartillaga
þess efnis var lögð fýrir íbúa
þessa svæðis. Sú tillaga var
reyndar felld.
En mín eina gagnrýni á
þetta ágæta viðtal við Óla
Jón er sú að tala um Reyk-
hólahrepp sem eitt af sveit-
arfélögum Vesturlands. Það
er á skjön við forna mál-
venju. Reykhólahreppur er
eitt af sveitarfélögum Vest-
fjarða og meira en það: Vest-
firðir byrja í Gilsfirði. Mig
grunar að framtíðarleið allra
inn á Vestfjarðakjálkann
muni liggja um Gilsfjörðinn,
hvort sem þeir ætla á Reyk-
hóla, til Patreksfjarðar, Isa
fjarðar eða Hólmavíkur.
(Eina undantekningin frá
því verða tveir syðstu hrepp
ar Strandasýslu). Þetta
tengist framtíðarvegabótum.
Óli Jón virðist líta á Reyk-
hólahrepp sem endastöð
Vesturlands í norðri. Mér
finnst eðlilegra að líta
Reykhólahrepp sem hlið eða
inngang að því heillandi
landssvæði sem Vestfirðir
Einar Thorlacius
Kanínan og
bjöminn
Einu sinni voru björn og
kanína að labba um í
skóginum og voru að rífast.
Allt í einu kom andi og gaf
þeim 3 óskir hvoru um sig.
Björnin óskaði þess að hann
væri svo fallegur að allir
kvenbirnir óskuðu þess að
vera með honum. Og óskin
rættist. Kanínan óskaði þess
að eignast mótorhjól. Og
óskin uppfýlltist. Bjöminn
vildi nú vera eini
karlbjörninn í landinu, og
óskin var umsvifalaust
uppfýllt. Kanínan vildi svo
eignast hjálm fýrir
mótorhjólið, og viti menn,
óskin rættist. Loks vildi
björninn vera eini
karlbjörninn í veröldinni og
varð honum að ósk sinni. Þá
kveikti kanínan á hjólinu og
sagði:„Eg vildi óska að
björninn væri hommi" og
þaut af stað.